Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ 6. febrúar 1977: „Á þessum tímamótum í sögu Landa- kotsspítala hafa systrunum, sem af ótrúlegri sérhlífni og elju hafa byggt upp og rekið þetta myndarlega sjúkrahús verið færðar verðskuldaðar þakkir. Raunar er starf þeirra í þágu heilbrigðismála á Íslandi slíkt, að engin orð fá lýst þeirri þakkarskuld, sem Íslendingar standa í við þær. Í ræðu, sem Matthías Bjarnason heilbrigð- isráðherra flutti á dögunum er sjálfseignarstofnunin tók við rekstri spítalans sagði hann m.a. um störf systr- anna: „... ég vil nota þetta tækifæri og þakka systrunum á Landakoti, þeim sem hér eru nú, og öllum þeim, sem á undanförnum áratugum hafa hjúkrað þar og líknað, fyrir þau störf, sem þær hafa innt af hendi fyrir íslenzku þjóð- ina.“ Yfirlæknir Landakotsspít- ala, dr. Bjarni Jónsson, lýsti starfi systranna með svofelld- um orðum: „Þessar systur, fluttar úr suðrænni frjómold á íslenzk hrjóstur, hafa verið Íslandi betri borgarar en ýmsir, sem eiga uppruna sinn og alla ætt á þessu landi. Aldrei í sögu þessa lands, sem nú er að fitja upp á öðru árþúsundinu, hefur hópur af jafnri stærð lagt eins mikið af mörkum til heilbrigðisþjón- ustu og þessar systur af reglu heilags Jósefs.““ . . . . . . . . . . 1. febrúar 1987: „Til þess að Alþingi Íslendinga og aðrir geti tekið skynsamlega af- stöðu til hugmyndarinnar um embættismannanefndina þarf að liggja fyrir, hvaða umboð á að veita embætt- ismönnunum. Er ætlunin að þeir semji drög að milliríkja- samningi um málið? Eiga þeir að skera úr um það til hvaða Norðurlanda svæðið á að taka? Eiga þeir að skil- greina, hvers vegna mest er rætt um nauðsyn yfirlýsinga af þessu tagi í löndum, þar sem engin kjarnorkuvopn eru? Eða eiga þeir að taka saman í eina heildarskýrslu allt það, sem komið hefur fram í eldri skýrslum í ein- stökum löndum? Hvernig geta hlutlausu ríkin Finnland og Svíþjóð falið fulltrúum sín- um að ráðgast um sameig- inlegar aðgerðir á jafn- viðkvæmu sviði öryggismála og þessu við fulltrúa þriggja NATO-ríkja?“ . . . . . . . . . . 2. febrúar 1997: „Á síðustu tveimur til þremur áratugum hafa farið fram stórmerkar rannsóknir á áhrifum og af- leiðingum ofneyzlu áfengis á einstaklinga og nánasta um- hverfi þeirra, sem eiga um sárt að binda. Mundu bind- indissamtökin ná margfalt meiri árangri í baráttunni gegn áfengisneyzlu en með því að berjast gegn því að eðlilegir og nútímalegir verzl- unarhættir verði teknir upp.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GEÐSJÚKIR OG FORDÓMAR Þótt skilningur hafi aukist í sam-félaginu á vanda geðsjúkra erlangt frá því að rofinn hafi ver- ið múr einangrunar og fordóma í þeirra garð, hverjar sem ástæðurnar kunna að vera. Kjell Magne Bondevik, fyrirverandi forsætisráðherra Nor- egs, vakti athygli um allan heim þegar hann greindi frá því fyrir átta árum að hann ætti við geðræn vandamál að stríða. Bondevik var svo langt leiddur að oft var hann heltekinn kvíða og þar kom að vanlíðanin var orðin slík að hann komst ekki fram úr rúminu. Bondevik fjallar um sjúkdóm sinn og málefni geðsjúkra í samtali við El- ínu Ebbu Ásmundsdóttur, forstöðu- iðjuþjálfa geðsviðs Landspítala – há- skólasjúkrahúss og lektors við Háskólann á Akureyri, í Morgun- blaðinu í gær. Þar greinir Bondevik frá ástæðum þess að hann ákvað að tala opinskátt um veikindi sín en ekki hafi hann séð fyrir að sú ákvörðun mundi vekja slíka athygli heima og er- lendis. „Það voru fyrst og fremst tvær ástæður fyrir þessari ákvörðun,“ seg- ir Bondevik í viðtalinu. „Í fyrsta lagi, af hverju á að skammast sín fyrir vandamál af geðrænum toga? Ef ég hefði fengið hjartaáfall eða fótbrotnað hefði þetta ekki verið neitt mál og ekkert til að velta sér upp úr.“ Einnig bjuggu praktískar ástæður að baki: „Forsætisráðherra getur ekki verið lengi fjarverandi vegna veikinda, án þess að gefa upp ástæður. Hugsan- lega í eina viku en ekki mikið lengur. Slík fjarvera án tilgreindra ástæðna hefði bara gert illt verra. Menn hefðu farið að velta öllu mögulegu fyrir sér. Miklu betra að segja það bara hreint út.“ Hreinskilni Bondeviks hefur án efa aukið skilning á málum geðsjúkra. Hún hefur einnig án efa haft áhrif á þá sem þurfa að stríða við geðræna sjúk- dóma þótt ekki væri nema vegna þess að hann talar af hreinskilni og lýsir upphátt líðan sem margir hafa þurft að burðast með einir og einangraðir. „Meira að segja forsætisráðherra get- ur komist í þannig ástand að hann upplifi að hann sé einskis virði,“ segir Bondevik. Með framgöngu sinni hefur Bonde- vik sýnt að geðrænir sjúkdómar fara ekki í manngreinarálit og það hefur ekki litla þýðingu. En það er einnig nauðsynlegt að hlusta á það sem Bondevik hefur að segja um forsend- ur þess að ná bata. Þar skiptir um- hverfið og samskipti og tengsl við annað fólk sköpum. „Byrjunin á bata- ferlinu var að finna að konan mín og börnin kunnu að meta mig þrátt fyrir ástandið og í því fólst mikill styrkur. Smám saman kom svo aftur sjálfsvirð- ingin og sjálfstraustið,“ segir hann. Bondevik undirstrikar í viðtalinu að leggja beri áherslu á einstaklinginn og það geti verið afvegaleiðandi að hugsa aðeins um hópinn. Athyglisvert er að hann segir að helsta forvörnin sé að sínu mati að koma í veg fyrir einelti á vinnustöðum og hann hafi í stjórn- artíð sinni komið af stað herferð gegn því. „Einelti á vinnustöðum er stað- reynd og allir verða að leggja hönd á plóg til að vinna gegn því, fagfélög sem og stjórnendur í fyrirtækjum, og enginn vinnustaður á að vera undan- skilinn.“ Eins og Bondevik segir skortir ekki þekkingu á því hvernig eigi að takast á við vandann. Það þarf hins vegar vilja í öllu samfélaginu, allt frá stjórnmál- um yfir í atvinnulífið. Það þarf breyt- ingu á hugarfari gagnvart geðrænum sjúkdómum. Af hverju er það meira mál að greina frá geðsýki en hjarta- áfalli eða beinbroti? Allir geta orðið fyrir áföllum í lífinu en ekki er á það bætandi ef fólk þarf í ofanálag að kljást við einangrun og fordóma sam- félagsins. Mestu máli skiptir hvernig einstaklingnum er gert kleift að kom- ast í gegnum erfiðleikana. Það er raunverulegur mælikvarði á sam- félagið hvort það geti tekið á slíkum vandamálum af bæði mannúð og reisn. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ D agur vonar, leikrit Birgis Sigurðs- sonar, sem fyrst var sýnt á veg- um Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó hinn 11. janúar 1987, á 90 ára afmæli félagsins, hefur stað- izt tímans tönn. Sá veruleiki kem- ur skýrt í ljós á sýningum Leikfélagsins á þessu verki í Borgarleikhúsinu nú í tilefni af 110 ára af- mæli félagsins. Á aukasýningu fyrir viku var fullt hús. Ef nokkuð er höfðar leikritið betur til sam- tímans en fyrir tveimur áratugum. Það gat verið álitamál hvort sú ákvörðun Guð- jóns Pedersens leikhússtjóra, að taka leikritið til sýningar á ný þegar ekki voru nema 20 ár liðin frá sýningu þess, var rétt. En sýningin nú tekur af all- an vafa um að ákvörðun hans var rétt. Dagur von- ar á erindi við fólk nú. Þegar leikrit Birgis Sigurðssonar hafði verið frumsýnt í Iðnó skrifaði Jóhann Hjálmarsson skáld, sem þá var leiklistargagnrýnandi Morgun- blaðsins, dóm um sýninguna hér í blaðið og sagði m.a.: „Sjötti áratugurinn var merkilegur tími. Deigla. Þá gerðist margt, einnig í skáldskap. Nú er þessi áratugur nógu langt í burtu til að lifna í skáldskap. Nýjasta dæmið og ekki hið veigaminnsta er leik- ritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson.“ Og síðan segir Jóhann: „Birgir Sigurðsson hefur með Degi vonar skip- að sér í fremstu röð íslenzkra leikritahöfunda og ekki verður séð að neinn núlifandi leikritahöfunda standi jafnfætis honum. Eins og öll meiri háttar listaverk stendur þetta verk eitt og sér. Það má með nokkrum rétti finna að því en kostirnir eru svo miklir, kunnátta og einlægni skáldsins af því tagi, að sparðatíningur væri út í bláinn […] það er textinn, sem lifir sínu lífi í Degi vonar. Fá dæmi eru um jafnstórbrotinn texta í íslenzkum bók- menntum. Hann er í senn vandaður og agaður en hrjúfleiki hans vekur líka athygli. Höfundurinn vill að vissu marki ganga fram af fólki, ýta við því.“ Og loks segir Jóhann Hjálmarsson í leikdómi sínum, sem hefur ekki síður staðizt tímans tönn: „Dagur vonar er verk, sem sýnir okkur inn í hugarheim fólks sem hefur verið til og er til, hér eru engar tilbúnar persónur á ferð, heldur veru- leikinn sjálfur. Sem betur fer var þetta verk ekki skrifað fyrr en höfundur þess hafði náð æskilegum þroska. Í þessu verki er ekki kveðinn upp dómur heldur vitnað um sársaukann yfir því að vera til.“ Þegar horft er á sýninguna í Borgarleikhúsinu nú sést vel að hvert orð, sem Jóhann Hjálmarsson sagði um verkið fyrir tuttugu árum, er rétt. Hér er á ferðinni eitt mesta leikrit sem skrifað hefur verið og sýnt á Íslandi í nútímasögu okkar – í hundrað ár. Í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu við höf- undinn, Birgi Sigurðsson, á frumsýningardaginn fyrir tuttugu árum, sagði hann m.a.: „Við eigum enga stórkostlega leikritahöfunda, sem hafa mótað eftirkomendur sína eins og gerð- ist t.d. bæði í Noregi og Svíþjóð, svo ég taki nær- tæk dæmi. Þetta eigum við aftur á móti í skáld- sagnahefðinni.“ Þetta kann að hafa verið rétt, þegar þessi orð voru sögð en þau eiga ekki lengur við. Með Degi vonar hefur Birgir Sigurðsson skapað slíka klass- ík í leikritun. Í viðtali þessu spyr blaðamaður: „Nú er þetta leikrit tileinkað minningu systur þinnar. Ertu að skrifa um hana og kannski þína eigin fjölskyldu?“ Og höfundurinn svarar: „Þessi veruleiki, sem er í leikritinu og ég hef mjög góðar vonir um að skili sér á leiksviðinu í Iðnó, er skáldskapur, ekki leikgerð af mínu lífi eða minnar fjölskyldu. Ástæðan fyrir því að ég tileinka verkið minningu systur minnar er einfaldlega sú, að mér þótti vænt um hana og það, sem í henni bjó.“ Þessi orð höfundar skulu ekki dregin í efa. Hitt er ljóst að verk á borð við Dag Vonar getur enginn skrifað, sem hefur ekki með einhverjum hætti upplifað þau átök, þau samskipti og þann grimma veruleika, sem birtist á sviði Borgarleikhússins nú. Í búri S viðsetningin er óvenjuleg. Sýningin fer að mestu fram í búri. Og það er rétt lýsing á lífi þess fólks sem við sögu kemur. Það er lokað inni í búri og kemst ekki út. Það er í fjötrum. Í fyrrnefndu viðtali Morgunblaðs- ins við Birgi Sigurðsson fyrir tuttugu árum segir blaðamaður: „Persónur þínar virðast allar finna sér flótta- leið.“ Og Birgir Sigurðsson svarar: „Ég mundi nú ekki orða það svo. Sumar finna sér flóttaleið, aðrar finna leið. Þær sem finna sér leið brjóta af sér þá fjötra sem þær eru í og þá verður dagur vonar til – vonandi. Hræðsla manns- ins við lífið, sem e.t.v. í dýpsta eðli sínu er hræðsla við dauðann, leiðir til óskaplegrar öryggisþrár. Al- mennt leita menn svo ákaft eftir öryggi að þeir drepa jafnvel í sér lífið fyrir öryggið. Þessi örygg- isþrá kemur m.a. fram í okkar þjóðfélagi í skefja- lausri sókn eftir hlutum til að raða í kringum sig, hvað sem það kostar og hreiðra um sig meðal þeirra rétt eins og þá séu menn komnir í skothelt vígi, þetta sé „the real thing“. En það er ekkert vígi svo sterkt að sársaukinn smjúgi ekki inn, ekki sízt þegar menn hafa sagt skilið við sjálfan sig eða öllu heldur haft uppskipti á sínum mannlegu verð- mætum og efnislegri ágirnd.“ Það er mikill munur á flóttaleið og að finna sér leið. Grundvallarmunur. Það er alveg sama hvað menn flýja langt. Það nær enginn svo langt á þeim flótta að hann losni undan þeim veruleika, sem fólkið í Degi vonar tekst á við. En það er hægt að finna sér leið eins og Birgir Sigurðsson kemst að orði. Og það veit sá einn sem reynt hefur. Lýsing höfundarins – og leikendanna – á um- hverfi og viðbrögðum geðveikrar manneskju er ekki bara rétt, hún er hárrétt. Þeir sem upplifa og eiga erfitt með að skilja það umhverfi og þau við- brögð hafa gagn af því að sjá þessa sýningu. Þeim líður betur. Vegna þess að þeir hinir sömu sjá og heyra að það sem þeir héldu að sneri að þeim ein- um snýr að öllum – í sömu aðstöðu. Á móður þeirra þriggja systkina, sem við sögu koma, standa öll spjót en hún stendur öll átök af sér vegna þess að hún hefur fundið sér leið, sem var kannski það mikilvægasta fyrir hana. Og fyrir aðra í sömu sporum. Sumir hafa haft orð á því, að nú sé til önnur og betri meðferð við geðsjúkdómum en á þeim tíma sem leikrit Birgis Sigurðssonar gerist. Út af fyrir sig getur það gerzt hvenær sem er og þeir atburð- ir í lífi fjölskyldu, sem þar er lýst, eru að gerast á degi hverjum í lífi okkar nú með einum eða öðrum hætti. Á sjötta áratugnum voru lyfin að koma fram og á síðustu áratugum hafa þau stöðugt batnað á sama tíma og áleitnar umræður hafa hafizt um langtímaáhrif þeirra. Í leikriti Birgis Sigurðssonar vakna vonir um bata hinnar geðveiku systur eftir að hún hafði ver- ið misnotuð og varð barnshafandi. Kannski finnst mörgum þetta fráleitt. En svo er ekki. Birgir Sig- urðsson og það umhverfi, sem hann leitar í, eru ekki eina fólkið sem hefur spurt sig þeirrar spurn- ingar, hvort meðganga og barnsfæðing gæti skipt sköpum. Sumir hafa tekið þá áhættu. Aðrir ekki. Kynferðisleg misnotkun kemur við sögu í þessu verki. Fátt er meira á dagskrá í þjóðfélagsum- ræðu okkar nú en einmitt kynferðisleg misnotkun. Sennilega hefur hún alltaf verið til staðar í ríkara mæli en nokkur hefur gert sér grein fyrir en nú er hún orðin sýnilegri. Leikstjóri og leikarar í sýn- ingu Leikfélags Reykjavíkur hafa fundið drama- tíska leið til þess að sýna hana á sviði. Í gær, föstudag, olli Morgunblaðið nokkru upp- námi með birtingu á forsíðu á dómi Hæstaréttar, sem féll á fimmtudag í einu slíku máli. Í því tilviki mildaði Hæstiréttur dóm, sem fallið hafði í Hér- aðsdómi í máli manns, sem hafði misnotað fimm stúlkubörn með svívirðilegum hætti. Svo mikið er vitað um sálræn áhrif slíkrar misnotkunar nú til dags að telja verður mikla hættu á og raunar víst, að þessar fimm stúlkur muni eiga erfitt líf alla ævi vegna þessara atburða. Refsingin fyrir slíkan glæp var að mati Hæstaréttar 18 mánaða fangelsi. Þegar þetta er skrifað á laugardagsmorgni höfðu fjórir áskrifendur sagt upp áskrift sinni að blaðinu vegna framsetningar fréttarinnar á for- síðu Morgunblaðsins, nokkrir einstaklingar höfðu haft uppi harða gagnrýni á blaðið og talið að það væri komið niður í svaðið í blaðamennsku sinni. Einn talaði um subbulega blaðamennsku. Yfirleitt voru gagnrýnendur karlar. Hins vegar fékk Morgunblaðið í gær, föstudag, gífurlega mikil jákvæð viðbrögð við fréttinni og framsetningu hennar og þar voru að langmestu leyti á ferð konur en einnig nokkur hópur yngri karla. Langflestir gagnrýnendur töldu ekki við hæfi að birta myndir af dómurum Hæstaréttar, sem felldu dóminn. Þó skal ekki dregið í efa að þeir hafi dæmt samkvæmt sinni beztu sannfær- ingu og ættu því sjálfir ekkert að hafa við það að athuga að myndir af þeim séu birtar með frétt um dóm enda er það gert í fjölmörgum tilvikum, þótt yfirleitt sé um að ræða myndir sem teknar eru í dómsal við uppkvaðningu. Að þessu er vikið hér vegna þess að leikrit Birg- is Sigurðssonar á erindi við samtíma okkar, ekki bara vegna umfjöllunar um áhrif geðveiki á líf fólks heldur líka vegna þess að kynferðisleg mis- notkun á geðveikri stúlku kemur þar við sögu. Laugardagur 3. febrúar Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.