Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Frá kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn
saman í íbúð m. 1 svefnherbergi í 2 vikur, 6.
mars, á Oasis Dunas eða Oasis Royal. Gist-
ing á Oasis Tamarindo kr. 5.000 aukalega á
mann.
Frá kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í íbúð/her-
bergi í 2 vikur 6. mars, á Oasis Dunas eða
Oasis Royal. Gisting á Oasis Tamarindo
kr. 5.000 aukalega á mann.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Sólarveisla á
Fuerteventura
6. mars
frá kr. 39.990 í 2 vikur
Síðustu sætin - fyrstur kemur fyrstur fær
Bjóðum nú síðustu sætin
til Fuerteventura, sem
svo sannarlega hefur
slegið í gegn hjá Íslend-
ingum, á frábæru tilboði.
Njóttu lífsins á þessum
vinsæla áfangastað.
Ótrúlegt tilboð
- 2 vikur
„ÞESSI læti núna fara verr í okkur
en desemberflóðið,“ segir Sigurður
Guðjónsson, forstjóri Veiði-
málastofnunar, þegar hann er
spurður að því hvort miklir ísruðn-
ingar, eins og urðu í Stóru-Laxá í
Hreppum í vikunni, skaði lífslíkur
hrogna og seiða í ánum. Stóra-Laxá
færðist vegna klakastíflna nærri
bænum Hrepphólum, að nokkru
leyti úr kvíslunum sem hún rennur
þar alla jafna í, meðal annars við
rómaða veiðistaði á borð við Berg-
snös og Gvendardrátt. Þar í kring
eru mikilvæg hrygningarsvæði lax-
ins.
Sigurður segir hinsvegar að mikil
vatnsflóð, eins og urðu í ám á Suður-
landi í desember geri ekki ægilegan
usla. „En ísruðningar og þegar áin
hleypur úr farvegi sínum, ísinn er að
taka með sér möl og grjót úr botni;
það getur haft meiri áhrif.“
Aftur í gamla farveginn
Stefán Jónsson, bóndi á Hrepp-
hólum, hefur fylgst með rennsli ár-
innar síðustu daga og segir að ís-
stífla sem hlóðst upp ofan við
Bergsnös hafi beint ánni að mestu úr
þeirri kvísl. Samt renni nokkurt vatn
undir ísinn og niður kvíslina; von-
andi verði hrogn og seiði því ekki
fyrir miklum skaða.
„Þegar svona rót er á ánni hér
spillir það hrognum og seiðum, það
gefur auga leið,“ segir Stefán. „Þetta
kemur stundum fyrir hérna en hún
fer sjálfsagt aftur í gamla farveginn
þegar þetta íshröngl er farið.“
Stefán segir að stífluhlaupin sem
komu stundum áður fyrr í Stóru-
Laxá og Hvítá, hafi verið svo rosaleg
að yngra fólk trúi ekki lýsingunum.
„Fyrir mörgum árum fór til dæmis
gamla brúin á ánni í sundur. Og
metra hrönn var á veginum suður að
Langholti. Þá var oft mun þykkari ís
en nú og mjög stórir jakar.“
Hann segir náttúruna geta verið
grimma við fiskinn í ánni; bændur
þekki það að miklar sveiflur hafa
verið í laxveiðinni gegnum tíðina.
„Svo kemur eitt og eitt sumar þar
sem veiðist mjög vel, eins og í fyrra“
segir hann, en þá var metveiði í ánni,
709 laxar. Í kjölfarið seldust nær
upp öll veiðileyfi á bestu tímana í
ánni í nýlegri úthlutun Stangaveiði-
félags Reykjavíkur, sem er með ána
á leigu.
Þrátt fyrir metveiðina í fyrrasum-
ar gaf Veiðimálastofnun það út í
fyrra að hrognaþekja í Stóru-Laxá
væri of lítil.
Hræddir um ána
„Við erum hræddir um ána og
vildum gjarnan fá meiri hrygningu í
hana,“ segir Sigurður Guðjónsson.
Seiðabúskapurinn er mældur á
hverju hausti og það mun koma í ljós
í haust hvernig áin kemur undan
þessum vetri. Við skoðum þá klak
ársins, sem nú er í hrognum, svo og
eldri árganga.
Hrognin eru grafin í mölina og eru
sæmilega varin.“
Sigurður tekur fram að í vatna-
vöxtum verði alltaf einhverjar breyt-
ingar á eyrasvæðum, það sé gangur
náttúrunnar þótt vissulega leiki hún
skjólstæðinga sína misgrátt. Stund-
um valda hlaupin slíkum skaða að
fiskgengd minnkar og veiði dalar
fjórum, fimm árum síðar, þegar full-
vaxnir fiskar ættu að snúa úr hafinu.
„Fyrir nokkrum árum urðu ægi-
leg vorflóð í Vopnafirði, í Hofsá og
Selá. Árnar færðust til á eyrasvæð-
um og þá sáum við nokkra minnkun.
Þetta er gangur náttúrunnar.“
Morgunblaið/RAX
Ísstífla Ísruðningur hefur hlaðist upp við farveg Stóru-Laxár við bæinn
Hrepphóla, fyrir ofan veiðistaðinn Gvendardrátt. Þarna eru mikilvæg
hrygningarsvæði laxins í ánni og hugsanlegt, að þau hafi skaddast.
Í HNOTSKURN
» Óttast er að miklir ísruðn-ingar í ám geti skaðað lífs-
líkur hrogna og seiða og leikið
þau verr en flóð eins og þau er
urðu í desember síðastliðnum.
» Ísstífluhlaupin, sem áðurgerði í ýmsum ám, til dæmis
Stóru-Laxá og Hvítá, voru miklu
meiri og rosalegri en sést hafa á
síðari árum.
» Ísruðningarnir valda því, aðklakinn rífur upp botninn og
getur þá eyðilagt hrognin.
Hafa áhyggjur af miklum ísruðningum á hrygningarsvæði
„Vonandi verða hrogn og seiði
ekki fyrir miklum skaða“
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ÁSGEIR Ármannsson,
bókbindari lést á
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi föstudaginn
2. febrúar á áttugasta
og sjötta aldursári eftir
stutta sjúkralegu.
Ásgeir var fæddur í
vesturbæ Reykjavíkur
21. febrúar árið 1921
sonur hjónanna Ár-
manns Eyjólfssonar og
Guðnýjar Jónsdóttur
og ólst þar upp en hann
var yngstur sjö barna
þeirra hjóna.
Ármann nam bók-
band í Iðnskólanum og starfaði við
þá iðn alla tíð, lengst af í prentsmiðj-
unni Eddu og hjá Hilmi.
Ásgeir var ætíð mik-
ill áhugamaður um
knattspyrnu og starfaði
mikið að þeim málum.
Hann sat í stjórn knatt-
spyrnufélagsins Vík-
ings um árabil og starf-
aði mikið fyrir félagið,
auk þess sem hann
gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir
Knattspyrnusamband
Íslands. Hann var heið-
ursfélagi knattspyrnu-
félagsins Víkings.
Ásgeir kvæntist
Láru Herbjörnsdóttur
9. september árið 1944. Hún lifir
mann sinn. Þeim varð fimm barna
auðið og lifa fjögur þeirra föður sinn.
Andlát
Ásgeir Ármannsson
BORGARRÁÐ
hefur samþykkt
samhljóða að til-
lögu borgar-
stjóra að ráða
Ragnar Þor-
steinsson, fram-
kvæmdastjóra
Þjónustu-
miðstöðvar
Breiðholts, í
starf sviðsstjóra
menntasviðs borgarinnar. Alls
sóttu ellefu manns um stöðuna.
Ragnar er með MA-próf í
stjórnun með sérstaka áherslu á
mannauðsstjórnun frá Viðskipta-
og hagfræðideild HÍ. Hann er
einnig menntaður kennari í
grunn- og framhaldsskóla frá
KHÍ og með BS-próf í landafræði
og jarðfræði frá HÍ. Ragnar var
skólastjóri Breiðholtsskóla frá
1996 til 2005, en þá tók hann við
stöðu framkvæmdastjóra þjón-
ustumiðstöðvar Breiðholts.
„Það má segja að ég sé uppal-
inn í grunnskólunum því að ég
byrjaði að kenna í Breiðholts-
skóla árið 1973 og varð síðan
skólastjóri við þann skóla. Ég
starfaði við Breiðholtsskóla í 32
ár,“ segir hann.
Ánægja íbúa í könnun
Glæný viðhorfskönnun leiðir í ljós
að mikil ánægja er með þjónustu
Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.
Ragnar kveðst vera ánægður með
þá niðurstöðu. ,,Þjónustukann-
anir, sem gerðar eru tvisvar á
ári, sýna mjög góðar niðurstöður
fyrir okkur hér í Breiðholtinu og
aukna ánægju íbúa með þjónustu
okkar. Segja má að 84% íbúa í
Breiðholti sem nýta sér okkar
þjónustu séu ánægðir með hana
og erum við stolt af því.“
Ragnar segir að það leggist vel
í sig að taka við starfi sviðsstjóra.
,,Ég hef starfað lengi í skólakerf-
inu og þetta er tækifæri sem er
verulega spennandi að takast á
við.“ Kveðst hann gera ráð fyrir
að taka til starfa í þessum mán-
uði.
Nýr sviðsstjóri
menntasviðs
Ragnar
Þorsteinsson
ÓHÆTT er að segja að ökumaður á
leið um Kambana hafi sloppið með
skrekkinn þegar hann sofnaði und-
ir stýri neðst í Kömbunum, í ná-
grenni Hveragerðis, um kl. hálfátta
á föstudagskvöld. Lögreglan á Sel-
fossi segir mildi að maðurinn missti
ökutækið til hægri út í möl í stað
þess að sveigja bifreiðinni til
vinstri. Bifreiðin skemmdist ekkert
og ökumaðurinn slapp ómeiddur.
Alvarleg slys hafa orðið í Kömb-
unum á liðnum árum, bæði með því
að bílar hafa rekist saman og farið
út af. Í Kömbunum voru sett upp
skilti með leiðbeinandi hraða sum-
arið 2005 þar sem mælt er með að
ekki sé ekið hraðar en 60 km á klst.
þótt leyfilegur hámarkshraði sé 90
km.
Sofnaði undir
stýri í Kömbum
JÓN Kaldal aðstoðarritstjóri
Fréttablaðsins hefur verið ráðinn
ritstjóri blaðsins í stað Kára Jón-
assonar ritstjóra sem lætur af störf-
um í næstu viku. Mun Jón Kaldal
því ritstýra blaðinu ásamt Þorsteini
Pálssyni, segir í frétt blaðsins á
fimmtudag.
Jón Kaldal er fæddur árið 1968
og var ritstjóri tímaritanna Iceland
Review, Atlantica og Skýja frá 1996
og hóf störf á Fréttablaðinu árið
2004. Það sama ár var Kári Jón-
asson ráðinn ritstjóri Fréttablaðs-
ins, en hann hafði fram að því verið
fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu um
langt árabil. Hann er fæddur árið
1940 og verður því 67 ára hinn 11.
febrúar næstkomandi.
Nýr ritstjóri
Fréttablaðsins
AFAR erilsamt var hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt
vegna ölvunar og slagsmála, en tenn-
ur voru m.a. slegnar úr einum
manni. Fangageymslurnar í Reykja-
vík voru því fullar eftir nóttina.
Sömuleiðis var erill hjá lögregl-
unni á Húsavík vegna ölvunar í bæn-
um og þurfti lögreglan að stinga 10
mönnum inn í fangaklefa í fyrrinótt.
Meðal verkefna lögreglunnar á
Suðurnesjum þá um nóttina var
hávaðaútkall í Grindavík og lausa-
ganga hrossa á Vatnsleysuströnd.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of
hraðan akstur, annar á Njarðar-
braut og hinn á Reykjanesbrautinni.
Fyrr um kvöldið voru tveir ökumenn
teknir fyrir hraðakstur á Garðvegi.
Einn ökumaður var einnig kærður
fyrir brot á stöðvunarskyldu í
Reykjanesbæ. Undir morgun kom
síðan upp fíkniefnamál þar sem einn
aðili var með smávegis af ætluðu
hassi að sögn lögreglunnar á Suð-
urnesjum.
Annasamt hjá lögreglu