Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þjónustuver Vodafone er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins 1414 - til þjónustu reiðubúin www.vodafone.is Gríptu augnablikið og lifðu núna Þ að er nú einu sinni svo að þegar fjallað er um blús eru það yfirleitt hálfgerðar minning- argreinar – flestir helstu listamenn þeirrar tónlist- arstefnu hafa safnast til feðra sinna. Enn fást þó margir við blús, sumir háaldraðir höfðingjar eru enn að og eitthvað er um yngri menn sem halda merkinu á lofti. Það verður þó að segjast eins og er að sumir þeirra ungu, og mið- aldra, blúsmanna sem hæst láta og eru að spila eru fastir í forminu, svo fastir margir að það er hrein pína að hlusta á þá. Inni á milli eru svo þeir sem ýmist ná að yf- irstíga hefðina með sterkum per- sónuleika, nú eða eru að skapa eitthvað nýtt með blúsinn sem hrá- efni. Kíkjum á tvo slíka, ólíka listamenn, en báða blúshunda. Verkamaður í vatnsmelónurækt Fyrstan í þeirri samantekt er að telja Bill Homans, sem þekktur er sem Watermelon Slim. Hann er um sextugt og hefur reynt margt á sinni ævi. Slim ólst upp í Norður- Karolínu og fékk snemma áhuga á tónlist. Hann barðist í Víetnam og særðist þar svo að hann þurfti að liggja á hersjúkrahúsi um tíma. Þar kenndi hann sjálfum sér að spila örvhent á slidegítar og notaði til þess 300 króna balsagítar og Zippo-kveikjara sem slide. Þegar hann losnaði af spítalanum tók hann upp plötu þar sem hann hamaðist á stjórnvöldum og stríðs- rekstrinum í Víetnam. Platan hét Merry Airbrakes og þó að hún væri gefin út í takmörkuðu upplagi rötuðu lög af henni í tónleika- dagskrá ýmissa listamanna, þar á meðal hjá mótmælasveitinni Co- untry Joe McDonald & the Fish. Næstu árin vann Slim ýmsa verkamannavinnu og keyrði vöru- bíla, en eitt af því sem hann vann við sér til viðurværis var vatns- melónurækt og þaðan er viður- nefnið komið. Hann spilaði líka meðfram og stundaði háskólanám og lauk meistaraprófi í sagnfræði og að auki gráðu í blaðamennsku. Þrátt fyrir menntunina vann Slim áfram sem verkamaður og spilaði blús sem mest hann mátti í frístundum, tróð meðal annars upp með mönnum eins og Bonnie Raitt, Robert Cray, John Lee Hooker og Champion Jack Dupree. Þótt honum gengi bæri- lega að koma sér áfram sem tón- listarmaður var það þó í hjáverk- um þar til hann fékk alvarlegt hjartaáfall 2002 og ákvað þá að nú væri kominn tími til að ganga tón- listargyðjunni á hönd fyrir fullt og fast. Hann hóaði því saman í hljómsveit og hóf að gefa út plötur sem Watermelon Slim and The Workers. Fyrsta platan, Big Shoes to Fill, kom út 2002 og er reyndar hálf- gerð kynningarskífa og 2003 kom svo út Up Close & Personal, sem seldist bráðvel af blúsplötu að vera og var tilnefnd til verðlauna. Watermelon Slim & the Workers kom svo út á síðasta ári og er einkar skemmtileg skífa – blúsinn rafmagnaður með ágætis gítarleik Slim og söngurinn rámur og inni- legur. Ekki er bara að miðaldra menn séu að blúsa, heldur hefur sú þró- un orðið í þjóðlagahreyfingu sem menn kenna við frjálsa þjóðlaga- tónlist, free folk, að þar eru menn teknir að blanda blús hraustlega saman við framúrstefnuspunann. Fáir ganga þó eins langt í þeim efnum og T.K. Webb, sem sendi frá sér fyrirtaks plötu á síðasta ári, Phantom Parade. Níu ára gömul gítarhetja Thomas Kelley Webb er fæddur og upp alinn í Mississippi og fékk snemma áhuga á tónlist, svo snemma reyndar að níu ára gamall var hann búinn að læra öll lög Led Zeppelin utan að og þrettán ára var hann orðinn höfuðgítarleikari hljómsveitar. Stuttu síðar komst piltur yfir slatta af blúsplötum með frumstæðum kassagítarblús sem hafði slík áhrif á hann að hann lagið rokkið á hilluna. Webb fluttist síðar til New York og fékk snemma nóg að gera sem gítarleikari, lék meðal annars inn á skífur með Witnesses og Blood On the Wall. Hann starfaði einnig um tíma með söngkonunni Shan- non Funchess – Funchess söng og spilaði á tambúrínu og Webb lék á gítar og raddaði með. Til að ná fram meiri þunga í spilamennsk- una skar hann gat í gítarinn með teppahníf rétt við brúna og límdi annað pickup í gatið. Með því að nota delay náði hann þannig að búa til einskonar hrynpar til að styðja gítarinn og tambúrínuna. Samhliða því sem Webb vann með Funchess samdi hann talsvert af tónlist, hreinni blús sem honum fannst ekki passa í það sem þau Funchess voru að gera. Þau lög rötuðu á fyrstu sólóskífuna sem hann tók upp snemma árs 2005 og gaf út um sumarið. Sú heitir KCK, sem er skammstöfun á Kansas City, Kansas, en inntakið er ein- mitt kofaborg í útjaðri Kansas- borgar þar sem hundruð höfðust við í skúrum úr bárujárni og pappa, en að því Webb hefur sagt hafði það mikil áhrif á hann sem barn að sjá hve misskipt væri manna lánið. Á KCK er Webb einn á ferð og tónlistin berangursleg og undir- leikur einfaldur, kassagítar, tamb- úrína og munnharpa, aukinheldur sem hann stappar taktinn víða. Haustið 2005 tók Webb síðan til við að hljóðrita nýja skífu en hafði nú fullskipaða hljómsveit með sér, þ.e. fékk til liðs við sig bassa- og trommuleikara. Platan, áðurnefnd Phantom Parade, kom út fyrir stuttu og er einkar skemmtileg, minnir ekki svo lítið á breskan blús sjöunda áratugarins og eins ýmsa listamenn bandaríska sem fetuðu svipaða slóð. Webb er þó nútímalegri um margt eins og heyra má í lokalagi skífunnar – sex mínútna blússýra. Lifandi blús Gítarhetja Thomas Kelley TK Webb Vatnsmelónugengi Watermelon Slim og verkamennirnir. Þótt flestir fremstu spámenn blúsins séu horfnir yfir móðuna miklu eru menn enn að spila slíka tónlist þótt þeir nálgist hana úr ólíkum áttum. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.