Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ prófkjörum. Konur hafa ekki gert það í eins ríkum mæli, því miður.“ Þegar Guðrún er spurð um fleiri ástæður þess að svo fór sem fór seg- ir hún: „Mörgum fannst ég vera of róttæk í útlendingamálunum. Í öll- um flokkum, einnig mínum, er fólk sem óttast holskeflu útlendinga, sem ég tel að sé alveg ástæðulaust. Í þessum málum sem öðrum er hlut- verk stjórnmálaflokka að vinna gegn fordómum og upplýsa mál. Í öllum flokkum, einnig mínum, er líka fólk sem ekki er ánægt með framgöngu mína í málefnum sam- kynhneigðra. En þegar upp er stað- ið hlaut einhver að verða útundan þar sem allir kepptu um sömu sæt- in. Mín skoðun er hins vegar sú að umræðan um nauðsyn á endurnýjun hafi verið á misskilningi byggð. Af átta Reykjavíkurþingmönnum okk- ar síðasta kjörtímabil er helming- urinn nýtt fólk og þeirra á meðal formaður flokksins. Þar fyrir utan er endurnýjun ekkert endilega lausnarorð í stjórnmálum.“ Hún bætir við að sjálfsagt hafi hún ekki verið nógu dugleg að smala fyrir prófkjörið. „Ég hef sjálf- virka óbeit á slíku. En ákveðnir hóp- ar unnu gríðarlega vel fyrir mig, ekki síst samkynhneigðir og fjöl- skyldur þeirra. Það var ómetanlegt bakland. Sjálf er ég ekki góð í að biðja fólk um hjálp. Og ég á óskap- lega erfitt með að verða nægilega sjálfhverf, tala sífellt um eigið ágæti og hversu merkileg og góð ég er! Ég hef ekki fyrst og fremst verið í póli- tík fyrir sjálfa mig heldur vegna þeirra málefna sem ég berst fyrir. Þessi röð verður stundum öfug í prófkjörum. Ég er bara ekki nógu mikill egóisti.“ Hún viðurkennir að þegar frá leið úrslitunum hafi hún orðið dálítið reið inní sér. „Eða kannski frekar pirruð. Mér fannst leitt að flokks- menn létu ekki málefnastöðu ráða atkvæðum sínum heldur eitthvað annað. Auglýsingamennskan fór líka úr böndunum. En það er búið og gert. Eftir nokkra dapra daga í desember horfi ég björtum augum fram á veginn. Maður er bara manneskja. Ég er ekki viss um að margir hefðu getað staðið rólegir í mínum sporum.“ Liðsheildin njóti sín betur Það hefur ekki blásið byrlega fyr- ir Samfylkingunni í skoðanakönn- unum undanfarin misseri. En hvernig finnst henni hafa til tekist með flokkinn almennt? „Í heildina afar vel. Samfylking- unni mun takast að snúa slöku gengi við ef hún sýnir alla sína liðsheild. Við erum með sterka sveit og eigum að tefla henni allri fram. Þótt við séum með góðan foringja skiptir liðsheildin öllu máli.“ Finnst þér hafa brugðist að sýna breidd þingflokksins? „Já, kannski það. Þingflokkurinn er vinnusamur og hugmyndaríkur og gengur í öll verk af krafti. Þetta er einvalalið skipað ólíkum en sam- hentum einstaklingum sem hver og einn hefur mikið til brunns að bera á hinum ýmsu sviðum. Með því að láta þetta hæfileikafólk með sín ólíku sjónarhorn njóta sín náum við mikilli breidd. Við eigum að sýna hana og virkja mun betur en gert hefur verið. Það yrði farsælt.“ Hvers vegna hefur það þá ekki verið gert? „Ég veit það varla. Það var ekki farsæl ákvörðun að henda talsmannskerfinu sem við unnum eftir. Samkvæmt því átti hver mála- flokkur sinn talsmann í þing- flokknum og margvíslegir hæfi- leikar og sérþekking þingmannanna nutu sín. Við hefðum átt að halda áfram að sýna þessa breidd í þing- flokknum og ég vona að svo verði aftur á næsta kjörtímabili. Með þessum hætti voru vinnubrögðin einnig að vissu leyti skipulagðari.“ Hvers vegna var þetta talsmanns- kerfi aflagt? „Það voru ákveðnar skipulags- breytingar í loftinu innan þing- flokksins sem leiddu til þess. En úr því verður bara bætt þótt síðar verði.“ Þegar ég spyr Guðrúnu hvort það sé ekki líka viðvarandi vandamál Samfylkingarinnar að fólk virðist ekki vita fyrir hvað flokkurinn stendur svarar hún neitandi. „Mér finnst flokkurinn hafa unnið gríð- málum misboðið. Ég tel mér til tekna að hafa breiða yfirsýn, þ.á.m. yfirsýn yfir afkima sem flestir hafa ekki og vilja ekki hafa. Og þegar ég einhendi mér í mál á annað borð er ég fljót að tileinka mér það sem til þarf. Hin hliðin á því er að stundum missir maður hlutina milli skips og bryggju í öllum látunum. En styrk- ur minn er sá mestur, held ég, að ég á auðvelt með að eiga góð samskipti við fólk og setja mig í spor annarra. Ég sé alltaf það góða í fólki, sama hvar það er í pólitík; það sem skiptir máli er að það sé almennilegar manneskjur. Hin hliðin á því er að sumir segja að ég sé ekki nægilega hörð og grimm í pólitíkinni.“ Er grimmd nauðsynleg í pólitík hérlendis? „Nei, ekki að mínu mati. En því miður eru margir mér ósammála um það. Í þinginu er þó sá ávarps- háttur, sem þar tíðkast, til þess fall- inn að draga úr persónulegum árás- um. „Háttvirtur“ og „hæstvirtur“ kann að virka tilgerðarlegt orðalag en það þjónar sínum tilgangi, að fá málefnalega fjarlægð í umræðuna. Ég veit að ýmsum finnst ég ekki nógu mikill nagli í pólitískum slags- málum. Ég hef tekið þátt í pólitísk- um átökum á þinginu, einsog um út- lendingafrumvarpið á sínum tíma, en ég vil vera málefnaleg. Frá mín- um bæjardyrum er allt of mikið um að strákarnir á þinginu standi í hanaslag, sem litlu skilar og er þar fyrir utan yfirleitt húmorslaus; húmor í pólitík gerir hana hlýlegri og manneskjulegri. Ég tel að með fjölgun kvenna á þingi hafi samræð- an þar breyst töluvert til hins betra að þessu leyti. Við stelpurnar erum lítið í þessum stíl og skítkastið mun meira fyrr á árum.“ Ósigurinn Hvað sem líður pólitískum kost- um og göllum hlaustu ekki þann stuðning í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík sem þú sóttist eftir. Þú tókst ósigrinum af stillingu í beinni útsendingu, en fékkstu í rauninni ekki dálítið sjokk? „Ekki fyrr en eftirá. Í rauninni hafði ég búið mig undir að svona kynni að fara, eins og reyndar allir sem taka þátt í prófkjörum verða að gera. Daginn fyrir prófkjörið skynj- aði ég í hvað stefndi og bjó mig und- ir það. Og innst inni fann ég að ég var ekki í þessari prófkjörsbaráttu af heilum hug.“ Hvers vegna? „Vegna þess að þegar mál sam- kynhneigðra voru komin í heila höfn fannst mér eins og kaflaskil hefðu orðið á mínum pólitíska ferli. Að sumu leyti var ég tilbúin til að líta svo á að erindi mínu væri lokið. Stuðningsfólk mitt var ekki á þeirri skoðun, en þetta hafði áreiðanlega viss sálræn áhrif á prófkjörsbaráttu mína. Í aðra röndina langaði mig til að hætta. Ég sé það núna. En ég sé líka að margt er óunnið sem ég gæti tekið að mér. Ég reyni alltaf að líta jákvætt á hlutina. Til dæmis á ég aldrei auðvelt með að sjá að ein- hverjir séu að vinna gegn mér og þess háttar.“ Var unnið gegn þér? „Jájá. Alveg klárlega. Og það var gert undir þeim formerkjum að ég væri talin örugg. Það er auðvitað gamalt trikk í pólitík.“ Hverjir voru þetta? „Ég nefni engin nöfn, en það voru strákar. Strákar passa hver annan í við einstaklingana, sem voru að fá réttindi sín, foreldra þeirra og ætt- ingja, sem voru svo þakklát og hrærð að sjálf komst ég við. Mér leið eins og rokkstjörnu!“ Þegar hún lítur til baka segist hún sátt við árangurinn. „Maður getur auðvitað alltaf verið duglegri þótt almennt geri fólk sér ekki grein fyrir hversu mikil vinna fylgir þing- störfum. En ég get ekki verið annað en sátt við mitt framlag því það er ekki algengt að stjórnarand- stöðuþingmenn komi svona stórum málum í höfn. Og vonandi tekur ein- hver við kyndlinum og berst fyrir þessum jafnréttis- og mannréttinda- málum.“ Styrkleikar og veikleikar Hún segir að það sem mest fari í taugarnar á sér á Alþingi sé málþóf. „Ég einsetti mér strax í upphafi að taka ekki þátt í málþófi. Að vísu kann málþóf stundum að vera nauð- synlegt tæki fyrir stjórnarandstöðu til að vekja athygli á málum. En þetta tæki er vandmeðfarið og ber að nota í hófi. Hitt er einnig hvim- leitt að mál stjórnarandstöðu, sama hversu góð og þörf þau eru, fá nán- ast aldrei stuðning stjórnarmeiri- hluta, bara vegna þess að þau koma frá stjórnarandstöðu. Þetta er gam- aldags og staðnað hugarfar sem væri framfaraspor að breyta. Það gildir einnig um vinnutíma þingsins sem er afar óhentugur fjöl- skyldufólki, en smábarnaforeldrum fer fjölgandi á þingi. Við eigum að hafa kjark til að breyta og bæta. Það má alveg gerast hægt, mín vegna. Bara að það gerist.“ Ef þú leggst nú í dálitla sjálfs- gagnrýni eða sjálfsskoðun, hverjir eru styrkleikar og veikleikar þínir sem stjórnmálamanns? „Oft eru nú styrkleikar manns líka veikleikar. Einn af veikleikum mínum er að ég get verið of tilfinn- ingarík, viðkvæm og stundum pirr- uð, ef mér finnst mér eða mínum sem ég einsetti mér snemma að reyna að fá í gegn. Ég hef alla tíð átt marga samkynhneigða vini og á mínu æskuheimili var samkyn- hneigð sjálfsagður og eðlilegur þátt- ur í mannlífinu. Ljóst var að staða samkynhneigðra var mun verri en margir héldu. Í þinginu byrjaði ég á því að biðja um skýrslu um stöðu sambúðarfólks. Sú skýrsla var gríð- arlega vel unnin og er notuð sem lögskýringarefni í dag. Hún leiddi ótvírætt í ljós að samkynhneigðir nutu engra þeirra réttinda sem sambúðarfólk af báðum kynjum bjó við. Ég fór með þessa skýrslu til Davíðs Oddssonar þáverandi for- sætisráðherra og vissi reyndar að hann hafði alla tíð verið dyggur stuðningsmaður réttindabaráttu samkynhneigðra. Við náðum saman um skipun vinnuhóps á grundvelli skýrslunnar. Vinna hópsins skilaði þessum mikla réttindapakka, sem ég vann áfram með lögfræðingum forsætisráðuneytisins í frumvarps- form.“ Eruð þið Davíð þá guðforeldrar þessarar lagabreytingar? „Já, það má orða það þannig. Ásamt auðvitað Samtökunum 78. Davíð hætti að vísu í forsætisráðu- neytinu áður en málið var sam- þykkt. Halldór Ásgrímsson tók við og hann var nú með meira stífelsi en Davíð, kannski vegna þess að hann var ekki eins kunnugur málaflokkn- um. Ýmsir reyndu að stöðva fram- gang þessa máls og maður þurfti sí- fellt að vera á vaktinni svo ekki tækist að svæfa það. En allt hafðist þetta í lokin. Þar komu margir góðir einstaklingar að málum og erfitt að byrja að telja upp, því þá gæti ein- hver gleymst. Eftirminnilegasta stundin á mínum stjórnmálaferli var þegar lögin höfðu verið samþykkt og haldin var mikil veisla með sam- kynhneigðum og aðstandendum þeirra í Hafnarhúsinu þar sem við Geir Haarde vorum ræðumenn. Þarna hitti ég fjölskyldurnar á bak- hún stundaði nám í félagsfræði og félagsráðgjöf og síðan framhalds- nám í fjölmiðlafræði í Hróarskeldu. „Ég féll kylliflöt fyrir Gísla þegar hann spilaði á heimasmíðaðan síló- fón fyrir mig í Kristjaníu.Vinkona mín bjó þar í svokölluðu Glerhúsi og við mæðginin komum í heimsókn. Þegar Ögmundur sá þennan mann með mikla krullaða hárið sagði hann: Heyrðu manni, viltu laga hjól- ið mitt? Og þeir leiddust strax hönd í hönd. Þegar sílófónleikurinn bætt- ist við var hjarta mitt bráðnað.“ Í Kaupmannahöfn bjó Guðrún í svokölluðu kollektífi, kommúnu eða sambýli, ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Steinunni Hafstað og fleirum. „Síðan kom Gísli inní þetta sambýli. Þetta var stærðarinnar íbúð á Amager og hentaði vel náms- fólki. Við lögðum í sameiginlega buddu einu sinni í viku, skiptumst á að þvo þvott og þrífa, kaupa inn og elda mat, tvö og tvö saman í teymi. Þetta form átti óskaplega vel við okkur og nýttist öllum sem ekki áttu mikið af peningum. Þegar við misst- um íbúðina að ári liðnu fluttumst við Gísli og Ögmundur á stúdentagarð.“ Þótt Guðrún byggi í Kaupmanna- höfn sótti hún skóla í Hróarskeldu. „Á hverjum einasta morgni klukkan hálf sjö lagði ég af stað í strætó með barnið á leikskóla, tók lestina til Roskilde og svo strætó í skólann og var komin þangað klukkan hálf tíu. Sömu leið til baka var ég komin heim fyrir kvöldmat. Þetta ferðalag fór ég í sex ár og fannst það fínt, ekki síst hve auðvelt var að lesa í lestunum.“ Pólitík hjartans Guðrún lauk námi árið 1985, hélt heim til Íslands og hóf fljótlega störf í sínu fagi. Eftir á að hyggja, hvort gerði hún meira gagn sem fé- lagsráðgjafi eða stjórnmálamaður? „Ég held ég hefði aldrei gert jafn mikið gagn sem stjórnmálamaður ef ég hefði ekki kynnst mínu fagi,“ svarar hún að bragði. „Öll reynsla mín og bakgrunnur endurspeglast í störfum mínum í þinginu. Ég hafði þekkingu á stjórnkerfinu og laga- umhverfinu áður en ég fór á þing, sem gaf mér visst forskot í mörgum tilvikum, og innsýn í mál sem aðrir þekktu ekki. Svo ég taki dæmi: Vændi þekkti ég bæði frá Danmerk- urárunum því ég átti þar vinkonur sem höfðu stundað það og svo hafði ég sem félagsráðgjafi verið með stelpur í viðtölum úr sama hópi og gat því spurt allra þeirra spurninga sem þurfti, því einstaklingarnir eru í rauninni smækkuð mynd af sam- félaginu. Í þinginu hef ég getað tal- að af þekkingu og frá hjartanu um þau mál sem ég ber fyrir brjósti. Annað sem ég er stolt af að hafa unnið brautargengi eru styrkir til ættleiðinga erlendis.“ Hins vegar segir hún að ekki sé auðvelt að koma nýr inn á þing. „Ég hef stundum sagt að þar sé búið að pissa í öll horn! Manni leið stundum eins og hvergi væri hægt að stinga niður fæti með ný mál. En ég fór að fikra mig áfram og fann smám sam- an mín mál og mitt svæði.“ Þegar Guðrún er spurð um það sem henni þykir vænst um að hafa fengið áorkað, kveðst hún geta nefnt margt, ekki síst frá borg- arstjórnarárunum, enda var hún þar í stjórnarmeirihluta, en ekki stjórn- arandstöðu einsog verið hefur á þinginu. „Miðgarður, sem verið hef- ur fyrirmynd annarra þjónustu- miðstöðva hvað varðar samhæfða og alhliða þjónustu, var að mörgu leyti mitt barn. Mitt hjartans mál hefur lengi verið að málefni fatlaðra fari frá ríkinu til sveitarfélaganna. Það gekk ekki á meðan ég var í borg- arstjórn, en þegar ég hætti þar og vann í félagsmálaráðuneytinu varð ég starfsmaður vinnuhóps um málið og lagði drög að lagafrumvarpi sem síðan varð eitt af fyrstu málum þess þings sem ég settist á. Þarna vann ég að málinu allan hringinn! Því miður náði það ekki í gegn, fyrst og fremst vegna peninga, en þetta er bara tímaspursmál, því málefni fatl- aðra eiga eðli máls samkvæmt að vera nálægt fólkinu sem þarf þjón- ustuna.“ Réttur samkynhneigðra „En sá draumur sem ég er stolt- ust af að hafa getað látið rætast eru lögin um réttindi samkynhneigðra, Morgunblaðið/Jim Smart Hennar nánustu Eiginmaðurinn Gísli, sonurinn Ögmundur, dóttirin Ingi- björg og barnabarnið Úlfur á góðri stund í sveitinni. Amma Að eignast barnabarn var eins og að verða ástfangin á ný. Æskan Guðrún í sveit að Völlum í Ölfusi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.