Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 22
Karl Lagerfeld virðist hafasvo góða yfirsýn yfir hvaðChanel stendur fyrir aðmann grunar helst að hann viti meira um það en Coco sjálf gerði. Hann hefur nú ráðið lögum og lofum hjá tískuhúsinu í meira en tutt- ugu ár, eða frá 1984, við góðan orðs- tír. Nýjasta hátískusýning hans var haldin í Grand Palais í París, höfuð- borg tískunnar, en til sýnis var há- tíska sumarsins. Annars vegar sýndi Lagerfeld skýrar línur, stutta kjóla við skínandi svartar sokkabuxur úr hátækniefni, og hins vegar léttleikandi síðkjóla með fjöðrum og skrautlegri handa- vinnu. Eitt einkenni margra síðkjólanna var að ermar þeirra og faldur saman- stóðu af efnisröndum, sem sveifluðust til þegar háfættar fyrirsæturnar gengu um sviðið. Rendurnar sagði Lagerfeld eftir sýninguna vera ein- kenni um „lóðréttan liðleika“. Jafn- framt sagðist hann hafa verið að leika sér með hlutföll og sagði fatalínuna alla vera lausa við tilvísanir í tísku annarra áratuga. „Þetta er eitthvað nútímalegt, merki um kraft nú- tímans, nútímalegt viðhorf og létt- leika, það eru að minnsta kosti skila- boðin sem ég vonast til að hafa sent út,“ sagði hann. Sýningin fór fram við lifandi tónlist Cat Power, sem flutti meðal annars Stones-lög í pönkaðri útgáfu og sí- gilda slagara Smokey Robinson. Margir af dyggustu þegnum hans fylgdust með herlegheitunum, en þeirra á meðal voru núverandi og fyrrverandi forsetafrú Frakklands, Bernadette Chirac og Claude Pom- pidou, sem sátu hlið við hlið, Victoria Beckham lét sig ekki vanta og þarna mátti líka sjá Sigourney Weaver, Marianne Faithfull, Sean Lennon, Sofiu Coppola og Charlotte Cas- iraghi, dótturdóttur Grace Kelly. Alls voru 58 alklæðnaðir í sýning- unni. Til að leggja áherslu á hversu mikil vinna liggur að baki því að búa til fyrsta flokks hátískuföt stigu fram að sýningunni lokinni ýmsir fulltrúar Chanel. Ásamt fyrirsætunum og Lagerfeld sjálfum, klöppuðu gest- irnir fyrir sérhæfða saumafólkinu en lítinn her þarf til framleiðslunnar. ingarun@mbl.is Stutt Leggjalangar fyrirsæt- unar nutu sín vel í stuttu. Varúð Þessi er eingöngu ætlaður til notkunar við hátíðleg tækifæri. Andstæður Svarthvítar hetjur eru algengar í liði Chanel, gjarnan skreyttar pífum. Sætt Karl Lagerfeld notar oft slaufur í hönnun sinni. Lóðréttur liðleiki Reuters Glæsileiki Það yrði enginn svekktur af því að vera eigandi einhvers þessara guðdómlegu sköpunarverka. Kóngurinn heitir Karl og er Lagerfeld. Stærsta ríki hans ber nafnið Cha- nel. Hann sýndi að hann hefur fullt vald yfir þegn- um sínum á nýafstaðinni hátískuviku í París. Inga Rún Sigurðardóttir villt- ist í landi léttleikandi fjaðra og skínandi sokka- buxna. List Hátískukjólanir eru hrein list og liggur mikil handavinna að baki. Skreytt Slæða prýdd skraut- steinum var lögð yfir máluð augun. daglegtlíf Sunnarlega í Mexikó gera íbúar í smábæ í Oaxaca-dalnum sér dagamun og fara um grímu- klæddir með látum. » 26 þorpsveisla Frístundahús Valdimars Harð- arsonar er í takti við landið og hefur verið tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna. » 28 arkitektúr Tryggvi Herbertsson fer úr Há- skólanum í bankastjórastól og getur nú praktíserað það sem hann hefur predikað. » 30 söðlað um Þrír ungir Íslendingar hafa gerst stjarneðlisfræðingar og leita nú svara í óravíddum geimsins. » 38 himinhvolfið Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, gerir upp stöðu flokksins eftir varaformannskjör. » 24 addi kitta guj |sunnudagur|4. 2. 2007| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.