Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 8
BLOG.IS
8 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
Í Morgunblaðinu í gær birtist at-hugasemd frá Dómarafélagi Ís-
lands í tilefni af frétt um dóm
Hæstaréttar í tilteknu máli, sem
birtist á forsíðu Morgunblaðsins
sl. föstudag. Með fréttinni birtust
myndir af þeim dómurum í
Hæstarétti, sem kváðu upp dóm-
inn.
Í athugasemdDómara-
félagsins segir
m.a.:
„Fréttaflutn-
ingur af dóms-
máli með þess-
um hætti á sér
enga hliðstæðu
og fer langt út fyrir eðlileg mörk
og jaðrar við sorpblaðamennsku,
sem ekki hefur verið dæmigerð
fyrir Morgunblaðið fram að
þessu.“
Í athugasemdinni segir einnig:„… og krefst þess að ritstjórn
Morgunblaðsins svari því umyrða-
laust hvað hér býr að baki“.
Þetta er einhver misskilningurhjá Dómarafélagi Íslands. Við
búum í opnu og lýðræðislegu
þjóðfélagi, sem þar að auki verð-
ur sífellt opnara.
Það er ekkert athugavert aðbirta myndir af dómurum,
hvort sem er í Hæstarétti eða í
héraðsdómi í tilefni uppkvaðningu
dóma enda er það oft gert, þótt
yfirleitt séu þær myndir teknar
við dómsuppsögn. Er einhver
munur á slíkum myndum og and-
litsmyndum af dómurum?
Hvers vegna má ekki birtamyndir af dómurum? Ekki
telja þeir að þeir hafi neitt að
skammast sín fyrir. Varla lítur
Dómarafélag Íslands svo á að
þessi tiltekni dómur sé eitthvert
feimnismál fyrir dómarana?
Svo Dómarafélaginu sé svarað
„umyrðalaust“!
STAKSTEINAR
Hæstiréttur
Íslands
Krafa Dómarafélagsins
SIGMUND
!"
#$%
& '
( &
) *
+
, $
-
.
)+
/0
/
1
2
0
+ 0
(+
3/
#
4
&56
7 2
"&
"#
8
("9:;$$$
!
(
""
9 (
%&'
$
$&
$
(
<0
< <0
< <0
%' $) #*$+ ,
=6+
>
- $$%.$!$*$
$
$
$ $%/$0$. $
'1$
$
$ ( $ $
$ 0$$2 $&
$%/( # 0
4
0
. $!$*$
& $1
$'&
0$3$&
$
$
( # 1$ $,$
0$$4$ $$&
0
9
5
$ $ $$* 6$1$ $ $1$
$ $,$& $0$7 $8$
$1$ $#$"$&
$ 0
9:$$ ;;
$$/
$) #
1%23?2
?(<3@AB
(C,-B<3@AB
*3D.C',B
1
1
80 0 0 0
0
08
0
80
0
0 0
0 80 80 !0 1
1
1
1
1
1
1
1
18
1!
1
1!
1
1
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Atli Fannar Bjarkason | 2. febrúar
X-Factor?
Er einhver að fylgjast með X-Factor
á Stöð 2? Þættirnir eru
auglýstir grimmt og
fullyrt er að um
stærsta sjónvarps-
viðburð allra tíma á Ís-
landi sé að ræða. Ég
hef ekki séð einn þátt,
enda ekki með Stöð 2, en ég finn ein-
hvern veginn ekki fyrir þáttunum.
Þegar Idol-æðið stóð sem hæst fann
maður fyrir því. Keppendurnir voru
í sviðsljósi flestra miðla og vöktu at-
hygli hvert sem þeir fóru. Ég veit
ekki einu sinni hver er í X-Faktor.
Meira: http://atlifannar.blog.is
Guðrún M. Óskarsdóttir | 3. febrúar
Frjáls sala áfengis?
Frjálshyggjupostular vaða fram
með frumvarp um
það að leyfa sölu á
bjór og áfengi í mat-
vörubúðum, án þess
þó að hlusta á þau
varnaðarorð sem
heilbrigðisyfirvöld
hafa hér borið fram ár eftir ár
sem eru þau að aukið aðgengi
eykur neyslu. Sjálf tel ég þessar
tillögur jafngilda því að viðkom-
andi óski eftir því að auka sjálf-
krafa útgjöld til heilbrigðismála
[…]
Meira: http://gmaria.blog.is
Anna Ólafsdóttir Björnsson | 3. febrúar
Vettvangur sem virkar
Eftir rúmlega tveggja ára kjötbollu-
blogg á öðru indælu
bloggsvæði er orðið
tímabært að blanda
sér í þjóðmálaumræð-
una. Það er svo margt
að gerast í samfélaginu
að ég get einfaldlega
ekki setið hjá lengur. Þessi vett-
vangur virðist virka. Vinir mínir
finna mig áfram á gamla blogginu
og það verður áfram fréttaveita af
fjölskyldu, vinum og kunningjum
með ívafi stórra skoðana á litlum
málum.
Meira: http://annabjo.blog.is
Páll Vilhjálmsson, 2. febrúar 2007
Beitt fjölmiðlun
Kastljósviðtalið í kvöld við þolanda
ofbeldis í Breiðuvík og
forsíða Morgunblaðs-
ins í morgun um dóm
Hæstaréttar í kynferð-
isbrotamáli eru dæmi
um beittari efnistök
ábyrgra fjölmiðla en
áður tíðkuðust. Mörk beittrar
fréttamennsku og bilaðrar eru ekki
auðgreinanleg en það eru kennileiti
sem ber að líta til ef ritstjórnir vilja
ekki missa sig í DV-forina.
Kastljósviðtalið við miðaldra
mann um vistina í Breiðuvík á sjö-
unda áratug síðustu aldar var sterkt
sjónvarp. Maðurinn var trúverð-
ugur í það heila, þótt sumt orkaði
tvímælis, t.d. þegar hann bar móður
sína fyrir því að hafa verið ódæll í
æsku eins og hann vissi það ekki
sjálfur. Viðmælandinn nafngreindi
mann sem hann sagði hafa mis-
þyrmt sér og þegar svo hátt er reitt
til höggs verður fjölmiðillinn að hafa
traust land undir fótum. Minni eins
manns um atburð fyrir 40 árum er
ekki nægilega traust heimild til að
bera ofbeldisverk á nafngreindan
einstakling.
Viðtalið í Kastljósi er hluti af
stærri umfjöllun, DV var með málið
í dag og unnið er að heimildarmynd
um Breiðuvík. Það verður að gera
ráð fyrir því að fréttamenn Kast-
ljóss hafi kynnt sér gögnin sem
liggja að baki og að þeirri athugun
lokinni tekið viðtalið. Í viðtalinu
sjálfu kom ekki fram að fréttamað-
urinn hefði lesið sér til. Tilfinning
áhorfandans var að viðmælandinn
hefði verið nálægur og þá verið
stokkið til og viðtal tekið án mikils
undirbúnings.
Í lok viðtalsins fór fréttamaður út
af sporinu og gerði mistök sem
vörpuðu rýrð á innslagið. Frétta-
maðurinn leyfði viðmælandanum að
vera með getsakir um að Breiðuvík-
urástand væri að finna á ótil-
greindum stofnunum í samtím-
anum. Viðmælandinn [...] hefur
engar forsendur til að hafa nokkra
vitneskju um ástand mála á vist-
heimilum barna og unglinga í dag.
Það er vel hugsanlegt að maður
sem á barnsaldri verður fyrir mis-
þyrmingu á vistheimili myndi sér þá
skoðun að sambærilegar stofnanir
fóstri ofbeldi. En það er ábyrgð-
arhluti að varpa þeirri skoðun fram
eins og almennum sannindum.
Meira: http://pallvil.blog.is
M A S T E R S N Á M
BARCELONA | MILANO | ROMA | TORINO | VENICE
KYNNTU fiÉR MÁLI‹ • SÍMI 562 2220 • WWW.LINGO.IS
HÖNNUN•TÍZKA• LISTIR & MIÐLUN
Þú ert besti vinur í heimi Finnur litli, fyrst gafstu mér bankann og svo Vís, og núna Elton John.