Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 43 Jafnvel forsætisráðherra … Í samtali við Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, forstöðuiðjuþjálfa geðsviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss, sem birtist í Morg- unblaðinu í dag, laugardag, segir Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætis- ráðherra Noregs, að jafnvel forsætis- ráðherra geti fundizt að hann sé einskis virði. Í samtali þessu lýsir Bondevik eigin þunglyndi og fjallar um þann óvenjulega atburð, þegar hann sem forsætisráðherra tilkynnti að hann hefði tekið sér leyfi frá störfum vegna þess að hann þjáðist af þunglyndi. Tilkynning þessi vakti mikla athygli á sínum tíma og þótti lýsa einstökum kjarki Bonde- vik. En viðbrögð norsku þjóðarinnar vöktu líka at- hygli. Hún stóð með honum en afskrifaði hann ekki eins og hefði getað gerzt. Bondevik vinnur nú að mannréttindamálum og þar á meðal að mál- efnum geðsjúkra. Tímabær sýning á hinu merka leikriti Birgis Sigurðssonar og fordæmi Bondevik ættu að verða þeim sem hér starfa að málefnum geðsjúkra hvatning til nýrra átaka. Því fleiri, sem sjá sýn- ingu Leikfélagsins á Degi vonar, þeim mun meiri verður stuðningur almennings við víðtækari að- gerðir í málefnum geðsjúkra. Og það er löngu tímabært að bjóða Bondevik hingað til Íslands til þess að ræða þessi mál og veita okkur Íslend- ingum leiðbeiningar um hvað betur megi fara í geðheilbrigðismálum. Þar talar notandi svo að notað sé nútímaorð, sem jafnframt hefur mikla reynslu af að fjalla um mikilvæg samfélagsmál í sínu heimalandi. Hér hefur margt verið vel gert í heilbrigðismál- um en það má líka gera betur. Og í þeim efnum má samstaðan vera meiri. Raunar er eitt mikilvæg- asta verkefnið á sviði geðheilbrigðismála nú að skapa sterkari samstöðu á milli þeirra sem starfa á þessum vettvangi. Þar er átt við fagfólkið sem starfar fyrst og fremst á geðdeild Landspítalans en einnig víðar og fólkið sem starfar á vettvangi grasrótarhreyfinganna sem hafa sprottið upp á undanförnum árum. Þær hafa orðið til vegna þess að það hefur verið brýn þörf fyrir þær. Bilið á milli stofnana og grasrótarhreyfinganna má ekki vera meira og tímabært að gert verði átak í að brúa það. Segja má að til hafi orðið hópur eins konar andófsfólks sem hvetur til annars konar meðferðar þegar geðsýki er annars vegar. Tals- menn þess hóps hafa fyrst og fremst verið Héðinn Unnsteinsson, sem hefur aflað sér mikillar þekk- ingar á geðheilbrigðismálum á undanförnum ár- um m.a. í starfi á vegum Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) og Elín Ebba Ásmundsdóttir sem hefur vakið athygli fyrir skel- eggan málflutning á opinberum vettvangi. Í Hug- arafli hefur Auður Axelsdóttir verið að þróa nýjar leiðir í meðferð á vanda geðsjúkra. Því fer fjarri að fagfólkið á geðdeild Landspít- alans hafi skellt hurðum á þetta fólk. Þannig vöktu viðbrögð Eydísar Sveinbjarnardóttur, sviðsstjóra á hjúkrunarsviði geðdeildar, mikla athygli þegar verkefnið Notandi spyr notanda var kynnt fyrir nokkrum misserum en segja má að hún hafi tekið þeim, sem þar komu við sögu, opnum örmum á kynningarfundinum. Hannes Pétursson, æðsti yfirmaður geðlækn- inga á Íslandi, var til staðar á ráðstefnu Geðrækt- arverkefnis Lýðheilsustöðvar sl. haust og fór ekki á milli mála að vera hans þar var yfirlýsing af hans hálfu um vilja til samstarfs. Nú er orðið tímabært að sameina krafta alls þessa fólks á einum og sama vettvangi til fram- dráttar geðheilbrigðismálum á Íslandi. Hafi það fólk sem hér hefur verið nefnt og aðrir þörf fyrir sameiginlegan útgangspunkt í slíku starfi má finna hann í leikverki Birgis Sigurðs- sonar. Það er beinlínis skylda okkar, sem nú lifum, að frelsa það fólk sem býr í þeim sálrænu fjötrum og í því sálræna búri, sem við blasir í Borgarleik- húsinu, að víkja minni háttar ágreiningsmálum til hliðar og taka höndum saman um að brjóta niður múra fordóma og innra ófrelsis. Dagur vonar er sá innblástur sem þarf til þess að ýta því sameiginlega verkefni úr vör. » Það er mikill munur á flóttaleið og að finna sér leið. Grund-vallarmunur. Það er alveg sama hvað menn flýja langt. Það nær enginn svo langt á þeim flótta að hann losni undan þeim veruleika sem fólkið í Degi vonar tekst á við. En það er hægt að finna sér leið eins og Birgir Sigurðsson kemst að orði. Og það veit sá einn sem reynt hefur. rbréf Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.