Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 61 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR EINAR ÞÓRÐARSON viðskiptafræðingur, Klukkurima 93, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 2. febrúar. Útför fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. febrúar kl. 11.00. Hulda Theódórsdóttir, Elín Anna Guðmundsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Pálína R. Sigurðardóttir, Kristján G. Kristjánsson, Brynja Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Eyþór K. Guðjónsson, Eyvindur Ívar Guðmundsson, Eyrún Steinsson, Eyrún Ýr Guðmundsdóttir, Ari Rafn Vilbergsson og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR HJÁLMSSON, Tryggvastöðum, Lindarbraut 27, Seltjarnarnesi, lést á líknardeild Landakotsspítala föstudaginn 2. febrúar. Sólveig Tryggvadóttir, Steinunn Ásta Guðmundsdóttir, Daníel Ingi Haraldsson, Tryggvi Guðmundsson, Svava K. Þorkelsdóttir, Hjálmur Þorsteinn Guðmundsson, Rósbjörg S. Þórðardóttir, Ásta Sigríður Ólafsdóttir, Sigurgeir Tryggvason og barnabörn. fallinn í valinn. Okkur systkinin langar að minn- ast hans í fáeinum orðum. Hann var okkur alla tíð sannur vinur og vilj- um við þakka um leið þann tíma sem við nutum þess að fá að vera á Skriðufelli sem börn og ég (Örn) seinna 1956 og 1957. Sennilega lagði þessi dvöl okkar þar grunninn að því sem við tókum fyrir á lífsleið- inni. Minningar hrannast upp og af mörgu er að taka. Hjá Dísu og Jóa, afa og ömmu, eins og við fengum að kalla þau for- eldra Björns, nutu mörg börn þeirr- ar gæfu að vera á sumrin frá 1940 og þar til Hekla gaus 1947 og fjöl- skyldan settist að í Laxnesi eitt sumar og við fylgdum með. Systkinin, Hjalti, Bjössi, Magga, Gógó og Lilla, tóku eðlilega þátt í að hemja þennan barnaskara og var oft líf í tuskunum á þeim bæ. Í hugann kemur Bjössi að leyfa okkur krökkunum að sitja á hest- vagninum þegar farið var með mjólkurbrúsana að Ásólfsstöðum og seinna á trukknum niður í Nes eða inn á Vikra og í Reykholt í vikurn- ámurnar, hann var alltaf sérlega barngóður og hafði gaman af börn- um. Björn, þessi stórskorni maður, með stóru hendurnar og hrjúfan skráp, en hjarta úr gulli, tröllefldur gleðimaður, en mátti ekkert aumt sjá, alltaf bóngóður og hjálpsamur. Hann hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær óspart í ljós og hafði gaman af og hló mikið ef viðmælandi var á ann- arri skoðun og hann gat dálítið kynt það bál. Eftirminnilegur er hans hái hvelli hlátur og röddin, allt þetta gerir hann eftirminnilegan og sérstakan mann. Bjössi hafði góða kímnigáfu og oft mikið hlegið að gömlum glappa- skotum okkar krakkanna eða þá að fréttum líðandi stundar. Stutt finnst mér síðan við hitt- umst í Kaupfélaginu á Selfossi, hann hress og æðrulaus, þótt við vissum að hverju dró, og stutt er síðan hann hringdi í Húsey sama sinnis að spjalla um landsins gagn og nauðsynjar, lét vel af sér og bað mig að klípa krakkana smá í eyrun frá sér, sem voru oft hans lokaorð í löngu símspjalli. En maðurinn með ljáinn er kom- inn og sannur vinur horfinn á braut. Þökkum þér allt. Við sendum systkinum Bjössa, börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Farðu í friði, kæri vinur. Rosemarie og Örn Þorleifsbörn. Síminn hringdi um eitt eftir miðnætti, ég sá á númera- birtinum að þetta var hjá mömmu og Kobba. Það var mjög óvanalegt að mamma hringdi á þessum tíma svo mig grunaði strax að eitthvað væri að, um leið og ég svaraði og heyrði að Kobbi var í símanum varð mér ljóst að eitthvað slæmt hefði komið fyrir mömmu. Ekki hefði ég getað trúað því að símtalið sem við áttum fjórum dög- um áður hefði verið okkar síðasta. Jólin voru að koma og þú sem hef- ur alltaf verið svo mikið jólabarn varst búin að vera á fullu við að undirbúa jólin, þú varst búinn að Guðmunda Sjöfn Sölvadóttir ✝ GuðmundaSjöfn Sölvadótt- ir eða Sjöfn, eins og hún var alltaf köll- uð, var fædd á Flat- eyri við Önund- arfjörð hinn 19. mars 1952. Hún lést á heimili sínu á Akranesi hinn 13. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð 20. desember. skreyta allt vel og mikið eins og þér var lagið, baka smákökur og kaupa allar gjafir, allt var klárt til að halda gleðileg jól, sem voru svo haldin án þín. Það var skrítinn tilfinning sem fór um mig þegar við systk- inin og fjölskyldan mín opnuðum jóla- pakkana frá þér og Kobba og óraunveru- legt að geta ekki hringt í þig og þakkað þér fyrir eins og venjulega, og ekki voru þau auðveld áramótin, tímamótin þegar maður er vanur að horfa já- kvæður fram veginn virtust svo tómleg, vitandi að ég sæi þig ekki framar. Þær voru nokkrar ferðirnar hjá þér til Reykjavíkur í nóvember og byrjun desember, þú varst auðvit- að í jólastússi, komst og passaðir stelpurnar fyrir okkur og gistir hjá okkur í nokkrar nætur. Þú horfðir stolt á Silju Sjöfn leika í Borg- arleikhúsinu og svo þurftir þú einu sinni sem oftar að fara til læknis. Mikið er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að sjá þig svona oft síð- ustu vikurnar í lífi þínu og þrátt fyrir að sá tími hafi ekki nýst okk- ur sem best er hann nú svo dýr- mætur í minningunni. Þú varst yndisleg manneskja sem mér þykir innilega vænt um, þú varst tilfinn- ingarík en jafnframt svo brothætt. Þrátt fyrir að þeir hafi verið marg- ir sólargeislarnir í lífi þínu barðist þú líka við veikindi sem gátu dreg- ið fyrir þessa sólargeisla. Elsku mamma mín, megir þú nú finna frið og ég veit að þú munt fylgjast með okkur. Þinn sonur Sölvi Fannar. Sjöfn amma var alveg rosalega skemmtileg og góð amma. Hún var alltaf dugleg að hjálpa mér að sauma þegar hún var í heimsókn. Svo saumaði hún líka fallegan kjól á eina af dúkkunum mínum. Mér fannst alltaf gaman að fara í dótakassann þegar ég kom í heimsókn til Sjafnar ömmu og Kobba afa, þar var fullt af skemmtilegu dóti sem pabbi og systkini hans áttu þegar þau voru lítil. Amma sagði líka oft skemmti- legar sögur frá því þegar hún var lítil og svo líka frá því þegar pabbi var lítill. Ég sakna bestu Sjafnar ömmu alveg rosalega mikið því að mér þótti svo mikið vænt um hana. Silja Sjöfn Sölvadóttir Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náð- arkraftur, mín veri vörn í nótt. (Þýð. S. Egilsson) Þessi orð flugu í gegnum huga minn þegar okkur hjónunum barst sú fregn að frú Lilja Garðarsdóttir væri látin. Náðarkraftur Guðs hafði leyst líkama vinkonu okkar úr viðj- um sársauka og lyft hennar björtu sál til himinsins, til samfundar við Drottin og sinn elskulega eigin- mann, sem hún kvaddi hinstu kveðju fyrir sextán mánuðum. Eng- um duldist sá harmur sem kveðinn var að fjölskyldu hennar þegar sr. Árni Bergur lést aðeins 64 ára að aldri, eftir tveggja ára ströng veik- indi. Á þessu sama ári létust einnig Una, móðir Lilju og Magnea tengdamóðir hennar. En Lilja ásamt sínum einstöku og vel gerðu börnum, barnabörnum og tengda- börnum tókust sameiginlega á við sorgina, með hina einlægu og hreinu trú að vopni. Samheldni þeirra lýsti upp myrkur sorgarinnar og hinar fjölmörgu minningar um ástkæran eiginmann, föður, tengdaföður og afa voru ljósið á kyndlum þeirra. En skyndilega og óvænt í lok síðasta sumars hrönnuðust upp ný og óvægin sorgarský. Lilja greindist með illkynja sjúkdóm sem nú hefur lagt til hinstu hvílu yndislega móð- ur, ömmu og tengdamóður. Enn reyndi á hina einstöku samheldni því þrátt fyrir erfið veikindi var bar- ist með bjartsýnina og trúna að leið- arljósi. Allt þar til yfir lauk. Við þessi leiðarlok viljum við hjónin þakka Lilju og sr. Árna Bergi fyrir trausta og gefandi vináttu sem stað- ið hefur í hartnær aldarfjórðung, en þeim hjónum kynntumst við árið 1983 þegar Garðar sonur þeirra varð leikfélagi Þórunnar Jónínu dóttur okkar. Margar eru þær gæfu- og gleðistundirnar sem við höfum átt á vettvangi kirkjustarfs- ins í Áskirkju. Þar voru þau hjón sem einn hugur og ein hönd, hvort sem um var að ræða hið innra starf kirkjunnar eða við kirkjubygg- Lilja Garðarsdóttir ✝ Lilja Garð-arsdóttir fædd- ist á Bíldudal 30. ágúst 1944. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 25. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 2. febr- úar. inguna sjálfa. Eitt kunni hún Lilja okkar til hlítar og það var að vera prestsfrú. Ávallt skapaði hún manni sínum aðstöðu og frið til að sinna sínum mikilvægu prests- störfum og fræði- mennsku og studdi hann og styrkti í hví- vetna. Þar hafði hún sanna og tæra fyrir- mynd sem var frú Magnea heitin bisk- upsfrú. Á rauna- stundum í lífinu er gott að eiga vini og gott að eiga trú. Þess urðum við hjónin svo sannarlega aðnjótandi hjá Lilju og Árna Bergi og fjöl- skyldu þeirra, þegar við á sorgar- stundum þáðum stuðning þeirra og leiðsögn. Fyrir slíkt verður seint fullþakkað. Einnig áttum við marg- ar gefandi og góðar stundir á hvor á heimilum annarra sem nú eru þræddar á perlufesti minninganna. En nú lýkur samfylgd hér á jörð, í þeirri vissu að hinn algóði Guð hafi nú tekið Lilju í ríki sælu og friðar, á þær lendur þar sem ljósið er bjart- ast. Um leið og við þökkum af alhug gefandi vináttu, biðjum við þess að algóður Guð mildi hina djúpu sorg og hinn mikla missi Hörpu, Magneu og Garðars og fjölskyldna þeirra. Einnig að hann ljái öldruðum föður Lilju, systkinum hennar og tengda- fólki styrk til að takast á við þeirra sorg. Blessuð sé minning frú Lilju og sr. Árna Bergs. Það voru okkar forréttindi að kynnast þeim og eiga þau að vinum. Hafþór og Lilja. Það er komið að leiðarlokum. Hún hefur kvatt okkur hún Lilja frænka mín. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Hún var mikil og sönn kona í mín- um augum, alltaf til staðar og tryggðin óendanleg. Það var ekki tilviljun að ég sóttist eftir að flytja í götuna og í næsta hús við hana. Það var svona hér um bil eins og að komast aðeins nær minni mömmu, svo mikill var kærleikur hennar. Ég minnist með hlýju allra þeirra góðu stunda sem ég dvaldist á heimili hennar bæði sem barn og fullorðin kona. Fjölmargar góðar samveru- stundir koma í huga, hvort sem það voru bæjarferðir eða spjall við eld- húsborðið. Mér er ofarlega í huga öll þau aðstoð sem ég fékk, alveg sama hvað var, sem barn í tannrétt- ingum, unglingur að taka bílpróf eða ung kona á leið í hjónaband, alltaf til staðar. Ég er Lilju óendanlega þakklát fyrir öll þau góðu ráð og þann metn- að sem hún hafði fyrir mig. Það hef- ur verið mér ómetanlegt að fá að vera svona nálægt síðustu ár og að vera svona rík af samverustundum og minningum. Ég á þeim hjónum, Lilju og séra Árna Bergi, margt að þakka og tel mig betri manneskju fyrir að hafa kynnst þeim, þau voru einstök. Það sama gildir um börnin þeirra, þau eru líka einstök. Ekki er hægt að hugsa sér betri frændsystkini og vini. Guð geymi þau og styrki. Ég kveð þessa einstöku frænku mína með sorg í hjarta og líka gleði og stolti yfir því að hafa verið svona lánsöm að kynnast henni og vera henni samferða. Guð blessi minningu hennar og Árna Bergs. Hugur minn og hjarta er hjá frændsystkinum mínum og þeirra fjölskyldum. Guð blessi ykk- ur. G. Sigríður Ágústsdóttir (Sirrý). Kveðja frá Ássöfnuði Enn á ný ber sorgin að dyrum Ás- safnaðar við fráfall Lilju Garðars- dóttur, ekkju sr. Árna Bergs Sig- urbjörnssonar, sóknarprests í Ás- kirkju til margra ára, og sem lést í september 2005. Engan óraði fyrir þegar Árni Bergur var jarðsettur að svo skammt yrði milli þeirra hjóna, því að Lilja sýndi mikinn styrkleika á þessum tíma og átti eftir að ganga gegnum enn meiri raunir og sorg við fráfall móður og tengdamóður eftir andlát eiginmanns, uns komið var að henni sjálfri að lúta höggi ljá- mannsins. Guð leggur stundum að því er virðist miklar byrðar á okkur menn- ina, jafnvel meiri byrði á suma en góðu hófu gegnir en með þessu móti gerir hann okkur sterkari og og ef við kunnum að leita til hans í mót- læti styrkist trú okkar á hann og við munum skilja að allt hefur sinn til- gang. Allir sem þekktu Árna Berg heit- inn vissu af hinni miklu starfsorku hans og oft var vinnudagurinn æði langur, jafnvel komið heim seint að kvöldi eftir margvíslegt erfiði dags- ins, það þekkja prestar af eigin raun, en þá var gott að hafa styrka konuhönd sér við hlið, og Lilja reyndist svo sannarlega hin styrka konuhönd, sem stóð með honum í blíðu og stríðu en hafði sig samt til hlés, enda var Lilja hlédræg kona, alla vega við fyrstu kynni, en sá sem þetta ritar var svo lánsamur að eiga einnig samskipti við hana á starfs- vettvangi hennar, þar sem hún vann störf sín af eljusemi, alúð og af mikl- um þekkingarauð, og það var gott að tala við hana. Hún var einörð í skoðunum sínum, fróð um öll mál- efni og ávallt reiðubúin að ráðleggja heilt, ef til hennar var leitað. En Lilja var ekki aðeins styrk konuhönd í einkalífi heldur lagði hún drjúgan skerf til safnaðar- starfsins í kirkjunni og var manni sínum stoð og styrkur í kirkjustarf- inu, og um þennan þátt hennar munu allir þeir er að þessu starfi komu með henni minnast hennar af miklu þakklæti og í djúpri virðingu. Elskandi börnum, þeim Hörpu, Magneu og Garðari, tengdabörnum og barnabörnum, föður og tengda- föður, systkinum og öðrum þeim sem syrgja í dag, sendir söfnuður- inn í Ássókn hjartfólgnar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Lilju Garðarsdóttur. Birgir Arnar, form. sóknarnefndar Ássóknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.