Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 40
vísindi 40 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ég byrjaði í stærðfræði í Há-skólanum, enda var stærð-fræðin alltaf mitt uppá- haldsfag. Út frá því fór ég að kynna mér fög sem styðjast við stærð- fræðina og þannig fann ég stjarn- eðlisfræðina,“ segir Árdís Elías- dóttir um tildrög þess að hún lagði stund á nám í stjarneðlisfræði. Hún lýkur doktorsprófi frá Háskólanum í Kaupmannahöfn í janúar á næsta ári. Rannsóknir hennar beinast fyrst og fremst að þyngdarlinsum. Las stærðfræði og eðlisfræði Árdís er 29 ára. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og hóf svo nám í stærð- fræði, sem leiddi hana að stjarneðl- isfræðinni. Reyndar er þar farið fullgeyst yfir sögu, því Árdís lærði líka eðlisfræði áður en hún valdi framhaldsnámið. „Mér fannst stærðfræðin og eðlisfræðin skemmtileg og svo hafði ég alltaf haft gaman af að velta fyrir mér svartholum og öðrum leynd- ardómum alheimsins,“ segir Árdís. „Ég fékk tækifæri til að vinna eitt sumar að gammablossarannsóknum með Gunnlaugi Björnssyni og eftir það var ég alveg ákveðin að vilja halda í framhaldsnám í eðlisfræði.“ Hún segist ekki hafa velt at- vinnumöguleikum í greininni sér- staklega fyrir sér. „Ég gerði mér grein fyrir að ef ég ætlaði eingöngu að vinna við stjarneðlisfræði í fram- tíðinni þá væri atvinnu eingöngu að finna innan akademíunnar eða hjá geimvísindastofnunum. Hins vegar veit ég að ýmsir leggja stund á stjarneðlisfræði en starfa síðar að alls konar stærðfræðilegum úr- lausnum, í iðnaði eða hjá fjár- málastofnunum. Svo hef ég það mottó að gera það sem mér finnst skemmtilegt á meðan ég get. Mér finnst stjarneðlisfræðin mjög skemmtileg og núna ætla ég mér að reyna að starfa áfram innan aka- demíunnar.“ Hulduefni og stjörnuþokuþyrpingar Árdís vinnur nú að doktorsverk- efni sínu hjá Dark Cosmology Centre við Niels Bohr-stofnunina í Kaupmannahafnarháskóla. „Rann- sóknir á gammablossum eru mjög öflugar um þessar mundir, en þyngdarlinsur hafa ekki fengið al- veg jafn mikla athygli. Íslendingar sem leggja stund á stjarneðlisfræði hafa flestir starfað að gamma- blossarannsóknum og þyngd- arlinsurannsóknum, enda er það helstu sérfræðisvið þeirra tveggja stjarneðlisfræðinga sem starfa við Háskóla Íslands, Gunnlaugs Björnssonar og Einars H. Guð- mundssonar. Í rannsóknum mínum nota ég þyngdarlinsurnar sem verkfæri til að rannsaka hulduefni, stjörnuþokuþyrpingar og fleira af því tagi. Ég hef aðallega áhuga á heimsfræði og vil leita svara við spurningum um uppruna heimsins. Þetta eru grunnrannsóknir, þekk- ingarleit, og telst ekki praktískt enn, hvað sem síðar kann að verða.“ Árdís vill starfa við rannsóknir í framtíðinni, en ítrekar að ýmsir aðrir kostir standi stjarneðlisfræð- ingum til boða. „Við getum alltaf nýtt aðferðir okkar og vinnutækni til annarra starfa. Sérhæfingin í doktorsnámi er auðvitað mjög mikil og augljóslega ekki hægt að byggja framtíðarstarf á svo þröngu sviði, en ég bý alltaf að þeim hugs- unarhætti sem ég þarf að temja mér og rannsóknaraðferðunum. Ég hef mestan áhuga á fræðilegu hlið- inni, en vinn ekki að því að afla gagna. Ég fæ t.d. gögn frá evr- ópska VLT (Very Large Telescope) stjörnusjónaukanum í Chile og Hubble-stjörnukíkinum.“ Í janúar á næsta ári ætlar Árdís að skila doktorsritgerð sinni. Hún er á launum á meðan á rannsókn hennar stendur, en segir að hún hafi litla kennsluskyldu, aðallega rannsóknarskyldu, auk þess sem hún þurfi að sækja einstaka nám- skeið. „Hérna við Kaupmannahafn- arháskóla er sterkur hópur í rann- sóknum á sviði stjarneðlisfræði, sérstaklega á sviði gamma- blossarannsókna.“ Engir spádómar Að lokum er Árdís innt eftir því hvort fyrir komi að fólk rugli stjarneðlisfræðinni við stjörnu- speki. Hún hlær við og segir að það gerist af og til. „Ég veit oft minna um stjörnumerkin en þeir sem hafa áhuga á stjörnuspeki og -spám. Ég stúdera hvernig stjörnurnar haga sér, en veit minna um hvað þær heita og hvar þær nákvæmlega eru á himinhvolfinu. Það þýðir ekkert að biðja mig um stjörnuspádóma.“ Morgunblaðið/Ómar Vísindi Árdís Elíasdóttir rannsakar hulduefni og stjörnuþokuþyrpingar. Leitar svara um uppruna heimsinsvör við gammablossa innan okkarvetrarbrautar.“Hver blossi stendur að meðaltali í einhverja tugi sekúndna, sumir sjást aðeins brot úr sekúndu, en aðrir í örfáar mínútur. „Þegar sprenging verður í sólstjörnunni fer af stað strókur og þegar hann brýst út myndast gammablossi. Strók- urinn heldur áfram út í þunnt geim- efni og þá myndast svokallaðar glæður, sem halda áfram á meðan massinn er að hægja á sér. Það get- ur tekið nokkra mánuði. Þessar glæður eru helsta viðfangsefni mitt.“ Það getur vart verið einfalt mál að staðsetja þessa blossa og reikna út í hve stórri sólstjörnu þeir eiga uppruna sinn? Guðlaugur segir að til að stað- setja blossa þurfi nógu góðar mæl- ingar til að hægt sé að fá litróf. „Ef við vitum hversu langt í burtu upp- runi blossans er getum við metið orkuna að baki og hún segir til um hversu stór sprengingin var og hve stór sólstjarnan var. Stærðin á stjörnunum er aðallega fengin út frá líkönum og þekkingu á stjörnum í okkar alheimi.“ Geimferðir heilla ekki Aðspurður segist Guðlaugur ekki hafa neinn sérstakan áhuga á að fara út í geim. „Ég hef mestan áhuga á því sem gerist langt fyrir utan okkar sólkerfi. Geimferð í næsta nágrenni jarðar myndi því lítið gagnast mér. Og ef möguleiki væri á að fara svo langt að ég yrði vitni að gammablossa, þá yrði hann örugglega það síðasta sem ég sæi í þessu lífi. Nei, ég held ég myndi al- veg sleppa því!“ Stjarneðlisfræði myndi seint flokkast til almennrar vitneskju. Guðlaugur segir fólk ekki spyrja sig mikið út í fagið. „Ég upplifi það oft- ar, að þegar ég segist vera stjarn- eðlisfræðingur tekur fólk þann kost- inn að skipta um umræðuefni.“ Bílar eru leyndardómsfullog vandmeðfarin verk-færi.„Rauða olíuljósið fór að loga, bara smástund, en ég var svo lánsöm að vera rétt við bensínstöð og fór þangað. Þar fékk ég að vita að nær engin olía væri á bílnum og ég væri heppin að hafa sloppið við að eyðileggja vélina, – hugsaðu þér, annars hefði bíllinn sennilega brætt úr sér,“ sagði ung kona við mig í vikunni. Mér varð hugsað til fortíðar minnar í þessum efnum. Því miður var mér í upphafi bílstjóraferils míns ekki gerð nægilega vel grein fyrir þýðingu þess að láta mæla ol- íuna á bílnum með vissu millibili. Þetta varð mér afdrifaríkt og ég verð raunar að játa að ég var óvenju treg í þessum efnum – kannski af því að það var svo margt annað sem ég þurfti að passa í sambandi við bílinn, til dæmis að aka ekki utan í kanta eða aðra bíla á bílastæðum. Það kom því miður nokkuð oft fyrir í fyrstu og varð því fyrsti bíllinn minn nokkuð sjúskaður að sjá eftir dálítinn tíma. Ég keyrði líka á hand- bremsunni nokkrum sinnum svo reykinn lagði upp af bílnum og mjög vond lykt gaus upp. Ég hef einnig reynslu af aftanákeyrslum, einkum er mér eftirminnilegt þegar bílinn minn rann í brekku og snjókomu aftan á lögreglubíl, – það hafði þann eina kost að fljótlegt var að gera skýrslu. Þótt ekkert af þessu væri alvarlegt sem betur fór og sjaldnast um að ræða umtalsvert tjón þá neita ég því ekki að þessir atburðir höfðu áhrif á orðspor mitt sem bíl- stjóra og um tíma var það aðeins hraustasta fólk sem þáði hjá mér bílfar. En það er löngu liðin tíð, nú bregður fólk ekki svip heldur sest inn í bílinn og spjallar glaðlega. Þessar ákomur urðu þó til þess að ég ákvað að fá mér kaskótrygg- ingu. Það bætti þó ekki úr skák í þau þrjú skipti sem bílvélar mínar bræddu úr sér. Í fyrsta skipti gerð- ist þetta á nýjum bíl. Ég gerði mér ekki grein fyrir alvöru rauða olíu- ljóssins fyrr en of seint, „heddið“ fór og bíllinn varð aldrei samur þótt gert væri við hann. Næst bræddi úr sér bíll sem var að koma úr rækilegri viðgerð hjá umboðinu. Ég uggði ekki að mér, var á bílnum upp í sveit og vinkona mín með mér. Okkur varð skraf- drjúgt og tókum ekki eftir því fyrr en við vorum komnar nærri því í Borgarnes að hljóðið í bílnum væri einkennilegt. En úr því við vorum svo nærri bensínstöð ákvað ég að láta reyna á það hvort bíllinn myndi ekki hafa það að stöðinni. Þegar við ókum þar í hlað var hljóðið í bílnum ekki bara einkennilegt heldur stór- einkennilegt. Einn starfsmanna á bensínstöðinni lýsti hljóðinu svo fyr- ir bílaviðgerðamanni sem kom á vettvang: „Manstu eftir hljóðinu í gömlu grjótmulningsvélinni sem var hérna einu sinni – þannig var hljóð- ið í honum!“ Þriðja vélin sem bræddi úr sér var í Volvóbíl sem ég átti. Um þær mundir hafði ég mikið að gera og margt var umhendis í umhverfi mínu. Eitthvað var ég annars hugar því það var eins og ég næði því ekki almennilega að rauða olíuljósið log- aði öðru hverju – það hafði þær grátlegu afleiðingar að vélin eyði- lagðist. En jafnvel bílstjórar eins og ég læra af reynslunni. Eftir síðustu vélarúrbrennsluna geld ég verulega varhug við ef það kviknar rautt olíu- ljós í mælaborðinu. Öðrum ljósum hafði ég í nokkurn tíma ekki eins Erum við nógu pass ÞJÓÐLÍFSÞANKAR Guðrún Guðlaugsdóttir gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.