Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 21
legast að lesa um niðurstöður Le- vitins þegar hann fékk fólk til að syngja uppáhaldslagið sitt og flest- ir héldu réttum takti og sungu í réttri tóntegund. Líklega er mann- kynið í heild músíkalskara en ég átti von á, ég hélt satt best að segja að stór hluti héldi hvorki lagi né takti. Kannski voru þetta allt lög sem fólk hafði kynnst mjög vel með síendurtekinni hlustun, en mér fannst þetta samt alveg með ólíkindum. Þetta eru auðvitað mik- il gleðitíðindi,“ segir Sigurður og hlær við. Sigurður segir að sér hafi ekki komið á óvart að fólk upplifði tón- listina öðruvísi ef það sá tónlistar- mann flytja hana. „Mér finnst gaman að sjá að menn pæla svona vísindalega í þessu, þótt flestir sem einhvern tímann hafa sótt tónleika hafi getað sagt sér þetta. Það yrði líklega lítið um tónleika- hald ef þetta væri ekki raunin.“ Sigurður segir að Levitin geri mikið úr hljómblæ tónlistarmanna, sem sé mikilvægur í popptónlist, en einnig í fleiri tónlistargreinum. „Ég held nú samt að hljómblærinn einn ráði því ekki að fólk beri kennsl á lög eins og þau sem hann nefnir, með Rolling Stones og El- ton John. Þetta eru lög sem allir hafa heyrt ótal sinnum.“ Tónlistarhæfileikar og stærð- fræðigáfa haldast ekkert endilega í hendur, segir Sigurður og er þar sammála Levitin. „Af og til heyr- ast svona fullyrðingar, um eðli hljóðs og stærðfræðilega hugsun. Sumt er auðvitað ekkert ósvipað, það er stærðfræði í ýmsum hljóð- fræðilegum vangaveltum. Fólk hefur kannski tilhneigingu til að líta á stærðfræðina sem kalda og ólistræna, en það er kannski mis- skilningur og oft er mjög skapandi hugsun í ýmsum vísindagreinum. Svo kannski tengist þetta á ýmsan hátt, þótt þau tengsl séu ekki aug- ljós.“ Morgunblaðið/Eyþór Gleðitíðindi Sigurður Flosason segir að líklega sé mannkynið mús- íkalskara en hann hafi átt von á. » „Við höfum alltaf vit- að að tónlist er góð til að bæta skapið, en þetta sýndi okkur nákvæm- lega hvernig það ger- ist.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 21 Harðnandi samkeppni H&M var stofnað í Svíþjóð árið 1947 og rekur yfir 1.300 verslanir í 24 löndum. Rauði þráðurinn í rekstr- inum er tíska á viðráðanlegu verði en nú eru keppinautar á sama markaði farnir að þrengja að. H&M er önnur stærsta fataversl- anakeðja Evrópu, samkvæmt net- útgáfu BusinessWeek, en það skýrir samstarfið við Madonnu með sam- drætti í rekstrinum vegna harðnandi samkeppni. Andsvarið við því er útrás til Asíu með opnun verslana í Kína og Hong Kong á þessu ári og í Tókýó á því næsta. Fleiri ráðstafanir eru ný versl- anakeðja í aðeins hærri klassa sem opnuð verður í níu borgum Evrópu. Annacarin Björne, talskona H&M, segir á businessweek.com, að í nýju verslununum verði bæði sígildar tískuflíkur og hátískuvörur á boð- stólum, en nafn nýju keðjunnar hefur ekki verið gert opinbert. Þriðja úrræðið sé svo samvinna H&M og Madonnu í fyrrnefndri tískulínu, M eftir Madonnu, sem kemur á markað í takmörkuðu magni í mars. „Þrengslin á markaðinum fyrir skammtímatísku hafa aukist nokkuð upp á síðkastið beggja vegna Atlants- hafs. Þar takast á verslunarrisarnir H&M og spænska fyrirtækið Inditex, eigandi Zöru, og keppa bæði við smærri heimaverslanir, sem og Wal- Mart, Target og Tesco.“ BusinessWeek segir engum vafa undirorpið, að sænska keðjan hafi enn töglin og hagldirnar, enda frum- kvöðull á sviði ódýrs tískufatnaðar. „Á síðastliðnum árum hefur samstarf við hönnuði á borð við Karl Lag- erfeld, Stellu McCartney og Victor og Rolf skerpt stöðu verslunarinnar í framlínunni og slegið í gegn hjá tísku- vitum meðal almennings.“ Og nú síðast, Madonnu. Inditex er stærst á sviði fataversl- anakeðja Evrópu og hefur þegar opn- að verslanir í Kína og verslanir fyrir tískufatnað í aðeins hærri klassa en sá ódýrasti, eins og til dæmis Mas- simo Dutti. Inditex á nú átta versl- anakeðjur sem spanna breitt verðbil, þeirra á meðal eru Zara Home, Stra- divarius, Pull & Bear og Bershka. BusinessWeek segir jafnframt, að þótt Inditex hafi náð stærðarforskoti á helsta keppinaut sinn, H&M, sé framlegð þess síðarnefnda nokkrum prósentustigum betri, enn sem komið er. „Inditex ráðgerir að færa út kví- arnar í Asíu og Evrópu og opnaði eina nýja verslun á dag á síðasta ári. Það rekur nú 3.000 verslanir í 64 löndum.“ Lífrænt í tískunni Svo vikið sé aftur að vortískunni í H&M verður kvenfatalína með flík- um úr lífrænt ræktaðri bómull enn- fremur sett á markað fyrir alla ald- urshópa innan tíðar, í völdum verslunum. Yfirhönnuðurinn, Marg- areta van den Bosch, segir hana sam- eina meðvitað val á hráefni og nýj- ustu tísku, svo þeir sem gangi í fötunum hafi tök á því að líta jafn vel út að utan og þeim líður vel að innan, eins og hún orðar það. Í kvenstærðum 34-44 verður áhersla lögð á rómantískar línur, víða kjóla með A-sniði, mussur, blússur og jerseytoppa við gammosíur. Einnig verður að finna há- tískuflíkur úr joggingallaefni, brjóstahaldara og pínustuttbuxur. Litaskalinn endurspeglar síðan svo- kallaða nýtískuliti með jurtablæ, sem draga dám af kartöflum, eggaldini, súraldini og rósum, svo dæmi séu nefnd. Lífræna tískulínan er byggð upp með gallabuxum, joggingtreyjum og stuttermabolum fyrir unglingana og í barnafatalínunni er áherslan lögð á kjóla, stuttermaboli, gammosíur, samfellur og galla. Tíska með góða samvisku? » Þrengslin á markaðinum fyrir skammtímatísku hafa aukist nokkuð upp á síðkastið beggja vegna Atlantshafs. Þar takast á verslunarrisarnir H&M og spænska fyrirtækið Inditex. » Þá er ljóst að bensínstöðvarhér á landi eru fleiri en markaðurinn þarf á að halda og þeim fjölgar dag frá degi. Hermann Guðmundsson , forstjóri Olíufé- lagsins, spurður um hverju það sæti að álagning olíufélaganna í bensínsölu er um 130% hærri hér á landi en í ríkjum Evr- ópusambandsins. » Þetta ástand er orðið al-gjörlega ólíðandi – nema bara fyrir þá sem eru búnir að drekka þeim mun meira brenni- vín. Ófeigur Þorgeirsson , yfirlæknir á slysa- og bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi, spurður um hópslagsmál ölvaðra manna á biðstofu slysadeildarinnar um liðna helgi. » Ég fór kollhnís, lenti áhausnum, beint út í sjó og á kaf. Thomas H. Jensen , háseti á Sólbaki RE, sem varð fyrir tveggja tonna lóði með þeim afleiðingum að hann kastaðist fyrir borð. Honum var bjargað eftir tíu mínútur í sjónum. » Þetta eru hreint ömurleg úr-slit, ekki síst af því að við er- um með betra lið en Danir. Guðjón Valur Sigurðsson handknattleiks- maður eftir ævintýralegan leik íslenska landsliðsins gegn Dönum á heimsmeist- aramótinu í Þýskalandi sem tapaðist með einu marki. » Forseti Íslands er þjóðkjör-inn. Hann sækir umboð sitt til íslensku þjóðarinnar en heyr- ir ekki undir einstök ráðuneyti. Svar skrifstofu forseta Íslands við þeirri spurningu Morgunblaðsins hvers vegna forsetaembættið hafi ekki haft samráð við utanríkisráðuneytið áður en forseti Ís- lands ákvað að þekkjast boð um að taka sæti í þróunarráði Indlands. » Forsetinn og einkapersónaní alþjóðasamskiptum er eitt- hvað sem ekki verður skilið á milli. Grétar Már Sigurðsson , ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, um ofangreinda ákvörðun forseta Íslands. » Forseti Íslands getur ekkifrekar en forsætisráðherra eða biskup sagt, nú er ég prívat- maður og nú er ég forsætisráð- herra, forseti eða biskup. Þeir geta ekki tvískipt sér frekar en annað fólk. Halldór Blöndal , formaður utanríkismála- nefndar, um sama mál. » Ég viðurkenni að sjálfsvirð-ing mín leyfði ekki að ég færi að draga vagninn fyrir flokk sem gefið hefur sig Nýju afli á vald. Margrét Sverrisdóttir er hún kunngjörði þá ákvörðun sína að segja skilið við Frjálslynda flokkinn. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Golli Álagning Talsmaður FÍB segir fá- keppni einkenna bensínmarkaðinn. -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.