Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Varmár-samtökin hafa kært
úr-skurð umhverfis-ráðherra
til úrskurðar-nefndar
skipulags- og byggingar-mála
því aðsam-tökin telja að
tengi-braut sem leggja á úr
Helgafells-hverfi í
Mosfellsbæ sam-ræmist ekki
lögum um mat á
umhverfis-áhrifum, og sé líka
í miklu ósamræmi við
skipulags-áætlanir
sveitar-félagsins. Þar er lögð
áhersla á að upp-bygging
spilli ekki nánum tengslum
íbúa við náttúru.
Um 60 manns mót-mæltu
fram-kvæmdunum við gömlu
Álafoss-ullar-verksmiðjuna á
miðviku-dag. Mót-mælendur
flögguðu í hálfa stöng og
lögðu rósa-vendi fyrir framan
vinnu-vélarnar. Hljóm-sveitin
Sigur Rós hefur boðað til
mótmæla-tónleika, en sveitin
á hljóð-ver á svæðinu. Orri
Páll Dýrason, trommu-leikari
Sigur Rósar, segir ljóst að ef
af fram-kvæmdum verður,
verði þeir að flytja hljóð-verið,
þar sem það verði of
hávaða-samt í Mosfells-bæ.
Tón-leikarnir fara fram í
Verinu hinn 18. febrúar.
Mót-mæla tengi-braut í Mosfells-bæ
Morgunblaðið/ÞÖK
Varmár-samtökin mót-mæla tengi-brautinni.
Veronica
Lario,
eigin-kona
fjölmiðla-
kóngsins
Silvios
Berlusconis,
fyrr-verandi
forsætis-
ráðherra
Ítalíu, krafðist á miðviku-dag
opinberrar af-sökunar á
for-síðu dag-blaðsins La
Repubblica, eftir að
Berlusconi daðraði við unga
þing-konu í gala-kvöldverði.
Krafan hefur vakið
gríðar-lega at-hygli og hafa
margar þjóð-þekktar ítalskar
konur lýst yfir stuðningi við
Veronicu. For-maður
kvenréttinda-samtaka sagði
blíð-mælgi Berlusconis
„óþolandi ítalska karl-rembu“
og blaða-kona nokkur sagði
að Veronica væri „skyndi-lega
orðin átrúnaðar-goð
femínista.“
Óþolandi
ítölsk
karl-remba
Veronica
og Silvio.
Íslensku
bókmennta-verðlaunin
afhent
For-seti Íslands, herra
Ólafur Ragnar Grímsson,
af-henti íslensku
bókmennta-verðlaunin á
föstu-daginn við hátíð-lega
at-höfn á Bessa-stöðum.
Ólafur Jóhann Ólafsson
hlaut verðlaunin í flokki
fagur-bókmennta fyrir bók
sína Aldin-garðinn og Andri
Snær Magnason hlaut
verðlaun í flokki fræði-rita
fyrir Drauma-landið.
Meðal þeirra 10 bestu
Íslensku kvik-myndirnar
Börn og For-eldrar eftir
Ragnar Bragason og
leik-hóp Vestur-ports voru
báðar á meðal þeirra 10
mynda af um 100 sem
áhorfendur
kvikmynda-hátíðarinnar í
Rotterdam völdu sem bestu
myndir há-tíðarinnar.
Kvikmyndin Börn hafnaði í
5. sæti en For-eldrar í 9.
sæti.
17 hljóm-sveitir léku í
af-mælinu
Árni Matthíasson,
blaða-maður á
Morgun-blaðinu, hélt upp á
50 ára afmæli sitt á
þriðju-daginn á
veitingastaðnum Nasa, og
mættu um 400 manns. Þar
komu fram 17 hljómsveitir,
sem léku 2–3 saman, og
komust færri að en vildu.
StuttSkýrsla Alþjóð-legavísinda-ráðsins um
loftslags-breytingar (IPCC)
kom út á föstu-daginn. Þar
segir að það sé næstum
öruggt að loftslags-
breytingarnar séu til komnar
af manna-völdum. Þar er
tekið fram að sú hækkun
sem hefur orðið á hita-stigi
jarðar síðustu 50 ár sé
lík-lega að miklu leyti vegna
losunar á gróðurhúsa-
lofttegundum. Þá segir að
hlýnun andrúms-lofts og hafs
sífellt víðar um heiminn sýni
fram á að það sé mjög
ólík-legt að loftslags-
breytingar hafi bara orðið af
náttúru-legum orsökum, án
utanað-komandi áhrifa.
Loftslags-
breytingar af
manna-völdum
Á mánudags-kvöld tilkynnti Margrét
Sverrisdóttir þá ákvörðun sína að ganga úr
Frjáls-lynda flokknum. „Ég viður-kenni að
sjálfs-virðing mín leyfði ekki að ég færi að
draga vagninn fyrir flokk sem hefur gefið sig
Nýju afli á vald,“ segir Margrét sem er ekki
hætt stjórnmála-þátttöku.
Framsóknar-menn gerðu harða at-lögu að
Frjáls-lynda flokknum í upp-hafi þing-fundar og
sökuðu flokkinn um daður við rasisma og
útlendinga-hatur.
Steingrímur J. Sigfússon, for-maður
Vinstri-hreyfingarinnar – græns fram-boðs,
sagði á föstu-daginn að ef í íslenskum
stjórn-málum gengi fram flokkur sem beinlínis
gerði út á and-úð í garð fólks af er-lendum
upp-runa þá væri sam-starf fyrir-fram úti-lokað
við slíka flokka. VG myndi leggja sína stefnu
um að-lögun, umburðar-lyndi, skilning og
fyllstu mann-réttindi til grund-vallar í
við-ræðum um mál-efni inn-flytjenda.
Margrét yfir-gefur
Frjálslynda
Morgunblaðið/Golli
Margrét Sverrisdóttir til-kynnir úr-sögn sína.
Margrét Lára Viðarsdóttir,
landsliðs-kona í knatt-spyrnu,
hefur sagt upp 2½ árs
samningi sínum við þýska
liðið Duisburg og er komin
heim eftir stutta dvöl í
Þýska-landi. Margrét varð
bæði Íslands- og
bikar-meistari með Val á
síðustu leik-tíð. Hún sló
marka-metið í efstu deild
með því að skora 34 mörk og
var kjörin knattspyrnu-kona
ársins. Óvíst er hvað tekur
við hjá Margréti, en hún segir
að sig langi til að spila
er-lendis. Margrét skoraði
sam-tals 70 mörk fyrir Val og
lands-liðið á síðasta ári.
Margrét Lára
komin heim
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Tónlistar-konan Lay Low kom,
sá og sigraði þegar Íslensku
tónlistar-verðlaunin voru
afhent á miðvikudags-kvöld
en hún hlaut þrenn verð-laun.
Hún var valin besta
söng-konan, vin-sælasti
flytjandinn og átti líka
plötu-umslag ársins.
Heiðurs-verðlaunin hlaut
Ólafur Gaukur fyrir fram-lag
sitt til íslenskrar tón-listar.
Dirty Paper Cup með Hafdísi
Huld var valin popp-hljómplata
ársins, Wine for My Weakness
með Pétri Ben var valin besta
rokk- og jaðar-tónlistarplatan,
Aparnir í Eden með Baggalúti
var valin dægurlaga-plata
ársins og Sería Skúla
Sverrissonar var valin
hljóm-plata ársins í flokki
ýmissar tón-listar. Mynd-band
ársins var við lagið The One
með hljóm-sveitinni Trabant.
Lay Low hlaut
þrenn verð-laun
Morgunblaðið/Sverrir
Lay Low eða Lovísa Elísabet
Sigrúnardóttir.
Netfang: auefni@mbl.is