Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Varmár-samtökin hafa kært úr-skurð umhverfis-ráðherra til úrskurðar-nefndar skipulags- og byggingar-mála því aðsam-tökin telja að tengi-braut sem leggja á úr Helgafells-hverfi í Mosfellsbæ sam-ræmist ekki lögum um mat á umhverfis-áhrifum, og sé líka í miklu ósamræmi við skipulags-áætlanir sveitar-félagsins. Þar er lögð áhersla á að upp-bygging spilli ekki nánum tengslum íbúa við náttúru. Um 60 manns mót-mæltu fram-kvæmdunum við gömlu Álafoss-ullar-verksmiðjuna á miðviku-dag. Mót-mælendur flögguðu í hálfa stöng og lögðu rósa-vendi fyrir framan vinnu-vélarnar. Hljóm-sveitin Sigur Rós hefur boðað til mótmæla-tónleika, en sveitin á hljóð-ver á svæðinu. Orri Páll Dýrason, trommu-leikari Sigur Rósar, segir ljóst að ef af fram-kvæmdum verður, verði þeir að flytja hljóð-verið, þar sem það verði of hávaða-samt í Mosfells-bæ. Tón-leikarnir fara fram í Verinu hinn 18. febrúar. Mót-mæla tengi-braut í Mosfells-bæ Morgunblaðið/ÞÖK Varmár-samtökin mót-mæla tengi-brautinni. Veronica Lario, eigin-kona fjölmiðla- kóngsins Silvios Berlusconis, fyrr-verandi forsætis- ráðherra Ítalíu, krafðist á miðviku-dag opinberrar af-sökunar á for-síðu dag-blaðsins La Repubblica, eftir að Berlusconi daðraði við unga þing-konu í gala-kvöldverði. Krafan hefur vakið gríðar-lega at-hygli og hafa margar þjóð-þekktar ítalskar konur lýst yfir stuðningi við Veronicu. For-maður kvenréttinda-samtaka sagði blíð-mælgi Berlusconis „óþolandi ítalska karl-rembu“ og blaða-kona nokkur sagði að Veronica væri „skyndi-lega orðin átrúnaðar-goð femínista.“ Óþolandi ítölsk karl-remba Veronica og Silvio. Íslensku bókmennta-verðlaunin afhent For-seti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, af-henti íslensku bókmennta-verðlaunin á föstu-daginn við hátíð-lega at-höfn á Bessa-stöðum. Ólafur Jóhann Ólafsson hlaut verðlaunin í flokki fagur-bókmennta fyrir bók sína Aldin-garðinn og Andri Snær Magnason hlaut verðlaun í flokki fræði-rita fyrir Drauma-landið. Meðal þeirra 10 bestu Íslensku kvik-myndirnar Börn og For-eldrar eftir Ragnar Bragason og leik-hóp Vestur-ports voru báðar á meðal þeirra 10 mynda af um 100 sem áhorfendur kvikmynda-hátíðarinnar í Rotterdam völdu sem bestu myndir há-tíðarinnar. Kvikmyndin Börn hafnaði í 5. sæti en For-eldrar í 9. sæti. 17 hljóm-sveitir léku í af-mælinu Árni Matthíasson, blaða-maður á Morgun-blaðinu, hélt upp á 50 ára afmæli sitt á þriðju-daginn á veitingastaðnum Nasa, og mættu um 400 manns. Þar komu fram 17 hljómsveitir, sem léku 2–3 saman, og komust færri að en vildu. StuttSkýrsla Alþjóð-legavísinda-ráðsins um loftslags-breytingar (IPCC) kom út á föstu-daginn. Þar segir að það sé næstum öruggt að loftslags- breytingarnar séu til komnar af manna-völdum. Þar er tekið fram að sú hækkun sem hefur orðið á hita-stigi jarðar síðustu 50 ár sé lík-lega að miklu leyti vegna losunar á gróðurhúsa- lofttegundum. Þá segir að hlýnun andrúms-lofts og hafs sífellt víðar um heiminn sýni fram á að það sé mjög ólík-legt að loftslags- breytingar hafi bara orðið af náttúru-legum orsökum, án utanað-komandi áhrifa. Loftslags- breytingar af manna-völdum Á mánudags-kvöld tilkynnti Margrét Sverrisdóttir þá ákvörðun sína að ganga úr Frjáls-lynda flokknum. „Ég viður-kenni að sjálfs-virðing mín leyfði ekki að ég færi að draga vagninn fyrir flokk sem hefur gefið sig Nýju afli á vald,“ segir Margrét sem er ekki hætt stjórnmála-þátttöku. Framsóknar-menn gerðu harða at-lögu að Frjáls-lynda flokknum í upp-hafi þing-fundar og sökuðu flokkinn um daður við rasisma og útlendinga-hatur. Steingrímur J. Sigfússon, for-maður Vinstri-hreyfingarinnar – græns fram-boðs, sagði á föstu-daginn að ef í íslenskum stjórn-málum gengi fram flokkur sem beinlínis gerði út á and-úð í garð fólks af er-lendum upp-runa þá væri sam-starf fyrir-fram úti-lokað við slíka flokka. VG myndi leggja sína stefnu um að-lögun, umburðar-lyndi, skilning og fyllstu mann-réttindi til grund-vallar í við-ræðum um mál-efni inn-flytjenda. Margrét yfir-gefur Frjálslynda Morgunblaðið/Golli Margrét Sverrisdóttir til-kynnir úr-sögn sína. Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðs-kona í knatt-spyrnu, hefur sagt upp 2½ árs samningi sínum við þýska liðið Duisburg og er komin heim eftir stutta dvöl í Þýska-landi. Margrét varð bæði Íslands- og bikar-meistari með Val á síðustu leik-tíð. Hún sló marka-metið í efstu deild með því að skora 34 mörk og var kjörin knattspyrnu-kona ársins. Óvíst er hvað tekur við hjá Margréti, en hún segir að sig langi til að spila er-lendis. Margrét skoraði sam-tals 70 mörk fyrir Val og lands-liðið á síðasta ári. Margrét Lára komin heim Morgunblaðið/Jón Svavarsson Margrét Lára Viðarsdóttir. Tónlistar-konan Lay Low kom, sá og sigraði þegar Íslensku tónlistar-verðlaunin voru afhent á miðvikudags-kvöld en hún hlaut þrenn verð-laun. Hún var valin besta söng-konan, vin-sælasti flytjandinn og átti líka plötu-umslag ársins. Heiðurs-verðlaunin hlaut Ólafur Gaukur fyrir fram-lag sitt til íslenskrar tón-listar. Dirty Paper Cup með Hafdísi Huld var valin popp-hljómplata ársins, Wine for My Weakness með Pétri Ben var valin besta rokk- og jaðar-tónlistarplatan, Aparnir í Eden með Baggalúti var valin dægurlaga-plata ársins og Sería Skúla Sverrissonar var valin hljóm-plata ársins í flokki ýmissar tón-listar. Mynd-band ársins var við lagið The One með hljóm-sveitinni Trabant. Lay Low hlaut þrenn verð-laun Morgunblaðið/Sverrir Lay Low eða Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.