Morgunblaðið - 04.02.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.02.2007, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ arlega mikla málefnavinnu, bæði í hópum eins og framtíðarhópnum og inni í flokknum sjálfum og þing- flokknum. En vandinn hefur kannski frekar legið í því hversu erf- itt getur verið að koma slíkri vinnu á framfæri.“ Dálítill beygur Þú talar um að lykilatriði fyrir gengi Samfylkingarinnar sé að koma breidd þingflokksins betur á framfæri. Á frægum fundi í Keflavík sagði formaðurinn flokksins hins vegar að vandi hans væri sá að þjóð- in treysti ekki þingflokknum. Í sjón- varpinu mátti sjá á andlitum þing- mannanna að þeim leið undir ræðunni eins og fólki sem alveg óvænt lendir undir snjóflóði heima hjá sér. Hvernig brást þú við? „Ég var að vísu ekki á fundinum en mér brá auðvitað líka. Formað- urinn fór svo yfir málið á þing- flokksfundi og skýrði sín sjónarmið. Kannski slógu þessi orð á bar- áttugleðina um stund, en fólk hefur nú þolað annað eins og þetta. Ég fæ ekki betur séð en að takkarnir séu komnir undir skóna hjá mínu fólki.“ Var þessi ræða mistök? „Ræðan var góð í heild sinni. En kannski í ljósi viðbragða hefði for- maður mátt haga orðum sínum öðruvísi í þessum kafla. Það er alltaf gott að vera vitur eftirá.“ Svo virðist sem margir hafi orðið fyrir vonbrigðum með formennsku Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ert þú ein af þeim? „Nei, alls ekki. Það er stórt og erfitt hlutverk að vera formaður í stórum jafnaðarmannaflokki og mér finnst Ingibjörg Sólrún vera að fóta sig vel í því. En það tekst ekki nema með góðri liðsheild og góðu baklandi sem ég tel að hún þurfi að nýta sér betur. Saman getum við náð góðum árangri.“ Ekki er mikill tími til stefnu fram að þingkosningum og skoðanakann- anir verða æ óhagstæðari flokknum. Óttast þú, eins og margt Samfylk- ingarfólk, slæma útkomu í vor? „Ég viðurkenni að ég er með dá- lítinn beyg. Ég tel að allt undir 32% fylgi sé ekki ásættanlegt og þar liggi okkar baráttutakmark. Við ættum að geta náð því ef við teflum sterkri liðsheild fram og allir leggjast á sömu árar, svo skipið hreyfist áfram og fari ekki í hring. Samfylkingin á að vera 30% plús-flokkur. Það er bara þannig. Langflest fólk er jafn- aðarmenn í hjarta sínu.“ En hvers vegna hefur flokknum ekki tekist að laða þessa jafn- aðarmenn útúr hjörtum fólksins? „Ja, ég held að það stafi ekki síst af því sem ég nefndi áðan: Við höf- um ekki sýnt okkar breiðu liðsheild flottra einstaklinga sem barist getur fyrir brýnustu hagsmunamálum al- mennings á þingi.“ Kvenfyrirlitning Steingríms Þær Guðrún og Ingibjörg Sólrún voru mjög nánar, bestu vinkonur, ekki síst eftir samveruna í Kaup- mannahöfn á námsárunum. Eru þær enn jafn nánar? „Á milli okkar er alltaf strengur sem aldrei mun flosna. En samband okkar hefur eðlilega breyst í seinni tíð. Nú erum við saman dags dag- lega en höfum mismikinn tíma til að rækta það. Við erum ekki alltaf að tala saman og við erum heldur ekki alltaf sammála í pólitík, sem er ósköp eðlilegt. Kannski gengur sam- band okkar í endurnýjun lífdaga þegar ég fer af þingi. En við erum og verðum alltaf til staðar hvor fyrir aðra ef á þarf að halda. Þannig er það bara.“ Guðrún segir að á sínum tíma hafi hún fundið fyrir töluverðum þrýst- ingi um að hún viki af Alþingi til að rýma fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. „En það kom aldrei til greina af minni hálfu. Það var ég sem var kosin á þing og ég var ekki kosin til að víkja fyrir henni eða einhverjum öðrum. Ég tek skýrt fram að þessi þrýst- ingur kom alls ekki frá henni, heldur hennar góða stuðningsfólki, sem einnig eru góðir vinir mínir. Mér fannst skrýtið hvað fólki fannst það sjálfsagt að ég viki til hliðar, en það stóð aldrei til.“ Hvernig meturðu kosti hennar – og galla? „Hún hefur gríðarlega yfirsýn og ótrúlegan límheila. Hún Solla er bara fluggreind. Svo er hún glimr- andi skemmtileg. Kannski er það eins með hana og mig að kostir okk- ar geta um leið verið gallarnir. Eins og til dæmis að við þurfum alltaf að passa baklandið okkar. Við erum nú einu sinni bara mannleg.“ Hvernig er samband þeirra Ingi- bjargar og Össurar Skarphéð- inssonar núna? Eru enn sárindi eftir formannsslaginn? „Ekki meiri sárindi en eru t.d. eft- ir prófkjör. Slík sár gróa. Fólk, sem hefur verið svona lengi í pólitík, er komið með býsna harðan skráp. Formannsslagurinn var auðvitað til- finningalega mjög erfiður fyrir marga, sem þykir vænt um báða einstaklingana og ber virðingu fyrir þeim. En eftir slaginn una menn niðurstöðunni og standa saman. Mér finnst þau Ingibjörg Sólrún og Össur hafa gert það með prýði. Samstarf þeirra sem formanns og þingflokksformanns hefur gengið ljómandi.“ Ef Samfylkingin nær ekki þessu 30-32% markmiði í vor, tala nú ekki um ef hann verður innan við 25%, kallar það þá ekki á nýja forystu? „Því þá það? Ef tekst að fella þessa ríkisstjórn er Samfylkingin í lykilstöðu. Sú lykilstaða og stjórn- arsáttmálinn, sem þá verður til, skipta meginmáli.“ Hefurðu trú á „kaffibandalaginu“ um nýtt stjórnarmynstur sem stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hafa myndað? „Að miklu leyti, já. En ef það gengur ekki upp þarf að skoða aðra möguleika með aðaláherslu á mál- efnalegt inntak stjórnarsáttmála.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur vinstri grænna, hefur nú ekki gefið mikið fyrir „lykilstöðu“ Sam- fylkingarinnar í slíkum stjórn- armyndunarviðræðum. Þau Ingi- björg Sólrún voru strax farin að kýta um forsæti ríkisstjórnar í Kryddsíld Stöðvar 2. Hvernig sló það þig? „Illa. Það er alltaf óþægilegt þeg- ar karlar klappa konum á kollinn, hvað þá þegar viðkomandi kona er formaður stærsta stjórnarand- stöðuflokksins. Mér fannst fram- koma Steingríms bera vott um kvenfyrirlitningu, að hann leit ekki á sessunaut sinn sem jafningja. Verði Samfylkingin stærsti flokkur „kaffibandalagsins“ eftir kosningar og við náum að fella sitjandi rík- isstjórn segir það sig sjálft að for- sætið er hennar. Fáum við styrk til þess komumst við um leið á spjöld sögunnar með fyrsta kvenforsæt- isráðherrann; það væri dásamlegur bónus.“ Upphlaup og tækifæri Hvernig metur Guðrún síðustu atburði í stjórnmálunum, eins og upplausn Frjálslynda flokksins og gagnrýni Jóns Baldvins Hannibals- sonar á Samfylkinguna? „Mér finnst Frjálslyndi flokk- urinn hafa sýnt sitt rétta karllæga andlit. Það er merkilegt hvað konur geta átt erfitt uppdráttar í pólitík og hversu margir vilja sæta lagi og koma þeim á kné. Allir flokkar væru fullsæmdir af Margréti Sverr- isdóttur, enda fluggreind og skemmtileg. Þetta með Jón Baldvin er spurning um það hvort hann hafi næg verkefni eftir að hann hætti sem sendiherra, sem speglast nú í ákefð hans um landsmálin. En hann sem gömul ljósmóðir Samfylking- arinnar ætti að passa sig á því að stökkva ekki fyrir borð í miðjum draumnum og láta ákafann verða sér að falli. Hann ætti að vita bet- ur.“ Guðrún vill ekkert ræða hugs- anlega framtíðarleiðtoga Samfylk- ingarinnar. Hún er ánægð með sína konu. Og hún stendur við þá yfirlýs- ingu prófkjörskvöldsins að hennar eigin pólitíska ferli sé lokið. „Núna hlakka ég til að einhenda mér í skemmtileg verkefni og nýta fjöl- þætta reynslu sem ég er komin með. Ég vona að ég fái tækifæri til þess, hvort sem það yrði í einkageiranum eða þeim opinbera. Það er góð til- finning að vita að maður getur gert margt. Ég gæti þess vegna farið sjálf í bissniss. Það hefur alltaf heill- að mig. Til dæmis hef ég frá Kaup- mannahafnarárunum átt mér þann draum að reka lítinn matsölustað með gistingu uppi.“ Hún hugsar sig brosandi um. „En kannski er ég of varkár í það, ekki nógu mikill áhættufíkill. Ég hef áhuga á svo mörgu, þróunarmálum, erlendum samskiptum, ekki síst norrænum og vestnorrænum, svo ég taki dæmi.“ Ekkert sendiherraembætti frá- tekið handa þér? „Ég myndi strax segja já við því. Ég væri fín sem sendiherra! Sjá það ekki allir í hendi sér? Ég hef ferðast það víða erlendis sem fulltrúi ís- lensku þjóðarinnar, farið í tvígang á vegum Sameinuðu þjóðanna til Afr- íku, til Palestínu, Víetnam o.s.frv. Ég hef heimsótt fjölda þjóðþinga sem fulltrúi Alþingis og ein minn- isstæðasta stund ferilsins var þegar ég flutti ræðu um mansal í rúss- nesku dúmunni, að ég held fyrst Ís- lendinga, fyrir hönd þingmanna- samtaka sem lagt hafa slíkum málum lið. Mansal er stórt vanda- mál í Rússlandi, en það hafði þó aldrei verið rætt í þingi landsins fyrr en með þessari ræðu minni. Hún fékk mjög góðar viðtökur og eftir hana komst málið á dagskrá. Það var nú ekki ónýtt að finna að maður gat haft áhrif langt fyrir utan landsteinana! En það er til marks um mitt litla egó að mér datt ekki í hug að vekja athygli fjölmiðla á þessu.“ Guðrún Ögmundsdóttir segist þakklát fyrir öll þessi skemmtilegu tækifæri sem stjórnmálaþátttakan hefur fært henni. En hættir hún södd pólitískra lífdaga? „Já, ég held það nú. En ég á erfitt með að ímynda mér að ég muni nokkurn tíma hætta að láta réttlæt- ismál mig varða, enda á maður ekki að gera það. Ég held að það sé sam- ofið því að vera manneskja að hafa samhug með öðrum og vilja leggja þeim lið. Ég hef haft tækifæri til þess. Nú opnast önnur tækifæri.“ Hún telur sennilegt að hún muni reyna að leggja flokkssystkinum sínum lið í kosningabaráttunni í vor. Síðan langar hana til að eiga rólegt sumar með fjölskyldunni. Hún er þegar byrjuð að taka til á þing- mannsskrifstofunni, henda sumu frá ferlinum, geyma annað. Ævisaga kannski? „Nei, ég held mig skorti egóið í það!“ svarar Guðrún hlæjandi. Í Víetnam Guðrún á vegum Sameinuðu þjóðanna á ferð í þorpi skammt frá Hanoi í Víetnam og með henni er forseti franska þingsins yst t.v. » „Þetta með Jón Baldvin er spurning um það hvort hann hafi næg verkefni eftir að hann hætti sem sendiherra, sem speglast nú í ákefð hans um landsmálin...“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.