Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 69 MENNING P R [ p je e rr ] 2006 Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • sími 515 5800 • rannis@rannis.is. • www.rannis.is Ó sk að e ft ir t iln ef ni ng um Hvatningar- verðlaun Vísinda- og tækniráðs Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1987 í nafni Rannsóknarráðs ríkisins, á 50 ára afmæli atvinnudeildar Háskóla Íslands. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar mega koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða.Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna er heimilt að koma með tilnefningar til verðlaunanna. Með tilnefningu fylgi ferilskrá vísindamannsins. Við mat á tilnefningum til verðlaunanna er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og fram- lags í störfum á alþjóðavettvangi svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjandastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags til starfsfélaga á vinnustað og miðlunar þekkingar til samfélagsins. Almennt er miðað við að þeir sem koma til álita séu ekki eldri en 40 ára, en tekið er tillit til tafa sem kunna að verða á ferli vísindamanns vegna umönnunar barna. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd: Jakob K. Kristjánsson, forstjóri Prokaria, Svanhildur Óskarsdóttir, fræðimaður á Stofnun Árna Magnússonar, Steinunn Thorlacius, sérfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, og Hilmar Janusson, þróunarstjóri Össurar hf. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 15. mars 2007. Tilnefningum og upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti á netfangið rannis@rannis.is. 7 EKKI VERA SÚR Eru tennurnar í sýrubaði oft á dag? Sýran í sykruðum og sykurlausum gos- drykkjum getur eytt glerungi tannanna – og hann kemur aldrei aftur. Drekktu vatn – líka kolsýrt vatn! E N N E M M / S ÍA / N M 2 5 2 0 4 JORIS Rademaker er annar tveggja bæjarlistamanna Akureyrar þetta árið og er að vanda ötull við listsköpun og sýningarhald. Tvær sýningar sama listamanns, að hluta til samtímis í sama bæjarfélaginu gæti virst furðulegt en er í þessu tilfelli áhugavert og gefur mögu- leika á mismunandi sýn á nátengd verk. Í Jónas Viðar gallerí njóta þrívíðu verkin sín ákaflega vel með mál- verkin í bakgrunni. Náttúruleg trjá- grein með ótal göddum úr verk- smiðjuframleiddum tannstönglum kallast á við nokkurs konar and- stæðu sína, furunáttborð með álímdum hnetum sem virðast spretta út úr fjöldaframleiddum smíðisgrip. Það er þó ekki bara tog- streitan milli þess lífræna og nátt- úrusprottna andspænis verk- smiðjuframleiddum hlut sem fangar athyglina, heldur ekki síður form- rænir og fagurfræðilegir eiginleikar listhlutarins sjálfs. Hinn áleitni samsetningur í skúlptúrunum endurspeglast í mál- verkunum sem eru óvenjuleg og ná að framkalla undarlega tilfinningu. Soðið spaghettí er notað til að for- ma leikandi hvítt og lífrænt línuspil sem hverfist um miðju á svörtum sprautulökkuðum flötum. Spag- hettíið er á bak og burt en hvítt far- ið sem það skilur eftir sig er þekkj- anlegt undir eins enda almenn og hversdagsleg reynsla fyrir flesta að umgangast þessar hveitilengjur við matseld og borðhald. Í Gallerí Plús eru spaghet- tímálverkin í aðalhlutverki, bæði sprautulökkuð á tréplötur og útfærð á pappír. Hér eru formin sem hvei- tilengjurnar mynduðu ekki miðlæg á fletinum eins og áður heldur hefur hver lengja verið formuð og komið fyrir á fletinum eins og táknskrift. Nándin við verkin í Gallerí Plús er sérstök vegna lítillar lofthæðar sem ýtir undir allt að því líkamlega upp- lifun. Í Gallerí Plús er einnig skúlptúr á gólfi sem hefur sterka tengingu við listasöguna. Hlandskál að hætti Marcel Duchamps stendur á hvolfi ofan á hringlaga glansandi lökk- uðum fleti. Straumlínulag skál- arinnar, sérstaklega frárennslisins sem snýr að áhorfandanum kallast á við spaghettíverkin. Þótt spaghettí- verkin minni líka á annað verk eftir Duchamp þar sem hann lét hvítan spotta, metra að lengd falla niður á gólf úr metrahæð til þess að ögra hugmyndinni um mælikerfið sjálft þá er Joris augljóslega uppteknari af formrænum eigindum fremur en hugmyndafræðilegum pælingum. Sýningarnar báðar eru ákaflega vel heppnaðar þar sem leikur með form og efni nær að kalla fram sér- stæða upplifun. Áhugavert væri, og kannski kominn tími til, að sjá stóra sýningu í þessum anda frá hendi listamannsins. Vel heppnað „Í Jónas Viðar gallerí njóta þrívíðu verkin sín ákvaflega vel með málverkin í bakgrunni.“ Formræn endur- vinnsla hversdags- legra hluta MYNDLIST Jónas Viðar gallerí og Gallerí Plús Akureyri Sýningunni í Jónas Viðar gallerí er lokið, sýningin í Gallerí Plús stendur til 1. mars og er opin laugardaga kl. 14–17 og eftir samkomulagi. Joris Rademaker, innsetning/málverk/ skúlptúr Þóra Þórisdóttir Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.