Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 74
74 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ menning Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞETTA ER SAMT BESTA MYND SEM ÞÚ HEFUR HAFT Í ÖKUSKÍRTEININU ÞÍNU HINGAÐ TIL JÆJA, ÞÁ ER ÖSKUDAGUR BÚINN... SATT ER ÞAÐ KEMUR„ÖSKUSVEINNINN“ MEÐ MIKIÐ AF FÍNUM GJÖFUM HANDA ÞÉR? ÆI, ÞEGIÐU! EN EF ÉG ER MEÐ TYGGJÓ, ÞÁ GET ÉG BLÁSIÐ RISASTÓRA KÚLU OG... EKKERT TYGGJÓ HÉR. PRÓFA ÞENNAN VASA FLOTT! UMBREYTIBYSSAN MÍN! ROSALEGA ER GOTT AÐ HAFA EINA SVONA VIÐ HÖNDINA ÉG SKIL ÞETTA EKKI! ENGLENDINGAR ERU YFIRLEITT SVO AFSLAPPAÐIR KANNSKI HEFÐUM VIÐ EKKI ÁTT AÐ STELA ÖLLU TEINU ÞEIRRA NEI... ÉG PANTAÐI HÁLFAN ÍKORNA OG HÁLFAN MÖRÐ MEÐ AUKA MÖÐKUM ADDA, ÉG HELD AÐ ÞÚ HAFIR RÉTT FYRIR ÞÉR VARÐANDI EINKASKÓLANN ÞETTA ER FRÁBÆR SKÓLI EN VIÐ HÖFUM BARA EKKI EFNI Á ÞESSU ÞEGAR VIÐ FÁUM SVARIÐ FRÁ ÞEIM ÞÁ VERÐUM VIÐ BARA AÐ AÐ AFÞAKKA ÞETTA BRÉFIÐ FRÁ ÞEIM ER KOMIÐ KRAKKARNIR OKKAR KOMUST EKKI INN! HVAÐ?!? ÉG ÞARF AÐ FARA. ÉG ELSKA ÞIG ÉG ELSKA ÞIG LÍKA OG ÉG ER FASTUR HÉRNA HEIMA... Á MEÐAN HÚN LEIKUR MEÐ LEIKARA SEM KALLAÐUR ER „BESTI ELSKHUGINN Í HÖLLYWOOD“ Næstkomandi þriðjudag, 6.febrúar, kl. 12 mun HrafnLoftsson lektor við tækni-og verkfræðideild HR flytja fyrirlestur á vegum Tungu- tækniseturs í stofu 201 í HR. Yfirskrift fyrirlestursins er Orð- flokksmörkun íslensks texta: Til- raunir með sameiningu og samsetn- ingu á mörkurum. „Í orðflokksmörkun er orði í texta gefinn svokallaður greiningarstreng- ur eða svokallað mark, þar sem fram kemur orðflokkur orðsins og beyging- arlegar myndir. Þannig yrði nafnorð greint með kyni tölu og falli, á meðan sagnorð er greint með hætti, mynd, persónu, tölu og tíð,“ útskýrir Hrafn. „Þessi málfræðiatriði þarf að greina til að geta gert tölvum kleift að skilja textann.“ Orðflokksmörkun reynist á köflum vandasöm, að sögn Hrafns: „Sem hluta af doktorsverkefni mínu er ég að vinna að þróun hugbúnaðar sem fram- kvæmir orðflokksmörkun vélrænt. Einn stærsti vandinn felst í því hve tungumálið er margrætt og hve mörg orð geta haft mismunandi greining- arstrengi eftir því í hvaða samhengi þau birtast,“ segir hann. „Þannig get- ur orðið „við“ í texta verið persónu- fornafn, forsetning, þolfallsmyndin af orðinu viður, og líka verið atviksorð.“ Orðflokksmörkun á íslensku reyn- ist sérstaklega vandasöm: „Ná- kvæmni við mörkun á íslensku er mun minni en fyrir skyld tungumál, og er aðalástæðan sú að íslenska er beyg- ingarlega flóknara mál en t.d. Norð- urlandamálin og enska, þar sem ná- kvæmni við mörkun er mun meiri,“ segir Hrafn. „Þar komum við að aðal- viðfangsefni fyrirlestrarins, sem eru tilraunir með sameiningu og samsetn- ingu á mörkurum, þar sem beitt er mörgum mörkunarforritum á textann sem greina á. Þá er valin sem niður- staða sá greiningarstrengur sem flest forritanna eru sammála um, og þann- ig má auka nákvæmni mörkunar tölu- vert.“ Hrafn segir mörkunarforrit vera grunneiningu sem nauðsynleg er fyr- ir frekari þróun á tungutækni á Ís- landi: „Tungutækni, eða máltækni, er skammt á veg komin hér á landi mið- að við aðrar þjóðir, og erum við á byrjunarreit á ýmsum sviðum,“ segir Hrafn. „Góð mörkunarforrit þurfa að vera aðgengileg þeim sem vilja vinna hvers konar máltækniverkefni, og raunar takmarkað hvað hægt er að gera án þeirra.“ Tungutæknisetur var sett á lagg- irnar um mitt ár 2005 og er sam- starfsvettvangur Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Orða- bókar Háskólans um rannsóknir, þró- un og kennslu í tungutækni. Fyrirlesturinn á þriðjudag er öll- um opinn og ókeypis. Fyrirlesturinn verður fluttur með aðgengilegum hætti fyrir jafnt áhugamenn og sér- fræðinga. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Tungutækniseturs, www.tungutaekni.is. Vísindi | Fyrirlestur á vegum Tungutækni- seturs um orðflokksmörkun á þriðjudag Textagreining gerð nákvæmari  Hrafn Lofts- son fæddist í Reykjavík 1965. Hann lauk stúd- entsprófi frá MH 1985, BS-prófi í tölvunarfræði frá HÍ 1989 og meistaranámi í tölvunarfræði og aðgerðagreiningu frá Pennsylvania State University 1992. Hrafn stund- ar nú doktorsnám við University of Sheffield. Á árunun 1992 til 1999 starfaði Hrafn á verðbréfamarkaði hérlendis og erlendis. Frá árinu 2000 hefur hann starfað hjá Há- skólanum í Reykjavík við rann- sóknir og kennslu. Hann var deild- arforseti tölvunarfræðideildar HR frá 2001 til 2003 og hefur verið stjórnarmaður Tungutækniseturs frá stofnun. Hrafn er kvæntur Guð- nýju Eysteinsdóttur myndlist- arkonu og eiga þau einn son. SÖNGVARINN og tónlistarmað- urinn Prince sýndi mikil tilþrif þeg- ar hann lék fyrir fjölmiðlafólk á Miami Beach á dögunum. Tilefni tónleikanna var að Prince kemur til með að skemmta í hálfleik í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl, sem fram fer í kvöld. Prins í álögum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.