Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 84
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 35. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: auglysingar@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðlæg átt, 8-15 m/s, hvass- ast við austur- ströndina. Él norð- an og austantil en léttir til sunnanlands. » 8 Heitast Kaldast 6°C 0°C EINS og eflaust einhverjir eiga til, rýkur Páll Jakobsson stundum upp um miðjar nætur til að skoða sms-in sín. Þessi skilaboð eru þó af öðrum toga en flestra því þau koma frá gervitunglum, sem nema geislun frá gammablossum og senda þannig skilaboð til jarðar. Þegar svo ber undir er næsta skref hjá Páli að fara inn á heimasíður stjörnusjónauka og fylla út beiðni um að beina þeim að blossunum. „Ég hef verið hugfanginn af him- ingeimnum frá því ég man eftir mér,“ segir Páll, sem lauk doktors- prófi í stjarneðlisfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla árið 2005. Í sama streng taka Árdís Elíasdóttir, sem lýkur doktorsprófi í faginu frá sama skóla á næsta ári, og Guðlaug- ur Jóhannesson stjarneðlisfræðing- ur, sem lauk doktorsprófi frá Há- skóla Íslands 2006. Þeir Páll og Guðlaugur einbeita sér að gamma- blossum, en Árdís að þyngdarlins- um. Orðin sjálf segja leikmönnum fátt, eða eins og Guðlaugur segir: „Ég upplifi það oftar, að þegar ég segist vera stjarneðlisfræðingur tek- ur fólk þann kostinn að skipta um umræðuefni.“ Í viðtölum í Morg- unblaðinu í dag má verða margs vís- ari um bæði fyrirbærin, gamma- blossa og þyngdarlinsur. | 38 Sms úr geimnum 70% Reykvíkinga vilja sjá að fleiri háhýsi verði byggð í borginni, að því er fram kemur í viðhorfs- könnun. Afstaða kynjanna er ólík því 59% kvenna eru þessarar skoð- unar en 80% karla. Tveir af hverj- um þremur telja jafnframt að há hús eigi rétt á sér í skipulagi. | 4 70% vilja fleiri háhýsi byggð UNDANFARNA mánuði hafa margar ábendingar borist til tals- manns neytenda, Gísla Tryggvason- ar, frá fólki sem fær greiðsluseðla í heimabanka án þess að hafa pantað vöru eða þjónustu frá viðkomandi fyrirtækjum. Gísli segir kröfurnar vera af ýmsum toga og nefnir m.a. tilefnislausar kröfur, ýmist frá markaðsfyrirtækjum eða hugsjóna- félögum. Einnig séu dæmi um fyr- irtæki sem sendi rafrænar kröfur á fólk eftir að það hafi hætt viðskiptum við félögin. „Ég hef fengið ábendingar, ekki síst frá eldra fólki sem finnst óþægi- legt að hafa kröfu á sig opna í heima- banka,“ segir Gísli og bætir við að reikningar sem berist í heimabanka geti verið villandi fyrir neytendur og hætta á að fólk greiði þær óvart. Kröfur á myndlyklaeigendur Fólk sem hefur í fórum sínum myndlykla á vegum 365 miðla hefur undanfarið fengið í heimabanka sína áskriftarreikninga frá fyrirtækinu, þrátt fyrir að hafa ekki pantað þjón- ustuna. Á reikningunum kemur ekki fram að um valkvæða greiðslu sé að ræða. Ásta Kristín Reynisdóttir, deild- arstjóri áskriftar hjá 365, segir fyr- irtækið nýbúið að taka upp það fyr- irkomulag að senda greiðsluseðla í heimabanka. „Við sendum að sjálfsögðu bara til aðila sem eru með myndlykla. Ef fólk er með myndlykla sendum við út seðlana og höfum samkvæmt áskriftarsamningi heimild til að benda fólki á þann möguleika að geta greitt áskriftina,“ segir Ásta Kristín. Í þeim tilfellum sem fólk kunni að greiða greiðsluseðla 365 í heima- banka án þess að hafa ætlað sér það, leiðrétti fyrirtækið það hafi fólk samband strax. Fá rafræna kröfu án þess að hafa pantað þjónustu Í HNOTSKURN » Mörg dæmi eru um að til-efnislausar kröfur berist í heimabanka fólks án þess að það hafi pantað þjónustu frá viðkomandi fyrirtæki. » Talsmaður neytenda segirrafræna reikninga geta verið villandi og hætt við að fólk greiði þá óvart. » 365 miðlar hafa und-anfarið sent eigendum myndlykla reikninga án þess að þeir hafi pantað þjónustu. HIN áberandi skrautkerti listahópsins Norðan Báls sem staðsett voru á Skothúsvegi um jólin, voru fjarlægð í gær samkvæmt áætlun þar að lútandi. Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur tóku kertin niður en þau voru fjögur talsins og stóðu við brúna yfir Reykjavíkurtjörn og voru sett upp fyrir jólin og áttu að standa vel fram yfir hátíð- irnar, líkt og mjög algengt er orðið með jóla- skreytingar. Morgunblaðið/Sverrir Jólakertin við Reykjavíkurtjörn fjarlægð „ÉG viðurkenni að ég er með dálítinn beyg,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, alþingismaður Samfylkingar, um stöðu flokks- ins fyrir þingkosningarnar í vor. „Ég tel að allt undir 32% fylgi sé ekki ásættanlegt og þar liggi okkar baráttutakmark. Við ætt- um að geta náð því ef við teflum sterkri liðsheild fram og allir leggjast á sömu árar, svo skipið hreyfist áfram og fari ekki í hring. Samfylkingin á að vera 30% plús-flokkur. Það er bara þannig. Langflest fólk er jafnaðarmenn í hjarta sínu.“ Hún segir að ástæðan fyrir slöku gengi í skoð- anakönnunum undanfarið sé ekki síst sú að flokk- urinn hafi „ekki sýnt okkar breiðu liðsheild flottra einstaklinga sem barist getur fyrir brýnustu hags- munamálum almennings á þingi“. Hún telur það ekki hafa verið farsælt að leggja af talsmannskerfi þingflokksins. „Við erum með sterka sveit og eigum að tefla henni allri fram. Þótt við séum með góðan foringja skiptir liðsheildin öllu máli.“ Guðrún náði ekki þeim árangri í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hún sóttist eftir og hefur ákveðið að kveðja stjórnmálin í vor. Í samtali við Morgunblaðið í dag gerir hún m.a. upp pólitískan feril sinn. Jón Baldvin ætti að passa sig Hún segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með formennsku Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur en segir um viðbrögð við ræðu formannsins í Keflavík: „Ég var að vísu ekki á fundinum en mér brá auðvit- að líka. Formaðurinn fór svo yfir málið á þing- flokksfundi og skýrði sín sjónarmið. Kannski slógu þessi orð á baráttugleðina um stund, en fólk hefur nú þolað annað eins og þetta.“ Þegar rætt er um kosti og galla formannsins segir Guðrún m.a.: „Kannski er það eins með hana og mig að kostir okkar geta um leið verið gallarnir. Eins og til dæmis að við þurfum alltaf að passa baklandið okkar.“ Guðrún gagnrýnir framkomu formanns Vinstri grænna í garð Ingibjargar Sólrúnar í áramótaþætti Stöðvar 2: „Mér fannst framkoma Steingríms bera vott um kvenfyrirlitningu, að hann leit ekki á sessu- naut sinn sem jafningja.“ Um nýlega gagnrýni Jóns Baldvins Hannibals- sonar á Samfylkinguna segir hún: „Þetta með Jón Baldvin er spurning um það hvort hann hafi næg verkefni eftir að hann hætti sem sendiherra, sem speglast nú í ákefð hans um landsmálin. En hann sem gömul ljósmóðir Samfylkingarinnar ætti að passa sig á því að stökkva ekki fyrir borð í miðjum draumnum og láta ákafann verða sér að falli.“ | 10 Allt undir 32% fylgi óviðunandi Viðurkenni dálítinn beyg, segir Guðrún Ögmundsdóttir, alþingismaður Samfylk- ingarinnar, um stöðu flokksins fyrir þingkosningar í vor er hún hættir í pólitík Guðrún Ögmundsdóttir Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is VIÐBRAGÐSHÓPUR Landbúnað- arstofnunar verður kallaður saman á morgun, mánudag, til að meta stöð- una í kjölfar fregna um að fugla- flensa hafi drepið 2.600 fugla á kal- kúnabúi í Suffolk. Farga þarf 160 þúsund fuglum þar. Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir fékk bein skilaboð um málið frá fulltrúum ESB að utan í gær. „Það er enn á huldu hvernig smitið barst inn í fuglabúið en þó má segja að það sé illskárra að flensan hafi komið upp innan fuglabús heldur en í villtum fuglum.“ Halldór nefnir að farfuglar séu ekki byrjaðir að koma til landsins, auk þess sem innflutningur á lifandi fuglum lúti stjórn yfirvalda, að því ógleymdu að flensan greindist í fuglabúi. Að öllu þessu virtu telur hann því nægjanlegt að kalla saman viðbragðshópinn á morgun „Það er því óhætt að segja að áhættan sé lítil fyrir okkur enn þá.“ Reuters Sóttkví Farga þarf 160.000 fuglum á búinu í Suffolk í Bretlandi. Áhættan lítil enn þá ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.