Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIKUSPEGILL»Erlent | Nýtt myndefni gefur til kynna að Fidel Castro kunni að vera á batavegi, en í veikindum hans þykir ýmsumörla á merkjum um nýja stjórnarhætti. Tónlist | Af hverju er mannkynið svona músíkalskt? Tíska | Diskódrottn- ingin Madonna er komin langt frá uppruna sínum og hannar nú og kemur á framfæri fötum fyrir verslunarkeðjuna Hennes og Moritz. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Í Miami í Bandaríkjunum erukúbanskir útlagar teknir aðundirbúa hátíðarhöld þegarleiðtoginn aldni kallast burt úr heimi hér. Deilt er um hversu smekklegur slíkur viðbúnaður megi teljast en ef marka má síðustu frétt- ir af Fidel Castro kann að verða bið á því að fjendur hans streymi út á götur og torg í hamslausum fögnuði (sjá grein hér að neðan). Á hinn bóg- inn telja ýmsir þeir sem sérfróðir eru um Kúbu að greina megi breyt- ingar þar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að Fidel veiktist hastarlega og neyddist til að fela yngri bróður sínum, Raúl, stjórn rík- isins; á Kúbu ríkir að sönnu óvissa um framtíðina en teikn eru á lofti um að ný nálgun einkenni framgöngu valdhafa. Hér er varlega að orði komist og það ekki að ástæðulausu. Kúba er land andstæðna og mótsagna í ýms- um efnum: fátækt eyríki sem lýtur einræðisstjórn en náð hefur merk- um árangri á ýmsum sviðum við afar erfiðar aðstæður; sósíalískar ein- angrunarbúðir sem um leið eru seld- ar undir lögmál fjármagns og mark- aða; lögregluríki sem hýsir lifandi mannlíf og menningu sem margir heillast af. Eru líkur á að Raúl Castro og nánustu undirsátar hans hyggist koma á djúpstæðum breytingum, jafnvel þvert á vilja Fidels, og er þess að vænta að slík umskipti ríði snögglega yfir? Tæpast og nei. Á hinn bóginn sýn- ist nú óhætt að fullyrða að stjórn- unarstíll Raúls Castro er annar. Fyrir það fyrsta er hann ekki jafn sýnilegur og bróðir hans; Fídel hef- ur alltaf kunnað afar vel við sig í sviðsljósinu enda býr maðurinn yfir persónutöfrum og óumdeilanlegum leikhæfileikum. Einhverjir munu þegar teknir að fagna því að Raúl Castro heldur ekki maraþon-ræð- urnar sem bróðir hans er frægur fyrir; Kúbanir hafa vísast um annað að hugsa og vafalaust telja margir að leiðtoganum beri að huga að vanda þjóðarinnar fremur en að flytja fimm klukkustunda langar ræður um hugmyndafræði og sósíal- íska baráttu. Trúlega eru framfarir fólgnar í nálgun Raúls en sjálfsagt er að halda því til skila að Fídel Castro er einstakur og magnaður ræðumaður. Í fótspor Gorbatsjovs? Hverjar eru þá þær breytingar sem greina má og til hvers vísa þær? Raúl Castro, sem er 75 ára gam- all, fimm árum yngri en Fidel, hefur látið að því liggja að stjórnvöld á Kúbu séu nú tilbúin að hlýða á gagn- rýni og að ráðamenn hyggist af auknum þunga snúa sér að þeim margvíslega vanda sem geri þjóðinni lífið erfitt. Þar ræðir að sönnu um nokkuð langan lista og tæpast myndu menn fljótt ná samstöðu um hvað þar bæri fyrst upp að telja en hér skal nefna húsnæðisvanda, frumstæðar samgöngur og yfir- gengilega spillingu innan ríkiskerf- isins. Vangaveltur hafa kviknað um að Raúl og samstarfsmenn hans hygg- ist innleiða eins konar „glasnost“- stefnu á Kúbu á líkan veg og þann sem Míkhaíl S. Gorbatsjov kaus að feta eftir að hann hófst til valda í Sovétríkjunum árið 1985. „Glasnost“ eða stefna hinnar „opnu umræðu“ var að sönnu mikilvægt framlag af hálfu Gorbatsjovs ekki síst þar sem hún gat af sér farveg fyrir efasemdir sem áttu þátt í því að veldi komm- únismans í Evrópu og síðar Sovét- ríkin sjálf hrundu til grunna. Raúl Castro lýsti raunar yfir því árið 1996 að ekki kæmi til álita að innleiða „glasnost“ á Kúbu og á síðustu mán- uðum hefur verið eftir honum haft, að hann muni aldrei svíkja hugsjónir byltingarinnar sem kommúnista- flokkurinn hýsi og verji allt til hins síðasta. Á hinn bóginn liggur fyrir að meira ber nú á gagnrýni á opinber- um vettvangi en oftast áður. Í dag- blöðum má t.a.m. finna greinar þar sem fjallað er um ýmislegt - nefna má spillingu, þjófnaði innan ríkisfyr- irtækja og hagkerfisvanda – sem ekki hefur verið til vinsælda fallið fram til þessa. Menningarblys og listamenn eru sagðir hóflega bjart- sýnir. „Pragmatismi“ Getur verið að Raúl Castro horfi nú einkum til Kína? Má vera. Um margt minnir krafa hans um að stjórnvöld og ríkisstarfs- menn hugi fyrst og fremst að þörf- um fólksins á áróðurinn sem berst að austan. Kúbufræðingar hafa löngum haldið því fram að Raúl Castro sé fyrst og fremst „pragmat- isti“, raunsæis- eða nytjastefnumað- ur; eldmóðinn og hugmyndafræðina leggi eldri bróðirinn til. Vera kann að Raúl hafi aflað sér upplýsinga um fyrstu skref Kínverja á umskipta- brautinni miklu sem stigin voru und- ir lok áttunda áratugarins. Sumir innvígðir eru þessarar hyggju. En um leið þykir óhugsandi að núver- andi ráðamenn á Kúbu áformi að innleiða þann villta kapítalisma sem kommúnistar í Kína hafa upphafið. Trúlega verður mælikvarðinn sá hvort einkaframtakinu verður veitt meira (en þó hófstillt) svigrúm á Kúbu. Og áleitin er sú hugsun að ráðamenn telji hóflegar breytingar í þessa veru fallnar til að tryggja völdin óháð því hversu löng biðin verður eftir því að Fidel renni saman við astralsviðið. Má ekki ætla að „pragmatismi“ Raúls Castro móti einnig viðleitni hans og valdastétt- arinnar til að tryggja stöðu sína? Hví skyldi hann greina sig frá öðrum stjórnmálaleiðtogum í þessu efni? Nýir vendir? En Raúl er ekki frekar en bróðir hans hafinn yfir lögmál hnignunar og hinnar tímanlegu bölvunar. Lík- lega er því hyggilegt að fylgjast með öðru fólki og yngra sem nú lætur til sín taka í kúbönskum stjórnmálum. Í mörgum tilfellum ræðir þar um syni og dætur þeirra sem börðust í byltingunni og tryggðu þeim Fidel og Raúl sigurinn í janúar árið 1959. Nefna má til sögu rithöfundinn Abel Prieto sem nú er menningar- ráðherra. Prieto er 56 ára gamall, prýðilega síðhærður, frjálslegur í fasi og þekktur fyrir áhuga sinn á Bítlunum, einkum John Lennon. Prieto hefur að vísu lengi tengst rík- ismenningunni á Kúbu en skrið- þungi hans innan stjórnkerfisins fer vaxandi. Ástæða þykir til að vænta þess að áhrif hans eigi enn eftir að aukast. Carlos Lage Davila, er sömuleiðis rúmlega fimmtugur og hefur nú með höndum embætti framkvæmda- stjóra ráðherraráðs Kúbu. Kemst hann þannig nærri því að geta talist starfandi forsætisráðherra Kúbu (Fidel er bæði forseti og forsætis- ráðherra). Lage sem er barnalæknir að mennt hefur verið einn helsti ráð- gjafi Fidels á sviði efnahagsmála og hefur sem slíkur lagt grunn að ýms- um þeirra breytinga sem innleiddar hafa verið á undanliðnum árum. Lík- legt er að til hans verði enn horft og áhrif hans verði meiri en áður ákveði Raúl Castro og forustusveitin að leita nýrra leiða á efnahagssviðinu. Mariela, dóttir Raúls Castro, hef- ur einnig verið nefnd í þessu við- fangi. Hún er stjórnandi Lýðheilsu- stöðvar Kúbu á sviði kynfræðslu og ku mæla fyrir hóflegum breytingum á sviði efnahags- og stjórnmála. Sagt er að hún sé frjálsari í andanum en aðrir í fjölskyldunni og vitað er að hún fyllti flokk aðdáenda Míkhaíls S. Gorbatsjovs á níunda áratugnum. Viðræður og viðskiptabann Í ræðu (sem raunar var sæmilega innblásin) er hann flutti í byrjun desembermánaðar lýsti Raúl Castro yfir því að stjórnvöld á Kúbu vildu leysa deiluna við Bandaríkin við samningaborðið. Jafnframt fór hann hörðum orðum um ný-frjálshyggju þá sem hann kvað bandarísk stjórn- völd og stuðningsmenn þeirra í Evr- ópu hafa þröngvað upp á þjóðir Rómönsku-Ameríku. Svar Banda- ríkjastjórnar var hið sama og áður; stjórnvöld á Kúbu þyrftu fyrst að innleiða lýðræði áður en til greina kæmi að ræða bætt samskipti og af- nám viðskiptabannsins lífseiga. Með sigri Demókrataflokksins í haustkosningunum í Bandaríkjun- um hafa á hinn bóginn orðið nokkur pólitísk umskipti þar vestra og fyrir liggur að nýr þingmeirihluti er tilbú- inn að taka ýmsar hliðar deilu þess- arar til endurskoðunar. Ætla má að demókratar í Bandaríkjunum fylgist af áhuga með teiknum um breyting- ar á Kúbu og að hin afdráttarlausa stefna George W. Bush forseta og Repúblíkanaflokksins eigi heldur undir högg að sækja. Kúbanir kveð- ast þó ekki vænta breytinga í bráð; Ricardo Alarcon þingforseti gerði á fimmtudag heldur lítið úr mikilvægi sigurs demókrata hvað varðaði af- stöðu Bandaríkjamanna og sagði að ekkert myndi breytast á meðan Bush, sem hreppt hefði forsetaemb- ættið með svikum, réði ríkjum í Hvíta húsinu. Ef til vill eru stærstu tíðindin frá Kúbu fólgin í tíðindaleysinu. Ætla hefði mátt að skyndilegt brotthvarf Fidels gæti af sér meiri ólgu. Fjend- ur hans ýmsir hafa löngum spáð því að ofbeldi muni brjótast út þegar hann hverfur af sjónarsviðinu, aðrir hafa sagt að menn muni ekki síður fagna í Havana en í Miami. Kjörin sýnast kyrr á Kúbu og vera má að allt gangi samkvæmt áætlun bræðr- anna ólseigu og valdaklíku þeirra. Kúbanir á krossgötum REUTERS Byltingarmóður Ungmenni bera myndir af Raúl Castro (t.v.) og skæruliða- leiðtoganum Ernesto „Che“ Guevara um Byltingartorgið í Havana. Greina má breytingar í kjölfar veik- inda Fidels Castro Kúbuleiðtoga »Má ekki ætla að„pragmatismi“ Raúls Castro móti einn- ig viðleitni hans og valdastéttarinnar til að tryggja stöðu sína? ERLENT» FIDEL Castro hefur ekki sést á op- inberum vettvangi í sex mánuði. Greint var frá því í júlímánuði að leiðtoginn ætti við veikindi að stríða. Á dögunum skýrði spænska dagblaðið El País frá því að ástand Fidels væri „mjög alvarlegt“, þrjár skurðaðgerðir hefðu ekki skilað til- ætluðum árangri. Á þriðjudag birti sjónvarpið á Kúbu nýtt myndskeið af Fidel og verður ekki annað séð en að hann líti nú mun betur út en á myndum þeim sem áður hafði verið dreift. Myndskeiðið, sem er sex mínútna langt og var tekið á mánudag, sýnir Fidel ræða við vin sinn og banda- mann, Hugo Chavez, forseta Vene- súela. Fidel sést drekka ávaxtasafa og lesa frétt argentínska dagblaðs- ins Clarín sem birt var 27. janúar. Leiðtoginn segir að „orrustan [sé] hvergi nærri töpuð“ en víkur ekki að þeim möguleika að hann taki á ný við völdum. Chavez lýsir yfir því að Fidel hafi þegar sigrast á veik- indum. Fundur þeirra mun hafa staðið yfir í tvær klukkustundir enda báðir ágætlega málglaðir menn. Athygli vekur að Fidel, sem er áttræður, virðist hafa bætt á sig nokkrum kílóum en á eldri mynd- unum var leiðtoginn þreytulegur, tekinn og grindhoraður. Þar eð hann glímir við sjúkdóm í melting- arvegi þykja nýju myndirnar gefa til kynna að Castro kunni að vera á batavegi. Reuters Vopnabræður Fidel Castro Kúbuleiðtogi ásamt vini sínum Hugo Chavez, forseta Venesúela. Myndin var tekin á mánudag í Havana er Chavez sótti Castro heim ásamt bróður sínum, Adnan Chavez menntamálaráðherra. „Orrustunni er hvergi nærri lokið“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.