Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Smart Tískulína Madonnu fyrir H&M, M eftir Madonnu, er væntanleg í valdar verslanir í mars. Þrjár skissur af fötunum hafa verið opinberaðar til þessa, en um er að ræða rúmlega 30 hluti. Hennes & Mauritz Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur helga@mbl.is Áhugafólk um verslunarferðir þekkir H&M betur en margt annað, enda er H&M vettvangurinn þar sem hin innri engispretta kaupandans fær virkilega að koma upp á yfirborðið (og innbyrða allt sem fyrir er), varla verður þverfótað fyrir klyfjuðum Ís- lendingum í barnafatadeildum versl- unarinnar í höfuðborgum nágranna- landanna, sem kunnugt er. Undanfarin ár hefur H&M brydd- að upp á þeirri nýjung, að fá hátísku- hönnuði til liðs við sig fyrir eina tísku- línu á ári og hefur til þessa bókstaflega verið slegist um flík- urnar. Yfirhönnuður H&M, Margareta van den Bosch, hefur að undanförnu átt samstarf við poppdívuna Mad- onnu um hönnun kvenfatalínu og fylgihluta, „M by Madonna“, sem von er á í verslanir keðjunnar um allan heim í mars. Fulltrúar H&M segja, að M eftir Madonnu muni „endurspegla tíma- lausan, einstakan og töfrandi stíl“ Madonnu sjálfrar og kalla hana „langvarandi menningaríkon“ sem hefur bæði „óumdeild og óviðjafn- anleg áhrif á það hvernig fólk um all- an heim klæðir sig og lítur út.“ Fram kemur að Madonna hafi unn- ið náið með yfirhönnuðinum til þess að búa til fatalínu og fylgihluti með á fjórða tug hluta sem „endurspegli hennar persónulegu og nútímalegu túlkun á uppistöðunni í sínu eigin fatasafni“, eins og tekið er til orða. Stílvitundin „Madonna hefur einstaka tilfinn- ingu fyrir tísku og tískuhneigðum. Hún hefur afburða stílvitund og lagði sitt af mörkum í smáum sem stórum þáttum hverrar hönnunar. Enginn vafi leikur á áhrifum Madonnu á M eftir Madonnu,“ er haft eftir van den Bosch. Madonna segir sjálf, að hún hafi ekki farið dult með dálæti sitt á tísku í áranna rás og að samstarfið við yf- irhönnuðinn og H&M hafi verið spennandi og skapandi áskorun. „Ég er verulega ánægð með útkomuna og hlakka til þess að ganga í fötunum.“ Madonna hélt í tónleikaferð á síð- asta ári, í framhaldi af útgáfu geisla- disksins „Confessions on a Dance Floor“, og tók meðal annars þátt í auglýsingaherferð fyrir H&M síðast- liðið sumar ásamt hljómsveit og fylgdarliði. Hópurinn bæði sýndi og klæddist íþróttagöllum og öðrum fatnaði, sem Madonna hannaði í sam- vinnu við verslunina, á meðan á tón- leikaferðinni stóð, en illar tungur herma að gallarnir hafi ekki náð verulegum tökum á neytendum og varla hreyfst af slánum og á endanum verið gefnir á Netinu. Enn verri tungur bentu á að Ma- donna, sem er 47 ára, væri einfald- lega of gömul til þess að sýna æf- ingagalla. Talskona hennar, Liz Rosenberg, var fljót til svars og sagði: „Ég skora á hvaða 18 ára ung- ling sem er að leika eftir brot af því sem hún sýnir á dansgólfinu.“ H&M nýtur lið- sinnis Madonnu í samkeppninni TÍSKA» Hönnuður Madonna í auglýsingaherferð fyrir H&M í fötum eftir sjálfa sig. Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is H vers vegna getur fólk þekkt lög þótt það heyri aðeins fyrsta hljóminn í þeim? Hvernig stendur á að fólk getur sungið uppáhaldslagið sitt svo nákvæmlega, að varla skeikar nokkru í takti eða tónteg- und? Bregst heili okkar eins við tónlist heima í stofu og á tón- leikum? Þessar spurningar eru á meðal þeirra sem dr. Daniel Levitin sál- fræðingur leitar svara við, en við- tal við hann birtist nýlega í New York Times. Levitin hefur það fram yfir margan sálfræðinginn, að hann starfaði í hálfan annan áratug við upptökur á tónlist og var upptökustjóri margra þekktra tónlistarmanna. Hann fór snemma að velta því fyrir sér hvernig mannsheilinn ynni úr tónlist og hvaða áhrif tónlist hefði á tilfinn- ingar. Og segir sjálfur, að þegar tónlistarmenn á borð við Van Morrison og Elvis Costello hafi misst plötusamninga af því að út- gáfufyrirtækin töldu þá ekki selja nógu mikið, þá hafi hann kosið að yfirgefa tónlistarheiminn. Hárréttur taktur og tónn Eftir að hafa lokið doktorsnámi í sálfræði sneri hann sér aftur að tónlistinni og nú sem vísindamað- ur. Ein rannsókna hans var með þeim hætti, að hann stöðvaði fólk á förnum vegi og bað það að syngja eitt af uppáhaldslögum sínum. Niðurstöðurnar voru sláandi. Flestir sungu lagið í hárréttum takti, með aðeins 4% skekkj- umörkum, og tveir þriðju hópsins sungu í réttri tóntegund eða svo aðeins munaði hálftóni. „Þegar upptökurnar voru spilaðar ofan á upprunalegar útgáfur laganna hljómaði það eins og fólkið væri að syngja með laginu,“ sagði Levitin í viðtali við New York Times. Þar sem minnið er svikult og oftast því verra sem lengri tími líður, þá þóttu Levitin niðurstöð- urnar sláandi. Hvað gerði það að verkum að tónlistarminnið var jafn gott og raun bar vitni? Hann taldi sig finna svarið, eða að minnsta kosti vísbendingu að svari, í rannsókn sem birt var í fyrra, en í henni fékk hann tauga- sérfræðinga til liðs við sig. Helstu niðurstöður voru þær, að þegar fólkið í rannsókninni hlustaði á tónlist, í þessu tilviki klassíska tónlist, þá tóku mismunandi svæði í heilanum við sér. Fyrst greindi framheilinn uppbyggingu lagsins, svo gaf heilinn frá sér taugaboð- efnið dópamín, sem virkar á ánægjustöð heilans. Tónlistin hafði líka áhrif á litla heilann, sem stjórnar hreyfingum. „Við höfum alltaf vitað að tónlist er góð til að bæta skapið, en þetta sýndi okkur nákvæmlega hvernig það gerist,“ var haft eftir Levitin. Hljómblær lykillinn Ein ástæða þess að popptónlist verkar jafn spennandi fyrir heila okkar og raun ber vitni er hljóm- blær hennar, að mati Levitins. Hljómsveitir og einstaka tónlist- armenn vekja vellíðan, ekki endi- lega vegna afburðatækni, heldur vegna þess að þeir móta hljómblæ, sem heldur sér frá einu lagi í ann- að. Sú er t.d. skýringin á því að fólk getur greint lög á borð við Brown Sugar með Rolling Stones eða Benny and The Jets með El- ton John þótt það heyri aðeins fyrsta hljóm þeirra. Í umfjöllun New York Times er einnig greint frá rannsókn Levit- ins á mismunandi upplifun fólks eftir því hvort það hlustaði ein- göngu á tónlistina, sá hljóðlaust myndband með viðkomandi tónlist- armanni eða sá hann í eigin per- sónu á sviði. Greinilegt var að miklu skipti að fólk sæi tónlistar- manninn þegar það heyrði tónlist- ina. Flókinn kafli í laginu skapaði t.d. spennu hjá þeim sem eingöngu hlustaði, á meðan þeir sem sáu yf- irvegaðan tónlistarmanninn voru rórri yfir átökunum. Loks skal svo nefnd til sögunnar rannsókn, sem Levitin telur sýna fram á að engin tengsl séu á milli hæfileika fólks á sviði tónlistar og stærðfræði, en sumir hafa haldið fram að slíkir hæfileikar séu ná- tengdir. Músíkalskt mannkyn „Þetta er fróðleg umfjöllun en kannski engin opinberun,“ segir Sigurður Flosason, tónlistarmaður og aðstoðarskólastjóri Tónlistar- skóla FÍH. „Mér fannst skemmti- Þegar heilinn dillar sér við tónlist TÓNLIST»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.