Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 71 Á öllum sam- anlögðum víg- stöðvum sjónlista var mikið um að vera á liðnu ári, pataldurinn ekki minnstur í myndlist og arkitekt- úr. Vígð voru fleiri listasöfn en mér gat nokkru sinni dottið í hug og ellefu þeirra athyglisverðustu gerð nokkur skil í mynd og máli í janúarhefti listtímaritsins art – DAS KUNSTMAGASIN, Ham- borg. Vel að merkja frá sjón- armiði byggingarlistar, ekki því hagnýta, þ.e. hvernig listaverk muni njóta sín innan þeirra. Má allt eins búast við öldu mótmæla frá listamönnum líkt og í upphafi þessarar safnabyggingaáráttu sem hófst í Þýskalandi fyrir þó- nokkrum áratugum. Listamenn ásökuðu arkitekta fyrir að vera að reisa minnismerki um sig sjálfa frekar en hús yfir myndlist og voru teknir á orðinu, sem kemur helst fram í hinu viðamikla lista- safni Kunstforum í Berlín, sem er öðru fremur sniðið fyrir málverk. En svo komið virðast arkitektar aftur í innbyrðis stríði um frum- legustu lausnirnar þannig að söfn- in líta mörg hver út sem skúlp- túrar í borgarlandslaginu, augnayndi sem slík og til mikillar prýði víðast hvar. Það sem mesta athygli vakti á myndlistarvettvangi var tangar- sókn fortíðar inn í nútímann og eftir að barrokkið hafði gengið í endurnýjun lífdaga með aðstoð tölvutækninnar, verið teygt og togað á alla vegu, er röðin komin að rókókótímabilinu og mun þá mörgum módernistanum finnast sem skörin hafi færst upp í bekk- inn, að ekki sé fastar að orði kveð- ið. En satt að segja er hér um rétta og eðlilega þróun að ræða því að þessi tímabil báru í sér svo margt lífrænt sem nútímamað- urinn, þjakaður af einsleitu kassa- formi og naumhyggju, getur lært af. Menn nefna þetta, póstmódern- isma, sem er svífandi hugtak og erfitt að festa hendur á, að sumu leyti afsökun fyrir stefnubreytingu eftir að hugarflugið hafði steytt á skeri í tilbúnu hópefli og samhæf- ingarþörf síðustu áratuga. Hefur þó tekið aðra stefnu en höfundar þess og áróðursmeistarar þess hugðu í upphafi enda sækir lífið hér á jörð, ekki frekar en í háloft- unum, mögn sín hvorki í reglustik- ur né kaldar reglugerðir. Má enn einu sinni minnast þess að blóm vaxa upp úr skít en ekki stein- steypu. Þá sækir framsækið og metnaðarfullt hugarflug eldsneyti sitt og drift til lífsins sjálfs en ekki í titla og doktorsgráður. Það er smátt að upplýs-ingar um þessa þróun náiá skilvirkan og gagn-sæjan hátt til Íslands, og þá helst í tónlist, bókmenntum og arkitektúr, fólk er upptekið af efn- islegri hlutum til að mynda mat- vöru og sólarlandaferðum, að ógleymdri pólitíkinni, því andlega svifryki. Í öllu falli er alltof lítið um lifandi samræðu og þá mikil spurn hvað hinir mörgu og alvísu fræðingar eru að bauka. Ástundum léttir til í þok-unni eins og í Frétta-blaðinu á dögunum hvarbirtur var athyglis- verður fyrirlestur sem Pétur Ár- mannsson arkitekt flutti á mál- þingi Skipulagsfræðingafélags Íslands, Arkitektafélags Íslands, Félags íslenskra landslagas- arkitekta og umhverfisráðuneyt- isins. Allt rétt sem hann segir, en þesslags samræða er ekkert einkamál viðkomandi samtaka á lokuðum fundum og á skil- yrðalaust að rata á opinberan vettvang. Fyrirlesturinn var á vel skilj- anlegu máli og koma þá upp í hug- ann lagnafréttir Sigurðar Grétars Guðmundssonar í Fasteignablaði Morgunblaðsins, sem eru bæði vel skrifaðar og forvitnilegar til af- lestrar, jafnvel af leikmönnum, þótt ekki sé beinlínis hægt að segja að lagnir séu augnakonfekt né að um spennandi umfjöllunar- efni sé að ræða. Minnist einkum ævintýralegrar frásagnar hans af ferlinu þá pumpað er niður á efstu hæðum skýjakljúfsins undna í Malmö, háttinn sem afurðir melt- ingarfæranna renna eftir meist- aralega hönnuðu kerfi niður píp- urnar og skila sér áfram. Ekki öllum gefið að geta fært faglegan frásagnarhátt sinn í jafn skemmti- legan búning, skeður oftar að miklir sjónrænir hlutir eru gróm- aðir af fagfólki með ófrjóum og flóknum orðavaðli. Ekki hef ég í augnablikinuhugmynd um hve mörglistasöfn hafa risið uppá síðasta ári, en þar sem vikið var að ellefu þeim hug- myndaríkustu má alveg gera ráð fyrir að þau hafi verið nokkru fleiri. Hér var svo barasta verið að fjalla um listasöfn, sem er auðvit- að einungis angi allra þeirra safna sem upp rísa á ári hverju. Og söfnin hafa risið upp fyrir þörf, verið forgangsverkefni framsæk- inna þjóðarheilda eins og ég hef margendurtekið vikið að, hér um þjónustu við almenning að ræða, frjósaman menntunargrunn sem hver og einn getur leitað til upp á eigin spýtur, víkkað sjónhringinn án nokkurra kvaða. Andstæða há- tækninnar, þ.e. mjúku gildin og hið háleita í tilverunni, hafa sótt fram sem aldrei fyrr í sögunni, þau eru ekki lengur séreign og munaður hinna háu eins og fyrr á öldum. Hámenningin orðin að sameign sem fólk leitar til í sívax- andi mæli sér til hollrar nautnar og innri gleði. Hér komin mögnin sem helst ber að rækta og hlúa að vilji menn lifa lífinu lifandi en vera síður þjónar stundargamansins og þrælar vanans. Næringarrík andleg fæða er manninum ekki síður nauðsynleg en líkamleg, kannski til muna mik- ilvægari vegna þess að stöðugt kemur betur í ljós að flestir sjúk- dómar eiga upphaf sitt í sálinni … Staðan 2006 Nicholas Grimshaw Þetta er einstaklega glæsilegur arkitektúr og alveg óhætt að vera bjartsýnn á ljósflæði og mikið rými innanhúss. Arkitektinn Nicholas Grimshaw hannaði bygginguna fyrir Caixa-tofnunina í La Coruna. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Daniel Liebeskind Gæti verið vandamál að koma fyrir myndlistarverkum í þessu kristalformaða safni í Denver sem hinn nafntogaði Daniel Liebeskind hannaði. Sýnishorn úr söluskrá Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Elsta fyrirtækjasalan á landinu. 1. Sumir segja að hann selji bestu kjúklingana í borginni. Allar tegundir. 2. Lágvöruverslun, ódýrastur en samt með góða álagningu. Framtíðarfyrirtæki. 3. Erum með mikið úrval af hársnyrtistofum. Góðar, flottar stofur. Þekktar. 4. Sérhæft byggingarfyrirtæki. Góður hagnaður. Skoðaðu þetta. 5. Bónar og skúrar. Þrír bílar. Föst vaxandi viðskipti. Úti á landi. 6. Hún nuddar og snyrtir á faglegan og sérstakan hátt. Góðar tekjur. Kennsla. 7. Dreyfing á matvælum. Fiskur. Margir viðskiptavinir. Skemmtileg vinna. 8. Merkingar og prentun. Gott starf fyrir sjálfstæða. Allt til alls. Kennsla. 9. Hjólbarðaverkstæði. Mikil vinna, mörg tækifæri til heilsársvinnu. 10. Glæsileg sólbaðstofa með Turbo bekkjum. Glæsileg stofa. 11. Sælgætisverslun á góðum stað á frábæru verði. Góð kaup – loksins. 12. Skemmtistaður á Suðurnesjum sem opinn er um helgar og nóg að gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.