Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 73 menning ÓSKUM EFTIR FASTEIGNUM FYRIR A.M.K. 10 MILLJARÐA Traustur fjárfestir hefur beðið Eignamiðlun ehf. að útvega góðar fasteignir svo sem: skrifstofuhúsnæði, verslunarpláss, ýmiskonar atvinnuhúsnæði og hótel. Eignirnar þurfa helst að vera í útleigu til traustra aðila. Lágmarksfjárfesting í hverju tilviki væri um 100 milljónir króna. Kaup á fasteignafélagi koma einnig til greina. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. IÐNAÐARPLÁSS ÓSKAST – KAUP EÐA LEIGA Traustur aðili óskar eftir u.þ.b. 350 fm iðnaðarplássi til kaups eða leigu. Lofthæð um 3,5 metrar. Æskileg staðsetning: Kópavogur, Vogar (Rvk). Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Geir Sigurðsson lögg. fasteignasali. Hver ræður för? Virðing og samvinna Málþing Sjónarhóls um skólagöngu barna með sérþarfir fimmtudaginn 8. febrúar kl. 13.00-16.00 í Gullhömrum, Grafarholti. Á málþinginu verður varpað ljósi á þjónustu skóla frá sjónarhóli notenda. Málþingið er ætlað foreldrum og öllum þeim sem láta sig málefni barna með sérþarfir varða. Skráning fer fram á heimasíðu Sjónarhóls www.sjonarholl.net Þátttaka er endurgjaldslaus. Íbúðir á Akureyri óskast Óskum eftir tveimur „lífeyrissjóðs-íbúðum” á Akureyri. Önnur 2ja herbergja u.þ.b. 60 fm. En hinni 3ja–5 herb., 100-140 fm. Íbúðirnar þurfa að vera í blokkum með húsverði og góðri sameign. Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Akureyri í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar ÞRIÐJUDAGINN 6. FEBRÚAR KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Lilya Zilberstein tónleikar í íþróttahúsinu við síðuskóla á akureyri Jón Leifs ::: Trilogia Edvard Grieg ::: Píanókonsert Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 5 FIMMTUDAGINN 8. FEBRÚAR KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Lilya Zilberstein gul tónleikaröð í háskólabíói Branko Okmaca ::: Inventio Sergej Rakhmanínov ::: Tilbrigði um stef eftir Paganini Jean Sibelius ::: Sinfónía nr. 2 miðasala í pennanum í hafnarstræti og við innganginn. Reykjavík flugfélag íslands styrkir ferðina til akureyrar landsbankinn styrkir hljómsveitina á tónleikaferðum erlendis Sinfóníuhljómsveitin heimsækir höfuðstað Norðurlands og flytur hluta af efnisskrá sem þýskum tónlistarunn- endum verður boðið upp á í tónleikaferð hljómsveitar- innar um Þýskaland nú í febrúar. Rússneski píanistinn Lilya Zilberstein hefur verið talin einn fremsti píanóleikari Rússlands af yngri kynslóðinni. Þýskaland ÞAÐ var mikið líf í spilamennsku BONSOM-kvarettsins á Kaffi Rósen- berg föstudagskvöldið 26. janúar. Öll lögin voru frumsamin af þeim félögun og mörg hver hin skemmtilegustu þótt allólík væru. Þorgrímur með ljúfar melódíur meðan Andrés og Eyjólfur voru heldur villtari og Andr- és meiri hljómamaður en Eyjólfur, sem er ansi melódískur í tónhugsun sinni, hvort sem um tónsmíðar eða spuna er að ræða. Scott átti tvö lög og var annað þeirra, Free jazz Jump, óborganlega skemmtilegt og minnti um margt á Ornette Coleman þegar hann var í djömpblús fílingnum eins- og á skífunni New York Is Now. Þessi kvartett á eftir að spila sig bet- ur saman og ná betra valdi á efnis- skránni, en þá ættu þeir að fara í hljóðver og er ég sannfærður um að úr því kæmi fyrstaflokks diskur. Eyjólfi hefur farið gífurlega fram síðan ég heyrði hann fyrst fyrir nokkrum árum, sér í lagi er tónninn fallegri, og stundum er einhver skyld- leiki milli hans og Gato Barbieri í hin- um fasta tóni og melódísku hugsun þótt Eyjólfur ýlfri ekki einsog Arg- entínumaðurinn. Hinn rolliníski hugsanagangur liggur honum ekki heldur fjarri, þótt hvorugur þessara snillinga stjórni leik hans. Ég hef allt- af gaman af Andrési Þór þegar hann sleppir fram af sér beislinu og leyfir villimanninum sem býr í brjósti hans að blómstra – hann gerði það strax í fyrsta laginu, Benson eftir Eyjólf, og sönglaði með hráum gítarsólónum. Þorgrímur lék fínan bassainngang í danska stílnum að gullfallegri mel- ódíu sinni Spiffy og hrynleikur þeirra Scott var fínn allt kvöldið. Það er mik- ill fengur að Scott McLemour hér – hann er hrikalega góður trommari. Mörg laga þeirra félaga voru vel samin og ekki var heillandi laglína Eyjólfs í Beggja heima sú sísta – en vonandi fær maður að heyra þessi lög aftur því margt breytist eftir að hafa heyrt eitthvað, lesið eða séð aðeins einu sinni. Villt og ferskt TÓNLIST Kaffi Rósenberg Eyjólfur Þorleifsson tenórsaxófón, Andr- és Þór Guðlaugsson gítar, Þorgrímur Jónsson bassa og Scott McLemour trommur. 26. janúar 2006 kl. 23.00. Djasskvartettinn BONSOM Vernharður Linnet SÍÐLA á sjöunda áratugnum sá ég The Happening, litlausa og löngu gleymda meðalmynd ef ekki hefði komið til frábært og grípandi tit- illagið, flutt af slíkri snilli af Diönu Ross og The Supremes að maður raular það enn í dag. Stúlkurnar voru fantagóðar ofurstjörnur og ekki skaðaði útlitið. Það hefur í raun- inni dregist furðu lengi að gerð yrði kvikmynd um ótrúlegan og litríkan feril stúlknanna frá „Vélaborginni“. Dreamgirls er byggð á aldarfjórð- ungsgömlum Broadway-söngleik, um upprisu söngsveitarinnar The Dreams og dægurtónlist annarra þeldökkra listamanna á sjöunda ára- tugnum og byltingarkennd áhrif hennar á dægurmenninguna sem komu til að vera. Þetta er lítið eitt felulituð saga The Supremes, Mo- town-hljómsins og plötuframleið- andans Berry Gordy Jr., sem nefnist Curtis Taylor Jr. (Foxx), í myndinni. Hann var eigandi og stofnandi merk- isins Tamla-Motown í Detroit sem kom The Supremes og fjölda ann- arra átrúnaðargoða á framfæri og til varð nýr risi á íhaldssömum plöt- umarkaðnum. Um árabil var Mo- town-sándið eitt það heitasta og ferskasta í poppinu, borið uppi af herskara þeldökkra listamanna, en myndin hefst þegar The Dreamettes eru að byrja að vekja athygli og radda hjá stjörnunni og soulsönvar- anum James Early (Murphy). Að- aldriffjöðrin í The Dreamettes er Ef- fie White (Hudson), hún er einnig lagskona Taylors, en skjótt skipast veður í lofti. Þegar hróður The Drea- mettes eykst og auðsætt í hvað stefnir, gerist margt í einu. Snilli Curtis felst ekki síst í að vita hvað áhorfendur vilja sjá og heyra og Ef- fie er látin víkja sem aðalsöngkona fyrir hinni grönnu og glæsilegu Deenu Jones (Knowles). Sveitin tek- ur upp nafnið The Dreams, hvort tveggja er þjálla og sölulegra. Curtis lætur ekki þar við sitja því hann vís- ar Effie einnig á dyr í svefnherberg- inu og þar tekur Deena einnig við. Líf Effie breytist fljótlega á ný í martröð fátæktar og vansældar á meðan hún fylgist með The Dreams sigra heiminn. Lífið er heldur enginn dans á rósum hjá stjörnunum, Curtis verður stjórnsamari og aðgangs- harðari með hverjum deginum. Á þeim 10–15 árum sem myndin spannar, fellur Early frá af völdum eiturlyfja, Curtis einangrast, tónlist- in breytist og Dreamgirls endar þeg- ar nýr kafli, diskóið, er að taka yfir. Dreamgirls er oft á tíðum hrífandi sjónarspil fyrir augað, sjöundi ára- tugurinn endurspeglast í nost- urslegum sviðsmyndum, leikmunum og búningum og leikararnir eru sem snýttir út úr þessum bylting- artímum, bæði í útliti og framkomu. Söng- og dansatriðin eru glæsileg og leikararnir standa sig yfirhöfuð vel. Tónlistin er því miður alls ekki í sama gæðaflokki, því síður að finna tónsmíðar eftir Holland-Dozier- Holland né aðra sögufræga laga- smiði sem áttu stóran þátt í að skapa Motown-hljóminn og gera þann sjö- unda að þeim einstaka tónlistarfagn- aði sem hann var. Í staðinn fáum við dæmigerða Broadway-söngleikja- tónlist, og það eru ekki góð skipti, með heiðarlegum undantekningum. Umgjörðin verður fyrir vikið of- urvenjulegt músíkal og persónurnar ná ekki að fanga mann tilfinn- ingalega – með heiðarlegum und- antekningum. Jennifer Hudson sem Effie (hin brottrekna Florence Ballard í The Supre- mes) lýsir upp atriðin þar sem hún fær að njóta sín. Þegar hún syngur „And I’m Tell- ing You I’m Not Go- ing“, rís Dreamgirls í hæstu hæðir fyrir til- stuðlan þessarar frá- bæru söngkonu, sem á mjög raunhæfan möguleika á Ósk- arsverðlaunum fyrir leik í aukahlutverki. Sama gildir um Murphy, hann er ótvíræður senu- þjófur sem söngvarinn Early, sem hann túlkar útlitslega til heiðurs Little Richard og Glover er þéttur að venju. Verr gengur að kyngja túlkun Knowles og Foxx, hvorugt þeirra nær til manns, reyndar hefur söng- konunni ekki tekist að sýna umtals- verð leikræn tilþrif til þessa. Condon á m.a. að baki meist- araverkið Gods and Monsters, hina eftirminnilegu Kinsey og handrit Chicago, sem er ein ofmetnasta Ósk- arsverðlaunamynd síðari ára. Það má vel vera að Dreamgirls verði einnig hlutskörp í ár, þá að öllum lík- indum fyrir besta lagið, og þau Murphy og Hudson eiga Óskarinn skilið, frammistaða þeirra ein og sér nægir til að bregða sér í bíó. En þrátt fyrir allt glitrið og ljósadýrðina er skugginn af tónlist Diönu Ross og the Supremes, of fyrirferðarmikill. Drauma- verksmiðjan frá Detroit KVIKMYNDIR Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Bill Condon. Aðalleikendur: Jamie Foxx, Beyoncé Knowles, Eddie Murphy, Danny Glover, Jennifer Hudson, Anika Noni Rose. 131 mín. Bandaríkin 2006. Draumastúlkur/Dreamgirls  Dreamgirls „Söng- og dansaatriðin eru glæsileg og leikararnir standa sig yfir höfuð vel.“ Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.