Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 39 Guðlaugur Jóhannesson fór áÓlympíumót í eðlisfræði ár-ið 1997 og það varð til þess að hann hóf nám í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Reyndar hafði hann lengi hugsað sér að læra verk- fræði, en að loknu öðru árinu í eðl- isfræði sótti hann sumarskóla Nor- dita, norrænu stofnunarinnar í kennilegri eðlisfræði. Þar var fjallað um sprengistjörnur og eftir það varð ekki aftur snúið. „Ég fékk mikinn áhuga á stjarneðlisfræði og hef ekki séð eftir því,“ segir hann. Guðlaugur er 28 ára. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi áður en hann lagði eðlisfræðina fyrir sig. Hann lauk doktorsprófi í stjarneðlisfræði frá Háskóla Íslands vorið 2006 og starfar nú á Raunvísindastofnun Háskólans. „Ég fæst við rannsóknir á gammablossum, eða öllu heldur glæðum gammablossa. Það er óhætt að segja að gammablossar séu mjög „heitir“ í dag innan stjarneðlisfræðinnar, því margir leggja stund á rannsóknir á því sviði. En stjarneðlisfræði er raunar mjög vítt svið, svo af nógu er að taka.“ Hann valdi stjarneðlisfræðina ekki vegna þess að atvinnumögu- leikar væru góðir. „Ég fékk raunar ekki áhuga á að starfa innan aka- demíunnar fyrr en ég hafði lokið eðlisfræðinni. Ég vildi ekki hætta að læra, því mér fannst ég ekki kunna nógu mikið. Hins vegar vissi ég að stjarneðlisfræðingar geta gengið að ýmsum störfum, við fáumst við flókin verkefni sem geta nýst í mörgu öðru. Námsefnið sjálft er ekki praktískt þó þekkinguna megi nýta annars staðar. Ég starfa við grunnrannsóknir og ef til vill öðlast þær hagnýtt gildi síðar meir.“ Guðlaugur segist vinna að fræði- legum grunni gammablossa. „Ég skoða mismunandi líkön og hvernig bæta megi þau svo þau falli betur að mælingum. Niðurstöður mælinga eru gjarnan birtar í fræðigreinum og ég nota þær til að bera saman við þau líkön sem ég prófa. Á þessu sviði, eins og mörgum öðrum, er mikil samvinna vísindamanna um allan heim. Tækin sem notuð eru til mælinga eru stór og dýr og kalla sjálfkrafa á mikla samvinnu.“ Guðlaugur gerir lítið af því að rýna sjálfur upp í himinhvolfið og Morgunblaðið/Kristinn Glæður Guðlaugur Jóhannesson hefur ekki áhuga á geimferðum, enda beinast rannsóknir hans langt út fyrir okkar sólkerfi. Gammablossar „heitt“ viðfangsefni mæla blossana sem hann rann- sakar. „Ég hef reyndar prófað mæl- ingar með stjörnukíkjum. Með nú- tímatækjum er í raun minnsta mál að taka myndir af himingeiminum, aðalvinnan er að vinna upplýsingar úr þeim gögnum.“ Hundrað blossar á ári Á ári hverju mælast um hundrað gammablossar. „Ef mælitækin væru öflugri gætum við sjálfsagt greint enn fleiri. Gammablossarnir stafa frá sólstjörnum, sem hafa 20 til 100 sinnum meiri massa en sólin okkar. Þeir eru því mjög bjartir og sjást því úr mikilli fjarlægð. Við höfum hins vegar aldrei orðið  Starfsmenntaráðs verður haldinn þriðjudaginn 6. febrúar 2007 kl. 12:00- 13:30 í húsakynnum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Skeifunni 8, Reykjavík. Dagskrá: Starf Starfsmenntaráðs sl. ár Úthlutanir úr Starfsmenntasjóði 2006 Áherslur Starfsmenntaráðs við úthlutanir úr Starfsmenntasjóði 2007. Önnur mál Opinn fundur Starfsmenntaráð starfar samkvæmt lögum nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Það úthlutar styrkjum til starfsmenntunar og er stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumótun og aðgerðir á sviði starfsmenntunar.              Benidorm                                                   ! " #$   "# "    " # #$  #%&  !"   #  $  %  & '$  % (& )*  +, % %  #      ! -    ."  %." /$  /                                 !                            !  "   #$         "   %     &&      !   %       !  %    !     % !               &     '         !    (     !'  &                   )     !        !        ."  /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.