Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 24
stjórnmál 24 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ G uðjón, hefjum viðtalið á at- burðum liðinnar viku. Landsþing Frjálslynda flokksins fór eins og það fór, Magnús Þór Haf- steinsson, kjörinn varafor- maður, með fráleitt afger- andi sigri, þrátt fyrir yfirlýstan og ítrekaðan stuðning þinn, Margrét Sverrisdóttir og fjöldi flokksmanna hafa sagt sig úr flokknum og klofningur Frjálslynda flokksins er orðinn lýðum ljós. Stendur ekki Frjálslyndi flokkurinn mun veikari í dag en fyr- ir landsþing? „Flokkurinn stendur eitthvað veikari nú og mun gera það fyrst í stað. Fólk er að segja sig úr flokknum, það er staðreynd. Flokksátök eru aldrei til þess fallin að styrkja flokka, það er al- veg ljóst. Margrét er auðvitað ekki hver sem er. Hún hefur unnið lengi í flokknum gott starf. Hún var einn af stofnendum flokksins, þannig að við get- um ekki jafnað henni við hvaða óbreyttan flokksmann sem er. Hún átti mikinn þátt í því að flokkurinn varð til og er dóttir stofnanda flokksins, Sverris Hermannssonar. Við gerum því alls ekki lítið úr henni og málflutningi henn- ar. Það var hins vegar alveg ljóst, þegar svona mikil smölun var í gangi, til þess að fá fólk inn í flokkinn til þess að styðja frambjóðendurna til varaformanns, að mjög margir þeirra sem gengu í flokkinn til þess að taka þátt í varafor- mannskjörinu, myndu segja sig úr flokknum aftur og þá sá hópurinn sem ekki fékk sinn mann í varaformanninn. Við þessu er auðvitað ekkert að segja. Nú fækkar eitthvað í flokkn- um, en það hafði fjölgað mjög mikið í flokknum, alveg frá því í haust, en þó sérstaklega nú seinnihlutann í janúarmánuði. Eftir verða samt sem áður mörg hundruð fleiri en áður voru í flokknum.“ Ekki klúður Guðjón fullyrðir að framkvæmd kosninganna á landsþingi Frjálslynda flokksins hafi ekki ver- ið klúður. Auðvitað hafi sá mikli fjöldi sem tók þátt í kosningunum, gert það að verkum, að ákveðnar seinkanir hafi orðið, en í öllu hafi ver- ið staðið að kosningunni á lögmætan og réttan hátt. Ódrengilegt sé að halda öðru fram. „Við gerðum okkur strax í upphafi grein fyrir að svona staða og leiðindi gætu komið upp, ef Magnús Þór yrði kjörinn varaformaður. Ég verð á hinn bóginn að segja það að Margrét sem hlaut yfir 40% atkvæða í varaformanninn getur ekki litið á sig sem einhvern algjöran tapara í þessum flokki. Ég fullyrði líka að það verða ekki yfir 40% flokksmanna sem segja sig úr flokknum, þótt hún og ákveðinn hópur stuðn- ingsmanna hennar hafi valið að hverfa úr Frjálslynda flokknum. Mín skoðun er sú að það hafi verið fólkið utan af landi, sem réð niðurstöðunni í varaformann- skosningunni og í miðstjórnarkjöri. Það var á milli smölunarhópanna sem sennilega voru nokkuð jafnir að stærð,“ segir Guðjón. Margrét greiddi fyrir hópa – Hvernig í ósköpunum getur þú fullyrt þetta? Ekki getur þú eyrnamerkt hvert at- kvæði eða hvað. Voru þetta ekki bara venjuleg atkvæði í kjörkassa, sem voru flokkuð og talin, þegar þau komu upp úr kössunum? „Ég met þetta svona. Það var merkt við hverjir komu og hverjir kusu. Ég tel að þeir sem komu til þingsins, með það fyrir augum að sitja þingið allt og taka þátt í málefnavinnu flokksins, hafi ráðið úrslitum um það hver fór með sigur af hólmi í varaformannskjörinu, ekki þeir sem ráku inn nefið í þeim tilgangi einum að kjósa. Það var líka merkt við ef einhverjir greiddu flokksgjöld fyrir einhverja hópa. Það var merkt við það ef fólk var af skrá sem Margrét greiddi fyrir eða einhverjir aðrir greiddu fyrir.“ Greiddi Margrét fyrir hópa? „Já, Margrét greiddi félagsgjöld fyrir ákveðna hópa. Ég hef ekki farið nákvæmlega ofan í það, en hún spurði sjálf að því hvort hún mætti greiða flokksgjöld fyrir ákveðna hópa og því var auðvitað svarað játandi. Það voru ein- hverjir tugir þúsunda sem hún greiddi þannig. Þetta er ekkert óeðlilegt. Það var hörkusmölun í gangi og greidd félagsgjöld úr báðum fylk- ingum.“ – Hefur ekki ímynd flokksins látið á sjá eftir þetta? Miðaldra og gamlir karlar með einsleita hugmyndafræði í forsvari á öllum frontum? „Þetta er bara rangt hjá þér. Málið er það að við breyttum ekki málefnaáherslum okkar á þessu landsþingi að neinu leyti. Það hefur verið mikil óeining og klofningur í flokknum á liðnum vikum á milli Margrétar Sverrisdóttur annars vegar og okkar þingmanna flokksins hins veg- ar. Þetta hefur bitnað á flokksstarfinu og annað flokksstarf, eins og fundaherferðir og fleira, sem við höfðum ætlað okkur í, hafa setið á hak- anum. Undirbúningurinn fyrir landsþingið og átökin við Margréti hafa beinlínis tekið upp all- an okkar tíma, en nú er þeim átökum lokið og við getum farið að einbeita okkur að öflugu flokksstarfi og undirbúningi kosningabarátt- unnar.“ Segi mína skoðun – Var það pólitískt klókt af þér sem formanni flokksins að lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór? Er það ekki hlutverk formanns í stjórn- málaflokki að halda sig fyrir utan og ofan flokkadrætti og standa til hlés á meðan kandí- datar takast á um varaformennskuna? Er það kannski svo að hvorki þú sem formaður né Magnús Þór sem varaformaður höfðuð raun- verulegan áhuga á því að leysa úr þeim ágrein- ingi sem var á milli ykkar og Margrétar? Vilduð þið karlarnir ekki bara losna við hana úr flokkn- um og hefði flokkurinn ekki staðið sterkar og með breiðari skírskotun til kjósenda með Mar- gréti sem varaformann? „Það er ekki mitt mat að ég hafi átt að þegja yfir því hvern ég styddi í varaformennskuna. Það kann vel að vera að það virki svo að það hafi veikt framboð Margrétar að ég lýsti yfir stuðn- ingi við Magnús Þór. Margrét var lengi vel að spá í að sækjast eftir formannsstólnum. Mér er fullkunnugt um það og að þær þreifingar hófust í maí í fyrravor. Hennar ákvörðun varð að lok- um sú að sækjast eftir varaformennskunni. Ég er búinn að vinna með Magnúsi Þór Hafsteins- syni í fjögur ár. Hann kom óreyndur inn í póli- tík og hann hefur staðið sig vel og verið vaxandi í þessu starfi. Okkur hefur tekist ágætlega að vinna saman. Ég segi það sama um samstarfið við Margréti í átta ár, sem var með miklum ágætum vel fram á síðasta ár. Ég mat það hins vegar þannig að ég vildi ekki skipta um varafor- mann í þessari stöðu í aðdraganda kosninga. Ég er einfaldlega þannig gerður að þegar fólk spyr mig um skoðun mína á mönnum og málefnum nenni ég ekki að segja að ég hafi ekki skoðun, ég segi það sem mér finnst. Það gerði ég líka á sínum tíma, þegar Gunnar Örlygsson sóttist eftir því að verða varaformaður fyrir tveimur árum. Gunnar fór líka úr flokknum, eins og menn vita. Með þessu er ég alls ekki að jafna saman Margréti og Gunnari. Eins og ég hef áður sagt hefði ég örugglega stutt Margréti Sverrisdóttur til varaformanns ef hún hefði verið í því starfi undanfarin ár og staðið sig vel að mínu mati.“ – Samt sem áður, Guðjón. Ber ekki flokks- formanni skylda til þess að halda sig fyrir utan átök, sem stuðlað geta að flokkadráttum, bíða átekta og vinna síðan með þeim sem fer með sigur af hólmi? „Það getur vel verið að aðrir meti það svo en þetta var og er mitt mat og við það stend ég. Ef fólk sættir sig ekki við það að ég segi mína skoðun og standi við hana verður það bara að losa sig við mig. Ég þarf ekkert að vera eilífur í formennsku í þessum flokki. Mér er alveg sama hvernig aðrir hugsa sína pólitík – ég þegi ekki yfir minni sannfæringu hver sem hún er. Það er líka rangt hjá þér að við í þing- flokknum höfum viljað losna við Margréti. En það má alveg spyrja þeirrar spurningar, eins og staðan var orðin í flokknum síðustu vikurnar fyrir landsþing, hvort það væri einhver von um að friður yrði í flokknum. Ég og Magnús vorum báðir búnir að lýsa því yfir að við myndum una niðurstöðunni á lands- þingi, hver svo sem hún yrði. Það gerði Margrét hins vegar ekki. Hún gat ekki verið það heil gagnvart fólkinu í flokknum að lýsa því yfir að hún myndi starfa áfram innan flokksins af heil- indum, burtséð frá því hver niðurstaðan yrði í varaformannskjörinu. Svona er þetta bara. Það hafa sumir mið- stjórnarmenn mínir ásakað mig um það, í sam- bandi við inngöngu félaga úr Nýju afli, að ég hafi ekki sagt þeim allan sannleikann. Ég tel mig alltaf hafa gert það. Þetta er sama fólkið sem heldur þessu fram og ætlast til þess að ég þegi þegar kemur að varaformannskjöri. Mér finnst gæta ákveðins tvískinnungs í þessari af- stöðu.“ Kyndi ekki undir fordómum – Yfir í allt aðra sálma, Guðjón. Þú ert gam- all, farsæll og fengsæll togaraskipstjóri vestan af fjörðum. Má ekki með sanni halda því fram að erlent vinnuafl á Vestfjörðum, þinni heima- byggð og raunar víða um land, hafi bjargað fiskvinnslunni og þar með bjargað miklum verðmætum fyrir þjóðarbúið? Hvers vegna er- uð þið í Frjálslynda flokknum að amast við þessu fólki, með því að ala á fordómum og óvild í garð þessa ágæta starfsfólks? „Það er algjör misskilningur að við séum að amast við þessu fólki og ala á fordómum í þess garð. Mig undrar það að fréttamenn landsins, sem ættu að hafa skilning á þessu þjóðfélagi, jafnvel dýpri en aðrir, skuli margir hverjir geta haldið þessu fram. Erlent vinnuafl á Vest- fjörðum er búið að vera þar í yfir 30 ár. Ég tel mig það vel tengdan inn í sjávarútveginn að ég tel mig hafa fullan skilning á því hvernig þetta fólk hefur bjargað mjög miklu varðandi fisk- vinnsluna í sjávarþorpunum. Ekki bara það, heldur hefur þetta fólk líka haldið útgerðinni meira og minna gangandi, því hún hefði aldrei getað gengið ef ekki hefði einhver verið til þess að vinna úr fiskinum. Ég hef sjálfur sem skipstjóri haft fólk af ýmsu þjóðerni í áhöfnum mínum og aldrei gert greinarmun á sjómönnum vegna þjóðernis, þannig að ég veit alveg um hvað ég er að tala. Þar að auki er ég kvæntur pólskri konu og þekki mjög vel til í félagsskap Pólverja hér á landi. Upp til hópa er þetta hið ágætasta fólk og hefur reynst íslensku þjóðinni afar vel, enda hefur þjóðin ekki verið að amast við því og það gerir Frjálslyndi flokkurinn ekki heldur. Umræðan gengur alls ekki út á það að amast við því fólki sem komið er hingað til lands eða er að koma hingað til þess að vinna. Við höfum varað við því að með því að taka upp frjálsa för launafólks í maí sl. misstum við úr höndunum ákveðið stýritæki, um það að geta haft meira eftirlit með því hversu margir kæmu hingað, hversu mörg atvinnuleyfi væru gefin út og svo framvegis. Á síðasta ári komu hingað til lands hátt í 10 þúsund manns. Það fólk hefði auðvitað ekki komið hingað ef enga atvinnu hefði verið að hafa. Það á ekki það sama við þennan fólksstraum til landsins nú og um fiskvinnslufólkið sem kom hingað fyrir árum og áratugum. Það fólk fékk yfirleitt sómasamlegt húsnæði til þess að búa í sjávarplássum landsins og féll vel inn í það sam- félag sem fyrir var. Það gegnir allt öðru máli um þann þenslumarkað sem myndast hefur hér í Reykjavík á undanförnum árum og misserum. Mikill fjöldi erlendra verkamanna hefur streymt hingað til lands, býr oft og iðulega í húsnæði sem ekki er löglegt og getur þar af leiðandi ekki átt lögheimili þar. Erlendir verka- menn búa oft margir saman á þröngu svæði, jafnvel í húsnæði sem er heilsuspillandi og hættulegt vegna hættu á eldsvoðum. Þetta er sem sé einn hluti af þenslunni sem menn hafa misst úr böndunum.“ Guðjón nefnir máli sínu til stuðnings að Bechtel sem annast uppbygginguna fyrir Fjarðaál á Reyðarfirði hafi sett á stofn sérstaka ráðningarskrifstofu í Póllandi sem sá um að ráða starfsfólk til Íslands, inn á þeirra svæði. „Þeir flokkuðu og völdu sér starfsmenn, eins og þeim sýndist. Þeir athuguðu heilsufar manna, sakavottorð og fleira, vegna þess að þeir höfðu fulla heimild til slíks í Póllandi. Það hefur gengið mjög vel hjá þeim, á vinnusvæði þeirra, vegna þess að þeir höfðu þetta frelsi til þess að velja og hafna. Það er einfaldlega þetta sem við erum að benda á í okkar málflutningi. Við höfum engin tæki lengur til þess að hafa stjórn á fólksflæðinu hingað til lands.“ – Er ekki ákveðinn fasismi í þessum mál- flutningi þínum gagnvart erlendum starfs- mönnum? Er það ekki svo, hvort sem um inn- lenda eða erlenda starfskrafta er að ræða, að það er alltaf misjafn sauður í mörgu fé? Hvers vegna þarf að ala á ótta og fordómum með því að vera að ræða um smitsjúkdóma eins og berkla eða sakaskrár? „Heyrðu, heyrðu! Bíddu nú hæg. Það er eins og menn viti það ekki að erlendir starfsmenn sem koma hingað til lands þurfa á endanum að leggja fram heilbrigðisvottorð. Fram til 1. maí sl. þurftu allir útlendingar sem ætluðu að starfa hér á landi að leggja fram heilbrigðisvottorð, en nú getur fólk strax hafið störf og þessi eftirlits- þáttur er því ekki til staðar frá komunni til landsins eins og áður var og við þessu erum við að vara. Vinnumálastofnun hefur upplýst að mörg þúsund manns séu að störfum hér á landi, sem ekki hafi verið gerð grein fyrir og við erum að benda á þær hættur sem eru þessu samfara. Hér þarf að vera svipað heilbrigðiseftirlit og svipaðar reglur og voru í gildi, til 1. maí í fyrra. Okkar boðskapur er nú ekki flóknari en svo.“ – Samt sem áður, Guðjón. Þú í þínum mál- flutningi ert að kynda undir hræðslu og for- dómum með tali þínu um hættu á berklasmiti og glæpum sem borist geti til landsins með er- lendu vinnuafli. Þú ert að höfða til lægri hvata kjósenda, út frá popúlisma, ekki satt, þar sem leiðarljósið er auðvitað að ná í sem flest at- kvæði? „Ég er ekki að kynda undir neinum for- dómum. Við erum einfaldlega að benda á þá staðreynd að læknar á Vesturlöndum benda á að það verði að vera gott eftirlit hjá heilbrigð- isyfirvöldum, vegna fólksflutninga. Ég nefndi berkla, það er alveg rétt. Má það ekki, eða hvað? Hvað sagði ekki doktorinn sem skrifaði grein fyrir örfáum dögum í SÍBS blaðið. Hann Kallinn í brúnni er Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, fyrir vestan alltaf kallaður Addi Kitta Guj, hefur staðið í ströngu að und- anförnu. Við upphaf kosningabaráttu stendur hann uppi með klofinn flokk og einsleita karlaforystu. Agnes Bragadóttir átti samtal við Guð- jón og ef marka má orð hans, þá er engan bilbug að finna á þessum fyrrum togaraskipstjóra vestan af fjörðum. Kallinn í brúnni er keikur. Formaðurinn Guðjón Arnar Kristjánsson tel- ur að Frjálslyndi flokkurinn standi eitthvað veikar nú, eftir úrsögn Margrétar Sverr- isdóttur. Hann er þó sannfærður um að flokk- urinn hafi alla burði til þess að stækka í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.