Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 36
hönnun
36 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Vinsældir og velgengni
Snemma á 19. öld hefur þurft nýja
og óvenjulega hugsun til þess að
freista þess að búa til húsgögn sem
almenningur gæti veitt sér að
kaupa. Fljótlega urðu verkstæðin í
Vínarborg of lítil og leitað var að að-
stöðu á Mæri. Þaðan var stutt að
flytja varninginn með járnbrautum
til Vínar og þar var nægt rauðbeyki
til þess að vinna úr. Í litlum bæ sem
heitir Koritschan eða Koricany á
tékknesku, en þetta svæði er í Tékk-
landi, var hafist handa um byggingu
nýrrar verksmiðju. Faðirinn hafði
umsjón með framkvæmdunum,
meðan synirnir skiptu með sér öðr-
um verkum. Thonet var í essinu sínu
þegar nýjar aðferðir og tækninýj-
ungar voru annars vegar. Hann bjó
til rennibekki sem að hluta til voru
sjálfvirkir og smíðaði gufuofna þar
sem hægt var að hita viðinn undir
þrýstingi. Með þessu móti gat hann
notast við ófaglærðan vinnukraft við
framleiðsluna. Konur gátu slípað
viðinn, og heimavinnandi húsmæður
fengu staflana af stólfótum og öðr-
um hlutum heim, og skiluðu þeim
fullslípuðum í verksmiðjuna aftur.
Aðeins 20 árum eftir að verk-
smiðjan var tekin í notkun var eft-
irspurnin orðin svo mikil eftir stól-
um, að byggja þurfti aðra á Mæri
þar sem heitir Bystriz am Hostein
eða Bystryce pod Hostýnem. Hún
var ennþá stærri og í nágrenninu
var líka nægt hráefni. Verksmiðj-
urnar risu síðan ein af annarri, í
Ungverjalandi, Þýskalandi, Rúmen-
íu, Póllandi og Júgóslavíu.
Erfitt var að anna aukinni eftir-
spurn, en til gamans má geta þess
að um aldamótin 1900 unnu hjá
fyrirtækinu um 6.000 manns í sjö
verksmiðjum og ársframleiðslan var
hvorki meira né minna en 865.000
stólar. Alls 300 gerðir, en fjórðungur
framleiðslunnar var stóll nr. 14, sá
vinsælasti og þekktasti. Árið 1929
voru starfsmennirnir orðnir 20.000
og alls höfðu selst nær 100 milljónir
stóla af þessum gerðum árið 1930 og
síðan hefur talan hækkað ár frá ári.
Aðrir framleiðendur reyndu að
líkja eftir þessum vinsælu stólum,
enda runnu einkaleyfi út og brátt
voru mörg fyrirtæki sem högnuðust
vel á svipaðri framleiðslu.
Eftir heimsstyrjöldina fyrri, þeg-
ar landamæri Evrópu voru endur-
skoðuð, lentu flestar verksmiðjurnar
í Ungverjalandi, Póllandi og hinu
nýstofnaða ríki Tékkóslóvakíu eða
þar sem áður hét Mæri. Fjölskyldu-
fyrirtækinu var breytt í Thonet AG
og síðar Thonet-Mundus.
Með þessu móti tókst Thonet-
fjölskyldunni að sameinast stærstu
keppinautunum og var fyrirtækið
rekið undir nafninu Thonet-Mundus
til ársins 1938.
Thonet-bræður fylgdu fordæmi
föðurins og voru í nánum tengslum
við starfsfólk sitt.
Í námunda við verksmiðjurnar
var komið á fót skólum til þess að
kenna nemum handtökin og athygli
vakti, að einnig voru stofnuð sjúkra-
samlög sem gátu hlaupið undir
bagga, þegar veikindi eða slys bar
að höndum, en slíkt var ekki óal-
gengt. Líklegt er að stöku fingur
hafi farið í sögina og sjóðheit gufan
hefur einnig verið hættuleg. Vinnu-
salirnir voru feikna stórir og hávað-
inn geysilegur frá stórum, sípuðandi
gufuvélum, viðarsögunum og renni-
bekkjunum
„Hreint helvíti,“ skrifar arkitekt-
inn Le Corbusier í gestabók fyrir-
tækisins er hann heimsótti verk-
ljómanum þegar honum er snúið á
íslensku:
Þessi stóll gegnir hlutverki sínu
til hlítar – léttur armstóll með lágu
baki, og það fer hæfilega vel um
mann í honum. Hann vegur þrjú og
hálft kíló, rétt eins og nýfætt barn.
Hann kostar 16 krónur og 50 aura
með fléttaðri reyrsetu. Með því að
gera þennan stól fimm sinnum dýr-
ari, þrisvar sinnum þyngri, hálf-
drætting að þægindum og með
fjórðung fegurðar getur arkitekt
getið sér góðan orðstír.
Eftir seinni heimsstyrjöldina
Á millistríðsárunum byrjaði Tho-
net að framleiða stóla úr járnpípum
og þeir yfirtóku framleiðsluréttinn
af Bauhaus-arkitektunum; Mart
Stam, Marcel Breuer og Ludwig
Mies van der Rohe. Raunar hafði
Thonet áður hafið samstarf við
þekkta arkitekta eins og Otto Wag-
ner í Vín, þótt aðalframleiðsluvaran
væri hin upprunalega hönnun form-
beygðu stólanna.
Við styrjaldarlok árið 1945 var
verksmiðja Thonet-fjölskyldunnar í
Þýskalandi rústir einar. Handan
járntjaldsins voru hins vegar flestar
verksmiðjurnar starfhæfar þó það
gæfi augaleið að margir starfsmenn
voru tvístraðir og látnir. Í Franken-
berg í Þýskalandi endurreisti fjöl-
skyldan verksmiðju sína. Einkaleyfi
á formbeygðu stólunum var ekki
lengur í gildi, en enginn annar má
selja formbeygða stóla undir nafn-
inu Thonet. Það er eign fjölskyld-
unnar. Þar sem aðaleigandi hluta-
bréfa í Thonet-Mundus árið 1938
var af gyðingaættum og þurfti að
flýja land fengu afkomendur Mich-
aels Thonets á ný yfirráð yfir fyr-
irtækinu í Evrópu, þ.e. í Þýskalandi.
Í kommúnistaríkjunum voru verk-
smiðjurnar þjóðnýttar. Kunnáttan
við framleiðsluna var fyrir hendi og
stólarnir urðu þýðingarmikil út-
flutningsvara sem skapaði lönd-
unum vestrænan gjaldeyri. Hver
járnbrautarvagninn eftir annan
stútfullur af stólum nr. 14, 16 eða 18
voru fluttir vestur fyrir járntjaldið.
Um leið og vagninn fór yfir landa-
mærin barst greiðslan í bankann
austan megin. Margir umboðsmenn
höfðu einkarétt á sölu húsgagnanna
í löndum Vestur-Evrópu og Banda-
ríkjunum og möluðu gull.
Tengslin við upprunann voru oft
ekki sýnileg og ýmis afbrigði eru lít-
ið augnayndi í samanburði við fyrstu
Thonet-stólana. Hingað til lands
hefur líklega verið hægt að panta
stólana eftir vörulistum frá Dan-
mörku. Eftir seinni heimsstyrjöld-
ina var þó nokkur innflutningur á
stólum frá Austur-Evrópu, aðallega
Tékkóslóvakíu, til Íslands vegna
samninga um vöruskipti og voru
þeir stólar einfaldlega kallaðir tékk-
neskir. Þeir þóttu ekki fínir sam-
anborið við tekkstólana sem fluttir
voru inn frá Danmörku eða smíðaðir
hér heima, enda mun ódýrari. Víst
er þó að Thonet-stólar voru ekki
áberandi í þessu vöruúrvali, líklega
vegna þess að þeir voru dýrari.
Vínarstóllinn
nr. 9Árið 1904
birtist fyrst í
vörulista frá
Thonet-
bræðrum mynd
af stól nr. 9.
Spilað og lagt á ráðin Ekki væsti um hirðhljómsveitina í Vín undir stjórn Johanns Strauss á stólum númer 14, en á samskonar stólum lögðu Lenín og félagar úr flokki bolsévíka á ráðin.
1907 Leo Tolstoj í borðstofunni
heima hjá sér árið 1907.
smiðju Thonets ásamt fleiri
kollegum árið 1923.
Gríðarlegar vinsældir form-
beygðu stólanna eru ekki síst að
þakka margvíslegum viðurkenn-
ingum á alls konar vörusýningum
allt frá árinu 1841. Gullverðlaun á
heimssýningum í Evrópu og Banda-
ríkjunum var auðvitað eitthvað sem
tekið var eftir. Fyrirtækið var líka
fljótt að tileinka sér auglýsingar
með fallegum myndalistum og eru
stóru myndalistarnir með kopar-
stungum og síðar ljósmyndum frá
árunum fyrir og eftir aldamótin 1900
ótrúlega fallegir
Stóll nr. 14 og Vínarstóllinn
Stóll nr. 14 er gerður úr 6 ein-
ingum. Afturfætur og bak eru í einu
stykki og slá sem gefur aukinn bak-
stuðning. Sætishringur með reyr-
fléttu eða krossviði og tveir fram-
fætur og síðan hringur til styrkingar
undir sæti. Þetta er síðan skrúfað
saman með 10 skrúfum.
Áður fyrr var stóllinn seldur
ósamsettur og kaupandinn skrúfaði
hann saman, yfirleitt heildsalarnir
og þeir sem fluttu þá inn. Þetta
sparaði mikinn flutningskostnað og
þess vegna naut stóllinn svo mikilla
vinsælda í Vesturheimi, Bandaríkj-
unum, Argentínu og Brasilíu.
Árið 1904 birtist fyrst í vörulista
frá Thonet-bræðrum mynd af stól
nr. 9, skrifborðsstól, gerður úr 6
hlutum eins og stóll nr. 14. Stóll nr.
9 hlaut einkennið Vínarstóllinn, þótt
formbeygðu stólarnir séu oft kall-
aðir einu nafni Vínarstólar.
Sennilega hefur ekkert gert stól
nr. 9 eins frægan og hnyttin umsögn
danska arkitektsins Pouls Henn-
ingsens í tímaritinu Kritisk Revy ár-
ið 1927. Henningsen var þekktastur
sem hönnuður PH-lampanna fyrir
Louis Poulsen A/S í Kaupmanna-
höfn, en hann var líka vel þekktur
rithöfundur og ekki síður revíuhöf-
undur og róttæklingur, sem var
mjög gagnrýninn á danskt samfélag.
Í tímaritinu birtist mynd af PH,
eins og hann var kallaður, þar sem
stóll nr. 9 vó salt á puttum hægri
handar og undir myndinni var eft-
irfarandi texti: „Denne stol löser til
fuldkommenhed sin opgave – den
lette, lavryggede armstol, tilpas
magelig. Den vejer 3,5 kg, nöjagtigt
som et nyfödt barn. Prisen er 16 kr.
og 50 öre med flettet rörsæde.
Paa at göre denne stol fem gange
saa dyr, tre gange saa tung, halvt
saa behagelig og kvart saa smuk
kan en arkitekt godt vinde sig et
navn.“
Textinn glatar að vísu talsvert Höfundur er húsgagnaarkitekt
Samanlímdar þynnur eða
spónn var seinlegur fram-
leiðslumáti og hafði ýmsa
ókosti. Tilraunirnar fólust í
að sjóða viðinn eða hita í
heitri vatnsgufu, einsog var
þekkt í skipasmíði, en reynd-
ist flóknara þegar húsgögn
áttu í hlut. Viðurinn hafði til-
hneigingu til að rétta sig
þegar hann þornaði og þá
fóru bogadregnar línur hús-
gagnanna fyrir lítið.
Thonet fann góða lausn á
þessu vandamáli, hann bjó til
traust járnmót og lét viðinn
kólna og þorna í mótinu.
Heppilegast var að renna sí-
völ kefli og beygja þau síðan.
Af einstakri snilld bjó hann
líka til mót, þar sem hægt
var að spenna hlutinn í á alla
vegu án þess að viðurinn spryngi, t.d. gat hann beygt viðinn í þrívídd,
þ.e. ekki bara í einfalda beygju, heldur í skrúfu. Venjulegast er best
að beygja viðinn þegar árhringir hans eru vinkilréttir á beygjuna, og
auðvitað þurfa þræðirnir í viðnum að vera langsum eftir keflinu.
Þannig er minnst hætta á broti. Vandinn var að beygja en ekki brjóta.
Trén þurfa að vera beinvaxin og gefur auga leið að mikinn skóg
þarf til að skera í kefli til slíkrar framleiðslu, en hvert kefli til stóla-
smíðanna þurfti að vera allt að 3 m. Firnin öll fóru þó til spillis, en það
efni var notað til þess að hita gufukatla og til upphitunar.
Formbeygður viður