Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 32
ferðasaga 32 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ S em barn skoðaði ég bækur með vatnslitamyndum af indíánum við ýmsa iðju. Textinn við myndirnar var einfaldur og sagði mér aðeins að Hopi-indíáni væri á leið í stríð eða Apache-kona malaði korn við tjald sitt. Vatnslitahetjur mínar gengu ekki í gallabuxum eins og pabbi minn. Tuttugu árum síðar var ég staddur meðal afkomenda fyrrum hetja minna. Á verndarsvæðum Ute- þjóðflokksins í White Mesa í Utah og Jemez í Nýju Mexíkó kynntist ég fólkinu sem erfði sögur forfeðra sinna ásamt því hlutskipti sem fylgdi komu landnema frá Evrópu. Ein helstu tímamót í sögu frumbyggja Norður- Ameríku, ranglega nefndir indíánar, er koma spænskra landnema frá Suð- ur-Ameríku á 16. öld. Fyrir þá tíð höfðu ólíkir þjóðflokkar frumbyggja lifað á stórum svæðum álfunnar án vitneskju um tilveru þeirra sem brátt myndu ógna lífi þeirra og lífsháttum. Virðing og skilningur var undan- tekning í samskiptum landnema og frumbyggja og einkenndist baráttan um landrými af ofbeldi og svikum. Að lokum var meirihluti landsvæðis ásamt valdi til mótunar þessa nýja heims í höndum landnema. Eftir stóðu þjóðflokkar sem höfðu að eilífu glatað sínum gamla heimi og var neit- að um þátttöku í hinum nýja. Snjóhús og eitursnákar Ég var staddur á White Mesa verndarsvæðinu í Utah á leið í hús eldri borgara þar sem ég átti að ljós- mynda meðan á viðtölum stæði. Efni viðtalanna var körfuvefnaður og sú reynsla og hefðir sem aldraðar konur ættbálksins ásamt einum karlmanni höfðu frá að segja. Viðtölin voru hluti af sýningu sem sett yrði upp í Suður- Ute-safninu. Innandyra sátu afkom- endur fyrrum vatnslitahetja minna, töluðu saman og virtu okkur fyrir sér. Á veggspjöldum voru prentuð helstu vandamál sem steðja að samfélagi þeirra. Alkóhólismi, spilafíkn, áunnin sykursýki og ofþyngd, kynsjúkdómar og krabbamein herja á íbúa hér líkt og í flestum vestrænum samfélögum nema hvað að á verndarsvæðunum er ástandið oft verra. Textinn á sumum spjöldunum höfðaði áberandi til þjóð- ernisstolts. Auk þess að hafa heyrt um háa tíðni sykursýki á verndar- svæðum kom ég fljótt auga á þá of- þyngd sem henni fylgir meðal ungra jafnt sem aldraða. Vatnslitaðar hug- myndir mínar mættu raunveruleik- anum. Athygli mín færðist fljótt til kvennanna sem hófu að spyrja mig um heimkynni mín og allan ísinn. Ég spurði þær um eitursnákana sem lifa allt í kringum heimkynni þeirra og hvernig sú sambúð gengi. Þær hristu höfuðið í viðbjóði á þeim fjanda og hans eitri. En líkt og ég hef aldrei bú- ið í snjóhúsi hafði engin þeirra verið bitin af snák. Að loknum hádegismat, sem samanstóð af súpu og gosdrykkj- um, hófust viðtölin og sögur af ævin- týrum og félagslegu mikilvægi körfu- vefnaðar hljómuðu um herbergið. Ýmist ríkti þögn er flestir nutu minninga liðinna tíma, eða hlátur sem virtist stafa bæði af frásögnum og einkahúmor á tungu Ute sem við aðkomumenn skildum ekki. Hlát- urinn jókst og áhyggjur um gæði upptökunnar kröfðust þess að ég kæmi á ró. Hlátur braust reglulega út þrátt fyrir tilraunir mínar. Þá kom ég auga á konu sem sat í sófanum og sagði þögla brandara á táknmáli. Mér var sagt hún héti Alice og væri heyrn- arlaus og mállaus auk þess að þjást af sykursýki. En glaðværð hennar og hlýlegt andlit vöktu athygli mína er fingur hennar sendu hlátursbylgjur yfir þá liðnu tíma sem ræddir voru þegar aldraðir voru börn í leit að víði- við í eyðimörkinni og gátu baðað sig í ám og flakkað um frjáls á hestum. Nú sjötíu árum síðar, og barnæskan liðin, leggja þau sitt af mörkum til að við- halda þeirri menningu sem þau ólust upp við. Sú menning hverfur óðum og hefur minni þýðingu í því samfélagi sem barnabörn þeirra alast upp í. Undir berum himni Viðtalið við Alice var tekið í garð- inum hennar og dóttir hennar aðstoð- aði sem túlkur. Hún sýndi okkur glöð sína eigin körfuhönnun ásamt ljós- myndum af ættingjum. Á einni mynd- inni stóð myndarlegur ungur maður með körfu sem hann hafði búið til. Hann er nú í fangelsi eins og svo margir ungir menn af verndarsvæð- unum. Hún gekk með mér um garð- inn sinn og sýndi mér dýrin sem hún heldur. Hænur, kindur ásamt ketti og hlekkjuðum gömlum hundi. Á meðal þeirra sefur hún og eldar undir ber- um himni á sumrin. Við lok dags höfð- um við fengið heilsteypta mynd af mikilvægi körfuvefnaðar fyrir fólk og samfélag áður fyrr auk þess að kynn- ast hlýju fólksins sem býr í gróður- leysi eyðimerkurinnar þar sem steikjandi hiti ríkir á sumrin og níst- andi kuldi á veturna. Jemez, Nýju Mexíkó Tveim vikum síðar hélt ég af stað suður til Nýju Mexíkó. Framundan var verndarsvæðið Jemez sem talið er eitt leyndardómsfyllsta samfélag Norður-Ameríku og hið eina með lög- verndað tungumál. Utan við verndarsvæðið, skammt frá Santa Fe, beið okkar vinafólk ferðafélaga míns. Hjónin eru um fer- tugt og búa ásamt tveim sonum sín- um, sá eldri tvítugur og sá yngri tíu, í litlu samfélagi Jemez-verndarsvæð- isins. Við fórum á hátíð í Santa Dom- ingo og sáum þar trúarlegan hópdans sem er lögverndaður gegn nokkurs konar skrásetningu. Þaðan héldum við af stað til Jemez, ég enn með vott af gæsahúð eftir að hafa fylgst með þessari kraftmiklu og leyndardóms- fullu athöfn. Margt við sögu Jemez og nálægra pueblo-samfélaga er ein- stakt. Líkt og flestir þjóðflokkar frumbyggja Norður-Ameríku tapaði Jemez stórum hluta landsvæðis síns til Spánverjanna sem komu frá Suð- ur-Ameríku og síðar til landnema Evrópu. En með sameiginlegri bar- áttu allra byggðanna í kring urðu þeir fyrstir frumbyggja til að reka Spán- verja á brott. Það var árið 1680 og varði sjálfstæðið í 12 ár. Við tók hörð barátta á ný gegn Spánverjum og fjölgandi landnemabyggðum sem þrengdu að afkomu þeirra. Kartöflur og alfa-alfa Þó vandamál nútímans séu gjörólík er hér enn háð barátta fyrir afkomu og lífsháttum. Efnahagur og verndun menningar og tungumáls (Towa) þeirra er efst í huga foreldra sem vilja börnum sínum bjarta framtíð þar sem hefðum ættflokksins er við- haldið. Hugmyndin um opnun spila- vítis virðist nú raunhæfasta leiðin til fjárhagslegs stöðugleika þar sem verndarsvæðin eru sjálfstjórnar- svæði og því ekki bundin þeim lögum sem gera fjárhættuspil ólögleg í flest- um fylkjum Norður-Ameríku. Í viss- um skilningi eru árásir hinna svoköll- uðu indíána nútímans nú í formi spila- víta. Ógnin sem nú steðjar að afkomu iðnaðarins sem fyrir var er slík að jafnvel borgarstjóri Las Vegas fer ekki leynt með það. Fjárhagur vernd- arsvæða batnar og lífsgæði aukast. En alkóhólismi og spilafíkn lifa áfram þar sem stór hluti gesta spilavítanna er heimamenn sem oft spila burt af- komu fjölskyldunnar. Svar Jemez við þessu vandamáli er að opna spilavíti 300 mílum sunnar. Slíkt er einsdæmi sem þó hæfir vel samfélagi með svo sterka andspyrnuhefð. Á göngu um moldargötur þorpsins varð ég þess var hversu sjaldgæf návist utan- aðkomandi er hér. Á skilti við veginn ofan við bæinn er tekið skýrt fram að utanaðkomandi eru ekki velkomnir nema í fylgd með heimamanni. Ég heimsótti foreldra eiginkonunnar við sólsetur. Þau sátu og horfðu á fjöl- bragðaglímu í sjónvarpinu. Þau fæddust bæði í Jemez og hafa búið þar alla sína ævi. Afinn ræktar alfa- alfa á bletti neðan við bæinn og ég svaraði sem best ég gat spurningum hans um íslenskan landbúnað. Rækt- un matvæla máði fljótt burt þann menningarlega mun sem virtist svo mikill í fyrstu og að lokum sameinuðu kartöflur og alfa-alfa okkur. Áhugi minn á snákum kom upp á ný og sagði hann mér að þeir væru á ferð eftir rigningu til að hita sig. Ef svo óheppilega vildi til að skellinaðra biti mann, skyldi blóðrás stöðvuð ofan við sárið og kaktus brotinn og nuddaður í. Amman sýndi mér körfu sem hún bjó til og við ræddum körfuhefðir hinna mismundandi þjóðflokka. Ég kvaddi og var boðið að koma aftur einn dag. Er ég hélt af stað út í myrkrið spaugaði gamli maðurinn og sagði að ég skyldi forðast að dreyma hann. Aðeins hlátur hans rauf þögn- ina sem ríkti í þorpinu þetta kvöld. Daginn eftir keyrðum við að stórum kletti sem stendur við Jemez Springs, en þar búa afkomendur Spánverja á svæðinu. Mér var bent á stað á klettabrúninni sem forfeður íbúa Jemez stukku fram af fremur en að lifa undir stjórn og kúgun Spán- verja. Sömuleiðis var mér sýnt hvar á klettinum sýn af Maríu mey birtist þorpsbúum meðan á orrustu stóð og varð vendipunktur til friðar. Íbúar Jemez hófu að taka kaþólska trú í kjölfarið. En fulltrúar almættisins höfðu eigin hugmyndir um stöðu þeirra og litu á þá fremur sem heiðn- ar sálir. Hjónin minnast bæði ofbeld- isins sem nunnurnar í skólanum beittu þau. Áratugum síðar er fólk nú að koma fram og segja frá reynslu sinni opinberlega. En raddir vernd- arsvæðanna eru fámennar og heyrast oft illa þar sem samfélag þeirra er einangrað og hefur nánast gleymst. Snákurinn fundinn Næsta dag gekk ég niður að ánni með yngri syni hjónanna. Börn léku sér á götum og sólin skein. Þegar við gengum fram hjá skólanum hans gladdist ég yfir að hann skyldi ekki þurfa að lifa reynslu foreldra sinna. Hann sýndi mér glaður bæinn sinn og leiddi mig eftir helstu leynileiðunum. Hann gladdist enn meira þegar hann fann snák fyrir mig og við fylgdumst með honum mjaka sér mjúklega yfir götuna. Við lok dvalar minnar hjá af- komendum vatnslitahetjanna gat ég aðeins vonað að menning þeirra myndi einnig liðast mjúklega inn í framtíðina og að litla vini mínum byð- ist fjöldi tækifæra til ánægjulegs lífs. Ljósmynd/Svavar Jónatansson Úti í náttúrunni Yngri sonur hjónanna frá Jemez að leik við heilaga kletta í útjaðri bæjarins. Vefnaður Alice í garðinum sínum ásamt dóttur og barnabarni. Verndun verndarsvæðanna Elstu samfélög Norð- ur-Ameríku eru með þeim fámennustu og fátækustu. Svavar Jónatansson kynntist afkomendum frum- byggja álfunnar á tveimur verndarsvæð- um og því hvernig endurreisa megi samfélög þeirra. Heimaiðn Rætt við eldri borgara White Mesa verndarsvæðisins um vefnað og menningararf þeirra. Höfundur er ljósmyndari og rithöf- undur í hjáverkum. Greinar hans ná yfir þrjár heimsálfur og skýra frá þeim ólíku aðstæðum og fólki sem hann kynnist á ferðum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.