Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KVIKMYND Páls Steingríms- sonar kvikmyndagerðarmanns og samstarfsmanna hans í Kviki um ginklofann var frumsýnd í Gerðu- bergi í gær. Myndin hafði áður verið forsýnd í Vestmannaeyjum. Magnús heitinn Magnússon sjón- varpsmaður skrifaði megnið af handritinu og var sögumaður. Kvikmyndin verður sýnd í Sjón- varpinu næstkomandi sunnudag. Páll sagði að ginklofinn, eða stíf- krampinn, hefði lagt að velli flest ungbörn sem fæddust í Vest- mannaeyjum á öldum áður. Sömu sögu er að segja frá skosku eynni St. Kilda. Í kvikmyndinni er tvinn- uð saman sagan af vanmætti eyja- fólksins á báðum stöðum gagnvart þessum ógnvætti og greint frá um margt líkri lífsbaráttu þess. „Baldur Johnsen læknir skrifaði gríðarmerkilega grein um ginklof- ann og eyddi miklum tíma í að kanna þennan sjúkdóm. Þar hefur hann uppi á skýrslum danska læknisins dr. Peter Antons Schleisners um ginklofann. Þetta kveikti í mér að gera myndina,“ sagði Páll. Þegar Schleisner lækn- ir kom til Vestmannaeyja 1874 dóu 60–80% lifandi fæddra barna úr ginklofa. Hann kom með smyrsl og kenndi Vestmannaeyingum hrein- læti. Í kjölfarið dró mjög úr barna- dauða af völdum ginklofa og er sagan af því hvernig tókst að sigr- ast á plágunni mjög merkileg að sögn Páls. Í myndinni segir Sig- urður Gottharð Sigurðsson frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum sögu sína, en hann smitaðist af ginklofa. Telur Páll að hann sé ef til vill eina barnið sem smitaðist og var svo lánsamt. Það má þakka að Einar Guttormsson héraðslæknir réð yf- ir pensilíni. „Einar hjólar austur á Kirkjubæ, sækir drenginn, fer með hann á sérstaka sjúkrastofu og myrkvar hana þar sem enginn fær að vera hjá honum nema mamma hans. Heldur honum í 10– 12 sólarhringa. Þegar Gotti kemur út er hann búinn að tapa mætti og verður að læra að ganga upp á nýtt, þótt hann sé kominn á fjórða ár. En hann lifði af,“ sagði Páll. Magnús heitinn Magnússon sjónvarpsmaður gerði kvikmynd um íslenska hálendið, World of Solitude, með Páli. Við það tæki- færi nefndi Páll við Magnús að taka þátt í gerð kvikmyndar um ginklofann í Vestmannaeyjum. „Hann sagðist hafa ríka ástæðu til þess því þetta væru sömu hremmingar og St. Kilda-búar í Skotlandi urðu fyrir. Hann var sögumaður og samdi skoska hlut- ann af handritinu og bróðurpart- inn af því íslenska. Ég bætti því við sem bæta þurfti um veiðarnar og tengdi Vestmannaeyjasöguna við St. Kilda-söguna,“ sagði Páll. Kvikmyndirnar um ginklofann og hálendið voru síðustu kvikmynd- irnar sem Magnús vann að en Magnús andaðist fyrir skömmu. Ginklofinn festur á filmu Olli áður miklum barnadauða í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Ómar Samstarfsmenn Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður ásamt Friðþjófi Helgasyni ljósmyndara. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG KYNNTI hvers vegna þessi upphæð fékkst en við útreikningana var tekið hæsta verð jarðgangagerð- ar við Færeyjar og það nærri tvö- faldað. Þrátt fyrir það varð kostn- aðurinn ekki hærri en 18,4 milljarðar króna,“ segir Sven Erik Kristiansen, verkfræðingur og verk- efnisstjóri hjá skandinavíska verk- takafyrirtækinu NCC, um kostnað- aráætlun vegna jarðgangagerðar milli lands og Vestmannaeyja. Hann tekur fram að í þeirri tölu sé einnig tekið tillit til kostnaðar við rann- sóknir. Ekki hægt að bera saman við önnur göng Kristiansen kynnti áætlunina á fundi með Vegagerðinni, fulltrúum samgönguráðuneytis og ÍSOR sl. föstudag og segir hann helsta mun á skýrslu sinni og þeim, sem unnar hafa verið fyrir Vegagerðina, að miðað sé við að notast verði við hefð- bundna bortækni, þ.e. borun og sprengingar, sem er mun ódýrara en að gera ráð fyrir heilborun. Þær tölur sem nefndar hafa verið í skýrslum hjá Vegagerðinni hafa flestar verið á milli 30-40 milljarðar króna. „Ég var staddur í Sviss nýverið og skoðaði þar tiltölulega nýleg göng en þau voru fóðruð með tvö- faldri steypueinangrun sem er það dýrasta í bransanum. Kostnaðurinn var um tvær milljónir króna á hvern metra þannig að ef það verð er borið saman við átján kílómetra göng milli lands og eyja myndu þau ekki kosta meira en 36 milljarða króna,“ segir Kristiansen um og áréttar að fram- kvæmd svissnesku ganganna séu t.a.m. allt of dýr fyrir göng til Vest- mannaeyja, þrátt fyrir það sé verðið svipuð verðum sem kynnt hafa verið hjá Vegagerðinni. „Það kom ekkert nýtt fram á þessum fundi en þeir óskuðu eftir honum til að fara yfir sín mál,“ segir Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri um fundinn með Kristiansen og Árna Johnsen og segir ekki hægt að bera þessi göng saman við önnur neðansjávargöng. „Aðstæður eru gjörólíkar við það sem er í Færeyjum, Noregi og einn- ig í Hvalfirði. Það hafa verið gerðar ýmsar skýrslur, sú upphaflega á vegum Vegagerðarinnar en við fengum aðra til að fara ofan í þetta þar sem menn voru ekki ánægðir með tölurnar. Þá fengum við Mott MacDonald, með milligöngu Línu- hönnunar, til að fara í þetta mál og þeir fengu miklu hærri tölur en við höfðum verið með,“ segir Jón sem telur kostnaðaráætlun Kristiansens allt of lága og dregur stórlega í efa að frekari rannsóknir verði gerðar á hagkvæmni gangagerðarinnar. „Við reynum að nálgast þetta út frá kostnaði, hvort það sé líklegt að kostnaður við mannvirkið sé á því bili að fýsilegt sé að leggja í verk- efnið. Við teljum að það þurfi ekki frekari rannsóknir til þess.“ Ólíkt mat á gerð ganga til Eyja Í HNOTSKURN » Við mat á kostnaði viðjarðgöng til Vest- mannaeyja tók Sven Erik Kristiansen hæsta jarð- gangaverð í Færeyjum og tvö- faldaði það. Niðurstaðan var 18,4 milljarðar kr. » Vegamálastjóri segir ekkiunnt að bera saman að- stæður í Færeyjum og hér. Morgunblaðið/RAX HÁLKA var á Sandskeiði, Þrengslum og á Hellisheiði í gær. Á Suðurlandi var hálka og hálkublettir og Vesturlandi hálka á öll- um vegum auk éljagangs á Holtavörðu- heiði. Á Norðurlandi var víðast hvar snjó- þekja á vegum. Hálka og éljagangur á Vatnsskarði og hálka á Öxnadalsheiði. Víða hálka á vegum landsins HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á sextugsaldri í átta mán- aða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 20,8 milljónir króna í sekt til rík- issjóðs vegna skatta-, bókhalds- og hegn- ingarlagabrota vegna reksturs sem var á hans eigin nafni. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi en hann vanrækti m.a. að standa skil á skilagreinum vegna afdreginnar stað- greiðslu opinberra gjalda ársins 2004, auk þess sem hann stóð ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem hann hélt eftir af launum starfsmanna, samtals 4,5 milljónir kr. Sandra Baldvinsdóttir settur héraðs- dómari kvað upp dóminn. Karl Ingi Vil- bergsson fulltrúi sótti málið af hálfu ákæruvaldsins og Björn Líndal héraðs- dómslögmaður flutti málið fyrir ákærða. 8 mánaða fangelsi fyrir skattsvik HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hef- ur dæmt nítján ára stúlku í þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að smygla til landsins 84,56 grömmum af kókaíni í mars á síðasta ári. Henni var jafnframt gert að greiða 323 þúsund krón- ur í sakarkostnað. Í umfjöllun héraðsdóms kemur meðal annars fram að stúlkan hafi verið hand- tekin á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins frá Amsterdam og að hún hafi fal- ið fíkniefnin innvortis. Stúlkan kom fyrir dóminn og játaði verknaðinn en hún hefur áður verið dæmd til greiðslu sektar vegna fíkniefnalagabrots. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um hættuleg fíkniefni var að ræða, hins vegar hefði stúlkan aðeins verið 18 ára að aldri þegar hún framdi brotið og játað skýlaust. Þá segir í niðurstöðu dómsins að þáttur hennar hafi einungis verið að flytja efnið til landsins fyrir tilstuðlan annarra aðila. Þar sem stúlkan hefur nýlega eign- ast barn þótti dómara ástæða til að skil- orðsbinda refsinguna. Voru efnin jafn- fram gerð upptæk. Freyr Ófeigsson dómstjóri kvað upp dóminn. Eyþór Þorbergsson sýslumanns- fulltrúi flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og Arnar Sigfússon héraðsdómslögmaður flutti málið fyrir ákærðu. 3 mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl SEXTÍU og fimm prósent Reykvíkinga telja þjónustu borgarinnar góða eða mjög góða og hefur þetta hlutfall hækkað um 10 prósentustig á einu ári frá könnun í nóvember 2005 þegar 55% borgarbúa töldu þjónustu borgarinnar annaðhvort góða eða mjög góða. 10% Reykvík- inga telja hins vegar þjónustu borgarinnar ann- aðhvort slæma eða mjög slæma. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Reykjavíkurborg á þriggja vikna tímabili frá miðjum nóvember síðastliðnum og fram í des- ember. Könnunin náði til tæplega tólf hundruð Reykvíkinga á aldrinum 16–80 ára og var end- anlegt svarhlutfall 63%. Í könnuninni kemur einnig fram að af menn- ingarstofnunum borgarinnar höfðu flestir heim- sótt Borgarbókasafnið eða 77% og næstflestir Listasafn Reykjavíkur eða 57%. Mikil ánægja kom fram með starfsemi Borgarbókasafnsins en alls lýstu 95% notenda safnsins sig annað- hvort ánægða eða mjög ánægða með starfsem- ina þar. Þá kemur fram að 80% borgarbúa telja við- mót borgarstarfsmanna annaðhvort gott eða mjög gott og 88% þeirra telja mjög gott að geta hringt í eitt númer vegna allrar þjónustu borg- arinnar en það er 411-1111. Svarendur í elsta aldurshópnum 65–80 ára voru sérstaklega spurðir um það hversu vel þeir þekktu til félagsstarfs eldri borgara í Reykja- vík. Rúmur helmingur eða 55% taldi sig þekkja frekar vel eða mjög vel til starfsins og lítið eitt fleiri eða 56% höfðu mikinn eða frekar mikinn áhuga á að fá kynningu á félagsstarfinu. Fram kemur jafnframt að upplýsingabæklingur hér að lútandi var sendur öllum Reykvíkingum 70 ára og eldri í byrjun janúar síðastliðins. 73% aka sjálf til vinnu eða skóla Í könnuninni var einnig spurt um það hvernig grunnskólabörn fari í skóla og kemur fram að 69% þeirra fara fótgangandi. Þá kemur fram að 73% svarenda aka sjálf til vinnu eða skóla og 57% eru sammála þeirri fullyrðingu að Reykja- vík sé heilnæm eða mjög heilnæm borg. Þá eru ríflega tveir af hverjum þremur sammála því að há hús eigi rétt á sér í skipulagi borgarinnar. 65% Reykvíkinga ánægð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.