Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 66
Pera vikunnar: Summa tveggja talna er 12. Ef stærri talan er þreföld sú minni er margfeldi þeirra ein eftirfarandi talna. Hver er hún ? 20, 24, 27, 36, 35. Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 12. febr- úar. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavog- ur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi þann 5. febrúar. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 þann sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins 66 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Lífsmáti og rómantík er voginni ofarlega í huga núna, sem og börnin og alls kyns afþreying. Á fullu tungli í ljóni um helgina verða áætlanir og draumar í forgrunni. Mannfagnaður, tilfinn- ingasemi eða áhugaverðir atburðir eru á döfinni. Spenna gæti meira að segja látið á sér kræla í samskiptum við óvenjulega persónu. Vogin gæti fengið innblástur eða kynnst nýjum hug- myndum og aðferðum. Búðu þig undir örvun eða smávegis fyr- irstöðu. Breytingar gætu orðið eða snurða hlaupið á þráðinn í vinnunni. Vogin eltir drauma eða nýja sýn á framtíðina og róm- antíkin togar í hana, en hvert leiðir það? Óreiða, óvæntar breyt- ingar og skyndilegar eða dramatísk atburðarás er í vændum. Vog 23. september – 22. október Fjarskipti, ferðalög og spennandi sambönd gætu verið ofarlega á blaði hjá tvíburanum á næstunni. Víkkaðu sjóndeildarhring- inn til þess að fá fleiri sjónarmið. Fréttir eða viðburðir verða í tengslum við fullt tungl um helgina, og hrinda nýrri atburðarás af stað. Kannski stendur tvíburinn í samningaviðræðum. Tak- markanir þess sem hann getur og getur ekki gert, renna upp fyrir honum og möguleiki að togstreita varðandi það sem hann vill gera eða þarf að gera komi upp. Ljós kvikna á öðrum vett- vangi og toga í hann. Hefur hann frelsi til þess að leita á önnur mið? Í annarri viku gerir álag eða uppgjör vart við sig, eða þá að aðskilnaður er í vændum. Stefndu á stjóndeildarhringinn. Tvíburi 21. maí - 20. j́úní stjörnuspá 04.02.07 Hrúturinn hugsar um vini, vonir og þrár. Nýttu þér stuðning félaganna til þess að leysa vandamál. Beittu jaðarhugsun í leit að lausninni. Næstu vikur einkennast af óróa og þá er best að temja sér hlutleysi á meðan maður stígur ölduna. Um helgina er fullt tungl í ljóni og getur það ýtt undir viðkvæmni eða til- finningasemi. Hrúturinn áttar sig kannski á stöðunni í ótil- greindu verkefni eða lífinu. Börn koma við sögu. Nýttu það sem opinberast þér til þess að breyta aðferðum þínum. Nýjar hug- myndir eða skipulag gerir sitt gagn. Kannski hefur komið upp ágreiningur í samskiptum við vini sem þarf að lagfæra. Þrýst- ingur vex innra með hrútnum þegar líður á mánuðinn. Hrútur 21. mars - 20.apríl Starfsframinn og vinnutengd málefni eru nautinu ofarlega í huga núna. Hið sama gildir um samskipti við yfirvald eða stjórnendur og ábyrgðarhlutverkin sem það gegnir. Á fullu tungli verða málefni tengd fjölskyldu eða heimili efst á blaði þar sem nautið leitar jafnvægis milli vinnu og einkalífs. Tilfinningar gætu byrjað að vella upp heima fyrir. Spennan heldur áfram í annarri viku mánaðarins, eitthvað tengt ástum eða peningum á eftir að koma á óvart, eða breytast. Óvenjulegt eða uppreisn- argjarnt fólk reynir á þolrifin í samskiptum. Ekki ýta á eftir þegar mikilvægar ákvarðanir eða skoðanir eru í mótun. And- rúmsloftið er óstöðugt og einhver gæti brugðist of hart við. Naut 20. apríl - 21. maí Fjárhagsáætlanir og sameiginlegar skuldbindingar eru í for- grunni og krabbinn á í samskiptum við fólk sem sýslar með peninga. Kannski endurskipuleggur hann peningamálin alveg frá grunni. Nýjar lendur kalla á hann, en fyrst þarf hann að standa í skilum vegna eldri landamæra sem hann hefur farið yf- ir. Á fullu tungli í ljóni fær krabbinn gleggri mynd af fjármál- unum, ekki síst neysluvenjum sínum og áríðandi skuldbind- ingar í fjármálum. Spenna gæti gert vart við sig eða einhver þróun orðið í einkalífinu. Hugsanlega er kominn tími á breyt- ingar. Í annarri viku febrúar á krabbinn að halda jöfnum hraða, einhverjum hættir til þess að bregðast of harkalega við. Krabbi 21. júní - 22. júlí Makar og nánir félagar koma við sögu á næstunni og ljónið þarf að sinna ástvini eða sambandi sem er að verða til. Með einum eða öðrum hætti þarf ljónið að eiga samskipti maður á mann og samvinna er lykilorðið þar að lútandi. Tilfinningar og spenna verður ekki af skornum skammti þegar fullt tungl verður í ljóni um helgina. Samtöl eða athafnir framkalla kraftmikil viðbrögð. Fjárhagsstaðan gæti verið undir álagi. Skapið gæti sveiflast ei- lítið fyrstu vikurnar í febrúar, ýkjur af öllu tagi liggja í loftinu. Ekki láta dramatíkina ná tökum á þér í ástar- eða peninga- málum, og reyndu að temja þér raunsæi. Farðu varlega ef endalok eða aðskilnaður virðast á döfinni. Ljón 23. júlí - 23. ágúst Dagleg rútína og viðfangsefni tengd vinnu og heilsu koma við sögu. Komdu þér að verki og byrjaðu á því smæsta því þannig leysast stóru viðfangsefnin af sjálfu sér. Meyjan finnur hugs- anlega til þreytu eða einhvers konar óyndis á fullu tungli í ljóni um helgina, uppákoma eða spenna verður til alveg upp úr þurru. Veltu þínu innra ástandi fyrir þér og fástu við það sem gerist í kringum þig af rósemi. Í kjölfarið gætu breytingar eða óvæntir atburðir orðið hjá einhverjum sem þú ert nákomin. Notaðu tímann frá 8. febrúar til þess að einbeita þér að vinnu eða heilsu, spennan heldur áfram að magnast eftir það. Óreiða eða tafir gætu haft áhrif á maka eða náinn félaga. Meyja 23. ágúst - 23. september Sólin er í merki vatnsberans. Til hamingju með afmælið! Fyrsta mál á dagskrá er fullt tungl í ljóni um helgina, sem beinir at- hyglinni að þörfum og málefnum þinna nánustu eða félaga þinna. Búðu þig undir að smávegis spennu, áhuga eða hvatar til að breyta verði vart hjá þeim. Gamalt vandamál þarfnast úr- lausnar, eða nýtt viðfangsefni krefst tíma og athygli. Hlustaðu! Gerðu þér far um að vinna eða leysa málin með öðrum, til þess að búa til nýjan samstarfsgrundvöll. Þeir sem eru í samböndum gætu fundið fyrir spennu eða ergelsi. Ef það á ekki við er kannski eitthvað í vændum innan tíðar. Fólk sem vatnsberinn þarf að vinna náið með kemur líka við sögu. Vatnsberi 21. janúar – 19. febrúar Fiskinn langar ef til vill að taka það rólega eða vinna bakvið tjöldin. Skapandi eða andleg viðfangsefni gætu verið við hæfi. Betra er að fylgjast með en að reyna að knýja atburðarásina áfram. Á fullu tungli í ljóni verða vinna, heilsa og dagleg við- fangsefni í brennidepli. Eitthvað spennandi eða óvænt leiðir til breytinga. Finnurðu til óvissu eða óskar þess að vera að gera eitthvað annað? Skapandi eða rómantískar hneigðir magnast, en ertu að fá það sem þú þarft út úr núverandi aðstæðum? Fisk- urinn finnur sig knúinn til þess að tala og framkvæma á næst- unni en þarf að ræða hlutina til hlítar og fara yfir þá áður en hann tekur mikilvæga ákvörðun. Fiskar 20. febrúar – 20. mars Heimili, fjölskylda og málefni henni tengd eru í brennidepli. Einbeittu þér að grundvelli tilverunnar, það gerir þér ekkert nema gott. Einhvers konar hiksti verður í atburðarásinni þegar tungl er fullt í ljóni um helgina. Einhver sem ræður ferðinni leggur línurnar eða sýnir tilfinningasemi, hugsanlega kona. Kannski sér sporðdrekinn hvert leiðin liggur á vinnusviðinu á næstunni, áköf eða tilfinningaþrungin samskipti verða. Breyt- ingar gætu orðið í rómantík eða á lífsmáta á næstu dögum. Til- finningarnar koma upp á yfirborðið, kannski verður sporðdrek- inn tilfinningaríkur, í ástarhugleiðingum eða óákveðinn. Blundar einhver ótti undir hinu svala yfirborði? Sporðdreki 23. október - 21. nóvember Ferðalög, fjarskipti og viðskiptaáætlanir eru uppi á borðinu. Drífðu þig út, gerðu eitthvað. Fylgstu með upplýsingum, ferð- um og tjáskiptum. Á fullu tungli í ljóni verða atburðir eða frétt- ir berast sem fá bogmanninn til þess að endurskoða ráðagerðir sínar eða afla sér nýrra sambanda. Snurða gæti hlaupið á þráð- inn, eða þá að óvenjuleg manneskja sem ekki sér hlutina sömu augum og bogmaðurinn verður á vegi hans. Hann klórar sér í kollinum og verður kannski ráðvilltur, en á að flýta sér hægt og sneiða hjá meiriháttar ákvörðunum. Hindranir eða tafir á því sem bogmaðurinn fæst við koma upp á yfirborðið síðar. Ein- hvers konar breytingar eða endalok virðast í vændum. Bogmaður 22. nóvember – 21 desember Fjármálin eru steingeitinni efst í huga. Allt snýst um útgjöld og sparnað. Komdu skikki á peningana og hafðu gætur á þróuninni í fjármálaheiminum. Á fullu tungli í ljóni koma vandamál eða áhyggjur upp á yfirborðið. Spenna eða undrun eru viðbrögðin. Kannski þarftu að ræna Pétur til að borga Páli? Hugsanlega ræðir steingeitin peningamálin við einhvern sem hefur meiri reynslu, einhver kemst úr jafnvægi eða verður tilfinninga- samur út af peningum. Óvæntur fundur hraðar atburðarásinni og ber með sér fréttir. Kannski þarf að lappa upp á ástandið en steingeitin verður að sitja á sér og bíða og sjá til. Frekari breyt- ingar eða þróun er í spilunum, ekki eltast við regnbogann. Steingeit 22. desember – 20. janúar Frá Hreppamönnum Nú er nýlokið að spila þriggja kvölda tvenndarkeppni en tíu pör tóku þátt í henni. Það fór sem nokk- ur undanfarin ár að enginn hafði roð við þeim Elínu Kristmundsdóttur og Guðmundi Böðvarssyni sem sigruðu með nokkrum yfirburðum. Röð efstu para var þessi: Elín Kristmundsd. - Guðm. Böðvarss. 329 Þórunn Ingvarsd. - Pétur Skarphéðinss. 317 Helga Teitsd. og Karl Gunnlaugss. 309 Þórdís Bjarnad. og Stefán Sigvaldason 296 Margrét Runólfsd. og Bjarni H Ansnes 282 Ingibj. Stendórsd.- Loftur Þorsteinss. 281 Nú er hafin keppni í aðaltvímenn- ingi vetrarins og er nú spilað á sjö borðum, liðsauki hefur borist af Skeiðum og Tungum og er nú líflegt á mánudagskvöldum í Huppusaln- um. Búast má við spennandi og skemmtilegri keppni hjá þessum tuttugu og átta keppendum á þeim fjórum kvöldum sem hún stendur yfir. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson. Hreppamenn Frá keppni í aðaltvímenningi vetrarins á Flúðum. Á spil- unum halda Páll Árnason, Jóhannes Sigmundsson, Þóra Þórarinnsdóttir og Karl Gunnlaugsson BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeildin spilaði tvímenning á 12 borðum fimmtudaginn 1. febrúar. Miðlungur 220. Beztum árangri náðu í N/S: Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal 256 Elís Kristjánsson - Páll Ólason 254 Helga Helgad. - Ásgrímur Aðalsteinss. 252 Bergljót Gunnarsd. - Nanna Eiríksd. 241 AV Ólí Gísla - Stefán Ólafsson 263 Ernst Backmann - Birgir Ísleifss. 253 Guðrún Gestsd. - Bragi Björnsson 254 Rut Pálsd. - Hlaðgerður Snæbjörnsd 245 Verður Zia Mahmood sveitarfélagi þinn? Daginn fyrir upphaf Bridshátíðar, 14. febrúar verður haldið Stjörnu- Ellefu borð í Gullsmára Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 11 borðum mánu- daginn 29. janúar. Miðlungur 220. Efst vóru í N-S Jón Stefánss. – Eysteinn Einarsson 287 Guðlaugur Árnas. – Leó Guðbrandss. 239 Steindór Árnas. – Guðm. Magnúss. 234 Sigurður Guðjónss. – Sigurpáll Árnas. 233 A-V Guðrún Gestsd. – Bragi V. Björnss. 271 Sigtr. Ellertss. – Þorsteinn Laufdal 252 Kristinn Guðmss. – Guðm. Pálsson 245 Páll Guðmss. – Ragnhildur Gunnarsd. 233 stríð, nánar tiltekið Stjörnu-hrað- sveitakeppni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Skráning er hafin í þessa keppni, en þátttaka er takmörkuð. Bridshátíðarnefnd velur úr hópi umsækjenda ef áhugi fer fram úr vonum. Lokafrestur til að skrá sig er til 7. febrúar. Skráning fer fram í pörum og er þátttökugjald 30.000 krónur á parið, en innifaldir í því gjaldi eru sveitarfélagar á heims- mælikvarða sem valdir eru af Bridshátíðarnefnd. Setningarathöfn þessa móts hefst klukkan 18:00, spiluð verða um það bil 30 spil og spilamennska hefst um klukkan 19:00. Þátttakendur draga sér sveitarfélaga úr hópi valinna para í upphafi móts og einnig verður boðið upp á veitingar. Ef pör útvega sér styrktaraðila spilar sveitin undir hans nafni. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og bötlerárangur para. Nú þegar hafa verið valin fjölmörg sterk pör til að spila annan vænginn og má þar til dæmis nefna Zia Mahmood – Jacek Pszczola, Sam Lev – Reese Milner, Jón Baldursson – Þorlák Jónsson, Sigurbjörn Har- aldsson – Bjarna Einarsson, Matt- hías Þorvaldsson – Magnús Magn- ússon, Rune Hauge – Tor Helness, P.O. Sundelin – P.G. Eliasson, George Mittelman – Arno Hobarth, Boris Baran – John Carruthers. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 23. jan. var spilað á 15 borðum.Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Jón Hallgrímss. – Jón Lárusson 368 Ragnar Björnss. – Eysteinn Einarsson 366 Magnús Oddss. – Magnús Halldórss. 351 Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 350 A/V Sverrir Jónss. – Skarphéðinn Lýðss. 383 Björn Karlsson – Jens Karlsson 376 Björn Björnsson – Haukur Guðmss. 367 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 350 Bridsfélag Kópavogs Gísli og Leifur gáfu ekkert eftir á lokasprettinum og kláruðu Baró- meterinn með stæl. Lokastaðan: Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánss. 92 Bernódus Kristins. - Hróðmar Sigurbjs. 85 Eiður M Júlíusson - Júlíus Snorrason 78 Hrund Einarsd. - Vilhj. Sigurðss. 63 Guðni Ingvarss. - Halldór Einarsson 53 Næsta fimmtudagskvöld verður eins kvölds tvímenningur, sem gæti verið upplagður sem æfing fyrir Bridshátíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.