Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 80
80 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ FORELDRAR kl. 8 - 10 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI DREAMGIRLS kl. 3 - 6 - 9 - 10:20 LEYFÐ BLOOD DIAMOND kl. 3 - 6 - 9 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 3 - 6 - 8 LEYFÐ BABEL kl. 3 - 6 - 9 B.i. 16 ára CHILDREN OF MEN kl. 3 - 8 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 B.i. 16 ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16 ára FRÁ HANDRITSHÖFUNDI RAIN MAN OG GOOD MORNING VIETNAM GÆTI ÞESSI MAÐUR ORÐIÐ NÆSTI FORSETI? Sjáið grínistann Robin Williams fara á kostum sem næsti forseti Bandaríkjanna SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ÓSKARSTIL- NEFNINGAR5 eeee L.I.B. TOPP5.IS eeee S.V. MBL. ÓSKARSTILNEFNINGAR2 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eeee V.J.V. TOPP5.IS eeee RÁS 2 eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ EDDIE MURPHY BEYONCÉ KNOWLES JAMIE FOXX STÓRKOSTLEG MYND SEM HLOTIÐ HEFUR EINRÓMA LOF GAGNRÝNENDA. eee DÖJ, KVIKMYNDIR.COM Golden Globe VERÐLAUN m.a. besta myndin3 20% AFSLÁTTUR EF GREITT ER MEÐ SPRON-KORTI NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:30 LEYFÐ VERURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ BABEL kl. 8 B.i. 16 ára APOCALYPTO kl. 8 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 B.i. 12 ára / KEFLAVÍK á allar sýningar merktar með appelsínugulu á laugardögum og sunnudögumSPARBÍÓ 450kr ÓSKARSTILNEFNINGAR8 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eeee H.J. MBL. eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir besta handrit ársins3 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI rými fjölskyldunnar og notuð í sameiningu. Og allir tölvuleikir, sem spilaðir yrðu í tölvunni, þyrftu að vera sam- þykktir af foreldr- unum. Því næst var gert samkomulag um að unglingurinn verðandi mætti vera tvo klukku- tíma á dag í tölvunni og á Netinu. Svo var keyptur hugbúnaður, sem skammtar hverj- um fjölskyldumeðlim „kvóta“ í tölvuna. Allir verða að skrá sig inn í hana með notandanafni og lykilorði og þegar hinn fyrirfram- skilgreindi kvóti er fylltur, lokar hugbúnaðurinn einfaldlega tölvunni fyrir notandanum. Aðgangskóðann að hugbúnaðinum geymdi fjöl- skyldufaðirinn svo vandlega í kolli sér. x x x Eftir því, sem Víkverji kemstnæst, hafa ekki komið upp nein vandamál vegna þessara reglna. Sá, sem ekki kemst í tölvuna nema tvo tíma á dag, verður líklega aldrei tölvufíkill. Það sannast hið forn- kveðna: Seint er að byrgja brunninn þá barnið er dottið ofan í. Mikið er fjallaðþessa dagana um tölvufíkn unglinga. Fréttir af því að lög- reglan sé æ oftar köll- uð í heimahús að ganga á milli foreldra og barna, sem eru orðin tryllt af því að þau mega ekki vera í tölv- unni, eru náttúrlega ótrúlegar. Víkverji minnist þess ekki að þegar hann var lítill hafi verið til neitt sem skapaði viðlíka fíkn hjá krökkum eða sambæri- leg viðbrögð, væri þeim bannað það. x x x Víkverji kann sögu af fjölskyldu,sem honum finnst hafa tekið vel á þessum málum – með fyrirbyggj- andi aðgerðum, því að tölvufíkn hef- ur aldrei verið vandamál á því heim- ili. Í fyrstu var elzta barninu á heim- ilinu, sem var að nálgast unglings- aldurinn og komið með mikinn áhuga á tölvunni, tjáð að ekki stoðaði að biðja um að fá tölvu eða sjónvarp inn í herbergi til sín og það væri tómt mál að tala um að fá slíkar græjur í fermingargjöf. Bæði sjón- varpið og tölvan yrðu í sameiginlegu       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Breyttu ekki eftir því, sem illt er, minn elsk- aði, heldur eftir því, sem gott er. Sá sem gott gjörir heyrir Guði til, en sá sem illt gjörir hefur ekki séð Guð. (3. Jh 11.) Í dag er sunnudagur 4. febrúar, 35. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Bakkynjur Þjóðleikhússins – stórkostleg sýning Verkefnaval leikhúsanna er alltaf umdeilt og finnst okkur almennum sýningargestum oft miður þegar vegið er að því frábæra listafólki sem starfar í leikhúsunum með ómaklegri gagnrýni. Leikhús má aldrei verða bara léttmeti til að eiga hlátursstund við, það þarf að fræða, gleðja og ögra og gjarnan setjast að í minningunni. Niðurrifsgagnrýni getur haft afger- andi áhrif á aðsókn að sýningum og oft erum við almennir áhorfendur furðu lostnir yfir sýn gagnrýnenda blaðanna og hve neikvæð hún er oft- ast. Við fjölskyldan sáum nú sl. föstu- dag „Bakkynjur“ í Þjóðleikhúsinu og vorum yfir okkur hrifin. Við nutum þess fyrir sýningu að hlusta á grein- argóðan fyrirlestur Hlínar Agnars- dóttur í Þjóðleikhúskjallaranum um verkið og forngrískan menning- arheim, sem gaf dýrmætan skilning. Uppsetningin sjálf, leikmyndin (sem er eins og fartölva en brotnar upp er á líður) og búningar (blanda fortíðar og nútímans) eru frábærlega leyst og margar senur eru ógleymanlegt sjónarspil. Þar ber hæst innkomu Guðrúnar Gísladóttur í hlutverki drottningarinnar, sem vegið hafði son sinn, sigurvíma en síðan djúpur harmur. Leikendur stóðu sig allir með prýði, og er tilvísun hins gamla verks til nútímamannsins sterk, hve trúarbrögð og múgsefjun er hættu- leg blanda, en einnig hve mann- skepnan er grimm og ætíð söm í eðli sínu. Þá var magnað að sjá hið hæfa leikhúsfólk flétta margskonar tákn- fræði inn í hið áhrifamikla sjónarspil. Sonur okkar sem er 18 ára mennta- skólanemi hafði farið með sínum skóla og var einnig mjög hrifinn. Hafi stjórnendur Þjóðleikhússins og listafólkið allt kæra þökk fyrir frá- bæra leikhúsupplifun! Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt og fjölskylda. Hver ræður? Mér er spurn í sambandi við íslensku tónlistarverðlaunin, og þó miklu fremur í sambandi við heið- ursverðlaunin þar: Hvernig stendur á því að Jóni Þórarinssyni tónskáldi hafa aldrei verið veitt heiðurs- verðlaun, eins og hann hefur unnið mikið við tónlist og tónlistarsögu, auk þess að hafa unnið langan starfs- aldur hjá Ríkisútvarpinu að tónlist- armálum svo og sem stjórnandi karlakóra, svo eitthvað fleira sé nefnt? Mér finnst það í hæsta máta undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að hann skuli aldrei hafa verið til- nefndur til heiðursverðlaunanna, hvað þá meira. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Hjóli stolið Svörtu ómerktu votec-fjallahjóli með rockshok-framdempurum var stolið ofarlega á Skólavörðustíg miðviku- daginn 31. janúar sl. Hjólið var læst. Finnandi hafi vinsamlegast samband í síma 693 7871. Fundarlaunum heitið. árnað heilla ritstjorn@mbl.is Brúðkaupsafmæli | Hinn 1. febrúar síðastliðinn áttu þau Sergei og María Chramko frá Rússlandi 15 ára brúð- kaupsafmæli. Þau óska íslenskum fjöl- skyldum hamingju, velfarnaðar, ástar og barnaláns. Með Maríu og Segrei á myndinni eru börnin þeirra Denis, 13 ára, og Daría, 8 ára. Myndin var tekin í sumar í Úkraínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.