Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 77 dægradvöl SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Rússar hafa um áratugaskeið átt marga af bestu skákmönnum heims. Á undanförnum árum hafa menn eystra haft áhyggjur af því að nýliðun sé ekki nægilega góð en nú eru teikn á lofti um að margir ungir og efnilegir meistarar muni komast í fremstu röð. Einn þeirra er hinn ungi Ian Nepomniachtchi (2587) en óhætt er að segja að hann hafi teflt frábærlega í c-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem er nýlokið í Wijk aan Zee í Hollandi. Hann hafði hér svart gegn hollenska stórmeistaranum Harmen Jonkman (2425). 26 … Bxf2+! Með þessu snýr svartur taflinu þar sem ekki má taka biskupinn vegna svarsins Db3-b6, t.d. 27. Hxf2 Db6 28. Da4 Hc1+ og svartur vinnur. Framhaldið varð: 27. Kh1 Bb6 28. Hb5 Dxa3 29. Hxb2 Dxb2 30. h3 Bd4 31. Hd1 Hc1 32. Hxc1 Dxc1+ 33. Kh2 Db2. Svartur hef- ur nú léttunnið tafl og innbyrti vinning- inn nokkrum leikjum síðar. Kall/frávísun. Norður ♠10963 ♥54 ♦Á10 ♣98532 Vestur Austur ♠85 ♠74 ♥ÁK10876 ♥92 ♦94 ♦KD8732 ♣KD10 ♣764 Suður ♠ÁKDG2 ♥DG3 ♦G65 ♣ÁG Suður spilar 4♠. Reglan um kall/frávísun er ekki notuð til að sýna hvað maður ER MEÐ, held- ur hvað maður VILL. Kall þýðir „meira af þessu“ en frávísun „reyndu eitthvað annað“. Þessi sveigjanleiki reglunnar gerir spilurum oft kleift að stýra vörn- inni í réttan farveg í viðkvæmum stöð- um. Hér kemur vestur út með hjartaás gegn fjórum spöðum og verður að skipta yfir í tígul í öðrum slag. Ef hann spilar þrisvar hjarta getur sagnhafi trompað hátt í borði og spilað laufás og laufi. Nú er of seint fyrir vestur að spila tígli – sagnhafi drepur, trompar lauf hátt og á innkomu á spaða til að taka frí- laufin tvö. Austur vill alls ekki fá þessa vörn og ætti því að vísa hjartanu frá í fyrsta slag (ekki „sýna“ tvíspil). BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 fara eftir, 4 hindra, 7 hakan, 8 veið- arfærum, 9 beita, 11 húsagarður, 13 blóðmörs- keppur, 14 vafinn, 15 þvættingur, 17 klæðleysi, 20 mann, 22 malda í mó- inn, 23 muldrir, 24 dýrs- ins, 25 gegnsæir. Lóðrétt | 1 aðstoð, 2 skerandi hljóð, 3 kven- mannsnafn, 4 þyngd- areining, 5 óðagotið, 6 sárar, 10 æða, 12 álít, 13 greinir, 15 orðasenna, 16 koma að notum, 18 ólyfjan, 19 lif- ir, 20 fíkniefni, 21 numið. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 keimlíkur, 8 skinn, 9 aggan, 10 gil, 11 rella, 13 annar, 15 fagna, 18 ussar, 21 sýn, 22 stúta, 23 daunn, 24 ósannindi. Lóðrétt: 2 ekill, 3 manga, 4 Ítala, 5 ungan, 6 ásar, 7 anar, 12 lin, 14 nes, 15 foss, 16 grúts, 17 asann, 18 undri, 19 stund, 20 röng. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Safni verður komið á fót í nafniHeiðars Jóhannssonar á Ak- ureyri sem lést af slysförum í fyrra- sumar. Hvers konar safn verður þetta? 2 Iðnaðarmannafélag Reykjavíkurá stórafmæli um þessar mundir. Hversu gamalt er félagið? 3 Hvað er talið að margir Danirhafi horft á landsleikinn við Ís- lendinga. 4 Íslenskri hljómsveit hefur veriðboðið að leika á Glastonbury tónlistarhátíðinni. Hver er það? Svar: Trabant. Svör við spurningum gærdagsins: 1. Biskupaskipti eru að verða hjá kaþ- ólska söfnuðinum í Reykjavík. Hvað heitir biskupinn sem nú hefur ákveðið að hætta? Svar: Jóhannes Gijsen. 2. Rík- isútvarpið hefur tekið upp nýtt fréttastef og lagt af aldarfjórðungs gamalt stef. Eftir hvern var það? Svar: Atla Heimi Sveins- son. 3. Skipaður hefur verið nýr formaður Umferðarráðs í stað Óla H. Þórðarsonar. Hver er hann? Svar: Kjartan Magnússon. 4. Leikritið Equus er nú sett upp á nýjan leik á West End í London. Með hlutverk piltsins allsnakta fer Daniel Radcliffe. Fyr- ir hvaða hlutverk er hann annars þekkt- astur? Svar: Fyrir Harry Potter. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    KAMMERTÓNLEIKAR Myrku músíkdaga í Listasafni Íslands á þriðja í þorra komu á óvart. Það mikið, og það gleðilega, að fyrsti eft- irþankinn var: „Mikil ósköp hefði þetta nú getað lífgað upp á Nor- rænu músíkdagana í haust þegar verst lét, rekið slyðruorðið af þreytt- asta akademismanum og verið nor- rænum frændum okkar hvetjandi fyrirmynd!“ Svo maður hugsi nú einu sinni upphátt og gefi á sér höggstað. Því hér fór allt þrennt í sterkri samsetningu: frábær kamm- erhljómburður, framúrskarandi túlk- un og upp til hópa bráðskemmtileg verk í orðsins beztu merkingu – jafnt örvandi sem hugfangandi. Tón- list í útfærslu sem ætti skilið að dreifast sem víðast, svo að sem allra flestir geti fengið pata af því að nú- tíma listmúsík þarf ekki að verka skrælþurr og fráhrindandi við fyrstu kynni. Meirihluti dagskrár (4 verk af 6) mótaðist af drottningu kamm- ergreina, strengjakvartettinum, og var sá allur í vandvirkum höndum Rutar Ingólfsdóttur, Sigurlaugar Eðvaldsdóttur, Þórunnar Óskar Marinósdóttur og Hrafnkels Orra Egilssonar. Efstur á blaði var John A. Speight er samdi sinn fyrsta ís- lenzka strengjakvartett, Kvartett nr. 2 (12’; 1974), tveim árum eftir að hann settist hér að og tileinkaði Þor- katli Sigurbjörnssyni. Þrátt fyrir af- strakt tónmál tímans skartaði verkið fjölbreyttum tjábrigðum, oft á vængjum ljóðrænnar dulúðar, og stuðluðu m.a. sekvenzar að form- rænni festu. „Perlukvartettinn“ (16’) samdi Þorkell Sigurbjörnsson fyrir vígslu samnefnds veitingahúss 1991. Að mann grunar við tilheyrandi hanastélaglaum og varla við sam- bærilega akústík og nú; hvort tveggja væntanlega fólgið í orðalagi tónleikaskrár, „fyrsti opinberi flutn- ingur kvartettsins“, enda hafði hann ekki heyrzt aftur undangengin 16 ár. Þótt stíllinn væri annar sór þrí- þætt verkið sig nokkuð í anda díver- terandi „dinner“-kvartetta frá upp- hafi greinarinnar á 18. öld, en reyndist engu að síður þola vel ein- beitta hlustun. I. þáttur bar svolítinn keim af þjóðlegt-austrænum ham Bartóks í e.k. rondóformi. II var borinn uppi af angurviðkvæmri harmóník í löturhægum valstakti, en fínallinn var þvottekta scherzó- tarantella í glæsilegum nýklass- ískum millistríðsárastíl með óborg- anlegum „geispandi“ tríómiðkafla krydduðum fugltísti á flaututónum. Sannkölluð perlusmíð og fágæt húmorpilla, leikin af eldhug og natni. „… og í augunum blik minning- anna“ (14’) nefndist strengjakvartett Sveins Lúðvíks Björnssonar frá í fyrra, saminn fyrir kvartett Kamm- ersveitarinnar og sömuleiðis í þrem þáttum. Var með ólíkindum hvað hann hélt vel athygli þrátt fyrir afar sparneytt tónamál, og kannski ekki sízt að þakka blæbrigðaríkri túlkun spilenda. Framsetning efnis var ein- föld en sterk, og sérstaklega snart mann litverp klasahljómameðferð höfundar sem leitt gat hugann að „vitsugu“-draugum Harry Potter bókanna. „Four better or worse“ (12’) Þor- kels frá 1975 fyrir flautu, klarínett, selló og píanó í meðförum Ásthildar Haraldsdóttur, Einars Jóhann- essonar, Ingu Rósar Ingólfsdóttur og Árna Heimis Ingólfssonar hefur áður komið mér fyrir hlustir sem – a.m.k. í bland – þakklát skopstæling á uppákomuskeið módernismans. Ekki aðeins vegna fuglaveiðigæsa- kallanna (þau virtust reyndar færri en áður, nema mig misminni) heldur líka vegna framúrstefnuklisjanna í tóntaki sem verkuðu meðvitaðri en vera bar. Alltjent var verkið engu óáheyrilegra við endurheyrn, enda léttara yfir hlustendum í hléi en gengur og gerist. Í splunkunýjum fjórþættum strengjakvartett Úlfars Inga Har- aldssonar, Polar II – „Arctica“ (22’) hvarflaði að manni hvort gert hefði hlustendum gæfumun að stytta a.m.k. III. þátt, sem þrátt fyrir að- laðandi yfirskriftina Grazioso reynd- ist í meira lagi langdreginn, enda kom efnið fyrir sem þerriblaðsþurr tónskólaspeki af útjöskuðustu sort. Hitt mátti verkið eiga að ná stund- um fram sérkennilegum hljómblæ, t.d. af bogastroknum grýlukertum í upphafi I. En í heild sat frekar fátt eftir af rígbundinni áferðarnálgun höfundar, þrátt fyrir auðheyrða alúð túlkenda. Lokarúsína kvöldsins, „Petit Pla- isirs“ (12’) eftir Þorkel fyrir tvær fiðlur, selló og sembal frá 1979 hressti hins vegar við geð guma. Að vísu hvergi með „nie erhörte Klänge“, þó ekki skuli fullyrt að það hafi verið aðalmarkmiðið hjá Úlfari, heldur með þeirri árangursvænu formúlu sem fleiri mættu stundum hafa til hliðsjónar – að það sem hríf- ur spilendur er líklegt til að hrífa hlustendur. Þetta fjórþætta „stund- argaman“ var nefnilega fjári áheyri- legt í líflegri meðferð Rutar, Ingu Rósar og Unnar Maríu Ingólfsdætra ásamt Guðrúnu Óskarsdóttur og spannaði allt frá norrænum morg- unroða, búkólískum sveitadansi og Kólumbínulegri passacaglíu í fjör- ugan transsylvanskan nornaseið með viðkomu í víðfeðmi Klettafjalla. M.ö.o.: heim í hnotskurn. Heimur í hnotskurn TÓNLIST Listasafn Íslands Verk eftir John A. Speight, Þorkel Sig- urbjörnsson, Svein Lúðvík Björnsson (frumfl.) og Úlfar Inga Haraldsson (frumfl.). Meðlimir úr Kammersveit Reykjavíkur. Sunnudaginn 21. janúar kl. 20. Myrkir músíkdagar Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.