Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 45 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali HELLUVAÐ - 95% LÁN - AÐEINS 2 EFTIR 4ra herb. ný og glæsileg 113,7 fm íbúð á 3. hæð með suðursvölum í hinu nýja „Norðlingaholti“ ofan við Rauðavatn í Reykjavík. Íbúðin skiptist í anddyri, gang, 3 svefnherbergi, eldhús, stóra stofu, þvottahús og glæsilegt baðherbergi með baðkari svo og innréttingu. Laus strax. V. 26,4 m. 474 OPIÐ HÚS VITASTÍG 3 - 4.H.V. Opin og björt miðbæjaríbúð á 4. og efstu hæð með mikilli lofthæð og stórum svöl- um til vesturs. Fallegt útsýni. Um er að ræða mjög sérstaka og spennandi íbúð í 101 Reykjavík. V. 24,8 m. 6393 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-14. REYNIMELUR Falleg 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjöl- býlishúsi við Reynimel í vesturbæ Reykja- víkur. Nýtt parket, flísar o.fl. Stórar suður- svalir. 6419 ÞORLÁKSGEISLI M.BÍLGEYMSLU - GLÆSILEG Glæsileg og óvenju vel umgengin nýleg íbúð á 3.hæð í lyftuhúsi með stæði í bíl- geymslu. Íbúðin er 113,5 fm. og skiptist í forstofuhol, eldhús með borðkrók, stofur, þrjú stór herbergi, þvottaherbergi í íbúð og baðherbergi. í Kjallara er íbúðin með stæði í bílgeymslu og er innangengt í sameign auk þess er sér geymsla rétt við bíla- geymsluna ( mjög þægilegt) . Stórar svalir eru til suðurs sem er gengið út á, bæði úr hjónaherbergi og stofu. Húsið er staðsett á kyrrlátum stað og er stórt ósnortið svæði framan við húsið með ýmsum möguleik- um til útivistar. Frábær íbúð V. 28,6 m. 6422 SELVOGSGRUNN Falleg og vel skipulögð 122 fm neðri sér- hæð í fallegu húsi sem er teiknað af Hann- esi Kr. Davíðssyni arkitekt, ásamt 22,3 fm bílskúr. Íbúðin er opin og björt, nýlegt eld- hús og húsið var nýlega viðgert og málað að utan. V. 32,9 m. 6401 VEGHÚS - STÓR ÍBÚÐ MEÐ BÍLSKÚR Mjög falleg og björt 6-7 herbergja íbúð á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bíl- skúr. Íbúðin skiptist í forstofu, baðher- bergi, fimm svefnherbergi, eldhús og tvær stofur. V. 32,9 m. 6412 EINARSNES - SKERJAFJÖRÐUR Parhús á tveimur hæðum sem skiptast þannig : á 1.hæð er forstofa, snyrting, hol og borðstofa, dagstofa og sjónvarpshol, sólstof, eldhús með borðkrók, þvottaher- bergi og geymsla. Á efri hæð er, gangur, þrjú svefnherbergi ( hægt að hafa fjögur þar sem tvö voru sameinuð í eitt, baðher- bergi og stórar svalir með útsýni. Bílskúr er sambyggður milli húsa. 6423 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. LANGHOLTSVEGUR 94 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15:30-16:30 Glæsilegt, mikið endurnýjað einbýlishús á þessum vinsæla stað. Húsið stendur á 690 fm lóð sem býður upp á mikla möguleika. Eignin skiptist í aðalhæð, efri hæð og séríbúð á jarðhæð sem er í útleigu með góðum leigutekjum. Glæsileg eign á vinsælum stað þar sem öll þjónusta og skólar eru í göngufæri. VERÐ: 67.900.000.- Sveinn Eyland, s. 6-900-820, frá Fasteign.is verður á staðnum. OPIÐ HÚS EIÐISTORGI 5 - SELTJ.NESI Afar falleg og björt 116,4 fm, mikið endurnýjuð glæsiíbúð á 1. hæð í góðu fjöl- býlislyftuhúsi. Eldhús er mikið endurnýjað. Fallegt útsýni er út á sjóinn til Esj- unnar og Akrafjallsins. Skjólgóð suðursólverönd að sunnanverðu. Verð 26,9 m. Guðmundur og Oddbjörg taka á móti gestum í dag, sunnudag milli kl. 14 og 16. ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Þormóður rammi-Sæberg hf. er eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki landsins og burðarás í atvinnulífi í Fjalla- byggð. Síðastliðið sumar tilkynntu forsvarsmenn fyrirtækisins að þeir hefðu skrifað undir samning um smíði á tveimur nýjum skuttogurum frá Noregi og er kaup- verðið um 5 milljarðar íslenskra króna. Hér er um að ræða eina af stærstu fjárfestingum innlends einkafyr- irtækis á landsbyggð- inni í nokkurn tíma. Markmiðið með kaup- um skipanna er að renna traustari stoðum undir rekstur fyrirtæk- isins til framtíðar og mæta auknum kröfum um hagræðingu, gæði og framleiðni. Þegar skipin koma til landsins á árunum 2008 og 2009 verða þau með þeim fullkomnustu í íslenska flotanum. Starfsskilyrði um borð verða með því besta sem þekkist og tekjumöguleikar sjómannanna sem vinna á skipunum aukast. Ákvörð- unin um kaupin sýnir að mikill styrk- ur er í þeim fyrirtækjum sem starfa í sjávarútvegi og hún ber vott um framsýni og trú á því að mikil tæki- færi séu hér í greininni til langs tíma. Í fullkomnum heimi Þormóður rammi-Sæberg gerir nú út sex skip og báta, en gert er ráð fyrir að nýju skipin tvö komi í stað þriggja af frystitogurum fyrirtæk- isins sem hafa verið í notkun í á fjórða áratug. Eins og gefur að skilja þarf að losa um það fé sem er bundið í þessum togurum og koma þeim í sölu. Í fullkomnum heimi væru gömlu skipin seld fyrir gott verð skömmu áður en nýju skipin eru af- hent og þannig væri tryggt að sam- fella væri í veiðum útgerðarinnar. Markaður fyrir þessi skip er hins vegar erfiður og illmögulegt er að segja til um hvort eða hvenær skipin seljast. Ef gömlu skipin eru ekki seld áður en nýju skipin eru afhent þarf að leggja þeim og það hefur fljótt mjög slæm áhrif á gæði skipa sem eru orðin þetta gömul. Ekki er óal- gengt að það taki 1–2 ár að finna kaupendur og ef og þegar þau seljast er sá tími er líður frá kaupum til af- hendingar oft stuttur. Vegna þess hve stuttur afhendingartími skip- anna er ef þau seljast var ákveðið að segja upp þeim yfirmönnum á tog- urum fyrirtækisins er hafa allt að sex mánaða uppsagnarfrest. Í bréfi sem fylgdi uppsagnarbréfinu var öllum er sagt var upp boðið starf á hinum nýju skipum þegar þau koma. Taka verð- ur fram að það er ekki líklegt að þessir menn missi vinnunna eftir sex mánuði þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt um það. Ef eitt skip selst t.d. má vænta þess að áhöfn á því skipi verði boðið að starfa á þeim skipum sem eftir verða. Þegar og ef … Þó að þessum viðskiptum eins og öllum viðskiptum fylgi ákveðin áhætta fyrir fyrirtækið og óvissa og breytingar til skamms tíma fyrir starfsfólk, hefði mátt ætla að ákvörð- un stjórnenda Þormóðs ramma- Sæbergs væri öllum þeim er tengjast atvinnuuppbyggingu í byggðarlaginu mikið ánægjuefni, og að allir legðust á eitt um að létta fyrirtækinu og starfsfólki þess róðurinn. Það kom því nokkuð á óvart þegar Kristján L. Möller, þingmaður Samfylking- arinnar, hóf að tjá sig um málefni fyrirtækisins í fjölmiðlum í und- arlegum véfréttastíl nú í janúar. Í viðtali við Stöð 2 lýsir þingmaðurinn stöðu mála og kýs að fjalla þar um uppsagnir yfirmannanna eins og hann hafi aldrei heyrt á það minnst að fyrirtækið sé að bæta skipakost sinn og takast á við ákveðið millibils- ástand. Hann dregur upp eins dökka mynd og hægt er og gefur sér nokk- uð frjálslega hver framvindan á eftir að verða. Um leið ýtir hann undir ólgu og óvissu fólks í byggðarlaginu. „Þetta er mjög mikið áfall,“ sagði Kristján „Ég hef heyrt að þetta séu hundrað og upp í hundrað og fimmtíu sjómenn sem þarna eru að missa vinnuna þegar og ef undirmönnunum verður sagt upp líka, þá er þetta gríðarlegt áfall.“ Þingmaðurinn kýs jafnframt að gera ákvörðun um sölu skipanna tortryggilega og gefur í skyn að út- gerðin sé að selja skipin til þess að losna undan þeim tilkostnaði sem fylgi því að gera þau út og ætli sér að hagnast á því að leigja út kvóta skipanna og hafa af því tekjur, fyrirkomulag sem þingmaðurinn kall- ar „töskuútgerð“. Í við- tali við fréttamann Rík- isútvarpsins sagði hann: „Það er auðvitað mjög alvarlegt mál ef ekki verður sótt á sjóinn til að sækja það að skapa vinnu og verðmæti og allt það sem hefur verið gert hingað til – þá er það mjög alvarlegt mál.“ Þetta eru undarlegar aðdróttanir í ljósi þess að það fyrirtæki sem á í hlut er að fara út í mikla fjárfestingu á skipum og er því tæpast að fara að stunda „töskuútgerð“. Aðhald í stað aðdróttana Sú atburðarás sem hér hefur verið rakin er því miður ekki einsdæmi úr íslenskum sjávarútvegi. Þeir sem starfa í þeirri atvinnugrein þekkja það því miður of vel að þurfa að verja athafnir og frumkvæði gegn aðdrótt- unum af ýmsum toga, sem oftar en ekki byggjast á stöðnuðum við- horfum um hvert eigi að vera hlut- verk sjávarútvegsins. Það má spyrja sig að því hvort ekki sé kominn tími til að þessum árásum linni og að þeim sem starfa í greininn sé gefinn bærilegur vinnufriður. Þar með er ekki sagt að bæði stjórnmálamenn, og sem flestir aðr- ir, eigi ekki að veita mikilvægri at- vinnugrein eins og sjávarútveginum aðhald og ekkert er að því að menn spyrji spurninga og leiti upplýsinga. Til þingmanna hljóta þó að vera gerðar þær kröfur að spurt sé áður en menn gefi sér svör og aðhaldið sé ekki í formi aðdróttana sem geta skaðað bæði fyrirtækin sem fyrir verða og þá einstaklinga sem hlut eiga að máli. Lítið gert úr góðri þróun Vilhjálmur Jens Árnason fjallar um málefni Þormóðs ramma- Sæbergs hf. » Til þingmanna hljótaað vera gerðar þær kröfur að spurt sé áður en menn gefi sér svör og aðhaldið sé ekki í formi aðdróttana sem geta skaðað bæði fyrirtækin sem fyrir verða og þá einstaklinga sem hlut eiga að máli. Vilhjálmur Jens Árnason Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri LÍÚ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.