Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 68
|sunnudagur|4. 2. 2007| mbl.is Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is V ið byrjuðum í pínulitlu húsnæði í Ingólfsstræti 8,“ rifjar Börkur Arnarson upp. „Galleríið opnaði með sýningu Hreins Friðfinns- sonar og þar með var ferðalagið hafið.“ Börkur er sonur Eddu Jónsdóttur en þau mæðgin eiga og reka galleríið i8 saman. Edda hefur verið í fararbroddi frá upphafi en nýver- ið ákvað Börkur að „laumast út úr bakher- berginu“, eins og hann orðar það, og helga krafta sína alfarið starfsemi i8. „Ég hef hingað til verið í öðrum verkefnum þó svo að ég hafi alltaf verið í þessu til hliðar með mömmu. En nú er ég sem sagt kominn inn af fullri alvöru.“ Börkur segir að móðir sín hafi upprunalega ákveðið að koma i8 á fót þar sem henni hafi þótt áberandi skarð í íslensku listalífi; þar hafi verið tækifæri fyrir gallerí sem beindi sjónum sínum eingöngu að samtímalist og starfaði auk þess á alþjóðlegum markaði. „Mamma hafði á þeim tíma verið starfandi myndlistarmaður í alllangan tíma og ég var með hönnunarfyrirtæki á efri hæðinni. Þegar losnaði svo allt í einu pláss í húsnæðinu hringdi ég í hana. Hún ákvað að slá til, hundleið á ástandinu.“ Kjarninn myndaðist snemma Nýverið kom út bók á vegum i8 í samstarfi við Háskólaútgáfuna þar sem litið er yfir far- inn veg hjá galleríinu. Sé blaðað í bókinni er ljóst að það eru engar ýkjur hjá Berki að þessi rúmi áratugur sem liðinn er frá opnuninni sé „búinn að vera merkilegur tími“. Fjöldi ljós- mynda frá markverðum sýningum sem gall- eríið hefur hýst er til vitnisburðar og þá ekki síður um umfang starfseminnar árin ellefu. „Við byrjuðum að vera með sýningar nánast á mánaðarfresti, um 10–11 sýningar á ári,“ út- skýrir Börkur. „Við áttuðum okkur hins vegar á því að það væri helst til mikið og núna eru ár- lega u.þ.b. sex sýningar á okkar vegum.“ Þótt húsnæði i8 hafi í byrjun verið „nánast kompa“, að sögn Barkar, hefur galleríið frá upphafi verið í samstarfi við gustmikla lista- menn. Meðal þeirra sem héldu sýningar í hinu litla húsnæði fyrstu árin má nefna Ólaf Elías- son, Roni Horn, Sigurð Guðmundsson, Tony Cragg o.fl. Smám saman myndaðist kjarni um tuttugu listamanna sem öllum hefur vaxið ás- megin frá því samstarfið hófst og orðið aðsóps- miklir á alþjóðavettvangi. „Við byrjuðum strax að vinna mikið með þeim listamönnum sem mynda þann kjarna sem við vinnum með í dag. Eins og ég sagði þá opnuðum við með sýningu Hreins Friðfinns- sonar og við byrjuðum einnig snemma að vinna með Finnboga Péturssyni, Rögnu Ró- bertsdóttur og Hrafnkeli Sigurðssyni. Svo vor- um við það heppin að komast snemma í kynni við tiltölulega þekkta listamenn erlendis frá, svo sem Elmgreen og Dragset og Ólaf Elías- son, listafólk sem var e.t.v. ekki komið á þann stall sem það er á í dag. Við erum búin að sýna alveg ótrúlega hluti í galleríinu,“ segir Börkur og það leynir sér ekki að hann er stoltur af ár- angrinum. „Við erum mjög ánægð með þá staðreynd að við erum enn að vinna með flest- um af þessum listamönnum. Og ekki síst þar sem vegur þeirra hefur vaxið mjög á þessum ellefu árum.“ Skýr sýn frá upphafi Vorið 2001 var svo komið að starfsemi i8 var búin að sprengja húsnæðið í Ingólfsstræti 8 ut- an af sér. Þau mæðgin tóku því þá ákvörðun að flytja í núverandi húsnæði gallerísins á Klapp- arstíg 33. „Eftir nokkur ár niðri í Ingólfsstræti sáum við að þetta var orðið annað og meira en vand- að áhugamál. Fyrir svona átta árum fórum við því að bögglast við að búa til fyrirtæki og þá þurftum við fyrir alvöru að kynna okkur hvað sala á myndlist fæli í sér. Okkar fyrirmyndir voru erlend gallerí sem starfa á alþjóðlegum vettvangi og tileinkuðum við okkur mjög fljót- lega þær vinnureglur sem tíðkast hjá þeim.“ Hann segir að metnaðurinn í galleríinu og sýningarhaldinu hafi þó verið tiltölulega skýr frá upphafi; að vinna með spennandi lista- mönnum með framtíðarsamstarf í huga. „Það er mikilvægt að horfa fram á veginn þegar gengið er til samstarfs við listamenn. Þótt hlutirnir gerist hratt í þessum heimi er ekkert gagn í því að fá listamenn í okkar raðir sem þykja spennandi í dag en verða horfnir á morgun. Flestir sem spá í myndlist vilja hugsa um eitthvað í tvö ár áður en þeir snerta á því.“ Breyttir tímar Að sögn Barkar var það einnig skýr stefna i8 frá upphafi að takmarka ekki möguleikana við Ísland. „Þetta er alþjóðlegur heimur og netið er bú- ið að gjörbreyta öllu. Það er því mikilvægt að haga sér eftir því, með því t.d. að sækja lista- stefnur.“ „Vel rúmlega helmingur af vinnu okkar felst í samskiptum við erlenda aðila“ skýtur Íris Stefánsdóttir, sölustjóri hjá i8, að og bætir því við að landslagið hafi breyst mjög mikið í öllum heiminum í viðskiptum með myndlist. „Við sjáum miklar breytingar. Verðmætaaukning hefur verið gífurleg í samtímalist en um leið hefur viðskiptahópurinn stækkað mjög mikið. Fyrir nokkrum árum voru þetta t.d. ekki fleiri en kannski tíu aðilar sem eitthvað kvað að í listaverkakaupum á Íslandi. Sá hópur hefur vaxið mjög mikið,“ heldur Íris áfram og segir að hlutur einstaklinga fari þar ört stækkandi. Íris og Börkur fullyrða að þótt uppsveifla í viðskiptamannahópnum fylgi klárlega auknum efnum fólks segi það ekki alla söguna, áhugi á myndlist almennt hafi einnig aukist til muna. „Viðmót til myndlistar hefur verið að breytast, það hefur farið frá því að fólk líti á myndlist sem eitthvað sem maður einfaldlega skreytir vegginn sinn með, til þess að vera eitthvað sem hreyfir við manni, ögrar og víkkar sjóndeild- arhringinn,“ útskýrir Íris og Börkur grípur boltann á lofti: „Og það er náttúrlega einmitt það sem drífur okkur áfram, krafturinn í myndlistinni.“ Gallerí snúast fyrst og fremst um listamanninn og verkin Aðspurður segir Börkur traust vera lykilinn að velgengni gallería. „Það er grundvall- aratriði að ávinna sér traust viðskiptavina. Það er gert með því að bjóða upp á verk eftir góða og virta listamenn eins og við höfum getað gert og eins með því að sýna fram á að stefna gallerísins í vali á listaverkum sé skýr.“ Hann áréttar þó að gallerí snúist fyrst og fremst um listamenn. Það sé ekki síður mikilvægt að eiga í góðum samskiptum við þá og gera þeim kleift að sinna listinni með því að taka að sér ýmsa umsýslu fyrir þá, hvetja þá og efla til dáða. Að lokum upplýsir Börkur að um þessar mundir séu þau mæðgin, ásamt öðru starfs- fólki i8, að skoða ákveðin sóknarfæri. „Við höf- um verið að velta því fyrir okkur að gera eitt- hvað í Berlín,“ segir hann en ítrekar að það sé einungis í skoðun. „Berlín er einn af þessum stöðum þar sem mikið er að gerast í myndlist og við teljum okkur eiga fullt erindi þangað.“ Morgunblaðið/Golli Eigandi, starfsmenn og listamenn i8 Frá vinstri Hrafnkell Sigurðsson, Guðrún Einarsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Finnbogi Pétursson, Auður Jörundsdóttir, starfsmaður i8, Íris Stefánsdóttir starfsmaður i8, Edda Jónsdóttir eigandi i8, Birgir Andrésson, Jóní Jónsdóttir, Börkur Arnarson eigandi i8, Eggert Pétursson, Sigrún Hrólfsdóttir og Eirún Sigurðardóttir. Þeir istamenn i8 sem staddir eru erlendis eru þau Ólafur Elíasson, Hreinn Friðfinnsson, Gabríela Friðriksdóttir, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Roni Horn, Ragnar Kjartansson, Karin Sander, Katrín Sigurðardóttir, Þór Vigfússon, Ívar Valgarðsson og Lawrence Weiner. Sækja drifkraftinn í myndlistina Mikið hefur kveðið að i8 frá því að galleríið opnaði í nóv- emberbyrjun 1995 og nú, ell- efu árum síðar, eru sýningar orðnar yfir níutíu talsins. Það er því af nógu að taka í nýút- kominni bók þar sem litið er yfir farinn veg í starfseminni. staðurstund Joris Rademaker er annar tveggja bæjarlistamanna Ak- ureyrar þetta árið og hélt tvær sýningar á dögunum. » 69 myndlist Hámenning er orðin sameign sem fólk leitar til í auknum mæli sér til innri gleði, segir Bragi Ásgeirsson. » 71 sjónspegill Netverslunin Amazon.com hóf fyrir helgi forsölu á síðustu bókinni um Harry Potter sem kemur úr 21. júlí. » 72 bækur Sæbjörn Valdimarsson gagn- rýnir kvikmyndina Dreamgirls, sem tilnefnd er til fjölda Ósk- arsverðlauna. » 73 dómur Tónlistarmaðurinn Prince leikur í hálfleik í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl, sem fram fer í kvöld. » 74 tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.