Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 25
sagði að það væri afar nauðsynlegt fyrir vest- rænar þjóðir að fylgjast vel með því fólki sem kæmi til viðkomandi lands, einkum vegna ný- gengis berkla. Hvað er svona ljótt við að benda á þetta?“ Yfirtaka á Frjálslyndum? – Er það ekki staðreynd, Guðjón, að þeir ein- staklingar úr Nýju afli, sem komu inn í flokkinn í haust, í samstarfi við þingmennina Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón Þórðarson, séu einfaldlega búnir að yfirtaka Frjálslynda flokk- inn? „Nei, það er ekki staðreynd. Á landsþinginu gerði Margrét Sverrisdóttir tilraun til að því að yfirtaka Frjálslynda flokkinn, en þeirri atlögu var hrundið, sem betur fer. Það gerði hún með því að láta dreifa lista sem hún vildi að yrði kos- ið eftir til miðstjórnar. Þar vantaði nánast allt okkar reyndasta fólk sem hefur setið í mið- stjórn og starfað samviskusamlega og vel. Ég er afar feginn því að þessi reynslumikli kjarni skuli ennþá vera í miðstjórn flokksins. Þeim hefði öllum verið hent út ef miðstjórnin hefði verið skipuð samkvæmt lista Margrétar Sverr- isdóttur. Það er rangt, sem haldið hefur verið fram, að fyrrum félagar úr Nýju afli hafi fengið helming miðstjórnarsæta. Það eru þrír miðstjórn- armenn, sem áður voru í Nýju afli, það eru nú öll ósköpin. Hafi hallarbylting í Frjálslynda flokknum staðið fyrir dyrum var það á vegum Margrétar Sverrisdóttur en ekki okkar eða fyrrum liðsmanna Nýs afls.“ – Þú sagðir áðan að þú þyrftir ekki að vera formaður Frjálslynda flokksins að eilífu. Hefur það hvarflað að þér að Magnús Þór, Sigurjón Þórðarson og fyrrum félagar Nýs afls leggi kannski til atlögu við þig næst og láti þig róa? „Það hefur nú ekkert sérstaklega hvarflað að mér en það er auðvitað þannig að enginn veit sína ævina fyrr en öll er.“ Kvótagreifar ekki á friðarstól – Það vekur þér engan ugg að þú hafir greitt götu Nýs afls inn í Frjálslynda flokkinn um of og þar með leyft ásýnd flokksins að breytast umtalsvert frá því sem var þegar til hans var stofnað? „Aftur verð ég að leiðrétta þig. Frjálslyndi flokkurinn breytti ekki neinu beinlínis, í mál- efnahandbók sinni á landsþinginu. Hann sam- þykkti stjórnmálaályktun sem tekur mið af því hvernig viðhorfin til stjórnmála eru nú. Flokk- urinn samþykkti mjög ákveðna og harða stefnu fyrir eldri borgara og öryrkja, skattkerfið og lífeyriskerfið, sem tengist auðvitað allt saman. Það er ekki hægt að tala um að bæta kjör eldri borgara, öryrkja og láglaunafólks í landinu, ef ekki á að tala um lífeyris- og skattkerfið í því samhengi. Það sem skiptir máli fyrir þessa hópa er hvað þeir hafa í rauntekjur. Brúttótalan skiptir þar engu máli. Margir eldri borgarar hafa furðað sig á því á undanförnum árum að þrátt fyrir að skerðing- arreglan hjá Tryggingastofnun hafi verið lækk- uð úr 67% fyrir nokkrum árum niður í 45%, þá batnaði hagur þeirra ekkert svakalega mikið og af hverju var það? Það var vegna þess að per- sónuafslátturinn var ekki látinn halda raungildi sínu. Það sem áður hafði verið tekið í gegnum skerðingu hjá Tryggingastofnun af láglauna- hópunum var núna tekið í gegnum skattkerfið. Þetta kallaði ríkisstjórnin að breikka skatt- kerfið, að fjölga skattgreiðendum í láglauna- hópunum. Nú fyrir áramót vorum við með yfir 20 þúsund manns í tekjuhópnum 1,5 til 2 millj- ónir í árslaun sem greiddi tekjuskatta. Við í Frjálslynda flokknum sem erum þar og höfum verið þar undanfarin ár höfum viljað breyta stöðu þessa fólks í lægstu tekjuhópunum og sú stefna breytist ekki neitt við innkomu félaga úr Nýju afli. Við teljum að skattleysismörk eigi að miðast við 150 þúsund króna mánaðartekjur. Þetta er mjög skýrt dæmi um það að stefna flokksins og ásýnd hefur ekki breyst.“ – Ertu ekki kominn langt frá uppruna þínum í pólitík þegar andstaða þín við kvótakerfið og fiskveiðistjórnunina var aðalhvati þess að þú hættir til sjós og helltir þér út í pólitík? „Nei, það vill nú svo til að landsþingið sam- þykkti að byggja algjörlega á þeirri stefnumót- un sem er í málefnahandbók flokksins, hvað varðar sjávarútvegsmál. Þetta mál var hitamál á þinginu og mikið rætt. Það er langur vegur frá því að Frjálslyndi flokkurinn sé að gleyma sjávarútvegsmálunum. Við munum taka þau upp í kosningabaráttunni og það er mikill mis- skilningur hjá öðrum stjórnmálaflokkum ef þeir halda að sjávarútvegsmálin verði ekki kosn- ingamál. Við munum sjá til þess. Ef kvótagreif- arnir halda að þeir sitji á friðarstóli, með því að safna til sín endalausum aflaheimildum frá hverjum staðnum á fætur öðrum og færa heim- ildirnar þangað sem þeim sýnist, er það mikill misskilningur þeirra. Akureyringar hefðu vís- ast hlegið að því fyrir fimm árum ef sagt hefði verið við þá að þeir ættu eftir að lenda í sömu varnarstöðu, hvað varðar kvótaflutning frá Ak- ureyri, eins og svo mörg sjávarpláss í landinu, en þeir hlæja ekki að því í dag. Akurnesingar tóku varnaðarorð okkar ekki alvarlega fyrir nokkrum árum, þegar við vorum að benda þeim á hætturnar sem fylgdu yfirtöku Granda á Haraldi Böðvarssyni, að verulega myndi draga úr útgerð og fiskvinnslu uppi á Skaga, en þeir taka ástandið alvarlega í dag. Hin dulda stefna hagfræðinganna var sú að kvótinn ætti að safnast á hina stærri útgerð- arstaði og leggja ætti af hin smærri sjáv- arútvegsþorp. Þetta hefur orðið raunin en nú eru jafnvel hinir stærri staðir í mikilli hættu. Stefnan í framkvæmd í dag er sú að kvótinn safnast á útgerðirnar sem eru að vinna aflann úti á sjó. Í mörgum tilvikum er auðvitað verið að ná upp ákveðinni hagkvæmni í veiðum og vinnslu, því er ekki að neita. En það er alls ekk- ert víst að það sé hagkvæmt fyrir þjóðina og byggðamynstrið í landinu að fara þannig með byggðirnar. Ef við lítum til dæmis á norðausturhorn landsins, Húsavík, Þórshöfn, Raufarhöfn og Vopnafjörð. Hver á uppsjávaratvinnuréttinn sem var á þessum stöðum eða megnið af kvóta- réttinum? Það eru ekki íbúar þessara staða, heldur stór fyrirtæki, annaðhvort hér í Reykja- vík eða Vestmannaeyjum sem eiga þennan rétt. Samt syndir loðnan framhjá þessum stöðum og síldin syndir framhjá þessum stöðum og norsk- íslenska síldin mun væntanlega koma syndandi upp að þessu landshorni, en eignarréttur íbú- anna á auðlind sinni er ekki lengur til staðar. Hann er undir öðrum eignaböndum sem eru ekki á stöðunum. Vonandi halda þeir áfram að vera með þenn- an rekstur á stöðunum en fyrir því er engin trygging. Ef menn halda að við sitjum á frið- arstóli með svona stefnu þar sem atvinnuöryggi fólksins til framtíðar er ekkert eru þeir á mikl- um villigötum.“ Sendingar Framsóknar fullhefnt – Nú hefur Kristinn H. Gunnarsson nýverið sagt sig úr Framsóknarflokknum, eftir slakt gengi í prófkjöri og hann jafnvel orðaður við inngöngu í Frjálslynda flokkinn. Ég ætla að rifja upp fræg ummæli fyrrum formanns Al- þýðubandalagsins og núverandi sendiherra Svavars Gestssonar sem hann lét falla þegar Kristinn H. sagði sig úr Alþýðubandalaginu og gekk í Framsókn. Þá sagði Svavar: „Nú er sendingar Framsóknar á Ólafi Ragnari Gríms- syni yfir til okkar fullhefnt.“ Ætla Frjálslyndir að taka þessari sendingu frá Framsókn opnum örmum og tefla jafnvel fram á lista í vor? „Við vitum svo sem ekki hvort Kristinn H. Gunnarsson gengur í Frjálslynda flokkinn. Við höfum rætt saman og honum er það að sjálf- sögðu heimilt eins og öllum öðrum. Það hvort hann tekur sæti á lista í kosningunum í vor er bara allt annar handleggur. Það er nú einu sinni þannig hjá okkur í Frjálslynda flokknum að það eru kjördæmisráðin eða uppstillingarnefndir sem raða á framboðslista. Það er því ótímabært að segja nokkuð um það hvort og hvar Kristinn tekur sæti á lista í okkar nafni. Fyrst þarf hann auðvitað að ganga í flokkinn og síðan að leita eftir stuðningi í kjördæmisfélögunum.“ Fylgi frá venjulegu fólki – Að lokum, Guðjón. Hver stjórnmálaflokk- urinn á fætur öðrum sver af sér hugsanlega samleið með ykkur í Frjálslynda flokknum. Er- uð þið ekki að dæma ykkur sjálfa til þess að vera að minnsta kosti næstu fjögur árin, vita áhrifalaus smáflokkur, sem gerir einkum út á fordóma og vanþekkingu og enginn vill starfa með? „Í fyrsta lagi gerum við ekki út á fordóma og vanþekkingu. Við teljum hins vegar að við sækj- um megnið af fylgi okkar til venjulegs fólks í þessu landi – venjulegs launafólks sem vinnur hörðum höndum fyrir sér og sínum. Við teljum líka að við sækjum mikið fylgi til eldri borgara sem eru búnir að sjá það að við höfum verið al- gjörlega samkvæm sjálfum okkur í málflutningi okkar síðastliðin sex til sjö ár og því ætlum við ekki að breyta. Við sækjum líka fylgi til þess fólks sem sá að það var geysilegt óréttlæti í kvótakerfinu eins og það var útfært gagnvart byggðum landsins og fólkinu sem þar býr. Við ætlum ekki að gefast upp í baráttu okkar í því máli. Ég tel að Frjálslyndi flokkurinn hafi alla burði til þess að stækka í vor og verða stærri flokkur eftir næstu alþingiskosningar en hann var eftir þær síðustu. Smátt og smátt munu menn sjá að Frjálslyndi flokkurinn er að festa sig í sessi, með stefnu í æ fleiri málaflokkum. Stefnu sem er ekki eins og stefna annarra stjórnmálaflokka. Við erum samstarfshæfir og við verðum samstarfsfúsir. Við erum fólk sem tekur rökum og getum gengið til samninga um myndun ríkisstjórnar ef því er að skipta. Ég hef sagt það áður og get endurtekið það hér: Það eru málefnin sem skipta okkur máli, ekki stól- arnir. Við erum reiðubúnir til þess að vera mjög liðlegir í samningum um stólana, ef við náum málefnum okkar fram.“ agnes@mbl.is keikur Morgunblaðið/Ásdís » „Ég er ekki að kynda undir neinum fordómum. Við erum ein- faldlega að benda á þá staðreynd að læknar á Vesturlöndum benda á að það verði að vera gott eftirlit hjá heilbrigðisyfirvöld- um, vegna fólksflutninga. Ég nefndi berkla, það er alveg rétt. Má það ekki, eða hvað?“ » „Það er rangt, sem haldið hefur verið fram, að fyrrum félagar úr Nýju afli hafi fengið helming miðstjórnarsæta. Það eru þrír miðstjórnarmenn, sem áður voru í Nýju afli, það eru nú öll ósköpin. Hafi hallarbylting í Frjálslynda flokknum staðið fyrir dyrum var það á vegum Margrétar Sverrisdóttur en ekki okkar eða fyrrum liðsmanna Nýs afls.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.