Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 59 annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veist þú ert kominn að vaðinu á ánni ... (Hannes Pét.) Það er austfirskur ágústmorg- unn fyrir tæpum fjörutíu árum. Sex ára strákur er vaknaður á und- an systkinum sínum og gægist undir tjaldskörina. Það er sólskin og heiðríkja og það eru fleiri vakn- aðir til þess að njóta veðursins. Samferðamaður og ferðafélagi er líka kominn á stjá og er að sýsla við Rússajeppann sinn. Hann verð- ur stráksins var og brosir til hans, þessu hlýja brosi, sem á eftir að fylgja stráknum á sameiginlegri vegferð þeirra. Þó svo þetta sé fyrsta skýra end- urminningin um vin minn Kristfinn Jónsson þá lágu leiðir okkar ekki saman í fyrsta skipti þarna. Vin- átta þeirra pabba hafði varað miklu lengur, meira en ævi mína alla. Um þau samskipti öll lék ævintýraljómi enda fyrst og fremst tengd veiði- mennsku, ferðalögum og útivist af ýmsu tagi, löngu fyrir þann tíma, að þeir hlutir voru orðnir sú al- menningseign sem raunin er í dag. Verkstæðið í Laugarnesinu var sannkölluð töfraveröld. Ég er ekki viss um að húsráðendur hefðu fengið sérstök „tiltektarverðlaun“! Það truflaði hins vegar ekki strák með tækjadellu sem fannst hreint undur þau kynstur af tækjum og tólum sem þar var að finna. Hrifn- ingin náði svo hámarki þegar Kristfinnur fór að logsjóða. Þvílík undur gátu vart verið af þessum heimi! Það kom svo snemma að því að pabbi lét það eftir mér að fara til veiða með þeim félögum. Ógleym- anlegar ferðir inn í Veiðivötn koma þá fyrst uppí hugann. Seinna ferð á Arnarvatnsheiði en þar var Krist- finnur sannarlega á heimavelli. Gæsastúss á Móeiðarhvoli meðan Þorsteins frænda naut við. Og svo hreindýraveiðarnar. Síðustu tíu árin fórum við árlega saman á hreindýraveiðar, Krist- finnur, pabbi, ég, og seinni árin „nafni“, að ógleymdum vini okkar og leiðsögumanni Sigga á Vað- brekku. Við vorum kallaðir „gamla gengið“, enda elstu hreindýra- skyttur landsins í hópnum. Enginn hafði meira gaman af þeirri nafn- gift en aldursforsetinn. Þessar tíu ferðir, allar með tölu, eru sannkall- aðar perlur í festi minninganna. Kristfinnur var frábær ferðafélagi, rólegur og úrræðagóður og hlífði sér hvergi þegar til átaka kom. Í því sambandi er sterk minningin um bílfestu í ofsaveðri í Eyvind- arfjöllum fyrir nokkrum árum. Þá stóð hann vaktina þar til yfir lauk meðan við sem yngri vorum flýðum veðrið inn í bíla. Kvöldin heima á Vaðbrekku voru sérstakar helgistundir, oft með að- komu annarra úr Vaðbrekkufjöl- skyldunni og fleiri góðra félaga. Rifjaðar voru upp veiðiferðir fyrri ára og áratuga við allt aðrar og erfiðari aðstæður og samskipti við Jökul- og Fljótsdælinga, sem flest- ir eru horfnir af sjónarsviðinu. Á þessum stundum var Kristfinnur hrókur alls fagnaðar og oft var hlegið dátt að hnyttnum frásögnum hans og innskotum, sem voru samt þeirrar góðu náttúru að vera aldrei rætin eða illkvittin. Hæfileikar hans við að umgangast allt fólk voru sérstakir, hvort sem hann ræddi um Kjartan á Þuríðarstöð- um, Halla og Maríu á Flöt, Nilla í Glúmsstaðaseli eða Egil á Egils- stöðum. Fólk, sem ég hitti aldrei, en birtist ljóslifandi í frásögnum hans. Á þessum ferðum þróaðist það þannig að við Kristfinnur deildum oft saman bíl. Þær samvistir gátu varað heilu dagana og þá var margt skrafað. Á þessum stundum eignaðist ég trúnað hans og hann deildi með mér minningum um erf- iða æsku í skugga skilnaðar for- eldra hans og þeirrar martraðar sérhvers barns að vera sent til vandalausra. Aldrei ræddi hann þó þennan tíma af biturð eða ásökun. Miklu frekar sem lífsreynslu sem hann hafði unnið úr og búið að. Með þennan bakgrunn í huga var hins vegar ekki erfitt að skilja þá þýðingu sem fjölskylda hans sjálfs hafði og þess stolts sem ávallt gætti þegar hann ræddi konu sína, börn og afkomendur. Nú hefur hann kvatt. Hann held- ur þó áfram að lifa í hugum okkar sem þekktum hann: Við nið Fossvatnakvíslarinnar um Jóns- messuna; við gól himbrimans á Sesseljuvík í þokudrunga um ágústnótt; við þyt gæsanna á Þverá á stjörnubjörtu kvöldi að haust- nóttum og síðast en ekki síst í tign hreindýrahóps sem hleypur inn Miðheiðarháls á sólbjörtum ágúst- degi. Að leiðarlokum sendir stórfjöl- skyldan af Skeggjagötu Sigrúnu, börnum þeirra Kristfinns og af- komendum samúðarkveðjur. Gamla gengið trúir því að vinur okkar hafi nú lagt vaðið á Norðlingafljóti að baki og sé lagður af stað inn til þeirra heiða þar sem fegurðin ríkir ein. Honum fylgja hlýjar kveðjur þess fólks sem naut þeirra forrétt- inda að eiga vináttu hans. Karl Axelsson. ,,Vertu blessaður.“ Þannig kvaddi Kristfinnur vinur minn mig eftir að ég heimsótti hann á Land- spítalann þriðjung af janúar á þessu ári, þá var hann þrotinn kröftum og nokkuð kvalinn af sjúk- dómi sínum. Samt var stutt í barnslega og einlæga brosið hans, hann var sáttur og tilbúinn að mæta skapara sínum. Hálfum mán- uði síðar var hann horfinn til hinna eilífu veiðilendna. Við Kristfinnur kynntumst árið 1994 gegn um áhugamál beggja, veiðar, en hann var ástríðuveiði- maður af gamla skólanum sem miðlaði ótrúlega af reynslu sinni og léttleika. Þó ég teldi mig færan í flestan sjó í þeim efnum varð mér fljótt ljóst í návist hans, með já- kvæðum hætti, að svo lengi lærir sem lifir, það varð ekki umflúið að verða strax góður vinur hans. Kristfinnur var hluti af ,,Gamla genginu“ sem við veiðifélagar hans kölluðum svo, bæði í gamni og al- vöru. Hann og veiðifélagi hans til margra áratuga Axel Kristjánsson, fóru fyrst til hreindýraveiða árin 1963 og 64, nú orðnir 78 og 82 ára, þess vegna búnir að stunda hrein- dýraveiðar í 42 og 43 ár sem er nær einsdæmi í sögu hreindýra- veiða á Íslandi og Kristfinnur örugglega sá elsti sem fór til hrein- dýraveiða á síðasta hausti. Milli okkar í ,,gamla genginu“ myndaðist strax ótrúlegur vinskap- ur sem hélst óslitinn og aldrei bar skugga á. Það var alltaf mikið til- hlökkunarefni að hitta þá félagana, heyra hressilega kveðju Kristfinns, ,,Komdu blessaður“, traust hand- tak og fá í kjölfarið hlýtt faðmlag hans, ég mun sakna þess. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að í ágúst síðastliðnum var Krist- finnur með okkur á hreindýraveið- um, bara nokkuð hress. Hann lék á als oddi að venju og var hrókur alls fagnaðar í veislunni sem ,,Gamla gengið“ töfraði fram. Ég tók að vísu eftir því að hann var ekki alveg eins sprækur og hann átti að sér, hlífði sér heldur, sem var óvenjulegt, enda farinn að kenna sér þess meins sem kennt er við krabba og nú hefur unnið á honum á ótrúlega skömmum tíma. Í síðustu veiðiferðinni, þegar eitt- hvað fór aflaga, undir kerrunum eða bílunum, gaumgæfði hann hvort eitthvað þýddi að skríða und- ir tækin til að lagfæra, í fyrri veiði- ferðum skreið hann alltaf strax undir tækin og byrjaði að gera við það sem að var. Veiðiferðin í haust var ógleym- anleg og verður það alltaf í mínum huga, þegar okkur yngri mönnun- um í ,,Gamla genginu“ mistókst eitthvað í veiðunum, stefndi hóp- urinn frá okkur í áttina að bílunum þar sem reynsluboltarnir, Krist- finnur og Axel, sátu og biðu. Ég kallaði til Kristfinns í talstöð að biðja Axel að taka ,,tékkann“ og skjót einn tarf sem enn vantaði upp á. Það var eins og við manninn mælt, þeir félagar ruku út úr bíln- um, Axel á undan með ,,tékkann“ og Kristfinnur í kjölfarið, saman geystust þeir á eftir hópnum og hurfu upp á næsta háls. Eftir ekki langan tíma kvað við skot, síðan heyrði ég í talstöðinni rödd Krist- finns með innilegu stolti: ,,Það steinlá einn hjá okkur.“ „Þetta var samvinna,“ sagði Axel seinna í blaðaviðtali, ,,ég skaut en Kristfinnur stýrði kúlunni.“ Það var gaman að vera í bíl með Kristfinni á öræfunum, hann var þrælvanur fjallabílstjóri, keyrandi um óbyggðir tugi ára og algerlega æðrulaus hvað sem af bar. Mér er í minni þegar bíll sem hann var í strandaði í Jökulsá á Fljótsdal, Kristfinnur var í talstöðvarsam- bandi við okkur á bakkanum þá sex tíma sem beðið var eftir hjálp. Þó ekki væri mikið við að vera nema hlusta á niðinn í fossinum sem belj- aði rétt fyrir neðan bílinn, hélt hann samt stóískri ró sinni. Þegar ég var undir stýri var hann æv- inlega ráðagóður og hjálpsamur ef finna þurfti leið um torfærur, hann var ekki margmáll eða stóryrtur í leiðbeiningum sínum, sagði í mesta lagi: ,,Heldur þú að þetta sé fært, Sigurður minn?“ Síðan var það sí- gilt gullkorn frá fyrstu árum Krist- finns á hreindýraveiðum, sem var oft notað: ,,Farðu bara þarna, Þor- steinn minn.“ Það er mönnum eins og Krist- finni að þakka að ég helst við í starfi leiðsögumanns með hrein- dýraveiðum, vinur í raun, skemmti- legur og aldrei ráðalaus, þannig mönnum nýt ég að fylgja um hrein- dýraslóðir. Það er skarð fyrir skildi í vinakópnum. Vertu blessaður. Sigurður á Vaðbrekku. ur á leið á vertíð í Eyjum. Í bréfi til mín skrifaði hann: „Í Reykjavík lang- aði mig að sjá musteri bókanna í Safnahúsi. Eg var í hlýjum ullarföt- um, með slitna skó, sem faðir minn hafði brúkað. Varð hálfringlaður í bókahofinu mikla. Lít í stóra nafna- bók gesta; þar stóð m.a. mag. art., stud. med., stud. jur. o.s.frv. Hvað átti eg að skrifa, á leið til Eyja í slorið í pallakró? Slordóni? Nei, ég skrifa bara: ferðamaður. Virðulegur maður, rauðleitur og skarpleitur, spurði hvers eg óskaði. Eg, eins og í leiðslu í þessari dýrð, segi: Kannski eitthvað eftir Brandes (eina nafnið sem ég mundi). Maðurinn kom að vörmu spori með mikinn doðrant eftir Georg Brandes. Eg hafði þá tekið mér sæti á stól framarlega í salnum. Maðurinn lítur á mig, ekki vinsam- lega: Þarna megið þér ekki sitja, í stól bókavarðar. Eg biðst afsökunar, eg er að austan. Og snautaði inn að gafli. Eg reyndi að lesa en stafir og orð dönsuðu fyrir augum mínum, og hvarf brátt í brott.“ Þegar Einar ríki keypti mikið einkabókasafn handa starfsfólki sínu í Eyjum árið 1942 gerði hann Harald, sem þá var að- gerðarmaður hjá honum, að einka- bókaverði. Uppvöxturinn mótaði með Haraldi róttækar þjóðfélagsskoðanir. Hann gekk í Sósíalistaflokkinn. Árið 1946 var Brynjólfur Bjarnason ráðherra settur til framboðs í Eyjum. Þótt Brynjólfur væri Landeyingur var Haraldur ekki aðdáandi hans og and- mælti framboðinu, „þótti hann sér- lundaður og þumbaralegur, og það sópaði ekki að honum“. Í bréfi segir hann: „Við Lýður Brynjólfsson höfð- um lengi það verk í kosningum að stjórna kosningaskrifstofunni, víst af því að við nenntum ekki að vera í póli- tískum áróðri. Aðsetur var í búð Kf. verkamanna. Þarna húktum við þrír, fengum hvorki vott né þurrt. Ráð- herrann ráfaði um, talaði lítt eða ekki við þá sem ráku inn hausinn, flokks- bræðurna. Einu sinni fór Billi út. Hefur ekki talað við nokkurn kjós- anda. Kom brátt inn aftur og þagði. Þrátt fyrir allt fékk Brynki hátt í 500 atkv.“ Haraldi var síðan boðinn góð- ur bitlingur en þáði ekki. Og fljótlega missti hann trú á stjórnmálaflokka og fannst jafnan síðan lítið til þeirra koma. Hann fór þó í framboð fyrir Þjóðvörn 1954 og var bæjarfulltrúi um skamman tíma. Haraldur var Rótarý-maður, for- seti klúbbsins í Eyjum og síðar um- dæmisstjóri hér á landi. Milli jóla og nýárs 1971 fékk ég að sitja í lokuðu rými hjá honum á safninu í Eyjum og las til prófs í háskólanum. Um nónbil er hurð lokið upp hæglega og inn gægist bókavörðurinn og segir: „Má bjóða herra stúdíósus upp á kaffi og bakkelsi með heldri mönnum bæjar- ins?“ Ég þáði það og Rótarýkaffið leiddi til þess að klúbburinn mælti með mér til ógleymanlegrar dvalar vestanhafs næsta vetur. Þangað fékk ég mörg bréf frá Haraldi, og eitt dag- sett þann vindasama rigningardag, mánudaginn 22. janúar 1973. Til Íslands kom árið 1936 þýsk kona, Ilse Emilie Frida (Ille), fædd Forthmann, rúmlega tvítug og réðst síðar til Sesselju Sigmundsdóttur á Sólheimum í Grímsnesi. Til eru skemmtilegar lýsingar Haraldar á því þegar fundum þeirra Ille bar fyrst saman. Það var í ferðalagi ung- mennafélags Austur-Landeyinga á Síðu, í Landbrot og á Brunasand. Lilja Túbalsdóttir á Svanavatni var beðin fyrir stúlkuna, hún átti að kynnast lífi ekta sveitafólks, og setti „jungfrúna“ í sæti hjá Haraldi í rút- unni. „Þú passar hana, Halli minn!“ Og það gerði hann vel næstu sex ára- tugi. Þau reyndust hvort öðru frá- bærlega vel. Sr. Jón Skagan pússaði þau saman á válegum tíma, í maí 1940, og aldrei í stríðinu var blakað við frú Guðnason þótt þýsk væri. Alltaf var vini að mæta þar sem Haraldur var. Við stöndum mörg í mikilli þakkarskuld við hann. Nú verður ekki lengur símtóli lyft til að fá skjót svör við spurningum um gamla tímann. Minning hans er hrein og fögur og hana verður gott að eiga um langar stundir. Niðjar hans hafa misst traustan föður, afa og langafa. Samúð okkar er hjá þeim á kveðju- stund. Helgi Bernódusson. ✝ Ólöf SigríðurJakobína Her- mannsdóttir fædd- ist á Saurum í Súðavík 24. apríl 1931. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hermann Auðunsson, f. 18. ágúst 1873, d. 10. september 1952 og Guðbjörg Ein- arsdóttir, f. 20. september 1892, d. 1. september 1979. Systkini Ólafar eru Guð- björg Hermannsdóttir, f. 19. janúar 1906, d. 22. ágúst 1993, Kristján G. Hermannsson, f. 27. janúar 1914, d. 5. maí 1938, Sig- ríður Jakobína Hermannsdóttir, f. 13. janúar 1908, d. 3. mars 1927, Auðunn Hermannsson, f. 24. ágúst 1911, d. 8. janúar 2002, og Sigurður Alexand- ersson, f. 16. jan- úar 1925, sem lifir systkini sín. Eiginmaður Ólafar er Ragnar Jóhann Guð- jónsson, f. 12. nóv- ember 1940. Dóttir þeirra er Guð- björg, f. 8. janúar 1965, maki Holgeir Jónsson, f. 25. september 1963. Börn þeirra eru Ragnar Jó- hann, f. 15. maí 1986 og Berg- lind Anna, f. 26. maí 1991. Ólöf vann fyrst heima sem sérkennari, síðar á fræðslu- miðstöð, en lengst af í Hlíða- skóla. Útför Ólafar var gerð í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Fyrir mörgum árum tek ég mér ferð á hendur ein með sjálfri mér. Er ferðinni heitið til Vestfjarða. Er mér það ógleymanlegt er ég er bú- inn að aka hvern fjörðinn af öðrum í yndislegu veðri og horfði yfir Álftafjörð til Súðavíkur. En í Súða- vík fæddist Lóa vinkona mín og hefur hún sagt mér margt frá æskuárum sínum þar, alltaf sól á sumrin og snjór á veturna. Skömmu eftir fermingu veiktist hún alvarlega og varð að yfirgefa æsku- stöðvarnar, foreldra og aðra ástvini og flytja til Reykjavíkur. Gefur að skilja hversu djúpstæð áhrif það hefur haft á jafnunga manneskju. Löng sjúkrahússvist setti mark á sálarlíf hennar og viðhorf til lífsins og skildi hún þá sem urðu á ein- hvern hátt undir í lífinu betur en aðrir og átti marga vini úr þeim hópi. Annars ætla ég ekki að fara tíunda mannkosti þína hér, kæra vinkona. Þú hafðir allt sem prýtt getur eina manneskju og meira til. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem mér hlotnaðist að eiga með þér. Okkar kynni hófust á skólaárunum fyrir áratugum og hafa haldist óslit- ið. Þú fórst í Kennaraskólann, laukst námi þar og sérhæfðir þig í kennslu barna með sérþarfir. En eins og áður er getið skildir þú þann hóp einstaklinga betur en aðr- ir. Margir áttu auðveldari ævi en þú. Í mínum huga var eins og ör- lögin höguðu því þannig að eftir að þú veiktist ung að árum hafir þú verið bundin líkama sem brást þér. Ógleymanlegar stundir áttum við í bíltúrum okkar á Þingvöll, Laug- arvatn og Borgarfjörð og ekki meg- um við gleyma fuglalífinu á Suð- urnesjum. Lóa mín, allt vildir þú fyrir mig gera að einu undanskildu. Að fá þig til að samþykkja að Suð- urnesin hefðu sömu fegurð að geyma og Vestfirðir var tímasóun en það verður að viðurkennast að þú varst jafnþrjósk og þú varst blíð og góð. Ég er þakklát fyrir að hafa borið gæfu til að hafa fengið að kynnast þér. Eiga allar þær stundir sem við áttum saman og geta rætt lífið, sorgina, gleðina og allt það sem lífinu fylgir og hefur gert mig að betri manneskju. Allt það sem þú hefur búið til og gefið mér mun prýða heimili mitt alla tíð. Ung að árum lágu leiðir þeirra Lóu og Ragga saman. Eignuðust þau dótt- urina Guðbjörgu. Hennar maður er Holgeir Jónsson og eiga þau tvö börn, Ragnar Jóhann og Berglindi. Samband Lóu við Guðbjörgu og börn hennar var mjög einstakt og náið og ég veit að fráfall hennar kemur með að rista djúpt skarð í líf þeirra. Raggi og Lóa áttu að baki langt og farsælt hjónaband. Var un- un að sjá þau saman. Fegurra hjónaband en þeirra tel ég vera vandfundið og öðrum til eftir- breytni. Þú varst kletturinn í lífi þeirra alla og þar á meðal mínu. Á þessari stundu er svo margt sem ég myndi vilja segja. Allt það mér býr í brjósti en ég vil ekki að ummynd- ist í orð. Því segi ég, elsku vinkona, ég þakka þér fyrir að hafa fengið að vera samferða þér hér á jörðu. Mun ég alltaf varðveita minninguna um þig og það tómarúm sem nú hefur myndast í hjarta mínu fylli ég með öllum góðu minningum sem við átt- um saman. Með þessum orðum kveð ég þig, kæra vinkona. Guðlaug Kristófersdóttir og fjölskylda. Lóa mín. Það var gaman það sem þú gerðir fyrir mig í gamla daga. Þú varst besti kennarinn okkar í skólanum og við lærðum svo margt hjá þér. Það var alltaf gaman að koma til þín í Hlíðarnar og fá hjá þér kaffi. Við hlógum oft mikið og sögðum hvort öðru brandara. Ég trúi því varla að þú sért farin, nú verðum við bara að halda áfram að tala saman hinum megin þegar við hittumst þar. Ég vona að þú sért fegin hvíldinni, Lóa mín, Guð geymi þig og ég þakka fyrir okkar stund- ir. Ég votta aðstandendum samúð mína. Stefán Konráðsson sendill. Ólöf Hermannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.