Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 31
– Fullkomin vísindi? „Nei! Hagfræðin er ekki fullkomin vísindi, en hún veitir svör við mörgu.“ – Gervivísindi þá? „Sumir kalla hana það. En það er mikill misskilningur. Hagfræðin er lifandi vísindi. Mannleg hegðun er breytileg; hópar fólks gera annað nú en fyrir tíu árum. Þess vegna þarf önnur meðöl.“ Með undirritaðan starfssamn– ing eftir tveggja tíma fund – Hvað kemur til að þú kýst nú að yfirgefa háskólasviðið? „Það fór mjög vel um mig í háskól- anum. Hann er mjög merkilegur staður og það er gríðarlega gaman að starfa þar. En þegar mér bauðst að veita nýjum banka forstöðu, þá ákvað ég að slá til. Það gerðist þannig, að Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, sendi mér tölvupóst með spurningu um hvort ég gæti komið á fund með hon- um og Karli Wernerssyni daginn eft- ir. Ég hélt að þeir vildu ræða verkefni fyrir Hagfræðistofnun og svaraði ját- andi. Það kom svo í ljós, að fund- arefnið var þessi nýi banki og hvort ég vildi veita honum forstöðu. Það segir sitt um það, hversu spennandi mér fannst þetta, að eftir tveggja tíma fund gekk ég út með undirrit- aðan starfssamning.“ – Og það þrátt fyrir allt hjá háskól- anum? „Já. Þrátt fyrir það, að háskólinn stendur nú á krossgötum. Sá samn- ingur um kennslu og rannsóknir, sem undirritaður var á dögunum, er algjör breyting á stefnu hins opinbera gagn- vart háskólanum og mun reynast honum mikil lyftistöng. Mér er ánægja að því að það skyldi verða mitt síðasta verk fyrir háskólann að vinna að þessum samningi. Og ég get sagt það hreinskilnislega, að ég öf- unda mína fyrrverandi kollega af því að fá tækifæri til að upplifa þá gós- entíð sem framundan er fyrir þennan samning og með nýjum rektor, Krist- ínu Ingólfsdóttur, sem er með sýn, sem ég hreifst mjög af.“ – En bankinn varð ofan á. Banki er væntanlega svolítið annað en háskóli? „Öll sú þekking, sem ég hef viðað að mér, mun nýtast mér hér. Nú þarf ég að praktísera það sem ég hef pre- dikað. Það er spennandi að vinna með því fólki, sem er að leggja upp í þessa ferð undir nafni Askar Capital; Karli Wernerssyni og hans mönnum og gríðarlega hæfileikaríku starfsfólki.“ – Hvað er svona spennandi við það? „Það sem fær hjartað til að slá örar er að við ætlum að búa til fjárfesting- arvörur til að selja stofnanafjár- festum, bönkum og öðrum stór- fjárfestum. Í þessu felst mikil hugmynda- og þróunarvinna og það er hún sem er svo krefjandi og spenn- andi!“ – Eins og? „Ég nefni bara sem dæmi; að búa til sjóði, sem hægt er að fjárfesta í fasteignum sem eru dreifðar víða um lönd, eða vogunarsjóði sem nýta sér þá stöðugu hreyfingu, sem er á gjald- miðlum heimsins.“ – Þú ætlar sem sé að kaupa blýið núna áður en þú bræðir það og selur aftur! Tryggvi Þór hlær að þessari sam- líkingu við bernskubrek hans í Nes- kaupstað. Enda munu þessi umsvif leiða hann um lengri veg en brekkuna fyrir austan; höfuðstöðvar bankans eru í Reykjavík, skrifstofa er komin í Lúxemborg og síðan verður komið upp starfsstöðvum í Hong Kong, Búkarest og London. – Af hverju þar? „Hong Kong er miðstöð fyrir fast- eignarekstur okkar í Kína, á Indlandi og í Japan; þar þarf bæði að fylgjast með eignum og leita uppi ný fjárfest- ingartækifæri. Eins verður Búkarest miðstöð fyrir Austur-Evrópu. Þar eru þegar fyrir hendi margar fasteignir, sem stöðugt bætist við. Á þessum slóðum er ekkert nema vöxtur. London er svo flaggskipið í hjarta fjármálaheimsins. Þar verða allir að vera sem vilja teljast menn með mönnum!“ Lífið hefur kennt að það er alltaf morgundagur Starfsmenn Askar Capital eru nú 50 talsins; flestir í Reykjavík, en þrír í Lúxemborg og í Hong Kong er verið að ráða fólk. Í lok ársins verða starfs- mennirnir um 70 og eftir það verður mesta fjölgunin erlendis. Það liggur í hlutarins eðli að bankaforstjórans bíða mikil ferðalög. Þegar við tölum saman er hann að heita má nýkominn frá Kína, á förum til Bandaríkjanna og strax eftir þá ferð fer hann aftur austur á bóginn, til Hong Kong og Indlands. En hann kvíðir ekki ferðalögunum, ekki frekar en öðru. „Ég er vanur ferðalögum úr starfi mínu hjá háskólanum, þótt vissulega verði meira um þau hér eftir. Ég hef gaman af að ferðast á framandi slóð- ir. Ókosturinn er auðvitað fjarvistir frá fjölskyldunni. En þá lærist að eiga betri tíma saman, þegar allir eru heima. Svo hendir það að konan getur komið með í vinnuferðir og við þá slegið tvær flugur í einu höggi. Það er líka ágæt hagfræði að borga bara annan farmiðann sjálfur!“ Svo ljóstrar hann því upp, að hon- um fellur vel við Kínverja. „Þeir eru snöggir og dýnamískir og með þenn- an fína húmor. Það er gaman að glett- ast við þá. Öfugt við Japani sem eru ákaflega formfastir og lokaðir.“ Svo verður hann alvarlegur, þegar hann bætir við: „Auðvitað veit ég vel, að Kína er annað og meira en þessar þrjár aðalviðskiptaborgir, sem snúa að fjármálaheiminum. Landið er líka baksvið þar sem fátækt og kúgun ríkja. En það er nú einu sinni góð hag- fræði í því, að batnandi hagur dregur vagninn til betri vegar. Deng Xiao Peng skildi þetta og því er Kína að verða stærsta efnahagsveldi heims og sífellt fleiri búa þar við mannsæm- andi kjör.“ Þótt bankinn sé kominn á sinn stað við Suðurlandsbraut í Reykjavík er húsnæðið ófrágengið. Ég hef komið inn í bankastjóraskrifstofur, en enga svo íburðarlausa sem þessa! Tryggvi Þór hlær að þessari athugasemd. „Það eru tvær flöskur af Dom Pér- ignon þarna í hillunni. Ætli þær séu ekki eini íburðurinn! Ég hef ekki vanizt íburði í mínu há- skólaumhverfi og það er fjarri mér að taka eitthvað slíkt upp hér. Við eigum eftir að koma okkur fyrir með þá um- gjörð sem hentar starfsemi okkar. Það er ekki íburður í þeirri umgjörð. En þetta verður samt eitthvað skárra, þegar við höfum komið okkur fyrir!“ Það jaðrar kannski við ósvífni að spyrja mann svona nýsetztan í stól- inn, hvað hann sjái sig lengi í honum. En Tryggvi Þór tekur spurningunni með jafnaðargeði. „Ég lít á þetta sem verkefni, sem mun spanna afmarkaðan tíma. Ég hef lært það af lífinu, að það er alltaf morgundagur. Því hef ég vanið mig á að taka hlutunum passlega létt og er ekki að velta því fyrir mér, hvað ég verði hér lengi.“ freysteinn@mbl.is » Við eigum eftir að koma okkur fyrir með þá umgjörð sem hentar starfsemi okkar. Það er ekki íburður í þeirri umgjörð. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 31                             ! "## "  $ " ! !!  %  & ! '# (  )   *  #& '# +  )   ,! ", ', (  ' !,!                                                   !  "  # $  %& ' (  )*    + ! '    !,        -   , !, ,& ./   ', && && ,, +$    ,! # "## ,& +$    '" ," ," 0  )  ',! " ,!           1   $ $   & ,, ,       ! "#$                   2   $     #" !!!  3  $    &4 2   3    "# !!!  3  3   4"      5 $6 7 ,4 1  $6 7 "4! 8   3  $6 7  & $ 4# 8   3  $6 7  ,! $ #4 1  $6 7    , 4 1  $6 7     4, 1  $6 7     "4 1  $6 7     "4 1  $6 7    & "4! 2 / /   ,4! 2 /     ,"4! +         ,!,, +  /   , 0  )  /   !4, ./   /    4  ( ' - ' '  # "      ! (  )  .* .  )   ) /.*  .  01  2 . 3 )   (1  4 (1 . 5  '.   6! .  !  !7. "  #$  2   !. %  #& !   , , !! & $    ,! $       !    !! & $    ,! $     ,!    '  #& 4   7  # $     !      )              .! 8    8   .! 1!!  9  '   !     ! : !  ' '  ; ;     <*$       !   7    : !      !  ! .!  1  !          ' # " =    ! >! ( )*    :   3 !     7  $<    .!    9        ' =  3 !          1  !    ;$       ' -   !    ' '  # "  "*"? ( ' -  ,          1: .!  !  9  6  $   $ :    :      ( 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.