Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Mona Erla Sím-onardóttir fæddist á Hrúðu- nesi í Leiru 24. nóvember 1927. Hún andaðist á dvalarheimilinu Garðvangi í Garði 4. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Mar- grét Pálína Gúst- afsdóttir sauma- kona, f. 10.11. 1899, d. 1.1. 1996, og Símon Guðmunds- son sjómaður, f. 11.11. 1887, d. 8.10. 1977. Systkini Monu eru 1) Einar, f. 6.6. 1920, d. sama ár, 2) Einar Símonarson, f. 19.5. 1921, d. 12.12. 1981, kvæntur Jónínu V. Eiríksdóttur, 3) Gústaf, f. 29.10. 1922, kvæntur Lilju Sigurjóns- dóttur, 4) Margrét, f. 12.7. 1924, d. 19.2. 1998, gift Viggó Sveins- syni, látinn og 5) Jóna, f. 1926, dáin sama ár. Einnig átti Mona Erla sjö hálfsystkin samfeðra, sem öll eru látin, Sigrúnu, Viggó, Gústaf, Ísleif, Eyjólf, Guðmund 1953, gift Ægi Frímannssyni út- gerðarmanni, börn þeirra eru Mona Erla, Sævar Þór, Hafrún, Thelma Dögg, drengur, f. 4.4. 1989, d. sama dag, og Berglind. 4) Sigurbjörn Reynir, f. 1.10. 1954, sambýliskona Yolanda Al- varez, synir hans Sigurbjörn Reynir og Símon Grétar, fóst- urdætur Reynis, dætur Yolöndu, eru Natalie og Nerea. 5) Símon Grétar, f. 22.6. 1958, börn hans Sveinbjörg Júlía, Stefán Sigmar, Einar, Íris Ösp, Tómas og Símon. Barnabarnabörnin eru fimmtán. Mona Erla og Reynir hófu sinn búskap í Reykjavík. Þau fluttust til Keflavíkur 1954 og hafa búið á Suðurnesjum alla tíð, fyrir utan fjögur ár á Hornafirði vegna vinnu Reynis og 11 ár bjuggu þau í New York. Mona hefur unnið ýmis störf; skrifstofustörf, þrif, fiskvinnslu, í bakaríi og síð- ast vann hún á Garðvangi. Mona Erla var mjög mikil handa- vinnukona, saumaði, prjónaði, hnýtti, saumaði út og margt fleira og ber heimili hennar þess glögg merki. Mona spilaði einnig á orgel. Mona Erla kom inn á Garðvang 4. janúar, sama dag og hún lést, en hún var búin að vera á spít- alanum í Keflavík frá því í júlí. Útför Monu var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. og Guðjón. Mona Erla fluttist árs- gömul til Reykjavík- ur og ólst þar upp í foreldrahúsum, en foreldrar Monu skildu er hún var 14 ára. Mona Erla giftist 15.11. 1947 Sig- urbirni Reyni Eiríks- syni húsasmiði, f. 13.11. 1926. For- eldrar hans voru Stefanía Guðmunds- dóttir, f. 26.1. 1900, d. 23.2. 1984, og Eiríkur Sigurðs- son, f. 21.3. 1895, d. 10.11. 1982. Mona Erla og Reynir eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Eiríkur húsasmiður, f. 24.3. 1947. 2) Jó- hanna Pálína, f. 15.7. 1952, var gift Ómari Emilssyni, látinn, þau skildu, börn þeirra eru Ómar og Reynir. Seinni maður Jóhönnu Wayne Wheeley, börn hans frá fyrra hjónabandi eru Wendy, Jón, Stella og Sara. Wendy og Jón ól- ust upp hjá Jóhönnu og Wayne. 3) Valdís skrifstofumaður, f. 1.7. Elsku hjartans mamma mín, það er mikill söknuður í mínu hjarta. Nú ert þú komin á betri stað, og laus við allar þjáningar og stendur við hlið Jesú Krists. Ég þakka Guði fyr- ir að hafa valið þig fyrir móður mína, hann valdi það besta. Alltaf þegar ég loka augunum sé ég þig í hvítum síðum kjól, með þitt fallega svarta hár. Elsku mamma mín, þakka þér fyrir alla ástina og umhyggjuna, sem þú hefur gefið mér, og kennt mér í mínu lífi. Elsku hjartans mamma mín þú ert minn sólargeisli í hjarta mínu á dimmum degi og bjartasta stjarna sem lýsir upp mínar dimmu nætur. Elsku mamma mín, ég elska þig af öllu mínu hjarta, svo sjáumst við í komandi tíð. Þín elskandi dóttir Jóhanna Pálína. Elsku mamma, ég þakka guði fyr- ir að hafa verið hjá þér er þú kvadd- ir þennan heim, ég og pabbi vorum bæði hjá þér og héldum í hendurnar þínar. Ég var svo til nýkomin úr vinnu og kom til þín strax eins og ég gerði á hverju kvöldi, ætlaði að vera hjá þér þar til þú sofnaðir, en ekki datt mér í hug að þú myndir sofna svefninum langa þetta kvöld. Ég segi að sonur minn, barnabarn þitt, hafi komið að ná í þig þetta kvöld, en þetta var fæðingar- og dánardag- ur hans, hann hefði orðið 18 ára. Mamma mín, þú varst sú fyrsta sem komst til mín er ég missti hann, og varst hjá mér þar til Ægir kom, og hélst utan um mig. Takk, elsku mamma mín, þú varst búin að vera veik svo lengi að þú varst örugglega fegin hvíldinni. Pabbi vék aldrei frá þér eftir að þú veiktist, hugsaði svo vel um þig. Meira að segja eftir að þú fórst inn á spítala. Það var ynd- islegt að fá ykkur í heimsókn til okkar á gamlárskvöld, það er ómet- anlegt. Og barnabörnunum fannst alveg frábært að fá ykkur, þú hafðir svo gaman af þeim. Þið pabbi voruð alltaf svo samrýmd og gerðuð allt saman. Elsku mamma, það er svo margs að minnast er sest er niður, og söknuðurinn mikill. Við vorum alltaf svo mikið saman, aldrei fór ég í Reykjavík nema þú kæmir með, komst alltaf með er ég var að keyra stelpurnar í dans og danskeppni. Við fórum alltaf nokkrum sinnum í viku með þær, hvernig sem veðrið var. Og meira að segja var eitt sinn búið að loka brautinni án þess að við vissum af því, en ég skildi ekkert í því hvað bíllinn keyrði hægt fyrir framan mig og fór frammúr, en þá skömmuðumst við okkur, því þar var á ferðinni björgunarsveitarbíll að hjálpa fólki. En allt gekk vel hjá okkur, sem betur fer. Þú hafðir svo gaman af því að ferðast og skoða fallega staði. Þið pabbi ferðuðust mikið og fóruð í steinaleit og að tína spýtur í fjörunni, þú hafðir unun af öllu úr náttúrunni. Aldrei máttir þú neitt aumt sjá, varðst alltaf að hjálpa þeim er áttu erfitt. Varst allt- af boðin og búin ef einhver þurfti á aðstoð að halda. Þú gast líka verið ansi stríðin, en á gamansaman hátt. Aldrei gleymi ég því, þegar við vor- um lítil, þá vaktir þú okkur á nótt- unni til þess að máta eitthvað sem þú varst að sauma á okkur. En þú notaðir næturnar til þess að sauma eða gera það sem þú komst ekki yfir að deginum til. Barnabörnin elsk- uðu þig, og varst þú þeim alltaf mjög góð. Það eru svo margar minningar sem koma upp í huga manns, af mörgu væri að taka. En þær verða varðveittar í hjarta mínu. Elsku mamma, takk fyrir allt, þín verður sárt saknað, en við huggum okkur við það, að þjáningar þínar eru á bak og burt. Guð geymi þig og varðveiti. Elsku mamma, ég kveð að sinni, en við hittumst á öðrum stað. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku pabbi, guð gefi þér styrk í sorg þinni. Þín dóttir Valdís Sigríður. Elsku amma mín, nú hefur þú kvatt þennan heim og farið til ann- arra heima. Ég veit að núna eru veikindi þín horfin og ég sé þig fyrir mér dans- andi og hoppandi og svakalega ánægða. Þú varst alltaf svo kát og hress og það vantaði ekki upp á að þú varst oft ansi stríðin. Mér þótti alltaf svo gott að koma að heimsækja þig og afa, það hefur alla tíð verið yndislegt að vera hjá ykkur, og veit ég að ég fór sjaldan í heimsókn til ykkar sem krakki án þess að vilja vera eftir, ekki var það verra að þú og afi dekruðuð mig alltaf og gerðuð allt fyrir mig. Eitt sem kemur alltaf upp í hug- ann þegar ég hugsa til þín er setn- ingin „Sprite all right,“ þetta sagð- irðu alltaf þegar þú bauðst mér að drekka, hehe! Þið afi hafið alltaf verið yndisleg við mig og það vil ég þakka ykkur, og nú þegar þú ert búin að kveðja, þá ætla ég að vera dugleg að heim- sækja afa, enda elska Lovísa Bríet og Hafþór Örvar hann, enda ekki hægt annað. Eftir að veikindin fóru að hrjá þig alvarlega, og oft áttir þú ansi erfiða daga, var samt eitt sem kætti þig alltaf og bros læddist fram, en það var þegar ég kom með Lovísu og Hafþór í heimsókn. Það var alveg ótrúlegt hvað þessi blessuðu börn gátu glatt og þrátt fyrir veikindi þín passaðirðu alveg rosalega upp á þau og fylgdist vel með þeim. Þú og afi eruð mér fyrirmynd í öllu, þið hafið ætíð verið ástfangin og getað gert gott úr öllu og þið hafið unnið ykkur vel í gegnum lífið, ást ykkar mátti sjá fram í lokin og sést reyndar enn, afi var þér ávallt eins og klettur í gegnum veikindin. Hann og mamma voru hjá þér þeg- ar þú kvaddir þennan heim og fórst til nýrra heima, þar sem hann litli bróðir minn tók alveg örugglega á móti þér. Það var líka þennan sama mánaðardag fyrir 18 árum sem hann kom í þennan heim og kvaddi samdægurs, og veit ég að hann mun vera þér góður og þú honum! Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem þú gafst mér, mér mun ávallt þykja vænt um þig, þú átt stóran stað í mínu hjarta. Ég lofa þér því að ég skal vera dugleg að fara til afa í heimsókn. Vertu blessuð elsku amma mín, ég elska þig. Þín Hafrún Ægisdóttir. Elsku amma, ég veit vel að þú sit- ur núna í hægindastól og horfir yfir okkur hérna. Hlærð að okkur og grettir þig framan í englana sem labba fram hjá þér og hlærð. Alveg get ég ímyndað mér það, það var alltaf stutt í grínið, eða stutt, það vék aldrei til hliðar hjá þér. Á öllum myndum sér maður þig með tung- una út og einhverjar geiflur. Jafnvel þegar þessi hræðilegu veikindi hrjáðu þig, tókst þér oft að ulla smá á okkur. Þú varst nú voðalega flink í höndunum, allstaðar hérna heima hanga allskonar hengi sem þú hefur hnýtt. Ég var að rifja það upp með mömmu fyrir stuttu síðan, þegar við vorum uppí bústað og þú alveg orð- in brjáluð á þessum flugum sem alltaf voru að fljúga upp í eyrun á þér, en þú gerðir þér nú lítið fyrir og náðir í eldhúsrúllu og stakkst heilli örk upp í hvort eyra. Svo stóð þetta langt út og eyrun minntu mig helst á Shrek, og þú hlóst svo mikið. Alveg eru þær endalausar sögurnar sem maður getur rifjað upp af þér. Og hver annarri skemmtilegri. Þú varst alveg yndisleg amma. Elsku amma mín, ég mun ávallt muna hlý- hug þinn, glettni og góðmennsku. Megi guð geyma þig að eilífu. Þín er sárt saknað. Elsku afi, mamma og aðrir að- standendur, þið eigið allan minn styrk og ást. Sæl vertu, amma mín, sofðu nú rótt. Á svæflinum þínum nú orðið er hljótt. Þig englar Guðs vefja að vanga á sér, en við þig að skilja nú eigum við hér. Hvíl í friði, elsku amma, þín dótturdóttir, Berglind Ægisdóttir. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur eftir mikil veikindi. Sárt er þín saknað og margar eru minning- arnar, er koma upp í huga manns um þær stundir er við áttum saman. Þú kenndir mér að hnýta, þú varst svo flink í því. Eða er við fórum í fjörurnar á Hornafirði í steinaleit. Við gátum gleymt okkur í marga klukkutíma og fyllt marga poka af steinum. Þú sagðir mér hvað þeir hétu, t.d. jaspis, ópal, kristallar og margt, margt fleira. Stórir og smáir í öllum regnbogans litum. Mikið var líka tínt af spýtum, eða rekavið. Við gengum fram og til baka og fengum aldrei nóg, aldrei mátti henda neinu. Afi kom annars slagið til okk- ar til að kanna hvort við hefðum örugglega ekki nóg nesti, hann var að vinna stutt frá. Þessar stundir voru dýrmætar eins og allar þær stundir er við áttum saman. Þær geymast í hjarta mínu til minning- ar. Börnin mín áttu einnig yndislegar stundir með ykkur afa, sem þau munu búa að alla ævi. Alltaf var tekið svo vel á móti okkur er komið var í heimsókn, byrjað að taka til kökur og annað góðgæti. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku amma, hvíl í friði, takk fyr- ir allar yndislegu stundirnar er við áttum saman. Elsku afi, megi guð gefa þér styrk í sorg þinni. Þín dótturdóttir Mona Erla og börn Það var fallegur dagur og ég stödd erlendis, það var komið kvöld og sat ég ásamt öðrum útskriftar- nemum að syngja og spila á gítar þegar mér bárust fréttirnar. Pabbi minn var að hringja til að láta mig vita að yndislega amma mín hefði verið að deyja. Þetta var svakalega erfitt að heyra þetta í gegnum síma og þar að auki var ég of langt í burtu frá öllum ættingjum til að geta haldið utan um alla. Fyrr þennan sama dag hafði ég samband við systur mína til að fara með kerti á leiðið hjá litla bróður mínum, en ekki hafði það hvarflað að mér að litli engilinn minn myndi koma og sækja ömmu þenna sama dag. Ömmu verður sárt saknað en lík- aminn var orðinn of veikburða til að geta tekist á við komandi daga. Ég hitti þig, amma, í síðasta sinn þegar ég kom til að kveðja þig og afa áður en ég fór út. Þú varst þarna í fal- legu náttfötunum þínum nýkomin í rúmið, búið að bera á þig krem og gera þig fína, það hafði ekki hvarfl- að að mér að þetta yrði í síðasta skipti sem ég sæi þig á lífi. Amma var mikil handavinnukona, hún saumaði, hnýtti, málaði, svo fátt eitt sé nefnt. Þegar ég kom í heimsókn til ömmu og afa var alltaf boðið upp á kræsingar. Amma elskaði útsýni enda var heimili hennar á 5. hæð. Það voru ófáar stundirnar sem ég spilaði með ömmu og afa. Alltaf annað slagið fékk ég að gista yfir nótt hjá þeim. Það var alltaf mjög gaman og oft kom ég heim með gjafir, þar má helst nefna bangsa eða postulínsdúkkur. Nú horfi ég á og geymi vel dúkkurnar í minningu um þig. Þú varst falleg kona sem leist alltaf vel út og helst man ég eftir áráttu þinni við að hafa stórar og fallegar neglur, ég vildi að ég hefði jafn fallegar neglur og þú. Eftir að sjúkdómurinn gerði vart við sig breyttist þú í aðra mann- eskju sem mér þótti jafn vænt um, en þennan grimma sjúkdóm er erf- itt að skilja. Það var ótrúlegt sumt sem þú mundir, þú gast t.d. oft sungið lög með manni. Einhvern veginn fannst mér þú alltaf þekkja mig þegar ég kom að heimsækja þig á spítalann, stundum held ég reynd- ar að þú hafir haldið að ég væri hún mamma, það er að segja dóttir þín, Valdís. Þú varst aldrei sátt þegar ég kvaddi þig og afa en ég reyndi alltaf að vera eins lengi og ég gat hverju sinni. En aldrei varstu ein því afi var alltaf hjá þér allan daginn, þú hefðir ekki getað átt betri mann, hann var þér sem klettur og stóð sig eins og hetja og mamma kom svo til þín á hverjum degi eftir vinnu og var þar til þú sofnaðir. Ég veit að þetta voru ómetanlegar stundir fyr- ir mömmu að fá að vera með þér og afa á sjúkrahúsinu á kvöldin. Elsku afi, þetta er erfiður tími en ekki gleyma að ég elska þig endalaust mikið, ég vil votta þér mína dýpstu samúð. Elsku amma, þín er sárt saknað en ég veit að þú ert komin á betri stað og til litla bróður og þið passið hvort annað. Ég kveð þig hér með ljóði: Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín elskandi dótturdóttir Thelma Dögg. Mona Erla Símonardóttir ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES ARNÓRSSON, Dvergabakka 24, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnu- daginn 28. janúar, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu þriðjudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Guðmundur Hannesson, Ester Adamsdóttir, Arnór Hannesson, Aðalbjörg Úlfarsdóttir, Halldóra Hannesdóttir, Karl Jensson og barnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR GUÐNASON, Bessastíg 12, Vestmannaeyjum, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Áki Heinz Haraldsson, Sigríður Ákadóttir, Örn Ingi Arnarson, Haraldur Daði Arnarson, Torfi Haraldsson, Binna Hlöðversdóttir, Ívar Torfason, Ester Torfadóttir, Jónas Logi Ómarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.