Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 57 MINNINGAR N etheimurinn er orð- inn smækkuð mynd af hinum raunverulega, þeim sem við hrærumst í dagsdaglega. Á því leikur enginn vafi. Og þar er sor- ann víða að finna, eins og gefur að skilja, en einnig má rekast þar á dýrlega hluti, sannkallaða ljós- geisla í myrkrinu. Um miðja síðustu viku fór ég þar inn í könnunarleiðangur, í leit að efni mér og öðrum til uppbygg- ingar. Ljóðin sem hér koma á eft- ir eru afraksturinn, fengin héðan og þaðan, örlítið sýnishorn af því góða sem í djúpinu leynist og er til einhvers mótvægis við skugg- ana. Höfundana þekki ég ekkert, en finnst engu að síður afar nota- legt að vita af þessu samstarfs- fólki á akrinum – ofur venjuleg- um, kristnum einstaklingum, að opna og tjá hug sinn. Já, það yljar manni sannarlega um hjartaræt- ur á þessum ljótu tímum. En hérna koma sumsé fræin þeirra, eitt af öðru, án nokkurra frekari skýringa af minni hálfu. Enda tala þau berlega sínu máli. Smíð Páls Tómassonar (1982–) ber heitið „Jesús Kristur Jós- efsson“, og þar segir: Vinur minn, þú varst krossfestur. Þú vildir öllum gera gott elskaðir fyrirgafst umbarst barðist við hatrið í brjósti þínu. Fólkið hrækti á þig, grýtti þig, unni þér ekki griða. En þú gafst allt sem þú áttir. En hvað gef ég? Ljóð Guðnýjar Bjargar (1982–) nefnist „Almættið er“ og hljóðar svo: vængbrotinn engill situr veðurtepptur uppi í flugstöð og bíður eftir vélinni til Boston óveður úti tár Guðs leka niður glervegginn svo mörg, svo ótt hví grætur Guð? öll erum við veðurteppt, hugsa ég, og læt tár Guðs skola burt mín eigin tár Þóra Jónsdóttir (1925–) er með tvö ljóð. Það fyrra ber yfirskrift- ina „Hver dagur á nýjan söng“, og er á þessa leið: Hver dagur á nýjan söng um ljós og skugga dægranna ris öldunnar flug skýjanna slóðir mannanna um óljósan veg Ég hlusta gegnum veðrin á stefin stilli minn róm að strengleik hvers dags Megi rödd mín hljóma í lofsöngnum Hið síðara kallast „Athvarf“ og er svofellt: Einhverstaðar, einhverntíma mun slóð mín þangað liggja hugurinn strjúka hæðirnar, opna steinana, telja stráin og staðnæmast undir regnboganum. Og að endingu hefur Atman (1978–) þetta að segja, í ljóðinu „Guð“: Eldur þinn slokknar aldrei. Ást þín tæmist aldrei. Kærleikur þinn endar aldrei. Amen! Ljósgeislar sigurður.aegisson@kirkjan.is Ljóðið, þetta eitt helsta einkennistákn Íslend- inga fyrr og síðar, er ekki dáið og mun aldrei hverfa, þótt formið kunni að breytast eilítið. Sigurður Ægisson vafraði um Netið á dögunum og rakst á nokkrar perlur, sem hann langaði að birta alþjóð. HUGVEKJA ✝ Hannes BjörnKristinsson fæddist á Akureyri 20. júní 1928. Hann lést á heimili sínu í Whiting í New Jer- sey í Bandaríkj- unum að kvöldi ný- ársdags. Foreldrar hans voru Kristinn Randver Stef- ánsson, f. 17. júlí 1891, d. 1. desem- ber 1973, og El- ínborg Jónsdóttir, f. 17. september 1895, d. 15. október 1992. Systk- ini Hannesar eru Jón, f. 2. júlí 1916, Stefanía Jóhanna, f. 4. maí 1919, og Jóhann Júlíus, f. 30. júlí 1921, d. 21. nóvember 2004. þeirra eru Ruth Ann, Julia Anna, Sara Joy og Peter Jon. 3) Herdís, f. 4. apríl, 1959, maki Peter So- bel. Sonur þeirra er Justin And- rew. 4) Agnes Sandra, f. 20. maí 1965, maki Alex Wilson, sem er látinn. Hannes ólst upp á Akureyri, og lauk stúdentsprófi frá MA 1947. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur, þar sem hann hóf verkfræðinám við Háskóla Íslands. Síðan fór hann til Bandaríkjanna, þar sem hann lauk BS-prófi í efnaverk- fræði frá MIT í Boston 1951. Eft- ir nokkurra ára starf hjá máln- ingarverksmiðjunni Hörpu í Reykjavík fór hann í framhalds- nám í efnaverkfræði til Univers- ity of Michigan í Ann Arbor 1957, þar sem hann lauk MS-prófi. Hannes settist að í Bandaríkj- unum og starfaði við rannsóknir hjá Bell Laboratories í New Jer- sey í rúmlega 30 ár, uns hann lét af störfum árið 1995. Útför Hannesar var gerð í kyrrþey að hans eigin ósk. Hannes kvæntist 26. desember 1951 Jóhönnu Her- mannsdóttur, f. 1. júní 1929. Foreldrar hennar voru Her- mann Benediktsson, f. 12. febrúar 1887, d. 7. desember 1959, og Helga Pálmey Benediktsdóttir, f. 6. apríl 1902, d. 18. september 1970. Börn Hannesar og Jóhönnu eru 1) Helgi Hermann, f. 16. júní 1953, maki Guðrún Magnúsdóttir. Dætur þeirra eru Jóhanna Krist- björg og Elísabet Guðbjörg. 2) Jón Kristinn, f. 15. maí 1955, maki Laura Akselsen. Börn Mágur minn og vinur okkar Hann- es Björn Kristinsson, efnaverkfræð- ingur, lést á heimili sínu í New Jer- sey á nýárskvöld eftir tiltölulega stutt veikindi. Óskina um að fá að kveðja þennan heim á heimili sínu í stað þess að vera á sjúkrahúsi fékk hann uppfyllta og bar sig vel til hinstu stundar með hjálp systur minnar, sem hugsaði aðdáanlega vel um hann. Ég var einungis 7 ára gömul þegar Hannes kom fyrst inn í líf mitt og svo sannarlega sló hann strax í gegn. Hann var í háskólanámi í MIT í Bandaríkjunum og kom færandi hendi með ýmislegt sem ekki fékkst hér á landi í þá daga og þótti flott. Áttum við skemmtilega daga saman á þjóðhátíð í stuttri heimsókn hans til Vestmannaeyja. Næstu jól sló hann enn betur í gegn þegar hann sendi „litlu systur“ stóra brúðu, með alvöru hár og augu sem gátu lokast, en slíkar brúður voru sjaldséðar þá. Ég rifjaði þetta upp ásamt fleiru í stuttri heimsókn minni til hans í nóv- ember sl. og höfðum við bæði gaman af þessum minningum lítillar stúlku sem varð á einhvern hátt að sætta sig við þær breytingar að elskuleg eldri systir myndi brátt yfirgefa æskuheimilið. Heimili þeirra á Snorrabraut varð mitt annað heimili næstu árin og var ég send til Reykjavíkur þegar flestir jafnaldrar voru sendir í sveit. Eftir að synirnir Helgi Hermann og Jón Kristinn fæddust vann ég fyrir mér við barnapössun og þóttist rík að eiga svona stóra fjölskyldu. Þeim mun meiri varð söknuðurinn þegar þau hjón tóku sig upp og fluttu til Bandaríkjanna. Þetta átti að vera til- tölulega stutt stopp, því Hannes ætl- aði að mennta sig meira. Árin liðu og fyrr en varði urðu þau í tugum talin. Fjölskyldan stækkaði og við bætt- ust systurnar Herdís og Agnes. Ekki gafst tækifæri til þess að bjóða fram barnapössun vegna fjarlægðar, ef frá eru taldar tvær lengri heimsókn- ir fjölskyldunnar til Íslands, um vetrartíma í bæði skiptin, svo og heimsókn til Bandaríkjanna eitt sumarið á unglingsárunum. Það var ekki mikið farið á milli landa á þess- um tíma og hefði mátt ætla að síminn hafi þá ekki ennþá verið fundinn upp, svo sjaldan var hringt á milli landa. Þetta var einfaldlega tíðarandinn og símtöl boðuðu oftar en ekki slæmar fréttir. Nægir að minna á að jóla- kveðjur í útvarpinu voru gjarnan eina skiptið á árinu sem ættingjar hér heima heyrðu raddir ástvina er- lendis. En þó vík væri á milli vina hélst hinn óslítandi hlekkur og ávallt var mikið tilhlökkunarefni að hitta Jóhönnu, Hannes og fjölskylduna. Ferðunum fjölgaði í takt við tíðar- andann og sömuleiðis símtölunum. Þau hjón reyndust mér ávallt ein- staklega vel, voru hvetjandi um það sem jákvætt þykir í lífinu og tóku vel mannsefninu mínu, sem bankaði upp á einmitt í einni af lengri heimsókn- um þeirra. Gátu þau þannig lagt blessun sína yfir þann ráðahag strax frá byrjun. Dætur okkar eru aldar upp við mikið ástríki frá þeim hjón- um þó langt væri á milli. Nokkrum sinnum heimsóttu þær fjölskylduna til Bandaríkjanna á sínum æskuár- um og eru það miklar ævintýraferðir í minningunni. Síðasta heimsókn þeirra var sl haust til þess að kveðja Hannes þegar ljóst var að hverju stefndi. Fyrir hönd okkar allra þakka ég yndislegar samverustundir og góðan stuðning. Blessuð sé minning góðs drengs. Edda Hermannsdóttir. Elsku Hannes minn, mig setti hljóða þegar ég heyrði um andlát þitt. Þú tókst alltaf vel í það þegar ég kom til ykkar og dvaldi lengi hjá ykkur og vildir að mér liði vel. Ég man eftir því þegar við vorum á ferðalagi, þá sungum við: Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, sól bara sól. Ég votta systur minni og hennar börnum samúð mína með þakklæti fyrir dásamlegar minningar. Hann- es, ég þakka fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, ég mun aldrei gleyma þér. Guð blessi þig. Alma Hermannsdóttir. Vinur minn, Hannes Kristinsson, lést á heimili sínu í Bandaríkjunum á nýársdag eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Leiðir okkar Hannesar lágu fyrst saman haustið 1941 þegar við kornungir settumst í fyrsta bekk Menntaskólans á Akur- eyri. Við vorum bekkjarbræður í sex ár og lukum stúdentsprófi frá MA vorið 1947. Þá skildi leiðir. Hannes fór til náms í Bandaríkjunum og settist þar síðar að. En þannig vildi til að meira en 20 árum seinna urðum við og fjölskyldur okkar nágrannar í litlu bæjarfélagi, Holmdel, í New Jersey í Bandaríkjunum og var að- eins fimm mínútna akstur á milli húsanna. Þá tókst ágæt vinátta með fjölskyldum okkar og er margs að minnast frá árunum í Holmdel. Á heimili Hannesar bjó úlfurinn Ralph sem bjargað hafði verið úr lífsháska vestur á sléttum Bandaríkjanna. Þær voru ófáar sögurnar sem Hann- es sagði af þessu einstaka gæludýri fjölskyldunnar sem heilsaði okkur ávallt vinalega ásamt litla heimilis- hundinum King. Við minnumst einnig jóga- og hug- leiðsluæfinga heima hjá Hannesi, en hann var mjög áhugasamur um and- leg málefni og náttúrulækningar, átti mikið bókasafn um þau fræði og var óspar á að lána okkur bækur úr safninu. Ekki síst eru okkur minn- isstæð árleg heimboð Hannesar og Jóhönnu á nýársdag þar sem vinir þeirra komu saman og settust prúð- búnir að veisluborði. Allt eru þetta dýrmætar minningar sem er gott að rifja upp. Hannes var mjög hug- myndaríkur og frjór í hugsun, sem vafalaust hefur nýst í starfi hans við rannsóknir hjá Bell Laboratories sem voru í fararbroddi í þróun fjar- skipta. Sennilega var Hannes meðal þeirra Íslendinga sem fyrstir tileink- uðu sér tölvutæknina, áratugum áð- ur en hún varð almenningseign. En fyrst og fremst var Hannes góður drengur, bjartsýnismaður sem trúði á það góða í lífinu. Enginn sem kynntist honum var ósnortinn af bjartsýni hans og jákvæðu viðhorfi til lífsins og tilverunnar. Þegar leiðir skilur nú þökkum við Lilja Hannesi áratuga vináttu og tryggð við okkur og fjölskyldu okkar. Fráfall hans er mikill missir fyrir Jóhönnu, eigin- konu hans, sem stóð við hlið hans í erfiðum veikindum þar til yfir lauk. Við og fjölskylda okkar sendum henni og börnum þeirra, Helga, Jóni, Herdísi og Agnesi, og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Halldór Þormar. Hannes Björn Kristinsson Elsku amma. Það er sorglegt að þú sért dá- in og ég sakna þín svo mikið en þú varst orðin veik og það var í raun gott að þú fékkst að hvíla þig. Nú ertu búin að hitta alla gömlu félagana sem voru farnir á undan þér t.d. Geir afa, Deidý, foreldra þína og öll systkinin þín og marga aðra. Þeg- ar þú fórst úr þessum heimi þá var friðsæld og allt gott. Allar góðu Jóhanna Soffía Nýborg Jacobsen ✝ Jóhanna SoffíaNýborg Jacob- sen fæddist á Slétta- nesi á Vogey í Fær- eyjum 1. janúar 1919. Hún lést 17. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Borgarneskirkju 22. desember. minningarnar eru ennþá til í okkar huga og allar góðu samveru- stundirnar okkar og verða það alltaf en nú líður þér vel og þú ert uppi hjá Guði núna og hefur það gott. Ég hugsa alltaf vel til þín og ég bið guð að passa þig vel þegar ég fer með bænirnar á kvöld- in. Ég ætla að enda á þessari bæn: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Þinn ömmustrákur Þorkell Þorleifsson, Borgarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.