Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 44
Logaland 15 - 108 Rvk.
Opið hús í dag kl. 15:00 - 16:00
49.900.000
Mjög vel staðsett raðhús í Fossvoginum á tveimur
hæðum. 213 fm og 7 herbergi (6 svefnherbergi
+ stofa). Laust til afhendingar við kaupsamning
- Fallegt útsýni yfir Fossvoginn - 2 inngangar.
Jónas og Bryndís taka á móti gestum.
44 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
www.heimili.is
Stórglæsileg 220 fm parhús á góðu útsýnisstað við óbyggt svæði. Húsið er glæsilega
innréttað og vel tækjum búið á allan hátt. Stórt, upphitað hellulagt bílaplan, stór sólpal-
lur á baklóð, stórar svalir. Mikil lofthæð. Frábært hús á góðum stað.
SUÐURHLÍÐAR KÓPAVOGS
Gott 225 fm parhús með innbyggðum
36,5 fm bílskúr. Í húsinu eru 5 svefnher-
bergi, öll með skápum. Stór stofa m.
útgengi á verönd. Salerni m. innréttin-
gu, baðkari og sturtuklefa.
Gestasalerni. Gott eldhús með góðri
innréttingu og stórum borðkrók. Hús
vel viðhaldið og garður gróinn.
GRÆNATÚN
Vorum að fá í sölu glæsilegt og mikið
endurnýjað einbýlishús með bílskúr
miðsvæðiðs í Rvk. Í húsinu eru tvær
íbúðir. Annars vegar hæð og ris og svo
3ja herbergja íbúð í kjallara. Búið er að
endurnýja nánast allt í húsinu á van-
daðan og smekklegan hátt, m.a. er
búið að skipta um alla glugga, lagnir,
gólfefni og innréttingar. Nýtt gólfhitak-
erfi er í húsinu og rafmagn er allt nýtt.
NÓATÚN - TVÆR ÍBÚÐIR
Glæsilegt raðhús á einni hæð með
innbyggðum bílskúr. Rúnmgott svefn-
herbegi með skápum. Gott barnaher-
bergi. Þvottahús með innréttingu.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veg-
gjum, innréttingu, sturtuklefa og
þakglugga. Björt stofa og stúdíóeldhús
með útgengi á verönd sem er teiknuð
af Stanislav. Allt gólfefni er parket.
Bílskúrinn er flísalagður með millilofti.
SUÐARÁS - RAÐHÚS
Stórglæsilegt um 270 fm parhús
staðsett innst í botnlanga. Í húsinu eru
5 svefnherbergi og stórar bjartar stofur.
Náttúrusteinn og eikarparket á gólfum.
Glæsilegar vandaðar innréttingar og
skápar. Stór garður með stórum sólpal-
li. Mjög góð staðsetning.
Möguleiki á skiptum á minni eign í
sama hverfi.
SUÐURSALIR
240 fm einbýli á einni hæð með innbyg-
gðum 28 fm bílskúr.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
Heimilis fasteignasölu, sími 530 6500.
JAFNAKUR - EINBÝLI Á EINNI HÆÐ
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
448 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 42 fm innb. bílskúr. Eignin
skiptist m.a. í rúmgott hol, sjónvarpshol, rúmgóða stofu með útgangi á
svalir til norðvesturs, stórt eldhús með eyju, 6 stór svefnherbergi, um 50-
60 fm fjölskyldurými og 2 vönduð flísalögð baðherbergi. Neðri hæðin er
öll nýlega endurnýjuð og er hiti þar í gólfum að hluta. Eignin er afar vel
staðsett á sjávarlóð með óhindruðu útsýni til sjávar, að Snæfells-
jökli og víðar. Verðtilboð.
Glæsileg 186 fm íbúð á efstu hæð í litlu fjöl-
býli með 37 fm innb. bílskúr. Eldhús og
borðstofa í einu stóru rými, rúmgóðar stofur með allt að 4,5 metra loft-
hæð, 2 -3 herb. og stórt flísalagt baðherb. Á efri hæð er 32,6 fm rými,
nýtt sem sjónvarpsstofa. Flísalagður sólskáli út af stofum og þaðan útg.
á svalir til suðausturs. Frábært útsýni er út á Arnarnesvoginn, að Jökli
og víðar.Verð 37,9 millj.
Hrísmóar - Garðabæ
Glæsileg útsýnisíbúð á efstu hæð
Gnitanes-Skerjafirði.
Einbýlishús á sjávarlóð
EF ÞÚ ert tryggður, færðu það
bætt? Svar við framangreindri
spurningu er jafn óvíst og hvort
Óskar Magnússon, hvítrefurinn
klóki, hafi borðað kvöldmat í gær.
Það vita þeir sem reynt hafa að
bætur koma ekki sjálfkrafa enda
þótt trygging sé fyrir hendi. Varð-
andi umferðar- og
vinnuslys er til dæmis
nauðsynlegt að kalla
strax til lögreglu og
þá einnig vinnueftirlit
þegar um vinnuslys er
að ræða. Á sjó verður
að krefjast þess að
slysið sé skráð í sjó-
bók. Síðast enn ekki
síst er nauðsynlegt að
leita til læknis eins
fljótt og mögulegt er.
Þar sem áverkarnir
eru allir skráðir og
helst röntgen-
myndaðir. Næsta
skref er síðan að leita lögmanns til
að gæta réttarins.
Því miður er brestur á að ofan-
greindum ráðum sé fylgt. Þegar
læknis loks er leitað, eftir nokkra
mánuði frá slysi og viðkomandi
greinist t.d. með brjósklos í baki
neitar félagið að þessi áverki stafi
af slysinu. Er þá undir hælinn lagt
hvort það telst sannað að svo sé og
er þá ekki nægilegt að trygging sé
fyrir hendi.
Aldrei er því of brýnt fyrir fórn-
arlömbum umferðar- og vinnuslysa
að leita strax eftir slys ráða hjá
lækni og lögmanni, þannig að allir
áverkarnir verði tryggilega skráðir,
en á þessu stigi gefa trygginga-
félög engar leiðbeiningar til fórn-
arlamba sinna, um það hvernig þau
gæti best tryggt rétt sinn til bóta,
enda þótt ljóst sé að líkamstjón
hafi orðið.
Nauðsynlegt er því að þeir al-
þingismenn, sem gefa sig út fyrir
að gæta hags almennings, beiti sér
fyrir breytingu á lögum um trygg-
ingafélög, á þá leið að trygginga-
félögin hafi í framtíð-
inni þeim lögbundnu
skyldum að gegna að
upplýsa fórnalömb sín
um ofangreind atriði.
Yrði það gert eigi
síðar en félögin færðu
í bótasjóð fyrir vænt-
anlegum bótum vegna
slyssins. Færslunni í
bótasjóðinn gleyma fé-
lögin örugglega ekki
því á henni byggist til-
vera þeirra og tap í
senn og krafan um
hærri iðgjöld, sem
með jöfnu millibili ríð-
ur yfir almenning, einsog nýleg
dæmi staðfesta. Þetta er vitaskuld
mótsagnakennt og um leið ákveðið
brýnt félagsfræðilegt rannsókn-
arefni, en færsla í bótasjóð trygg-
ingafélaga er frádráttarbær frá
tekjum félaganna. Hækkar því í
bótasjóðnum, eftir því sem tap fé-
laganna er meira og krafa félag-
anna verður háværari um hærri ið-
gjöld.
Það eru því eðlileg gagnkvæmn-
issjónarmið og réttlætis, að fórn-
arlömbin sem skapa auðinn, sem
felst í bótasjóðunum fái tilkynningu
um rétt sinn til bóta og leiðbein-
ingar um, hvernig á þeim rétti
verði haldið, strax þegar slys verð-
ur. Er þetta einnig nauðsynlegt út
frá skömmum fyrningarfresti slíkra
bótakrafna. Væri í raun eðlilegt, að
fyrning bótakrafna héldist í hendur
við þann tíma sem gert væri ráð
fyrir bótum fórnalambsins úr bóta-
sjóði félagsins.
Með hliðsjón af því sem hér að
ofan er rakið, verður aldrei of
brýnt fyrir fórnarlömbum umferð-
ar- og vinnuslysa mikilvægi þess að
áverkar eftir umferðar- og vinnu-
slys séu á réttum tíma metnir,
samkvæmt skaðabótalögum og það
af óvilhöllum sérfræðingum.
Í yfirgnæfandi meirihluta slysa-
mála eru áverkar eftir slysið komn-
ir í jafnvægi, eftir sex til níu mán-
uði frá slysadegi. Algengt er
einnig, að þessu jafnvægi sé náð
eftir þrjá mánuði. Á þessum tíma-
punkti, sem einnig nefnast bata-
hvörf, eiga fórnarlömb umferðar-
og vinnuslysa rétt á, að áverkar
þeirra verði metnir, miðað við
ástand þeirra á þessum tíma. Að
allan vafa á þessum tímapunkti um
frekari endurhæfingu á að skýra
fórnarlömbunum í hag. Það skýtur
því skökku við að tryggingafélögin
krefjast þess að slík möt fari ekki
fram, fyrr en ár er liðið frá slysi
eða lengri tími og er ekki í sam-
ræmi við, að upphafstími fyrning-
arfrests er í mörgum tilvikum þessi
tímapunktur eða batahvörf. Þessari
framkvæmd þarf að breyta og
mega þeir lögmenn, sem slík mál
reka, ekki láta tryggingafélögin
ráða í þessum efnum.
Þá tekur steinn úr, þegar velja á
matsmenn til að meta áverkana
samkvæmt skaðabótalögunum. Hef-
ur það verið illa séð af félögunum,
er undirritaður lögmaður aflar sér
sjálfstæðs mats um þessa bóta-
þætti, hjá óvilhöllum sérfræðingum
fyrir skjólstæðinga sína.
Hér skal það tekið fram, að í 10.
grein skaðabótalaga, er ráð fyrir
því gert, að fórnalambið ráði þessu
og geti á eigin spýtur sótt sér sér-
fræðimat, sbr. þessi orð í grg. með
10. gr. skbl. sbr. br. með 9. gr. laga
nr. 37/1999:
„Aðalreglan verði sú að máls-
aðilar afli sjálfir sérfræðilegs álits
um örorku- og/eða miskastig og þá
læknisfræðilegu þætti sem meta
þarf skv. 2. og 3. gr. laganna til
þess að ljúka megi bótauppgjöri.
Sérfræðilegt mat, sem annar máls-
aðila aflar, geti tjónþoli eða sá sem
krafinn er bóta borið undir ör-
orkunefnd.“
Gegn ofríki tryggingafélaganna
eiga lögmenn að berjast, með því
að nota ofangreinda heimild.
Það er nefnilega þannig að þótt
þú sért tryggður þá færðu það ekki
endilega bætt og alls ekki fullbætt
ef tryggingafélögin ráða alfarið
hverjir meta og hvernig metið er.
Lömbin þagna
Steingrímur Þormóðsson
fjallar um tryggingamál »… þótt þú sérttryggður færðu það
ekki endilega bætt og
alls ekki fullbætt, ef
tryggingafélögin ráða
alfarið hverjir meta og
hvernig metið er.
Steingrímur Þormóðs-
son
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.