Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 53 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Sími 533 4040 jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17.Dan V.S. Wiium hdl., OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, KL. 15-17 VESTURÁS 12, 110 RVK Glæsilegt raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Stærð 168,0 fm. Skiptist í rúmgóða stofu, eldhús, sjónvarpshol, fjögur svefnherbergi, bað, þvottahús og bílskúr. Allt nýtt á baði og í eld- húsi. Góður afgirtur garður bæði sunnan og norðan megin við húsið. Vel staðsett hús í lokuðum botnlanga. Verð 48,0 millj. Stutt í skóla, útivistarsvæði og aðra þjónustu. Tekið verður á móti áhugasömum í dag milli kl. 15-17. lögg. fasteignasali Kristinn Valur Wiium sölum., s. 896 6913 - Ólafur Guðmundsson sölustjóri, s. 896 4090 Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Öldugata - Glæsileg neðri hæð Stórglæsileg neðri hæð í fallegu steinhúsi í miðborginni. Íbúðin er nánast algjör- lega endurnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt. Ný, glæsileg, sérsmíðuð inn- rétting er í eldhúsi, baðherbergi er mjög vandað, ný gólfefni og raflagnir og tafla eru ný. Rúmgóð stofa með útgangi yfir brú á stóra baklóð og 3 rúmgóð her- bergi auk fataherbergis. Lofthæð á hæðinni eru um 2,85 metrar. Hús að utan nýlega viðgert og málað. Verð 50,0 millj. Ásbúð - Garðabæ - Endaraðhús Mjög gott 166 fm tvílyft endaraðhús með innb. bílskúr. Húsið er nánast algjör- lega endurnýjað á vandaðan og smekklegan hátt. Rúmgóðar stofur með útg. á svalir, glæsilegt eldhús, sjónvarpshol, 3 herbergi og endurnýjað baðherb. og gesta w.c. Lóð með stórum viðarveröndum og stígum. Verð 44,9 millj. Seilugrandi – Falleg 5 herb. íbúð á tveimur hæðum Mjög falleg 123 fm 5 herb. íbúð á tveimur hæðum ( efstu) auk sér stæðis í bíla- geymslu. Aðalhæðin sem er 92 fm skiptist í forstofu, stofu og borðstofu, eldhús með góðri innréttingu, 1 herb. og flísalagt baðherbergi með þvottaaðstöðu. Uppi um hringstiga eru hol, 2 herbergi og gesta snyrting. Parket á gólfum. Mik- ið útsýni úr stofu og útgangur þaðan á suðursvalir. Verð 30,9 millj. Norðurbrú - Sjáland - Garðabæ 4ra herb. íbúð með um 40 fm svölum Glæsileg 124 fm 4ra herb. íbúð á efstu hæð í vönduðu lyftuhúsi ásamt 11,4 fm geymslu í kj. og sérstæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin skiptist m.a. rúmgóða og bjarta stofu, eldhús með vönduðum tækjum, sjónvarpshol, 3 herbergi og flísa- lagt baðherbergi, bæði með baðkari og sturtu. Gegnheilt eikarparket á gólfum. Allar innréttingar og hurðir úr eik. Um 40 fm svalir út af eldhúsi. Sjávarútsýni. Verðtilboð. Seljugerði Mjög glæsilegt 209 fm tvílyft einbýlis- hús með innb. bílskúr á þessum eftir- sótta og gróna stað. Samliggjandi stofur með útgangi á stórar flísalagðar svalir til suðurs, stórt eldhús, 5 rúm- góð herbergi og baðherbergi, flísalagt í gólf og veggi. Hús nýmálað að utan og í góðu ástandi. Falleg gróin lóð með hellulögðum veröndum. Nánari uppl. á skrifstofu. Verðtilboð Furulundur - Garðabæ Mjög gott og vel við haldið 208 fm ein- býlishús á einni hæð auk 50 fm tvöf. bílskúrs sem er með góðu geymsl- uplássi. Eignin skiptist m.a. í hol með sjónvarpsrými, eldhús með góðri borð- aðstöðu, rúmgóða stofu með arni, borðstofu með útgangi í sólstofu, 4 herbergi (5 á teikn.) auk fataherbergis og flísalagt baðherbergi auk gesta w.c. Fallega ræktaður garður með gróður- húsi og stórri suðvesturverönd. Hiti í innkeyrslu að bílskúr. Verð 62,8 millj. Í UPPHAFI ársins var settur sam- an vinnuhópur innan okkar raða sem hefur það eina markmið að setja saman svokall- aðar bestu fram- kvæmdareglur (e.: best practice) varðandi frágang á farmi. Hóp- urinn sam- anstendur af ör- yggisstjórum aðildarfyrirtækja SVÞ í vöruflutn- ingum á vegum. Ætlunin er að setja saman reglur sem miðast við það sem best gerist erlendis og að innleiða þær reglur innan atvinnu- greinarinnar. Þannig vill landflutn- ingageirinn gera kröfur til sjálfs sín og hafa þessi mál í lagi. Vinnan er komin í fullan gang sem þýðir að greinin ætlar sér að taka þetta mál föstum tökum. Það er ljóst að þetta starf mun taka nokkurn tíma, en öllu máli skiptir að byrjað er að greina vandann og takast á við hann. Í grein í Morgunblaðinu á föstu- dag er haft eftir mér að reglugerðin um frágang á farmi sé handónýt og má ætla af lestri hennar að atvinnu- greinin hafi eingöngu tekið við sér vegna þess að reglugerðin segi ekki til um hvernig þetta skuli vera. Mér þykir mjög miður að málið sé lagt upp með þessum hætti. Við lítum ekki svo á að landflutningamenn geti fríað sig ábyrgð af málinu með því að fela sig á bak við gallaða reglugerð. Ábendingar blaðamanna og umfjöll- un í blöðum á haustmánuðum urðu til þess að við kveiktum á perunni varðandi að eitthvað varð að gera í málaflokknum og það strax. Þess vegna var vinnuhópurinn skipaður, sem hlýtur að teljast jákvætt skref af hálfu greinarinnar. Orðanotkunin handónýt reglugerð var óheppileg og ónákvæm og beðist er velvirðingar á því. Reglugerðin getur verið gölluð en það er ekki að- alatriði málsins. Aðalatriði málsins er að vandaður frágangur á farmi er atriði sem landflutningagreinin hef- ur ekki lagt nægilega áherslu á en nú stendur til að bæta úr því. Jafn- framt þarf að skoða hvort ástæða er til að breyta einhverju í reglugerð um frágang farms í flutningum ef með því móti er hægt að auka öryggi í umferðinni. Reglugerðin þarf að vera einföld og skýr og snúast um aðalatriði þannig að störf bifreiða- stjóra og lögreglu eða annarra sem með eftirlit fara séu auðvelduð störf sín. SIGNÝ SIGURÐARDÓTTIR, forstöðumaður flutningasviðs SVÞ – Samtaka verslunar og þjón- ustu. Bestu fram- kvæmdareglur Frá Signýju Sigurðardóttur: Signý Sigurðardóttir Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á DÖGUNUM barst okkur hjón- unum góð sending frá Reykjavík- urborg. Var þar um að ræða upp- lýsingabækling um fjölbreytilega og góða þjónustu sem eldri borg- urum í Reykjavík stendur til boða. Þjónustu sem ég er viss um að margir á mínum aldri hafa ekki vitað að væri í boði enda hafa upp- lýsingar af þessu tagi ekki verið aðgengilegar mörgum eldri borg- urum sem sjaldnast eru tengdir við umheiminn í gegnum tölvur. Borgin stendur fyrir félagsstarfi af ýmsu tagi í öllum borg- arhlutum, félagslegri heimaþjón- ustu fyrir þá sem búa enn á sínu heimili og þurfa aðstoð við heim- ilishaldið. Boðið er upp á heitar máltíðir í hádeginu í félagsmið- stöðvum og kaffi og með því en jafnframt að fá mat sendan heim fyrir þá sem ekki eiga heim- angengt. Einnig má nefna akst- ursþjónustu eldri borgara, þjón- ustuíbúðir, dagvist með tómstundaiðju, hreyfiþjálfun, fæði og hvíldaraðstöðu svo eitthvað sé nefnt. Til viðbótar þessari þjónustu sem sérstaklega er hönnuð með eldri borgara í huga er svo auðvit- að öll önnur þjónusta, heima- hjúkrun, bókasöfn, sundlaugar, heilsugæsla, kirkjur og önnur trú- félög tíunduð í þessum góða bækl- ingi sem auðvelda eldri borgurum að sækja sér þjónustu og njóta allra þeirra góðu tilboða sem boð- ið er upp á. Sjálfur hef ég aldrei fengið jafn skilmerkilega fram settar og jafn góðar upplýsingar í þau 12 ár sem ég hef verið eldri borgari. Vil ég með bréfkorni þessu þakka velferðarsviði Reykjavík- urborgar, þjónustu- og rekstr- arsviði borgarinnar og þjón- ustuhópi aldraðra í Reykjavík fyrir fallegan og aðgengilegan bækling sem kemur eflaust mörg- um vel og gerir ævikvöldið skemmtilegra í návist annars góðs fólks. MATTHÍAS MATTHÍASSON, eldri borgari, 82 ára. Gott upplýs- ingaflæði til eldri borgara í Reykjavík Frá Matthíasi Matthíassyni: KSÍ-ÞING er framundan. Þar ráða fulltrúar félaganna ráðum sínum um þessa vinsælustu íþróttagrein á Íslandi. Þetta þing verður áreiðanlega um margt sögulegt. Bæði er það að farsæll foringi stígur úr for- mannsstól eftir margra ára starf og svo hitt að mörg góð mál liggja fyrir þinginu. Nægir þar að nefna framfaramál eins og fjölgun liða í efstu deild. Það var löngu orðið tímabært að knattspyrnufor- ustan tæki af skarið í því máli. Vonandi fylgja í kjölfarið lausnir á því hvernig hægt verður að lengja keppnistímabilið að sama skapi. Annað sögulegt tækifæri býðst þingfulltrúum að þessu sinni. Nefnilega að velja stórkostlega hæfa konu í stjórn Knattspyrnu- sambands Íslands. Guðrún Inga Sívertsen hagfræðingur gefur kost á sér til setu í stjórn. Fyrir utan að eiga gæfuríkan feril sem knatt- spyrnukona með KR, Gróttu og Þrótti hefur Guðrún Inga gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum í knattspyrnuhreyfingunni. Hún hefur t.a.m. setið í stjórn knatt- spyrnudeildar Þróttar í 4 ár, verið framkvæmdastjóri um skeið og varaformaður félagsins sl. 2 ár. Hún á stóran þátt í því að búa til ótrúlega sterka kvennaknatt- spyrnu í Þrótti á undraverðum tíma. Á örfáum árum hefur tekist að margfalda iðkendafjöldann og í sumar sem leið tefldi Þróttur fram liðum í Íslandsmóti í öllum flokk- um kvenna. Það eru ekki mörg fé- lög sem leika það eftir. Þeir sem til þekkja vita að þessi kraftur er ekki síst kominn frá Guðrúnu Ingu. Hún situr nú í landsliðs- nefnd kvenna fyrir A og U21 landslið kvenna sem og í und- irbúningsnefnd vegna EM U19 kvenna hjá KSÍ. Að undanförnu hefur KSÍ verið legið á hálsi fyrir að gera ekki nægilega vel við kvennaknatt- spyrnuna í landinu. Að mörgu leyti á sú gagnrýni rétt á sér og nýverið áréttaði fráfarandi for- maður að hér væri ekki um að ræða vísvitandi kvenfyrirlitningu, heldur hefðu menn hreinlega ekki slegið nægilega í takt við tíð- arandann í þessum efnum. Með því að kjósa Guðrúnu Ingu í stjórn KSÍ munu forystumenn knatt- spyrnuhreyfingarinnar á Íslandi svo sannarlega slá í takt við tíð- arandann. KRISTINN EINARSSON, formaður Þróttar. Er KSÍ líka fyrir konur? Frá Kristni Einarssyni: Kristinn Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.