Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag sunnudagur 4. 2. 2007 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 11.344 » Innlit 20.691 » Flettingar 163.044 » Heimild: Samræmd vefmæling STÆRRA ALCAN MEIRI TEKJUR TEKJURNAR FYRIR HAFNARFJÖRÐ UM 1.400 MILLJÓNIR Á ÁRI, SEGIR HANNES G. SIGURÐSSON >> 16 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 57/65 Staksteinar 8 Menning 68/74 Veður 8 Sjónspegill 71 Daglegt líf 22/41 Leikhús 72 Hugsað upphátt 41 Myndasögur 74 Forystugrein 42 Dagbók 77/81 Reykjavíkurbréf 42 Bíó 78/81 Umræðan 44/53 Staður og stund 78 Bréf 41 Víkverji 80 Hugvekja 57 Sjónvarp 82 * * * Innlent  Hópur skoskra fjárfesta og smárra hluthafa í skoska úrvals- deildarfélaginu Hearts vill fá ís- lenska fjárfesta til liðs við sig til að gera yfirtökutilboð í félagið, sem hefur undanfarin tvö ár verið í aðal- eigu litháíska auðjöfursins Vladim- irs Romanovs. » Forsíða  Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er ómyrkur í máli í garð kvótaeigenda í samtali við Morgunblaðið í dag og segir það mikinn misskilning ef menn haldi að sjávarútvegsmálin verði ekki kosn- ingamál. » Forsíða og 24  Undanfarna mánuði hafa margar ábendingar borist til talsmanna neytenda, Gísla Tryggvasonar, frá fólki sem fær greiðsluseðla í heima- banka án þess að hafa pantað vöru eða þjónustu frá viðkomandi fyr- irtækjum. » Baksíða  65% Reykvíkinga telja þjónustu borgarinnar góða eða mjög góða og hefur þetta hlutfall hækkað um 10 prósentustig á einu ári frá könnun í nóvember 2005 þegar 55% borg- arbúa töldu þjónustu borgarinnar annaðhvort góða eða mjög góða. 10% Reykvíkinga telja hins vegar þjónustu borgarinnar annaðhvort slæma eða mjög slæma. » 4  „Ég viðurkenni að ég er með dá- lítinn beyg,“ segir Guðrún Ög- mundsdóttir alþingismaður Sam- fylkingar um stöðu flokksins fyrir þingkosningarnar í vor. » 10 og baksíða  Sven Kristiansen verkfræðingur leggur í samtali við Morgunblaðið í dag fram kostnaðaráætlun vegna jarðgangagerðar milli lands og Vest- mannaeyja. Hann segist ekki geta fengið út hærri tölu en 18,4 milljarða króna. Vegamálastjóri segir ekki unnt að bera saman aðstæður í Fær- eyjum og hér á landi. » 4  Viðbragðshópur Landbún- aðarstofnunar verður kallaður sam- an á morgun mánudag til að meta stöðuna í kjölfar fregna um að fugla- flensa hafi drepið 2.600 fugla á kal- kúnabúi í Suffolk. Farga þarf 160 þúsund fuglum þar. » Baksíða Erlent  Um fátt var meira rætt í for- ystugreinum helstu dagblaða á Vest- urlöndum í gær en nýjan útdrátt úr skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, sem kemur út í áföngum á árinu. Leiðtogar fjölmargrar ríkja brugðust við spánni um hlýnun and- rúmsloftsins, á sama tíma og helstu ríkismiðlar kommúnistastjórn- arinnar í Kína höfðu lítinn áhuga á málinu. » Forsíða Eftir Andra Karl andrik@mbl.is UM FJÖRUTÍU fangaverðir hafa sagt upp störfum sínum og á fjórða tug afleysingamanna hefur skrifað undir stuðningsyfirlýsingu um að leggja niður vinnu á sama tíma og þeir sem eru í fullu starfi. Af hálfu dómsmálaráðuneytisins verður beitt þeim lagalegu úrræðum sem fyrir hendi eru þegar aðstæður sem þessar skapast og skipta fangaverðirnir því sem næst um hlutverk – verða fangar í störfum sínum. „Okkur hefur enn ekki verið skipað að vinna lengur en það hefur verið talað um það. Ég get ekki séð hvernig það gengur upp að vera með óánægt starfsfólk innan fangelsismúranna. Ég held að forsendan hljóti að vera að við séum ánægðir í starfi,“ segir Sig- urjón Birgisson, formaður Félags fangavarða, sem þó segist sallaróleg- ur yfir umræðum að undanförnum um að lagaúrræðum verði beitt gegn uppsögnum fangavarða. „Nálgun okkar er sú að við erum með stofn- anasamning og það er bæði vilji Fangelsismálastofnunar og SFR að taka samninginn upp en til þess þurf- um við fjármagn.“ Engar viðræður boðaðar Fangaverðir funduðu með dóms- málaráðherra 20. desember sl. og lýstu yfir áhyggjum sínum, að illa gengi að ráða afleysingafólk og nýlið- un í starfið væri lítil sökum þess hversu lág byrjunarlaun væru. „Margir voru þá farnir að ræða um að skipta um starf og menn eru sammála um að núverandi ástand, launakjörin, dugi ekki til að halda fólki í starfi eða fá fólk til starfa. Byrjunarlaunin eru svo lág að fólk finnur sér starf sem er betur borgað – sem er flestallt ann- að.“ Hann segir að eftir að ekkert hafi gerst hafi þolinmæðina þrotið. Ein meginröksemd fangavarða fyrir því að taka upp samningana er að þeir líta á lögregluþjóna sem við- miðunarstétt. Grunnlaun fangavarða hafa þannig verið 30% lægri en grunnlaun lögregluþjóna árið 2004 auk þess sem fangelsiskerfið hefur verið fjársvelt svo árum skiptir og því er svo komið að menn una ekki við lengur. „Menn eru að reyna að vinna vinn- una sína en það vantar fjármagn til að gera það eins og evrópskar fangels- isreglur segja til um. Vænlegast væri ef menn myndu setjast niður og skoða hvað þarf til að laga þetta.“ Engar viðræður hafa þó verið boð- aðar. Engar viðræður en fanga- verðir segjast sallarólegir „Menn eru að reyna að vinna vinnuna sína en það vantar fjármagn“ Í HNOTSKURN »Alls hafa 40 fangaverðirsagt upp og á fjórða tug afleysingamanna skrifað und- ir stuðningsyfirlýsingu um að þeir muni leggja niður vinnu á sama tíma. » Illa gengur að ráða afleys-ingafólk og nýliða vegna lágra byrjunarlauna. HJÖRTUR Jóhannsson vann ötullega að því að brjóta upp tröppurnar við stjórnarráðshúsið við Lækjargötu þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð í ný- liðinni viku. Var það það nauðsynlegt til að komast að hitalögn þar undir sem hafði farið í sundur. Hjörtur gaf sér lít- inn tíma til að kasta mæðinni og kepptist við að meitla og brjóta eitilhart yfirborðið á tröppunum. Morgunblaðið/Ásdís Meitlað og brotið RÚMLEGA þrír fjórðu hlutar ís- lensku þjóðarinnar telja engan í fjöl- skyldu sinni búa við fátækt. Tæpur fjórðungur telur einhvern í fjölskyld- unni búa við fátækt og um 21% til við- bótar telur að einhver í fjölskyldunni hafi búið við fátækt síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup, en ein spurning könnunar- innar sneri að fátækt. Í framhaldinu voru aðspurðir beðnir um að til- greina fátæktarmörk. Þeir sem bjuggu einir í heimili töldu að tekjur undir 147 þúsund kr. á mánuði væru undir fátæktarmörkum, tveir í heim- ili töldu að tekjur undir 188 þúsund kr. væru undir fátæktarmörkum og þrír í heimili töldu tekjur undir 233 þúsund kr. undir fátæktarmörkum. Upphæðin lækkar hins vegar aðeins þar sem eru fjórir í heimili en þá er upphæðin undir fátæktarmörkum talin vera eða 225 þúsund kr. Hjá fimm í heimili eru fátæktarmörkin síðan talin vera við 260 þúsund kr. tekjur. Nokkur munur er á viðhorfum kynjanna í þessum efnum og telja konur fátæktarmörkin um 20 þúsund kr. lægri en karlar. Svipaðan mun á viðhorfum má finna milli höfuðborgarsvæðis og þéttbýlis þar sem íbúar landsbyggð- arinnar telja fátæktarmörkin 21–28 þúsund kr. lægri en íbúar höfuðborg- arsvæðisins. Fjórðungur þekkir til fátæktar í fjölskyldu Fátæktarmörk einstaklings við 147 þús. kr. tekjur á mánuði VALDIMAR Harðarson arkitekt segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að skipulagi frístundahúsa- hverfa sé víða ábótavant. „Ímynd sveitanna hefur breyst. Þar rísa nú upp frístundahúsahverfi en mér hefur fundist vanta upp á skipulag þeirra. Þarna ægir sam- an öllum stílum. Bjálkahús falla vel inn í skóglendi í Noregi þar sem þau eru hluti af skóginum. Hér er lítill gróður og þau verða framandi í umhverfi sínu þegar maður sér þau í þessari víðáttu sem er sérkenni Íslands,“ segir Valdimar en frístundahús sem hann hannaði er tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlauna fyrir hönd Íslands. Umrætt frístundahús fellur sér- lega vel inn í landslagið. „Ég er ófeiminn við að fara inn í landið. Vefja húsið inn í náttúruna þann- ig að það sé ekki framandi,“ út- skýrir hann m.a. í viðtalinu. Tón- verk | 28 Skipulagi ábótavant
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.