Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 28
arkitektúr 28 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar Valdimar Harðarson arkitekt réðst í byggingu nýs frístundahúss fyrir fjölskylduna ákvað hann að byggja draumahúsið sitt. Húsið, sem er í Hrunamanna- hreppi, er nú tilnefnt fyrir Íslands hönd til hinna virtu Mies van der Rohe-verðlauna ásamt Bláa lóninu. Verðlaunin eru einhver þau eftirsótt- ustu á sínu sviði og eru veitt annað hvert ár. „Ég geri mér nú ekki vonir um að litla Ísland vinni, því þetta er svo víðtækt, tekur til allrar Evrópu,“ segir Valdimar. Nefnd þriggja valinkunnra arki- tekta af eldri kynslóðinni valdi full- trúa Íslands, þau Guðmundur Kr. Guðmundsson, Högna Sigurðardóttir og Manfreð Vilhjálmsson. Guð- mundur hafði komið í húsið hjá Valdi- mar og litist vel á en nefndin hafði það að leiðarljósi að velja hús með íslensk- um sérkennum. Valdimar er fæddur árið 1951 í Keflavík. Hann útskrifaðist sem arki- tekt frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1980. Hann stofnaði ASK ásamt fé- lögum árið 1983 og er nú stjórn- arformaður fyrirtækisins. Hjá stof- unni starfar nú 21 starfsmaður við fjölbreytt störf er varða hönnun og skipulag fyrir fyrirtæki, einstaklinga og opinbera aðila. Meðal verka ASK má nefna verslunarmiðstöðina Smáralind, rannsóknarhús Háskól- ans á Akureyri, íþróttahús Hauka í Hafnarfirði, Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, þjónustustöðvar Esso og EGO. Til viðbótar vann ASK nýverið fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag miðbæjar Selfoss. Einnig hefur ASK unnið verk sem varða endurhönnun á eldra húsnæði, sem er áberandi í bænum eins og Eu- ropay við Ármúla, Pennann í Austur- stræti og Ármúla 3, byggingu VÍS og Exista. Til viðbótar hefur Valdimar hannað húsgögn eins og fellistólinn Sóley, sem hefur hlotið margar alþjóðlegar viðurkenningar, og skrifstofu- húsgögnin Kontra, Fléttu og Fansa, sem Penninn hefur selt til margra ára. Keyptu land átta saman Valdimar keypti hálfa jörð í félagi við sjö aðra vini og kunningja en hóp- urinn skipti jörðinni upp. „Það var ákveðið að ég skipulegði landið. Hluti hópsins er í hestamennsku en þarna er beitiland. En svo er verið að stunda skógrækt og annað,“ segir Valdimar, sem sjálfur er á kafi í hestamennsk- unni og er með hesthús við bústaðinn. „Þarna fékk ég tækifæri til að gera þetta eins og mig hefur dreymt um, skapa heilsteypta mynd af þeirri sýn sem ég hef á uppbyggingu frístunda- húsa á landsbyggðinni,“ segir Valdi- mar, sem hefur ákveðnar skoðanir á málefninu. Hann hefur jafnframt hannað hús í þessum sama nátt- úrulega anda fyrir félagana í hópnum og búið er að reisa sex hús. Einfaldleiki er takmarkið í hönn- uninni. „Þegar maður er búinn að veltast í arkitektúr allt sitt líf snýst þetta eins og í öllu öðru um einfald- leika, númer eitt, tvö og þrjú. Þetta fer allt saman eins og tónverk. Þarf að „harmónera“. Tilgangurinn er að sameina einfaldleika í plani, útliti, landi og efnisnotkun.“ Sjálfur er hann búinn að vera með bústað í 20 ár, á tveimur stöðum á landinu. Hann uppgötvaði landið í Hrunamannahreppnum þegar hann reið þarna í gegn eitt árið og komst í kynni við bóndann, sem átti landið. Fest voru kaup á landinu árið 2000, byrjað var að smíða húsið 2003 og var það fullklárað um tveimur árum síðar. Ný sýn á sveitirnar „Sýn kynslóðar minnar á sveitirnar var annars vegar torfbæir og hins vegar hvít hús með rauðu þaki og beljur. Þetta var ímynd sveitarinnar,“ segir hann og rifjar upp húsin sem hann teiknaði í æsku. „Nú er búsetu- form að breytast, bændum fækkar og það færist í vöxt að fólk sé með frí- stundahús. Þetta eru orðin það full- komin hús að fólk notar þau allan árs- ins hring, eins og við gerum. Fólk er farið að hafa þetta sem annað heimili. Það býr að stórum hluta í þessum húsum. Sækir jafnvel vinnu þaðan á sumrin, keyrir í bæinn eða er með tölvuvinnslu og getur unnið á staðn- um eins og ég get gert. Gæði húsanna hafa stöðugt vaxið,“ segir hann. „Ímynd sveitanna hefur breyst. Þar rísa nú frístundahúsahverfi en mér hefur fundist vanta upp á skipu- lag þeirra. Þarna ægir saman öllum stílum. Bjálkahús falla vel inn í skóg- lendi í Noregi þar sem þau eru hluti af skóginum. Hér er lítill gróður og þau verða framandi í umhverfi sínu þegar maður sér þau í þessari víðáttu sem er sérkenni Íslands. Það sem ég er að reyna að leysa þarna er að tengja saman nútímaarkitektúr og þá hefð sem var í gömlum íslenskum arkitektúr. Að aðlaga húsið landi og land húsi. Ég er ófeiminn við að fara inn í landið. Vefja húsið inn í náttúr- una þannig að það sé ekki framandi,“ útskýrir hann varðandi eigið frí- stundahús. „Fólk er of hrætt við að grípa inn í landið, setur húsið á stultur og stoðir og það stendur upp úr eins og illa gerður hlutur. Það treystir sér ekki til að forma landið að húsinu sem við höfum gert þarna í öllum tilfellum,“ segir Valdimar, sem er ekki hrifinn af kaupum tilbúinna húsa, sem plantað er tilviljanakennt niður. „Það er ekki bara á Íslandi þar sem þetta er orðið að vandamáli, þetta er vaxandi vandamál til dæmis á Norð- urlöndunum. Ásýnd sveitanna er að breytast og það er mikilvægt að það sé tekið fastar á því.“ Mikilvægi akademíunnar Valdimar segir að í þessari miklu útrás og alþjóðavæðingu þurfi að huga að ýmsu. „Rithöfundarnir og tónlistarmennirnir ruddu brautina og nú sækja viðskiptajöfrarnir fram. Þeir fara allir á séríslenskum for- sendum og skapa sér ákveðin sér- kenni. En við höfum ekki markað okkur sömu sérstöðu í arkitektúr. Í þessari miklu uppbyggingu, sem nú á sér stað, er þetta orðið mjög samleitt og alþjóðlegt.“ Dæmi um arkitektúr sem hefur séríslensk einkenni eru verk Guðjóns Samúelssonar, sem notaði stuðla- bergið sem tákn, kapellan á Kirkju- bæjarklaustri eftir Helga Hjálm- arsson og ýmis verk Högnu og Manfreðs. „Við þurfum sérstaklega að passa sveitirnar. Það sem útlendingar hríf- ast af þegar þeir koma til Íslands er þessi mikla víðátta. Við getum ekki falið húsin inni í skógi. Þess vegna er svo mikilvægt að skipulagsmál sveita og frístundabyggða séu mjög vel hugsuð. Byggðin sé aðlöguð betur landi. Það verður að taka þetta föst- um tökum.“ Hvaða skref þarf að taka? „Það þarf að sýna meiri fag- mennsku. Við eigum fullt af góðum Tónverk í takt við náttúruna Morgunblaðið/Gunnar Sverrisson Góð aðstaða Þriggja metra skyggnið stækkar húsið verulega og veitir skjól fyrir veðri en innbyggt grill, pottur og útisturta er á veröndinni. Frístundahús Valdimars Harðarsonar er tilnefnt til virtra hönnunarverð- launa fyrir Íslands hönd. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við arkitektinn um landið og náttúruna, breytt búsetuform og mikilvægi íslensks há- skóla í arkitektúr. Valdimar tók sem mest efni úr nálægu um-hverfi við byggingu eigin frístundahúss. „Allar hleðslur eru úr grjóti úr fjallshlíðinni. Allt tekið úr næsta nágrenni,“ segir hann en hlaðinn arinninn er mikil prýði í húsinu og hægt að nota hann bæði úti og inni. „Veröndin er úr stuðlabergi sem er úr næsta fjalli og búið er að saga niður. Síðan nota ég mik- ið gras en þakið er grasklætt. Mikill jarðhiti er á Flúðum en hitinn í húsinu er kominn þaðan. Allt- af jafn og góður hiti í því,“ segir hann. Húsið er grafið inn í fjallshlíðina og það eru steyptir stoðvegir í bakhlið hússins, sem gerir það miklu hljóðlátara. „Maður finnur mjög lítið fyrir veðri í húsinu. Ríkjandi átt hérna er norð- austanátt, þess vegna er maður alltaf í skjóli á veröndinni fyrir framan, en hún vísar í suður og vestur. Skyggnið er dregið langt út fyrir til að mynda aðstöðu, þetta er einhvers konar fram- lenging á húsinu. Það stækkar mjög mikið við þetta. Þetta hlífir fyrir veðri og öll útivist verður auðveldari. Skyggnið hjálpar húsinu mjög mikið. Það rignir sjaldnast inn að gluggum.“ Skyggnið nær þrjá metra út en húsið sjálft er 93 fermetr- ar. „Skipulag hússins er þannig að í bakrýmum eru salerni, geymslur og þvottahús og í þeim eru þakgluggar. Ekkert viðhald er á því sem er neð- anjarðar. Það er alltaf stöðugur hiti í bakhlið- inni, sama lögmál gildir og í gömlu kartöflu- geymslunum.“ Tilgangur grassins á þakinu Grasþakið hefur tilgang, annan en þann að falla vel inn í umhverfið. „Grasþak ýfir vindinn upp og gerir það að verkum að þegar hann dettur fram af skyggninu myndast ekki hringiða. Það er mjög skjólsælt þarna.“ Hann segir grasið hafa einangrunargildi. Jafn- framt er ekkert borið á það og grasið er viðhalds- frítt. Þakið aðlagast umhverfinu því með tímanum fer flóran sem er í kring í grasið. Einnig er það mjög hljóðlátt því það heyrist ekkert þegar rign- ing og él skella á þakinu. „Ég hef byggt mörg svona þök. Ef þau eru rétt gerð er þetta gjörsamlega vandræðalaust.“ Á veröndinni er pottur, útisturta og innbyggt grill. Einnig er gengið inn í gestaherbergi að ut- anverðu en herbergið er með sér baði. Húsið er langt frá því að vera dimmt þótt bak- hliðin sé grafin í hlíðina. „Það er mjög bjart. Hús- ið er með „skósíðum“ gluggum að framan en það er gert meðal annars vegna útsýnisins.“ Viðurinn í húsinu er lituð fura. Lýsingin er hönnuð af Helga Eiríkssyni í Lumex og er Valdi- mar ánægður með hvernig til tókst með hana. Breyttur lífsstíll borgarbúa Húsið nýtist fjölskyldunni vel. Guðný kona hans er kennari og flytur í sveitina á vorin. Sjálfur reynir hann að vinna mánudag og föstudag upp frá á sumrin. Einnig eiga þau fjögur barnabörn sem dvelja mikið í sveitinni hjá ömmu og afa. Þau eru gott dæmi um breyttan lífsstíl hjá borg- arbúum, sem dvelja í sífellt meira mæli í frí- stundahúsum. Þau fara líka í bústaðinn allar helg- ar sem þau komast á veturna. Þau eru í miklu samneyti við nágrannana í sveitinni, til dæmis í sambandi við hestamennskuna og einnig hafa heimamenn unnið við smíði hússins með miklum sóma. „Þetta er sveitin okkar og verður það. Við flytjum þangað í ellinni ef heilsan leyfir.“ Meðfylgjandi myndir af húsinu að innan og utan, fyrir utan loftmynd, er jafnframt að finna í nýútkominni bók, sem ber nafnið Bústaðir. Verönd úr stuðlabergi Í vinnunni Valdimar Harðarson á arkitekta- stofu sinni ASK í miðbæ Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.