Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 2

Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 2
2 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is GERÐ verður úttekt á öryggisþáttum allra sund- lauga Reykjavíkur, í kjölfar slyssins hörmulega sem varð í Sundlaug Kópavogs 26. apríl sl. Meðal þess sem verður skoðað eru eftirlitsmyndavélar, hvort öll horn laugarinnar séu ekki innan sjónsviðs og hvort endurnýja þurfi tækjabúnað. Þeir for- stöðumenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu, sem Morgunblaðið ræddi við, töldu nær fullvíst að eng- inn blettur væri utan sjónsviðs. „Við erum endalaust að skoða þetta og fylgjast með enda er alltaf ýtrustu varúðar gætt í öryggis- málum sundlaugarinnar,“ segir Daníel Pétursson, forstöðumaður Suðurbæjarlaugar í Hafnarfirði, spurður út í hvort hætt sé við að sundlaugargestir lendi utan sjónsviðs eftirlitsmyndavéla. Daníel seg- ir 16 myndavélar vera í og við laugina og fylgst sé með þeim á sex skjáum, að hans viti sé laugin því al- veg dekkuð. Ásgeir Sigurðsson, staðgengill for- stöðumanns Laugardalslaugar, tekur undir orð Daníels og segir öryggisþættina í stöðugri skoðun og telur engan stað vera utan sjónsviðs. Sömu sögu segir Jens A. Jónsson, forstöðumaður Árbæjar- laugar: „Laugarnar gæta öryggis viðskiptavina númer eitt, tvö og þrjú og því erum við alltaf á varð- bergi gagnvart hugsanlegum veikum blettum.“ Síðastliðinn fimmtudag var haldinn fundur með forstöðumönnum sundlauga Reykjavíkur, sem eru alls sjö, og þar var farið fram á að úttekt yrði gerð á öryggisþáttum. Steinþór Einarsson, skrifstofu- stjóri hjá ÍTR, segir að reglulega séu haldnir fundir með forstöðumönnum lauganna, og að sjálfsögðu hafi slysið hörmulega komið upp. „Við uppfyllum allar reglugerðir hjá okkur, en þegar eitthvað svona kemur upp þá viljum við alltaf fara yfir þann búnað sem við erum með, hvort þurfi að endurnýja hann og það er bara eðlilegt. Ég bað m.a. um að fá yfirlit um það hvers konar tæki við værum með, hvort þau væru komin á tíma og hvort eitthvað þyrfti að end- urbæta.“ Gerð verður úttekt á öryggi í sundlaugum Reykjavíkur Athugað verður hvers konar tæki eru í notkun og hvort þau þurfi að endurnýja Fulltrúar samn- inganefnda heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur og Tannlækna- félags Íslands, undirrituðu í gær samkomulag um fyrirkomulag tannlæknaþjónustu og ókeypis for- varnaskoðun 3ja og 12 ára barna. Liðsmenn tannlæknafélagsins munu nú greiða atkvæði um samkomulag- ið og hljóti það samþykki, er stefnt að því að nýja fyrirkomulagið taki gildi þegar 1. júní. Í sérstakri bókun Tannlækna- félagsins vegna samkomulagsins segir að félagið samþykki að taka þátt í þessari tilraun en telji að miklu meira þurfi til ef bæta eigi al- menna tannheilsu ungmenna á land- inu. „Þarna var samið um heildstæða forvarnaskoðun fyrir 3ja og 12 ára börn en einnig um skráningu á tannheilsu þeirra,“ sagði Siv. „Þriggja ára börnin fá skoðun, fræðslu og flúormeðferð en 12 ára börnin fá einnig tvær röntgenbit- myndir. Miðstöð tannverndar mun halda utan um skráningu á tann- heilsu barnanna, læknarnir koma upplýsingunum til hennar og þetta er mjög mikilvægt, meðal annars til að geta fylgst með því hvort börnin skila sér. Við höfum haft áhyggjur af því allt að 20% barna hafa á hverju ári ekki skilað sér til skoð- unar hjá tannlækni.“ Gagnrýnt hefur verið að tann- heilsu íslenskra barna hafi hrakað, borið saman við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Ráðherra segir að nýja samkomulagið, sem mun kosta ríkið um 70 milljónir á ári, sé liður í að bæta úr því ástandi. „Þetta er fyrsta skrefið í þá átt. Við tökum þarna fyrir tvo árganga, um 4.000 börn eru í hverjum árgangi en við stefnum að því að fleiri árgangar verði teknir inn svo að þetta verði heildstætt en það verður gert í áföngum,“ sagði Siv Friðleifsdóttir. Samið um forvarnir barna Siv Friðleifsdóttir Tennur tveggja árganga skoðaðar Nairobi. AFP. | Nýleg Boeing 737-800 þota flugfélagsins Kenya Airways hrapaði í gær skömmu eftir flugtak í Kamerún. Vitað er að 114 manns voru um borð en ekki höfðu borist neinar fregnir af afdrifum þeirra. „Við erum að reyna að komast að slysstaðnum en veðrið er mjög slæmt,“ sagði talsmaður Kenya Air- ways í Kamerún. Tvær þyrlur hers- ins í Kamerún hófu þegar leit á svæðinu. Flestir farþeganna voru Afríku- menn en einnig nokkrir Evrópu- menn, þ. á. m. einn Svíi. Einnig voru um borð Indverjar, Kínverjar og einn Bandaríkjamaður. Vélin var á leið frá Fílabeinsströndinni til Nai- robi í Kenía en kom við í Kamerún til að taka fleiri farþega. Hún hrapaði eftir flugtak í borginni Douala og mun veður hafa verið afar slæmt á svæðinu, hávaðarok. Flugturn fékk neyðarskeyti frá vélinni skömmu eft- ir flugtakið. Vél Kenya Airways fórst ♦♦♦ÞAÐ var fornbíladagur í skoðunarstöð Frum- herja við Hestháls í gær en áætlað var að um 100 fornbílar yrðu skoðaðir. Sumardagskrá Forn- bílaklúbbs Íslands hefst jafnan með svokölluðum skoðunardegi ár hvert og því bíða jafnan margir spenntir eftir því að sjá bílana komna á götuna. Morgunblaðið/Kristinn Fornbílarnir skoðaðir SAMFYLKINGIN hefur eytt mestu í auglýsingar vegna alþingiskosning- anna framundan, samkvæmt saman- tekt Capacent Gallup, eða tæpum tólf milljónum króna, sem er um 42% af þeim 28 milljónum sem samkomu- lag er um að sé þak á útgjöldum vegna þessa. Samfylkingin hefur þar með tekið fram úr Framsóknarflokknum sem sá flokkur sem mestu hefur varið til kosningabaráttunnar til þessa en í síðustu viku einni eyddi Samfylking- in 6,5 milljónum króna í auglýsingar, þar af tveimur milljónum í sjón- varpsauglýsingar. Útgjöldin taka til tímabilsins frá 27. mars til 2. maí. Næstmest hefur Framsóknarflokkurinn eytt í auglýs- ingar, eða um 10,7 milljónum króna, sem er um 38% af auglýsingafé flokksins. Aðrir flokkar hafa varið lægri fjárhæðum til þessa. Langstærstur hluti auglýsinga flokkanna hefur birst í blöðum, eða fyrir um 33,3 milljónir króna af 46 milljóna króna heildarútgjöldum. Framsóknarflokkur og Samfylking eru jafnframt einu flokkarnir sem hafa birt auglýsingar í sjónvarpi en Framsókn hefur auglýst á þeim vett- vangi fyrir 6,6 milljónir króna og Samfylking fyrir 2,5 milljónir. Þá hefur um 3,9 milljónum króna verið varið í útvarpsauglýsingar. Samfylking hefur kostað mestu til                                                   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.