Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 13
Keilir stefnir að því að hefja næsta haust kennslu við nýjan
starfsgreinatengdan fagskóla (Polytechnic). Fyrsta verkefni
hans verður stofnun Flugakademíu í samstarfi við fyrirtæki
í flugstarfsemi og aðra hagsmunaaðila. Þar verður sinnt
kennslu í allri flugtengdri starfsemi svo sem flugmennsku,
flugþjónustu, flugumferðarstjórn og flugvirkjun.
Háskóli Íslands og Keilir munu sameiginlega byggja upp
alþjóðlegt háskólanám í þeim tilgangi að laða til Íslands
erlenda kennara og háskólanema. Námið og kennslan verða
þróuð, einkum á sviðum orkuvísinda og umhverfismála,
jarðvísinda, sjálfbærrar þróunar, verkfræði, ferðamála, lífríkis
hafsins, norðurslóðarannsókna, samgöngumála og alþjóða-
og öryggismála. Þróunarhópur á sviði orkuvísinda- og
umhverfismála með aðild lykilfyrirtækja og helstu rann-
sóknarstofnana landsins hefur þegar hafið störf.
Keilir er ný miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Þar sem áður
var herstöðin í Keflavík, verður byggt upp alþjóðlegt háskóla-
samfélag og atvinnurekstur í tengdri starfsemi. Meðal hluthafa
eru Háskóli Íslands og lykilfyrirtæki í útrás íslensks atvinnulífs
erlendis, ásamt fyrirtækjum og félögum á Suðurnesjum. Þetta
er stærsta fjárfesting einkaaðila í menntun á Íslandi frá upphafi
en hlutafé félagsins er á fjórða hundrað milljóna króna.
Félagið mun byggja upp háskólasamfélag þar sem leidd
verða saman fyrirtæki og háskólar, þekking og fjármagn til
nýsköpunar í atvinnulífi og útrásar í íslenskum mennta-
málum. Enskt heiti félagsins er Keilir, Atlantic Center
of Excellence. Það vísar til stöðu Íslands í alþjóðavæddum
heimi og þess markmiðs félagsins að byggja upp þekkingu,
kennslu og rannsóknir á háskólastigi í alþjóðlegu samhengi.
MerkiHáskólastarfFlugakademía
Stefnt er að því að kennsla í Flugakademíu hefjist strax
í haust.
Stefnt er að því að háskólakennsla hefjist haustið 2008. Keflavíkurflugvelli Sími 5784000