Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 14

Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 14
14 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Montreal 17. maí frá kr. 33.990 Vikuferð - Síðustu sætin Frá kr. 49.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgun- verði í 7 nætur, 17.-24. maí. Aukagjald fyrir einbýli kr. 19.900. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.900. Munið Mastercard ferðaávísunina Ótrúlegt tilboð aðeins 10 herbergi í boði Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum í aukaferð til Montreal 17. maí. Þetta er einstakt tæki- færi til að njóta vorsins og lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi tíminn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmti- legan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Frá kr. 33.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, 17.-24. maí. Beint flug STAÐA PLÖTUÚTGÁFU Á ÍSLANDI aðurinn sé ekki á því bili. Það má aftur á móti hæglega verja hærri upphæðum og margir gera það,“ segir hann. Sena langstærsti útgefandinn Sena gnæfir yfir aðra útgefendur á íslenskum plötumarkaði. Íslensk tónlistarútgáfa á vegum Senu er mjög víðtæk og skiptist í tvö út- gáfumerki; Senu og Íslenska tóna. Undir merkjum Senu koma út nýj- ar plötur en Íslenskir tónar gefa út eldri tónlist, safnplötur og ferils- plötur. Meðal helstu listamanna sem gefa út sína tónlist hjá Senu eru Björgvin Halldórsson, Bubbi, Sálin hans Jóns míns, Baggalútur, Regína Ósk, Toggi, Ampop og Bra- in Police. Íslenskir tónar hafa á undanförnum misserum sent frá sér ferilsplötur með Björgvini Hall- dórssyni, Megasi, Ellý Vilhjálms og Vilhjálmi Vilhjálmssyni auk útgáfu- raðanna Óskalögin og Svona var. Sena er jafnframt eigandi út- gáfuréttar á stórum hluta af allri íslenskri tónlist en í eigu Senu eru meðal annars allar íslenskar tón- listarútgáfur Fálkans, Skífunnar, Steina, Spors, Steinsnars, HSH- útgáfunnar og SG-hljómplatna. Sena er ennfremur með umboð fyrir flesta helstu útgefendur tón- listar í heiminum, en þar á meðal eru Universal, EMI, SonyBMG og Warner ásamt nokkrum minni. Undir merkjum þessara fyrirtækja eru listamenn eins og U2, Rolling Stones, Bítlarnir, Eminem, Ma- donna, REM, Katie Melua og fleiri. Yfirleitt stöngin inn Undanfarin ár hefur Sena sent frá sér um fimmtíu titla á ári. Eið- ur Arnarsson útgáfustjóri áætlar að árleg markaðshlutdeild útgáf- unnar í íslenskri tónlistarútgáfu sé allt að 75%. „Við erum mjög ánægð með þá hlutdeild þar sem við gef- um ekki út nema um 25–30% af öllu því efni sem kemur árlega út á Íslandi. Þannig að þetta er yfirleitt stöngin inn hjá okkur, ef þannig má að orði komast,“ segir Eiður. Metsölulisti Sambands hljóm- plötuframleiðenda endurspeglar þessa yfirburði á markaði en af tuttugu söluhæstu plötum síðasta árs báru útgáfumerki Senu ábyrgð á átján. Enda þótt nafnið Sena sé til- tölulega nýtt af nálinni er um rótgróinn útgefanda að ræða og Eiður staðfestir að eigendurnir geri skýlausa kröfu um að starf- semin skili arði. Sena er hluti af 365-samsteypunni. „Í þessu samhengi er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir því að 95% allrar tónlistar í heiminum er gefin út með tapi. Gróðinn af hin- um 5% er aftur á móti svo mikill að greinin ber sig og vel það,“ segir Eiður en bætir við að hlutföllin séu önnur hjá Senu, nær 80/20 arðbær- um útgáfum í vil enda markaðurinn af öðru tagi vegna smæðar sinnar. Heillandi fag Eiður segir plötuútgáfu mjög heillandi fag enda hverfist það um „hið ómögulega“, þ.e. hjónaband viðskipta og lista. Hann segir sitt starf öðru fremur snúast um til- finningu og endalausar ágiskanir. „Maður getur haft á tilfinningunni að eitthvað gangi vel en aldrei ver- ið alveg viss. Elsti sannleikurinn í tónlistarútgáfu er að fólk kaupi það sem það þekkir. Það er ágætt við- mið. Vegna sterkrar stöðu útgáf- unnar höfum við líka talsvert svig- rúm til að taka áhættu en hún verður að vera innan skynsamlegra marka. Eigendur gera miklar kröf- ur til okkar.“ Baráttan um athyglina er hörð á Vegna sterkrar stöðu útgáf- unnar höfum við líka talsvert svigrúm til að taka áhættu en hún verður að vera innan skynsamlegra marka. Eigendur gera miklar kröfur til okkar. Eiður Arnarsson Ú tgáfa á klassískri tónlist hefur lengi átt erfitt upp- dráttar á Íslandi og fara þarf niður í 57. sæti sölu- listans í fyrra til að finna plötu af klassískum toga, Cortes með Garðari Thór Cortes sem raunar kom út árið 2005 og seldist þá ljóm- andi vel. Hún fór í 1.458 eintökum í fyrra sem Jónatan Garðarsson seg- ir dágott á öðru söluári. Engin önn- ur klassísk plata seldist í meira en 1.000 eintökum á síðasta ári. Eiður Arnarsson segir það al- gjöra undantekningu að klassísk plata seljist vel á Íslandi. Þó séu dæmi um það. Garðar Thór er nær- tækasta dæmið en hann nefnir einnig Kristján Jóhannsson og Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur, Diddú. Þessir listamenn hafi selt plötur í þús- undum eintaka þegar vinsældir þeirra risu hvað hæst. Eiður telur þessa sölu fyrst og fremst helgast af persónulegum vinsældum téðra flytjenda. „Þetta er gríðarlega þröngur markaður um allan heim, þannig að það kemur ekki á óvart að klassísk plötusala eigi á brattann að sækja á Íslandi. Svipaða sögu er að segja um djassinn enda þótt hann seljist ívið betur.“ Samkvæmt Plötutíðindum kom 21 klassísk plata út hérlendis í fyrra og segir Jónatan þann fjölda heldur í lægri kantinum. Synd að sinna þessu ekki Smekkleysa hóf að gefa út klass- íska tónlist fyrir um áratug og eru titlarnir orðnir sextíu í dag. Ás- mundur Jónsson segir áhuga en ekki gróðasjónarmið hafa ráðið þeirri ákvörðun. Hann viðurkennir að salan sé dræm og oft og tíðum þurfi að fjármagna verkefnin sér- staklega til að plöturnar komi út. Smekkleysa hefur um skeið verið í samstarfi við Íslenska tón- verkamiðstöð, auk þess sem átak hefur verið gert varðandi dreifingu í Bretlandi. „Það er mikið og blómlegt líf í kringum íslensk tónskáld og margt liggur í skúffunum. Það væri synd að sinna þessu ekki,“ segir Ás- mundur. Hann segir að þessi hluti starf- semi Smekkleysu hafi ekki borið sig en einstakar útgáfur hafi geng- ið ágætlega. Nefnir hann í því sam- bandi plötuna Raddir sem gefin var út í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar og plötu með söng- lögum Sigvalda Kaldalóns. Ásmundur segir klassísku útgáf- una unna með langtímasölu að markmiði og bindur vonir við að aurinn skili sér í kassann á end- anum. „Maður gæti samt örugglega fjárfest á arðbærari hátt,“ segir hann sposkur. Það er því ekki ástæða til annars en vera bjartsýnn fyrir hönd íslenskrar tónlistar- útgáfu. Hún er að sækja í sig veðrið frekar en hitt. Jónatan Garðarsson Búðir sem áður seldu bara plötur hafa ekkert stækkað að flatarmáli og þar sem nú þarf að búa til rými fyrir hina miðlana er viðbúið að minna fari fyrir tónlistinni en áður. Ásmundur Jónsson DRÆM SALA Á KLASSÍSKUM PLÖTUM Morgunblaðið/ÞÖK Það þarf að eyða mörgum krónum áður en eitthvað kemur á móti. Það er stærsti þröskuldurinn. Í okkar tilviki er eitthvað farið að skila sér til baka en við erum rétt að byrja. Lárus Jóhannesson þessum vettvangi sem öðrum og að sögn Eiðs er markaðskostnaður út- gefenda að aukast. „Það er í takt við annað í þjóðfélaginu,“ segir Eiður. „Það þarf meira til að ná yf- ir „noise-level“, eins og Björgvin Halldórsson orðar það. Við þessu höfum við brugðist.“ Smekkleysa færir út kvíarnar Smekkleysa er önnur rótgróin plötuútgáfa en hún fagnaði tvítugs- afmæli sínu í fyrra. Upphaflega var Smekkleysa stofnuð til að gefa út efni Sykurmolanna en óx snemma fiskur um hrygg. Meðlimir Syk- urmolanna hafa þó alla tíð verið ná- tengdir útgáfunni með einum eða öðrum hætti. Ásmundur Jónsson, sem stýrt hefur starfsemi Smekkleysu allar götur frá upphafi, segir hvötina að útgáfunni hafa verið ferskleikann sem fylgdi Sykurmolunum og lista- mönnum sem komu úr svipaðri átt á sínum tíma. Þeir hafi ekki átt samleið með öðrum útgefendum og því hafi það verið sameiginleg ákvörðun hans og hljómsveit- arinnar að stofna sérstaka útgáfu utan um hana. Síðan hleyptu Sykurmolarnir heimdraganum með alkunnum ár- angri og ekkert lát er á landvinn- ingum söngkonunnar, Bjarkar Guð- mundsdóttur, beggja vegna Atlantsála. Því fór þó fjarri að Smekkleysa legði upp laupana. Þvert á móti bætti hún í seglin og tók upp á sína arma hljómsveitir á borð við Ham, Langa-Sela og Skuggana og Risa- eðluna. Þessu grasrótarstarfi hefur verið fram haldið til þessa dags. Af skjólstæðingum útgáfunnar í dag má nefna Sigur Rós, Múm, Jagúar og Jeff Who? Smekkleysa hefur verið að gefa út tæpa tvo tugi titla á ári, þar af eru að jafnaði fjórir til átta klass- ískir. Útgáfurétturinn mikilvægur Ásmundur segir plötuútgáfu snú- ast að miklu leyti um útgáfuréttindi sem safnist upp á löngum tíma. Mikilvægt sé að ráða yfir útgáfum sem seljist jafnt og þétt löngu eftir að þær komu fyrst út. Gott dæmi um þetta er platan Gling Gló með Björk og Tríói Guðmundar Ingólfs- sonar en hún seldist í meira en 1.400 eintökum á síðasta ári. Eiður tekur undir þetta. Útgáfu- rétturinn er verðmætasta eign Senu og raunar sú áþreifanlegasta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.