Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 18

Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 18
18 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Stjarna Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, hrapar hratt og pólitísk framtíð hans hangir á bláþræði. Svipmynd | Söngkonan Beth Ditto fer fyrir sveitinni The Gossip og stjarna hennar er á uppleið. Knattspyrna | Í hugum áhangenda knattspyrnuliðsins Liverpool skín stjarna þjálfarans Rafaels Benítez skært, hann er hinn útvaldi. VIKUSPEGILL» Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is STAÐAN er erfið, svo mjög raunar, að hún hlýtur að teljast nánast vonlaus. Forsætisráð- herrann hefur að sönnu einskis stuðnings notið um nokkra hríð en við spillingarmál og ásak- anir um valdníðslu hafa nú bæst rökstuddar fullyrðingar þess efnis að hann sé fljótfær og í besta falli dómgreindarlaus. Ehud Olmert, for- sætisráðherra Ísraels, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu og þar ræðir án vafa um síðustu orr- ustuna; stáltaugarnar sýnast enn halda en óvíst er hversu lengi stuðningur flokksmanna mun duga. Sýnt þótti að skýrslan yrði svört en gagn- rýni Winograd-nefndarinnar svokölluðu reyndist harkalegri en flestir höfðu ætlað. Í skýrslu nefndarinnar, sem birt var á mánudag, segir berum orðum að Olmert og aðrir helstu ráðamenn Ísraelshers hafi gerst sekir um „al- varleg mistök“ í fyrrasumar er blásið var til herfarar gegn skæruliðum Hizbollah-hreyf- ingarinnar í Líbanon. Framganga forsætisráð- herrans hafi mótast af dómgreindarbresti, skorti á ábyrgðartilfinningu og fljótfærni. Hernum hafi verið skipað að ráðast gegn and- stæðingunum án þess að fyrir lægi tilhlýði- legur undirbúningur og áætlun um fram- kvæmd herfararinnar. Greinargerð nefndarinnar tekur aðeins til fyrstu sex daga átakanna, hún mun skila lokaskýrslu sinni í sumar, trúlega í júlímánuði. Víst er að for- sætisráðherrann horfir ekki til birtingar henn- ar með tilhlökkun. Herförin mislukkaða gegn skæruliðum Hiz- bollah reyndist Olmert og hinum virta herafla Ísraela mikill álitshnekkir. Hernum var fyr- irskipað að ráðast gegn skæruliðum Hizbollah í Líbanon eftir að þeir höfðu fellt þrjá hermenn og rænt tveimur í skyndiárás yfir landamæri ríkjanna 12. júlí í fyrra. Átökin stóðu í 34 daga og tókst Ísraelum hvorki að frelsa hermennina né að uppræta hreyfingu skæruliða. Síðasta dag átakanna skutu skæruliðar fleiri flug- skeytum yfir landamærin á íbúðahverfi í Ísrael en á fyrsta degi þeirra. Dýrkeypt reynsluleysi Forseti ísraelska herráðsins, Dan Halutz, sagði af sér í janúarmánuði og hafði til þess ærna ástæðu ef marka má þá umsögn sem hann fær í skýrslu Winograd-hópsins. Ákvörð- un Halutz líktu sumir fjölmiðlar í Ísrael við „landskjálfta“ og urðu margir til þess að spá því að þeir Olmert og Amir Peretz, varnar- málaráðherra og leiðtogi Verkamannaflokks- ins, myndu einnig neyðast til að láta af störf- um. Peretz er hvergi hlíft í skýrslunni og er sérstaklega tekið fram að reynsluleysi hans á sviði varnar- og öryggismála hafi reynst dýr- keypt í hernaðinum í Líbanon. Þeir Olmert og Peretz eru fyrstu leiðtogar Ísraelsríkis sem búa ekki yfir umtalsverðri reynslu á sviði hermennsku. Í Ísrael eru nú mjög margir þeirrar hyggju að ráðamenn hafi með röngum ákvörðunum grafið undan þeirri fælingarstefnu sem Ísraelar hafa fylgt á und- anliðnum áratugum með ágætum árangri. Mis- tök þeirra snerti því öryggi þjóðarinnar og raunar sjálfan tilverugrundvöll ríkisins. Ein- hverjir ættu erfitt með svefn eftir að hafa hlot- ið slíka umsögn. Og skoðanakannanir hafa lengi verið forsætisráðherranum lítið gleði- efni; í þeirri nýjustu kveðast tvö prósent þátt- takenda bera traust til Olmerts, tveir af hverj- um þremur telja að hann eigi að segja af sér. Í skýrslu Winograd-hópsins er forsætisráð- herrann ekki beinlínis hvattur til að hverfa úr embætti. En slíkra ákalla þurftu menn ekki lengi að bíða. Stjórnarandstaðan með Binyam- in Netanyahu, fyrrum forsætisráðherra og leiðtoga Likud-flokksins, í broddi fylkingar, krafðist þess að vonum að Olmert bæðist lausnar en erfiðust voru honum þó áköll eigin flokksmanna þessa efnis. Þar fór fremst í flokki Tzipi Livni utanríkisráðherra. Livni sem er 47 ára gömul reynir lítt að dylja metnað sinn til frekari frama á stjórnmálasviðinu í Ísrael. Krafa hennar um afsögn þótti þó heldur van- hugsuð og sögðu innvígðir að betur hefði farið á því að hún hefði sjálf sagt af sér og hvatt um leið Olmert til að gera slíkt hið sama. Ekki er útilokað að sú geti síðar orðið rás atburða. Fall Ehuds Olmerts er að sönnu með nokkr- um ólíkindum. Olmert, sem er 61 árs gamall og þrautreyndur atvinnustjórnmálamaður, tók við sem leiðtogi Kadima-flokksins í janúar í fyrra er lærifaðir hans og stofnandi flokksins, Ariel Sharon forsætiráðherra, veiktist og féll í dá. Kadima-flokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningunum í marsmánuði og í maí tók Olmert formlega við embætti forsætisráð- herra. Sigurinn mátti rekja til þeirrar stefnu Sharons að kalla bæri einhliða heim herlið Ísr- aela á Gaza-svæðinu og (síðar) hluta Vestur- bakkans og leggja af byggðir landtökumanna þar. Svigrúmið, sem myndaðist við brottflutn- ing þennan frá Gaza árið 2005, nýttu palest- ínskir vígahópar þar til árása yfir landamærin á byggðir Ísraela. Stefna þessi telst nú gjald- þrota og stuðningur við hana enginn. „Ég er afar óvinsæll forsætisráðherra“ Ehud Olmert naut stuðnings og velvildar er hann hófst til valda fyrir aðeins rúmu ári þótt að vísu hafi ásakanir um spillingu löngum fylgt honum. Nákvæmlega ekkert hefur gengið Ehud Olmert í hag og skýrslan um dapurlega framgöngu hans í herförinni gegn Hizbollah- hreyfingunni í fyrra sýnist ætla að reynast rot- höggið þótt einhver bið kunni að verða á því að hann sætti sig við hið óumflýjanlega. Og þó. Olmert hefur þráfaldlega lýst yfir því á undanliðnum dögum að hann hafi engin áform um að hverfa úr embætti. Hann hefur að vísu viðurkennt að „mistök“ hafi verið gerð í „sumarstríðinu“ í Líbanon en kveður mikil- vægt að hann taki að sér það verkefni að bregðast við þeirri niðurstöðu og bæta fyrir þau. Ýmsum þykir þessi málflutningur með miklum ólíkindum en Olmert verður ekki sak- aður um að hafa glatað öllu sambandi við mannheima. „Ég er afar óvinsæll forsætisráð- herra,“ sagði hann á dögunum. Tæpast teljast þær upplýsingar byltingarkenndar. Stjórn Olmerts styðst að vísu við traustan meirihluta á Knesset, þingi Ísraels. Stjórnar- flokkarnir hafa samtals 78 menn en á þingi sitja 120 fulltrúar. Stjórnmál í Ísrael eru að sönnu list hins mögulega; flokkar ganga þar til liðs við stjórnir og úr þeim án teljandi vand- kvæða og stjórnmálastéttin sýnist fær um verulegan „sveigjanleika“ þegar að samning- um kemur. Mat Olmerts og leiðtoga Verka- mannaflokksins er sýnilega það, að óhugsandi sé að ganga til kosninga nú þar sem algjört fylgishrun blasi við, sem skila myndi Binyamin Netanyahu á ný í stól forsætisráðherra. Hætt er við almenningur sætti sig ekki við að óvinsælasti forsætisráðherra í sögu Ísraels hundsi kröfur um að hverfa úr embætti. Fjöl- menn mótmæli gegn stjórn Ehuds Olmerts fóru fram á miðvikudag og virtist sem fram- hald yrði á þeim. Sérfróðir líktu 150.000 manna útifundi í Tel Aviv við „uppreisn fólksins“ gegn alræði „valdastéttarinnar“ og athygli vakti hversu fjölbreytilegir samfélagshópar voru þar saman komnir. Slíkur þrýstingur kann að verða óbærilegur. Hræðsla undirsáta forsætis- ráðherrans innan Kadima-flokksins við ósigur og tilheyrandi missi áhrifa og valda kann að lengja enn í þeirri pólitísku hengingaról, sem Ehud Olmert hefur brugðið um háls sér. Síðasta orrusta Olmerts Forsætisráðherra Ísraels er rúinn trausti og nú hefur sérstök rannsóknarnefnd vænt hann um dóm- greindarbrest og fum á sviði varnar- og öryggismála  Hversu lengi fær Ehud Olmert haldið velli? REUTERS Gagnrýni Ehud Olmert og Tzipi Livni utanríkisráðherra á þingfundi er skýrsla Winograd- nefnarinnar var rædd á þriðjudag. Livni hefur hug á að taka við sem leiðtogi Kadima. ERLENT» Í HNOTSKURN »Ehud Olmert fæddist 30. september1945 í þorpinu Shoni í Palestínu. Hann lagði stund á sálfræði, heimspeki og lögfræði við Hebreska háskólann í Jerúsalem. »Árið 1973 var hann kjörinn til setu áþingi og var hann þá yngstur full- trúa þar, 28 ára gamall. Olmert sem var þá félagi í Likud-flokknum lýsti sig and- vígan friðarsamningnum við Egypta 1978 og Oslóar-samkomulaginu við Pal- estínumenn 1993. »Hann sat í ríkisstjórn frá 1988 til1993 er hann var kjörinn borg- arstjóri Jerúsalem. Því embætti gegndi hann í tíu ár. Árið 2003 var hann skip- aður ráðherra viðskipta, iðnaðar og at- vinnumála. Í ágústmánuði 2005 tók hann við starfi fjármálaráðherra af Bin- yamin Netanyahu. Olmert var aðstoð- arforsætisráðherra og fylgdi síðan læri- meistara sínum Ariel Sharon er hann klauf Likud og stofnaði Kadima- flokkinn haustið 2005. »Ég vann einu sinni í kola-námu heima, á sex klst. vökt- um, en vaktin í göngunum er 13 klst. án þess að fá nokkurt hreint loft. Það er viðbjóður. Andrzej-Andreas Szepytiak , starfsmaður við Kárahnjúkavirkjun, í samtali við Morgunblaðið. Andreas er einn þeirra sem gengust undir læknisskoðun vegna eitr- unaráhrifa sem þeir urðu fyrir við vinnu í aðrennslisgöngum virkjunarinnar. »Ég fékk veikindaleyfi og núætla ég heim til Póllands á sjúkrahús. Feknev Jaroslaw , sem einnig veiktist við vinnu í göngunum. » Þetta er ekki endanlegt aðneinu leyti en það vekur at- hygli að þarna var fallist á mjög alvarlegt brot sem var hluti af upprunalegri kæru frá Jóni Ger- ald. Sigurður Tómas Magnússon , settur rík- issaksóknari, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu svonefnda. »En ef menn eru að tala umþað sem hefur verið kallað stærsta efnahagsbrotamál Ís- landssögunnar þá blasir það við að eftirtekjan hjá ákæruvaldinu er mjög rýr. Gestur Jónsson , verjandi Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, forstjóra Baugs, um nið- urstöðu Hérðaðsdóms Reykjavíkur. »Á meðan við forystumenn-irnir berjumst niður Lauga- veginn með fánana og höldum þrumuræður hver yfir öðrum eru fjölskyldurnar annars stað- ar. Guðmundur Gunnarsson , formaður Raf- iðnaðarsambandsins, um hátíðarhöld á 1. maí, baráttudegi verkalýðsins. Guð- mundur hefur lagt til að formi hátíð- arhalda verði breytt en litlar undirtektir hlotið. »Ef við viljum ekki ganga aðþessum kröfum þá verðum við að gjöra svo vel að taka húsið á bakið, brenna það eða flytja burt. Sigurður Guðmundsson landlæknir um leigusamning sinn á frístundalóð í landi Dagverðarness í Skorradal. Nýr eigandi jarðarinnar hefur boðið kaup á lóðum á verði sem þykir langt yfir markaðsvirði. Ummæli vikunnar Dómur Fréttamenn taka Sigurð Tómas Magnússon, settan ríkissaksóknara í Baugsmálinu, tali eftir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur lá fyrir. Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.