Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 20
20 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Hvað er ríflega 150 cm áhæð, tæplega 100 kg oggetur öskrað mjög hátt?Svar: Beth Ditto, hin 25
ára gamla söngkona bandarísku
pönkuðu og dansvænu rokksveitar-
innar The Gossip. Ditto hefur vakið
mikla athygli fyrir söng sinn og
sviðsframkomu og einnig fatastíl,
sem er ekki hefðbundinn miðað við
manneskju í hennar stærð. Hún
fengi ekki háa einkunn hjá Trinny og
Susönnuh í sjónvarpsþáttunum
What Not To Wear, sem myndu
áreiðanlega draga hana úr glansandi
sokkabuxunum og glimmerbeltinu á
stundinni og klæða hana í aðsniðinn
dömujakka við A-laga kjól. Þær og
aðrar þröngsýnar tískulöggur hefðu
rangt fyrir sér því Ditto er með sér-
stakan stíl, sem fellur í kramið hjá
aðdáendum hennar en í þeim hópi
fjölgar stöðugt.
Í umræðunni um „stærð núll“ og
hverfandi stjörnur á borð við Nicole
Richie og vinkonur er Ditto eins og
ferskur andblær, eða öllu heldur
kraftmikill stormsveipur.
Óhefðbundið ömmulíferni
Beth Ditto hefur verið sögð lifa
djörfu lífi að hætti Courtney Love en
sjálf segir hún það víðsfjarri sann-
leikanum. Hún sagði í nýrri grein
breska dagblaðsins Guardian að lífs-
stíll hennar sé engan veginn rokk-
stjörnulegur. Hún tryllir lýðinn á
tónleikum en þess á milli segist hún
vera algjör amma. Hún bakar kökur,
eldar fyrir vinina og hugsar um
blómin sín.
Hún myndi aldrei taka eiturlyf.
„Mér finnst eiturlyf ekki töff. Ég veit
að sumir geta tekið þau og ekki misst
stjórn á lífi sínu en ég hef séð svo
marga eyðileggja sköpunargleði sína
og lífið með og ég vil ekki vera einn
af þeim. Ég hef heldur engan áhuga
á því að vera manneskja sem hefur
áhrif á ungt fólk á þessa vegu.“
Hún vill væntanlega frekar hafa
góð áhrif á líf fólks en greinin um
Ditto í Guardian var einmitt birt af
því tilefni að hún var að byrja með
nýjan ráðgjafarpistil í blaðinu þar
sem hún svarar spurningum lesenda.
Þetta þýðir þó alls ekki að hún lifi
einhvers konar hefðbundnu lífi að
hætti Biblíubeltisins þaðan sem hún
er ættuð. Hún er lesbía og kom að
eigin sögn hægt út úr skápnum á
aldrinum 15–18 ára, sem var ekki
auðvelt þarna í suðrinu. Nýjasta
spurning í vandamáladálki hennar er
einmitt: „Hvernig á að koma út úr
skápnum í vinnunni?“ og svarar hún
með stæl. Ditto segir það hafa verið
erfitt að flytja frá Arkansas en hún
notaði síðasta peninginn sinn til að
kaupa flugmiða til Olympiu í Wash-
ington. Þar var umhverfið feminískt
og skapandi, allir í hljómsveitum og
mikill samfélagsstuðningur. Líf
hennar hefur ekki alltaf verið auð-
velt og hún hefur þurft að taka
margar erfiðar ákvarðanir. „Ég legg
mínar eigin lífsreglur. Ég er auðvit-
að femínisti og finnst ég vera fé-
lagslega og stjórmálalega meðvituð,
þó auðvitað sé hægt að draga í efa
hvað pólitískur rétttrúnaður er. Að
minnsta kosti samþykki ég ekki bara
það sem mér er sagt.“
Umræðan um útlitið
Hún hefur rætt holdafarið í við-
tölum. „Ég er ekki of þung. Ég er
feit, ég er með fellingar og mér er
sama.“ Enginn getur ásakað hana
um að meina þetta ekki því í lok tón-
leika er hún gjarnan farin úr öllu
nema nærfötunum. Og einhvern veg-
inn verður öllum öðrum líka sama.
„Fólk talar ennþá stundum um
hvernig ég lít út en enn sem komið er
hefur enginn sagt mér eitthvað sem
ég veit ekki nú þegar. Ég veit að ég
er feit, ég veit ég er sérstök, ég veit
að tennurnar mínar eru gular. Ég
kemst í spegil og þetta fer ekkert
framhjá mér. Þegar fólk segir eitt-
hvað á þennan veg um mig þá langar
mig bara til að svara „Í alvöru“ eða
„Vá, þú ert snillingur. Þú ættir að
verða ljósmyndari. Þú ert með svo
ótrúlega góða sjón“.“
Holdafarið ber allavega vott um
það að hún lætur enga peningamask-
ínu stjórna sér. Hún er engin fjölda-
framleidd poppdúkka heldur hagar
sér eins og hún vill.
Ditto er innblástur greinar The
Sunday Times frá 29. apríl síðast-
liðnum, sem fjallar um stelpur yfir
meðallagi stórar í óháða rokkheim-
inum. Fyrir þá sem vilja kynna sér
málið betur eru nefndar til sögunnar
George úr Schla La Las, Delia úr
Manic Cough, Titania úr Tits of
Death, Heathy Lee Roth úr Gravy
Train!!!! og Guri úr Priscillas. Allar
eiga þær það sameiginlegt að láta til
sín taka á sviði og klæða sig á ögr-
andi hátt. Alvöru rokk og ról óháð
vaxtarlagi.
Önnur grein úr Guardian virðist
einnig benda til þess að fita sé í tísku
(eða a.m.k. ekki í felum) en þar telur
blaðamaður upp tíu uppáhalds feitu
manneskjur sínar. Ditto er á listan-
um ásamt Hinrik VIII, Búdda, Pav-
arotti, Orson Welles og fleirum.
Hægt er að hlusta á lög The Gos-
sip á www.myspace.com/gossipband
og fræðast nánar um sveitina á op-
inberri heimasíðu hennar
www.gossipyouth.co.uk.
Stór, stærri, stórkostlegust
Í HNOTSKURN
»Ditto er á toppi nýjastaárslista breska blaðsins
NME yfir svalasta fólkið í
rokkinu og jafnframt ein af
þremur konum á topp fimm-
listanum. Hinar eru Lily Allen
(nr. 3) og Karen O úr Yeah
Yeah Yeahs (nr. 5).
»Hún syngur í bandarískurokksveitinni The Gossip,
sem stofnuð var í Searcy í
Arkansas árið 1999.
»Með henni í sveitinni erugítarleikarinn Nathan
(réttu nafni Brace Paine) og
trommarinn Kathy. Þremenn-
ingarnir fluttu saman til Ol-
ympiu í Washington-ríki.
»The Gossip hefur gefið útfjórar hljóðversskífur,
That’s Not What I Heard
(2000), Arkansas Heat (2002),
Movement (2003) og Standing
in the Way of Control (2005).
SVIPMYND»
Beth Ditto er söngkona bandarísku rokksveitarinnar The Gossip, hefðbundin í vaxtarlagi, og sam-
kvæmt nýjasta árslista breska tímaritsins NME er hún svalasta manneskjan í rokkheimum.
Slúður en ekkert múður Þrenningin í The Gossip með kraftmiklu konuna
Beth Ditto, söngkonu, femínista og lesbíu, í fararbroddi.
Rafa er hinn útvaldi, stóð ástórum rauðum fána semhékk niður af svölum hót-els á Römblunni í Barse-
lónu daginn sem Liverpool skellti
ríkjandi Evrópumeisturum á heima-
velli þeirra í febrúar. „Þið eruð bara
með bikarinn í láni. Við erum komn-
ir til að sækja hann,“ sögðu boru-
brattir stuðningsmenn enska liðsins
– fyrir leik. Orðin höfðu takmarkaða
þýðingu á þeim tíma en í dag, rúm-
um tveimur mánuðum síðar, er Liv-
erpool á þröm þessa þrekvirkis – að
fara með sigur af hólmi í Meist-
aradeild Evrópu í annað sinn á
þremur árum. Benítez brá aftur og
nýbúinn brandi fyrir tálknin á hin-
um kokhrausta kollega sínum hjá
Chelsea, José Mourinho, í vikunni
og nú þarf hann aðeins að ryðja
einni hindrun til viðbótar úr vegi,
AC Milan. Öðrum gömlum kunn-
ingja. Hafi Benítez haft stöðu hetju í
augum Rauða hersins áður, þarf
örugglega að leita að sambærilegum
fyrirbærum á öðrum tilverustigum
nú.
Rafael Benítez Maudes fæddist í
Madríd á Spáni 16. apríl 1960. Hann
er af millistéttarfólki kominn og
sparkyndið drakk hann í sig með
móðurmjólkinni en frú Rosario
Maudes, móðir hans, er gallharður
stuðningsmaður Real Madrid.
Rafa hinn ungi þráði, eins og svo
mörg ungmenni, ekkert heitar en
verða knattspyrnumaður og gekk í
raðir Real Madrid. Hann skilaði sér
þó aldrei upp úr yngri flokkunum og
slæm meiðsli, sem hann hlaut á ung-
lingsárum, dæmdu hann til vistar í
neðri deildunum á Spáni. Ferlinum
lauk langt um aldur fram.
Þrettán ára þjálfari
Benítez hafði ungur sýnt þjálfun
áhuga, var farinn að þjálfa barnalið
þrettán ára að aldri, og ljóst var
hvert hugurinn stefndi. 26 ára réð
Real Madrid hann til starfa. Benítez
gengdi ýmsum störfum hjá vara- og
unglingaliðum félagsins næsta ára-
tuginn, um skeið var hann m.a.s. að-
stoðarmaður knattspyrnustjórans,
Vicente Del Bosque.
Sumarið 1995 var Benítez ráðinn
knattspyrnustjóri Real Valladolid í
spænsku úrvalsdeildinni. Þar fann
hann ekki fjölina sína og var látinn
taka pokann sinn eftir einungis tvo
sigra í 23 leikjum. Ekki gekk honum
betur hjá Osasuna, sem hann tók við
í 2. deildinni árið eftir. Var sagt upp
störfum eftir einn sigur í níu leikj-
um. Því næst lá leið Benítez til ann-
ars félags í 2. deildinni, Extramad-
ura, og þá gekk gæfan loksins í lið
með honum, a.m.k. um stund. Hann
kom liðinu upp í úrvalsdeildina á
fyrsta ári – en skilaði því raunar
beint niður aftur.
Eftir þá reynslu afréð Benítez að
taka sér frí frá þjálfun og leita hollra
ráða hjá viskubrunnum á borð við
Sir Alex Ferguson hjá Manchester
United og Arsène Wenger hjá Ars-
enal. Einnig stakk hann við stafni á
Ítalíu.
Þessi Evrópureið hefur bersýni-
lega haft góð áhrif á Benítez því upp
frá henni fór ferill hans á flug. Sum-
arið 2000 tók hann við Tenerife í 2.
deildinni og stýrði liðinu um-
svifalaust upp í úrvalsdeildina. Þá
um sumarið landaði hann sínu
stærsta starfi, þegar Valencia ákvað
að veðja á hann í kjölfar brotthvarfs
Héctors Cúpers. Skeptistarnir
smelltu raunar í góm en sagan
hermir að þrír aðrir þjálfarar hafi
verið ofar á óskalista félagsins.
Benítez var þó fljótur að vinna
Valenciu-búa á sitt band með leiftr-
andi sóknarleik og vorið 2002
hreppti félagið sinn fyrsta meist-
aratitil í 31 ár. Veturinn eftir olli
Valencia vonbrigðum en liðið var
aftur í sínu besta formi leiktíðina
2003-04. Endurheimti þá Spánarbik-
arinn og bar sigur úr býtum í
UEFA-keppninni.
Benítez gekk á vatni í Valencia en
samt var ekki allt með felldu. Hann
lenti upp á kant við húsbændur á
Mestalla, að því er talið er vegna
leikmannakaupa, og sagði upp.
Eins dauði er annars brauð og
Liverpool var ekki lengi að leggja
snörur sínar fyrir Benítez. Flestir
þekkja afreksferil hans á Anfield.
Strax í fyrstu atrennu náði hann í
Evrópubikarinn eftir einn æsileg-
asta og umpólaðasta úrslitaleik
sparksögunnar gegn AC Milan.
Menn bíða nú með vatnið í munn-
inum eftir annarri rimmu félaganna
í Aþenu 23. maí næstkomandi.
Svo virðist sem Benítez sé brögð-
óttari en aðrir menn í bikarkeppnum
og í fyrra bætti hann bikar enska
knattspyrnusambandsins í safnið
eftir annan háspennuleik þar sem
andstæðingurinn var West Ham.
Stáltaugar á vítapunktinum
Bæði þar og í Aþenu þurfti víta-
spyrnukeppni til að knýja fram úr-
slit, alveg eins og í glímunni við
Chelsea í vikunni. AC Milan hlýtur
því að hugsa til þess með hryllingi ef
ekki tekst að leiða málið til lykta í
venjulegum leiktíma eða framleng-
ingu. Hann er ekki árennilegur milli
stanganna hjá Liverpool, Pepe
Reina, landi Benítez og sumir segja
launsonur en þeir kumpánar eru slá-
andi líkir í útliti. Það er önnur saga.
Menn eru þegar farnir að máta
Benítez við goðsagnirnar Bill
Shankly og Bob Paisley, sem leiddu
Liverpool til óteljandi titla á sínum
tíma. Enda þótt ekkert verði tekið
frá Spánverjanum í Meistaradeild-
inni er það að áliti þessa penna
ótímabært enda á hann enn eftir að
gera alvöru atlögu að enska meist-
aratitlinum sem fór síðast á loft á
Anfield fyrir sautján árum.
Hinn útvaldi
Reuters
Einbeittur Rafael Benítez án efa kominn í hóp fremstu knattspyrnustjóra
heims um þessar mundir. Mun hann standa Shankly og Paisley á sporði?
Spánverjinn Rafael Benítez hefur gert
Liverpool að harðsnúnu afli í Evrópu
KNATTSPYRNA»Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is