Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 35
hér komið að gagni. Eins og nafnið
bendir til er slík flugvél lítið nema
vængur með hreyflum og stýribún-
aði.
Bandarískur flugvélasmiður, John
Northrop, vann að hönnun flug-
vængja á árunum fyrir síðari heims-
styrjöld, og í stríðinu kom hann fram
með tilraunagerð af stórri fjögurra
hreyfla sprengjuflugvél, XB-35.
Flugvængir Northrops létu illa að
stjórn og stríðinu lauk án þess að
lausn fengist á vandanum. Síðar, á
þotuöld, tóku framleiðendur á vegum
bandaríska flughersins upp þennan
þráð, og ein fullkomnasta sprengju-
þota bandaríska flughersins, B-2
Stealth, sem kalla mætti „Laumu“ á
íslensku, er af þessari gerð. Hún er
raunar frægari fyrir annað, eins og
nafnið gefur til kynna, þar sem hún er
svo til ósýnileg í ratsjá.
Vinnuhópur á vegum evrópska
flugvélaframleiðenda og verkfræði-
háskóla hefur sett fram hugmyndir
um vænglaga farþegaþotu – the Si-
lent Aircraft, þöglu þotuna – sem á að
vera mun hljóðlátari en hefðbundnar
gerðir og auk þess um 25% sparneyt-
nari. En mun erfiðara verður að
koma farþegum fyrir í þannig far-
artæki en í sívölum bol, auk þess sem
menn draga í efa að verðandi við-
skiptavinir myndu sætta sig við nær
gluggalaust farþegarými.
Loks skal nefnd tækni til orku-
sparnaðar sem þegar er komin á
framleiðslustig þótt enginn fáist til að
nýta hana. Á stuttum flugleiðum og í
farmflutningi, þar sem hraðinn skipt-
ir ekki meginmáli, nýtast skrúfuþotur
betur en hreinræktaðar þotur.
Fremst í hreyflum beggja þessara
gerða er forþjappa, sem dælir lofti
inn í brennsluhólf, og heitt loft frá því
knýr flugvélina áfram og snýr einnig
gashverfli, sem í skrúfulausri þotu
nýtist aðeins til að snúa forþjöppunni,
en á skrúfuþotu fer megnið af afli
hverfilsins í að snúa skrúfunni.
Afbrigði af skrúfuþotu er „viftuþot-
an“ (propfan). Inni í hreyfli slíkrar
þotu er engin forþjappa, en stórar
flugskrúfur dæla lofti inn í brennslu-
hólfið auk þess sem þær knýja þotuna
áfram. Á hverjum hreyfli eru á sam-
miðja ásum tvær stórar skrúfur með
mörgum sigðlaga blöðum. Skrúf-
urnar snúast hvor á móti annarri og
vinna gegn myndun lofthvirfla sem
spilla orkunýtni flugvéla með venju-
legum flugskrúfum.
Á stuttum flugleiðum, undir 3000
km, eru viftuþotur allt að 30% spar-
neytnari en venjulegar skrúfuþotur.
Á dögum orkukreppunnar unnu
bandarískir framleiðendur að gerð
svona flugvéla en misstu áhugann eft-
ir 1990 þegar olíuverð varð viðráð-
anlegra, enda fylgir sá leiði ókostur
þessum ferðamáta að þoturnar eru
svo háværar að þær eru vart nothæf-
ar yfir þéttbýli.
Innan sovéska flughersins var
nokkur áhugi á viftuþotutækninni,
sem þróuð var í Antonov-flugvéla-
smiðjunni í Úkraínu. Eftir hrun Sov-
étríkjanna drógu Rússar sig út úr
samstarfinu en Úkraínumenn héldu
sínu striki og sumarið 2006 var fjög-
urra hreyfla viftuþota, Antonov
An-70, fullbúin og hefur hlotið al-
þjóðlegt flughæfnisvottorð. Sem fyrr
segir hafa samt engir kaupendur gef-
ið sig fram.
Betri nýting á nútímatækni
Mikilli orku er sóað og loft mengað
á flugvöllum þar sem flugvélar standa
á annatíma í lausagangi eða renna
áfram í biðröð eftir því að komast á
loft. Virgin-flugfélagið vinnur nú að
tilraun þar sem flugvélarnar eru
dregnar á brautarenda af rafknúðum
dráttarvögnum og þotuhreyflarnir
ekki ræstir fyrr en kemur að flugtaki.
Samkvæmt útreikningum flugfélags-
ins mætti með þessu spara allt að tvö
tonn af eldsneyti í hverri ferð.
Komast mætti hjá mun meiri
spjöllum á lofthjúpnum en þessum ef
flugvélar þyrftu ekki að tefjast í lofti
á leiðarenda. Nú hringsóla þoturnar
yfir aðkomuflugvelli í skipulegu kerfi
„loftbrauta“ í mörgum hæðum þar til
flugumferðarstjórar finna smugu til
lendingar. Í staðinn er lagt til að allar
flugvélar verið skráðar í sérlegt hug-
búnaðarkerfi einum tveimur klukku-
stundum fyrir áætlaða lendingu. Úr
þessu kerfi færi síðan í flugstjórn-
artölvu hverrar þotu forrituð áætlun
um aðflugsbraut og aðflugshalla sem
gerði flugvélinni kleift að lenda sem
næst án tafar þegar þar að kæmi. Að
mati Alþjóðsambands flugfélaga,
IATA, mætti með slíku kerfi draga úr
koltvíoxíðmengun í millilandaflugi
um 12%.
Betur má ef duga skal
Það á við um flestar breytingar af
mannavöldum sem stuðla að auknum
hita í gufuhvolfinu, að ráðamenn
reyna í lengstu lög að þræta fyrir til-
vist vandans og bregðast síðan of
seint og of illa við.
Þar er hlutur flugsamgangna engin
undantekning. Umræða um loft-
mengun af flugvélum hefur legið í
láginni, meðal annars af því að stjórn-
völd á hverjum stað hafa ekki verið
krafin um úrlausn, ólíkt þeim kröfum
sem gerðar eru um mengun frá bif-
reiðum.
Því miður vantar mikið á það að
framfarir í gerð flugvéla og nýtingu
eldsneytis vegi á móti aukinni gróð-
urhúsaverkun og annarri mengun frá
sívaxandi flugumferð. Samt sjást
ákveðin merki um bata, svo sem sam-
starf evrópskra stjórnvalda, vísinda-
manna og hagsmunaaðila í flugi sem
hér hefur verið nefnt, enda er rót-
tækra og bráðra breytinga þörf ef
takast á að komast fyrir vanda loft-
mengunar af loftferðum áður en það
verður um seinan.
Helsta heimild að þessum pistli er
„Green sky thinking“ eftir Bennett Daviss.
New Scientist 24. febr. 2007.
rðum
Höfundur er líffræðingur og fv. rekt-
or Menntaskólans við Hamrahlíð.
Í HNOTSKURN
»Þotuhreyflar eru 40%sparneytnari en fyrir
hálfri öld.
»Aukning á flugi með far-þega og farm í heiminum
nemur 5% á ári.
»Dæmigerð farþegaþotabrennir meira eldsneyti á
flugi aðra leið yfir Atlants-
hafið en miðlungsheimilisbíll á
50 árum.
»Talið er að framfarir getiekki orðið í hönnun nema
með róttækum breytingum á
gerð hreyfla og flugvéla.
»Talið er að mengun í há-loftunum sé allt að fjórum
sinnum skaðlegri en af sömu
efnum á jörðu niðri.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 35
ALLT ANNAÐ LÍF
- með vinstri grænum
OKKAR FÓLK
Í FRAMBOÐI TIL ALÞINGISKOSNINGA 2007
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
1. Jón Bjarnason 2. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir 3. Björg Gunnarsdóttir 4. Ásmundur Einar Daðason 5. Jenný Inga Eiðsdóttir 6. Hjördís Garðarsdóttir 7. Guðmundur Hólmar Jóns-
son 8. Lárus Ástmar Hannesson 9. Jóna Benediktsdóttir 10. Rósmundur Númason 11. Rún Halldórsdóttir 12. Halldór Brynjúlfsson 13. Telma Magnúsdóttir14. Hákon Frosti Pálmason
15. Gunnar Njálsson 16. Harpa Kristinsdóttir 17. Lilja Rafney Magnúsdóttir 18. Jón Fanndal Þórðarson
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
1. Steingrímur J. Sigfússon 2. Þuríður Backman 3. Björn Valur Gíslason 4. Dýrleif Skjóldal 5. Ingibjörg Hjartardóttir 6. Jóhanna Gísladóttir 7. Jón Kristófer Arnarson 8. Klara Sig-
urðardóttir 9. Þórunn Alda Ólafsdóttir 10. Berglind Hauksdóttir 11. Ásmundur Páll Hjaltason 12. Marie Robin 13. Þorsteinn Bergsson 14. Finnur Dellsén 15. Ríkey Sigurbjörnsdóttir
16. Ásbjörn Björgvinsson 17. Jan Eric Jessen 18. Hlynur Hallsson 19. Guðmundur H. Sigurjónsson 20. Málmfríður Sigurðardóttir
SUÐURKJÖRDÆMI
1. Atli Gíslason 2. Alma Lísa Jóhannsdóttir 3. Ragnheiður Eiríksdóttir 4. Sigþrúður Jónsdóttir 5. Hólmar Tryggvason 6. Jórunn Einarsdóttir 7. Kristín G. Gestsdóttir 8. Arndís Soffía
Sigurðardóttir 9. Kári Kristjánsson 10. Guðrún Olga Clausen 11. Pétur Halldórsson 12. Marta Guðrún Jóhannesdóttir 13. Sigurlaug Gröndal 14. Aldís Gunnarsdóttir 15. Agnar Sigur-
björnsson 16. Jón H. Ragnarsson 17. Hildur Hákonardóttir 18. Sævar Kristinn Jónsson 19. Guðrún Jónsdóttir 20. Karl Sigurbergsson