Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 49

Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 49 Violence í Los Angeles, en markmið þeirra er að stöðva ofbeldi gegn konum. Hún hefur lagt fleiri sam- tökum lið, t.d. verðlaunaði Ronald Reagan forseti hana fyrir framlag hennar til Liðagigtarstofnunarinnar þar sem hún var heiðursfundarstjóri í tíu ár og sendiherra stofnunar- innar gagnvart ríkisstjórninni. Snyrtilegt leyndarmál Þegar líða tók á tíunda áratuginn fjölgaði gestahlutverkum hennar í sjónvarpsþáttum og aðalhlutverkum fækkaði. Að sama skapi jukust um- svif hennar á öðrum vettvangi, því auk þess að reka kvikmyndafyr- irtæki hafði hún hafið framleiðslu á húðsnyrtivörum í eigin nafni, Princi- pal Secret, og setti hún nýverið á markað förðunarvörur með sama merki. Eftir Victoriu Principal liggja fjórar bækur, sem einnig bera fjöl- skyldunafn hennar. Annað hefði í rauninni verið órökrænt því orðið sjálft, principal, táknar það sem er helst eða aðal. Bækurnar eru um fegurð, húð og heilsu, og kom sú fyrsta, Beauty Principal, út 1983, þá Body Principal og Diet Principal. Í þeirri síðustu, Living Principal frá 2001, bendir höfundurinn konum á leiðir til að „endurnýja sig“ og fer í níu köflum, lið fyrir lið, yfir þætti eins og viðhorf, viðmót, megrun, æf- ingar, hár- og húðumhirðu og síðast en ekki síst það að eldast með reisn. Út í geim Af útlitinu á myndum að dæma, í það minnsta, virðist slík framtíð blasa við Victoriu Principal, sem er fögur sem Pamela forðum, og ljær hún ekki aðeins snyrtifyrirtæki sínu nafn heldur líka andlit. Hún er sögð gera það gott með því að gera út á fegurðina og vegna umsvifa sinna þarf hún að vera á stöðugum þeyt- ingi á milli heimila sinna í Beverly Hills, Kaliforníu og Malibu. Frekari þeytingur er fyrirhugaður því hún hefur bókað sig hjá geimferðaskrif- stofu Richards Bransons, Virgin Ga- lactic, í fyrsta áætlunarflugið út í geim í júní 2008. Reisan mun kosta tæpar 14 milljónir króna. Athafnakonan Victoria Principal er ennþá töluvert í sviðsljósinu vest- anhafs, t.d. var hún gestur þáttarins Good Morning America á ABC- sjónvarpsstöðinni 24. apríl sl. Í HNOTSKURN » Victoria Principal er afenskum og ítölskum upp- runa og hét Concettina Ree Principale áður en frægð- arsólin tók að skína. »Hún hefur fjórum sinnumverið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna; 1973 sem efnilegasti nýliðinn í The Life and Times of Judge Roy Bean, og 1983, 1986 og 1988 fyrir hlutverk sitt sem Pamela í Dallas. » Helstu hlutverk: The Naked Ape, Earthquake, sjónvarpsmyndirnar Mistress og Naked Lie, sem báðar voru sýndar á CBS og kom sú síð- arnefnda Principal á kortið sem framleiðanda 1989; Blind Witness, Don’t Touch My Daughter, The Burden of Proof, River of Rage, Beyond Obsession, Dancing in the Dark og The Abduction. »Þess má geta að kvik-myndafyrirtæki Principal framleiddi eða tók þátt í fram- leiðslu flestra framangreindra mynda. » Síðasta áratug hefur Prin-cipal komið fram í fjölda sjónvarpsþátta og -sería, t.d. Providence, Titan, The Practice og Jack & Jill, að ógleymdum teiknimyndaþátt- unum Family Guy þar sem hún var rödd dr. Amöndu Rebeccu. Dagskrá: 08:00 Morgunverður 08:30 Setning Magnús Friðgeirsson, stjórnarformaður Iðntæknistofnunar 08.35 Ávarp Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra 08.45 Starfsemi Iðntæknistofnunar Hallgrímur Jónasson, forstjóri 09.00 Green Energy Jack Lewnard, Green Fuel Technologies Corp. 09.25 Eldsneytisframleiðsla úr íslenskum hráefnum Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun 09.45 Tækniyfirfærsla og alþjóðlegt samstarf Ingólfur Þorbjörnsson, Iðntæknistofnun 10.00 Geothermal & Banking Glitnir and it’s sustainable energy business Alexander Richter, Glitni 10:15 Fundarlok Ársfundur Iðntæknistofnunar U m h v e r f i ð o g o r k a n H ó t e l N o r d i c a 8 . m a í 2 0 0 7 , k l . 0 8 : 0 0 - 1 0 : 1 5 Fundarstjóri: Berglind Hallgrímsdóttir, Iðntæknistofnun Óskað er eftir að þátttaka sé tilkynnt í síma 570 7100 eða með tölvupósti á netfangið osk@iti.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.