Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 50
50 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
8. maí 1977: „Áhrifamesta
leiðin til þess að auka víðsýni
nemenda er aukin menntun,
haldgóðar upplýsingar um
staðreyndir. Skóli er ekki
áróðursmiðstöð heldur upp-
lýsingamiðstöð. Þar á ekki að
stefna að hnjaski heldur
þroska og menntun. Í skóla
eiga nemendur að sækja
þekkingu en ekki skoðanir.
Skoðanir geta þeir sótt í
stjórnmálaskóla, ef þeim sýn-
ist svo. Nemendur eiga að fá
að vera í friði fyrir kennurum
með sínar skoðanir. Þeir hafa
betri dómgreind en sumir
kennarar þeirra til þess að
mynda sér skoðanir á því sem
gerist í kringum þá. Það sýnir
m.a. niðurstaða merkilegrar
skoðanakönnunar, sem ný-
lega hefur birzt í Skólablaði
MR og allur landslýður ætti
að kynna sér. En það er at-
hyglisvert, að í hvert sinn sem
kennarar eða samtök þeirra
láta í sér heyra um áróður í
skóla kemur betur og betur í
ljós, að pólitískur áróður í
skólum er nú þegar orðinn
vandamál, sem réttir aðilar
hljóta að taka til meðferðar og
að í kennarastéttinni eru
menn sem vísvitandi stefna að
því að misnota aðstöðu sína í
pólitísku skyni.“
. . . . . . . . . .
10. maí 1987: „Þegar að er
gáð er ótrúlega margt líkt
með þeim málefnum, sem eru
efst á baugi í breskum stjórn-
málum og íslenskum. Látið er
að því liggja af vinstrisinnum í
Bretlandi, að hægrimenn sýni
meðborgurum sínum ekki
nægilega umhyggju. Það sé
gengið á hlut þeirra, sem
minna mega sín, atvinnuleysi
sé stjórninni að kenna, fjár-
framlög til „mjúku“ málanna
séu skorin við nögl og sýnd of
mikil harka gagnvart þeim,
sem vilja fara sínu fram í
kjaramálum, oft án tillits til
laga og réttar. Þá takast þeir
á, sem vilja að Bretar afsali
sér sinni öflugustu vörn,
kjarnorkuvopnunum, og hin-
ir, sem eru talsmenn
óbreyttrar stefnu í varna-
málum. Línur eru að skýrast í
skólamálum milli þeirra, sem
telja núverandi kerfi hafa
gengið sér til húðar, og hinna,
sem vilja halda í það. Kenn-
arar og heilbrigðisstéttir telja
sig bera skarðan hlut frá
borði í kjaraviðræðum við rík-
ið.“
. . . . . . . . . .
11. maí 1997: „Fyrir nokkrum
mánuðum bauð samgöngu-
ráðuneytið út rekstur annars
GSM-símakerfis í samkeppni
við það kerfi, sem Póstur og
sími hf. hefur rekið um skeið.
Jafnframt var tilkynnt, að
þeim, sem fengi leyfi til rekst-
urs yrði gert að greiða ákveð-
ið gjald fyrir GSM-símaleyfið
og hið sama ætti við um Póst
og síma hf. Skilja mátti tals-
mann samgönguráðuneytis á
þann veg, að markmiðið væri
að rekstraraðilar borguðu
sjálfir kostnað af undirbún-
ingi útboðsins. Líklegt má
telja, að þegar fram í sækir
verði margfalt meiri verð-
mæti en því nemur í rekstri
GSM-símakerfa á Íslandi og
að þar liggi ónotuð tekjulind
fyrir ríkissjóð.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
NÝR TÓNN OG FERSK HUGSUN
Í HEILBRIGÐISMÁLUM
Það kvað við nýjan tón og ferskahugsun í máli Illuga Gunnars-sonar, þingframbjóðanda Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík suðurkjör-
dæmi á fundi í fyrradag, þar sem hann
og tveir aðrir frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík, þær Ásta
Möller og Grazyna María Okuniewska,
kynntu starfsfólki á Landspítala-há-
skólasjúkrahúsi (LSH) kosninga-
stefnu Sjálfstæðisflokksins, einkum í
heilbrigðismálum.
Illugi Gunnarsson lagði áherslu á
það í máli sínu, að við Íslendingar þurf-
um að temja okkur nýja hugsun í heil-
brigðismálum: „Okkur er tamt að tala
um heilbrigðismál þannig að við lítum
á þau sem útgjaldaflokk. Við tölum
reglulega um útgjöld til heilbrigðis-
mála. Ég held við þurfum aðeins að
hugsa þetta upp á nýtt. Við erum búin
að læra þetta í menntamálunum þar
sem við tölum um fjárfestingu í mennt-
un. Ég tel að við þurfum að fara að
horfa á þennan málaflokk út frá því
sjónarmiði að við séum að fjárfesta í
heilbrigði,“ sagði Illugi.
Hér hefur Illugi lög að mæla. Með
samskonar nálgun og í menntamálum,
sem góðu heilli, er nú litið á sem fjár-
festingu til framtíðar, getur breyttur
hugsunarháttur til heilbrigðismála,
það að líta á útgjöldin sem fjárfestingu
í heilbrigði, orðið til þess að efla hvers
konar forvarnarstarf á sviði heilbrigð-
ismála, auka persónulega þjónustu,
heimahjúkrun aldraðra, að ekki sé nú
talað um breytt og jákvætt viðhorf
heilbrigðisstéttanna til eigin starfs-
umhverfis.
Það er rétt hjá Ástu Möller að að-
búnaður sjúklinga og starfsfólks skipt-
ir miklu máli og að starfsgleði ríki
meðal starfsfólks heilbrigðisgeirans.
Í þessu sambandi er niðurstaða
skoðanakönnunar Capacent Gallup og
AP almannatengsla, meðal svonefndra
„áhrifavalda“ um traust og trúverðug-
leika áhugaverð. Í frásögn hér í Morg-
unblaðinu í gær, kom fram að heil-
brigðisgeirinn nýtur mests trausts
atvinnugreina. Vissulega var úrtakið
ekki stórt, 150 manns, með háskóla-
próf og í tekjuhæsta fjórðungi launa-
manna á Íslandi. Samt sem áður gefur
niðurstaðan ákveðnar vísbendingar
um það í hversu miklum metum lands-
menn hafa heilbrigðisþjónustuna sem
boðið er upp á hér á landi.
Það á að vera heilbrigðisyfirvöldum
og starfsfólki heilbrigðisgeirans veg-
vísir og hvatning til þess að gera enn
betur. Skiljanlega brenna spurningar
á starfsfólki LSH um hvernig tryggja
eigi mönnun og fjárveitingar til spít-
alans.
Illugi sagði það stefnu Sjálfstæðis-
flokksins að fjármögnun á þjónustu
LSH ætti að vera í samræmi við þarfir,
umfang og eðli þjónustunnar. Síðan
drap hann á viðkvæmu álitamáli, þegar
hann sagðist telja að stjórnmálamenn
hefðu forðast að ræða af fullri alvöru
þá erfiðu spurningu hvernig eigi að
forgangsraða í heilbrigðisþjónustunni.
Vegna þessara orða Illuga er ekki
óeðlilegt að hann sé spurður: Hvernig
telur hann að eigi að forgangsraða í
heilbrigðisþjónustunni?
Fram kom í máli þeirra Illuga og
Ástu að Sjálfstæðisflokkurinn muni
sækjast eftir heilbrigðisráðuneytinu
verði flokkurinn í næstu ríkisstjórn.
Heilbrigðismálin eru sá málaflokkur
sem tekur til sín stærsta hluta ríkisút-
gjaldanna og Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ekki farið með forræði í þeim
málaflokki síðan í ráðherratíð Ragn-
hildar Helgadóttur fyrir tveimur ára-
tugum. Það er rétt afstaða Sjálfstæð-
isflokksins að sækjast eftir
heilbrigðismálunum ef hann verður í
næstu ríkisstjórn, því aðeins með því
að fá yfirráð yfir málaflokknum, verð-
ur mögulegt fyrir flokkinn að innleiða
nýja hugsun í heilbrigðismálum.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
P
étur Pétursson, þulur, sem jarðsett-
ur var fyrir helgi, og Morgunblaðið
voru á öndverðum meiði í afstöðu
til þjóðfélagsmála alla hans ævi.
Og fáir hefðu trúað því fyrir
nokkrum áratugum að gott sam-
starf ætti eftir að takast á milli Péturs þular og
Morgunblaðsins allmörg síðustu æviár hans. Sú
varð hins vegar raunin.
Í eina tíð tíðkaðist það, að menn skrifuðu
greinar í „sín“ blöð, þ.e. þau dagblöð, sem bezt
endurspegluðu lífsviðhorf og sjónarmið greinar-
höfundar. Þetta breyttist smátt og smátt og þó
ekki að ráði fyrr en upp úr 1970, þótt dæmi væru
um annað fyrir þann tíma.
Þótt á ýmsu gengi á milli Halldórs Laxness og
Morgunblaðsins fyrir og um miðja síðustu öld,
varð niðurstaðan samt sú að síðustu áratugi ævi
sinnar skrifaði Nóbelsskáldið nær eingöngu í
Morgunblaðið ef hann vildi láta til sín heyra með
þeim hætti. Þar komu ekki sízt til persónuleg
tengsl Halldórs og Matthíasar Johannessen, þá-
verandi ritstjóra Morgunblaðsins.
Annað athyglisvert dæmi um mann, sem alla
ævi var í hópi andstæðinga Morgunblaðsins í
þjóðfélagsmálum en skrifaði í blaðið síðustu ævi-
ár sín, var Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóð-
viljans og alþingismaður og ráðherra Alþýðu-
bandalagsins. Samskipti Morgunblaðsins og
Magnúsar voru ánægjuleg og eftirminnileg, þeg-
ar þar var komið sögu.
Pétur þulur hafði sjálfur frumkvæði að því að
skrifa í Morgunblaðið og það gerði hann reglu-
lega í allmörg ár, þegar hann vildi hefja upp
raust sína um málefni, sem honum voru hugstæð.
Hann skýrði þetta sjálfur að hluta til eitt sinn
með því að segja, að hann fyndi samhljóm með
Morgunblaðinu á síðustu árum 20. aldarinnar og
fyrstu árum 21. aldarinnar og Alþýðublaði milli-
stríðsáranna, sem hann þekkti vel.
Í einu máli taldi hann sig eiga málefnalega
samleið með Morgunblaðinu. Hann taldi blaðið
sýna viðleitni til að halda uppi merki íslenzkrar
tungu en var jafnframt óspar á gagnrýni ef hon-
um sýndist að ritstjórn Morgunblaðsins stæði sig
ekki nógu vel í þeim efnum.
Honum þótti – eins og Morgunblaðinu – að
engilsaxnesk menningaráhrif á Íslandi væru of
mikil.
Pétur Pétursson átti samskipti við marga
starfsmenn á ritstjórn Morgunblaðsins og óhætt
er að segja, að öllum, sem þar komu við sögu
þótti vænt um Pétur þul og báru virðingu fyrir
þeim sterka baráttuvilja, sem einkenndi skrif
hans og framgöngu alla. Hann var mikill og sér-
stæður persónuleiki og eftirminnilegur þeim, sem
honum kynntust.
Að leiðarlokum þakkar ritstjórn Morgunblaðs-
ins samskipti og samstarf við þennan óvenjulega
mann.
Pólitískur stöðugleiki
N
ú þegar vika er til kosninga er
nokkuð ljóst hvað kjósendur
vilja. Þeir vilja áframhaldandi
pólitískan stöðugleika. Umræð-
ur um stöðugleika hafa fyrst og
fremst snúizt um efnahagsleg-
an stöðugleika en þegar rýnt er í niðurstöður
skoðanakannana fer ekki á milli mála, að boð-
skapur kjósenda er sá, að þeir vilja tryggja
áfram þann pólitíska stöðugleika, sem hér hefur
verið til staðar í 16 ár.
Þessar kannanir sýna, að yfirgnæfandi meiri-
hluti þjóðarinnar vill, að Sjálfstæðisflokkurinn
verði áfram í ríkisstjórn eftir kosningar. Þessi
meirihluti er langt umfram það fylgi, sem mælist
við Sjálfstæðisflokkinn í sömu könnunum. Þetta
sýnir, að kjósendur upplifa Sjálfstæðisflokkinn
og forystumenn hans, sem kjölfestuna í stjórn-
málum samtímans. Þessi veruleiki birtist líka í
því yfirgnæfandi trausti, sem Geir H. Haarde,
formaður Sjálfstæðisflokksins nýtur í könnunum
og er langt umfram það traust, sem aðrir for-
ystumenn í stjórnmálum njóta.
Í ljósi þess, að núverandi stjórnarflokkar hafa
unnið saman í 12 ár mætti ætla, að kjósendur
væru orðnir þreyttir á því samstarfi. En síðasta
könnun bendir til hins gagnstæða, að meira fylgi
sé við óbreytt stjórnarsamstarf þessara tveggja
flokka en við nokkurt annað stjórnarmynztur.
Allt eru þetta vísbendingar um, að meginkrafa
kjósenda sé um áframhaldandi pólitískan stöð-
ugleika og að fólk sé ekki tilbúið til að taka mikla
áhættu í þeim efnum.
Auðvitað er það skynsamleg afstaða hjá kjós-
endum að vilja tryggja pólitískan stöðugleika en
engu að síður er þetta forvitnilegt. Eldri kyn-
slóðir mun það tímabil pólitísks óróleika, sem ein-
kenndi tuttugu ár í íslenzkum stjórnmálum, frá
1971 til 1991, en yngri kynslóðir kjósenda þekkja
tæpast annað en síðustu 16 ár, þegar Sjálfstæð-
isflokkur hefur átt samfellda aðild að ríkisstjórn
og síðustu 12 ár núverandi stjórnarsamstarfs.
Hvaða spor eru það sem hræða eldri kyn-
slóðir?
Á árunum 1971–1974 sat hér að völdum rík-
isstjórn, sem mynduð var af Alþýðubandalagi,
Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og
Framsóknarflokknum. Í stórum dráttum var
þetta svipuð ríkisstjórn og ef Samfylking, Vinstri
grænir og Framsóknarflokkur tækju höndum
saman um myndun ríkisstjórnar að kosningum
loknum. Þessi ríkisstjórn var ekki gæfusöm. Hún
hleypti öllu í uppnám í öryggismálum þjóðarinn-
ar með því að lýsa því yfir, að hún hygðist segja
upp varnarsamningnum við Bandaríkin og senda
bandaríska varnarliðið heim. Það uppnám í utan-
ríkismálum stóð í þrjú ár.
Í valdatíð þeirrar ríkisstjórnar hófst það tíma-
bil óðaverðbólgu, sem einkenndi íslenzkt þjóð-
félag næstu 20 árin, þegar verðbólgan var oft um
60% á ári og fór upp í 130% á ársgrundvelli í maí-
mánuði 1983.
Stjórnarsamstarfið einkenndist af sundurlyndi
milli flokka og innan flokka og má lesa töluvert af
þeirri sögu á síðum Morgunblaðsins á þeim árum
enda varð blaðið með vissum hætti vettvangur
innbyrðis átaka stjórnarflokkanna þáverandi.
Þessari ríkisstjórn tókst ekki að sitja út kjör-
tímabilið. Hún féll vorið 1974. Í þingkosning-
unum það vor vann Sjálfstæðisflokkurinn einn
stærsta sigur sögu sinnar undir forystu Geirs
Hallgrímssonar, sem myndaði ríkisstjórn þá um
sumarið með Framsóknarflokknum.
Eftir kosningarnar 1978, þegar Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag unnu stórsigur, myndaði
Ólafur heitinn Jóhannesson, formaður Fram-
sóknarflokks (sem hafði beðið afhroð í kosn-
ingum þá um vorið) ríkisstjórn með A-flokkunum
svonefndu, sem sat fram á haustið 1979. Jón
Baldvin Hannibalsson, sem síðar varð formaður
Alþýðuflokksins, hefur lýst þeirri ríkisstjórn,
sem hinni verstu í lýðveldissögunni.
Í kjölfar þingkosninga, sem efnt var til í des-
ember 1979, klauf Gunnar heitinn Thoroddsen,
þingflokk Sjálfstæðisflokksins og myndaði rík-
isstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubanda-
lagi. Sú ríkisstjórn missti endanlega tökin á óða-
verðbólgunni vorið 1983 eins og áður var vikið að.
Aftur mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur saman ríkisstjórn, sem sat í fjögur
ár, 1983 til 1987. En í kjölfar þingkosninganna
1987, þar sem Sjálfstæðisflokkur fékk minnsta
fylgi sögu sinnar, myndaði Þorsteinn Pálsson
þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og
Alþýðuflokki. Sú stjórn sat í rúmt ár en við tók
ný vinstri stjórn Framsóknarflokks, Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalag, og síðar Borgara-
flokks Alberts Guðmundssonar, sem sennilega er
einhver skrautlegasta ríkisstjórn, sem hér hefur
setið og niðurstaðan af setu hennar í samræmi
við það.
Þeir, sem þekkja þessa sögu, sækjast aug-
ljóslega eftir áframhaldandi pólitískum stöðug-
leika með Sjálfstæðisflokkinn, sem helztu kjöl-
festuna í ríkisstjórn.
Á árum áður gekk Sjálfstæðisflokkurinn gjarn-
an til kosninga í borgarstjórn Reykjavíkur með
viðvörunum til kjósenda um að varast glundroð-
ann til vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki í
kosningabaráttunni nú haft uppi slíkan málflutn-
ing eða áróður. Þess vegna kemur það á óvart að
kjósendur sjálfir – í gegnum skoðanakannanir –
skuli taka svo eindregna afstöðu gegn þessari
hættu en hlýtur jafnframt að koma Sjálfstæð-
ismönnum skemmtilega á óvart.
Yngri kjósendur
E
n hvað gæti orðið til þess að yngri
kjósendur telji pólitískan stöð-
ugleika svo eftirsóknarverðan?
Þeir þekkja ekki af eigin raun þá
pólitísku sögu, sem hér hefur
verið rakin í stuttu máli.
Sennilegasta skýringin er sú, að hér tvinnist
eftirsókn eftir efnahagslegum stöðugleika og
pólitískum stöðugleika saman. Þótt verðbólgan
hafi verið í lágmarki síðasta rúman einn og hálf-
an áratug hafa þó komið verðbólguskot, sem
staðið hafa tiltölulega stutt við. Í þjóðfélagi, þar
sem lánaskuldbindingar fyrirtækja og fjöl-
skyldna eru að langmestu leyti verðtryggðar sést
fljótt framan í þann ógnvald, sem getur verið á
ferð, þegar verðbólguskotin segja til sín.
Er ekki lang líklegast, að yngri kjósendur, sem
þekkja ekki pólitíska glundroðasögu áranna
1971–1991 telji að þrátt fyrir allt sé Sjálfstæð-
Laugardagur 5. maí
Reykjavíkur