Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 53

Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 53 Viltu hafa báða fætur á jörðinni? Eða … Þrjú fjárfestingarsöfn – þrjár mismunandi leiðir Hægt er að fjárfesta í ákveðinni leið eða vera í reglulegri áskrift. Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is H im in n o g h af / S ÍA – 9 0 7 0 3 5 4 ÖRUGGA SAFNIÐ 16,1% ávöxtun Stöðug ávöxtun, lágmarkssveiflur, lítil áhætta. • 75% skuldabréf • 25% hlutabréf 75% 25% Konur og völd Mæting 17:45 Ávarp 18:00 Helga Guðrún Jónasdóttir,formaður sjálfstæðiskvennafélagsins Eddu, býður þátttakendur velkomna. Konur og stjórnmál 18:05 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og frambjóðandi. Ég þori, get og vil. Látum að okkur kveða. Konur og atvinnurekstur 18:20 Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri. Straumar og stefnur í íslensku viðskiptalífi með hliðsjón af sóknarfærum kvenna. Konur og fjölmiðlar 18:40 Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins. Hvernig starfa fjölmiðlar og hvernig við störfum með þeim. Kvöldverðarsnarl 19:00 Persónuleg forysta og árangur 19:30 Guðrún Högnadóttir, þróunarstjóri stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík, fjallar með gagnvirkum hætti um aðferðir hins virta FranklinCovey leiðtogaskóla og hvernig við beitum þeim með árangursríkum hætti. Stuttpils í stað stuttbuxna 20:30 Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar. Reynslusaga ungrar konu um fyrstu sporin. Konur og tengslanet 20:45 Ragnheiður Guðmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri og varabæjarfulltrúi. Hvað og hvar eru tengslanet kvenna. Aðferðir almannatengsla 21:00 Áslaug Pálsdóttir, framkvæmdastjóri AP almannatengsla. Hvernig ég kem sjálfri mér á framfæri, hvort heldur á vettvangi stjórnmála eða viðskipta. Framkoma leiðtogans 21:30 Gísli Blöndal, markaðs- og kynningarráðgjafi Hvernig ég get eflt sjálfsöryggi og sjálfstraust. Námskeiðslok 22:00 Þátttökugjald kr. 1.900 Skráning á www.xdkop.is eða í síma 894 1215 frá kl. 13 til 19 mánudag og þriðjudag. Leiðtoganámskeið sjálfstæðiskvenna í Kópavogi Glersalnum, Salarvegi 22, miðvikudaginn 9. maí frá klukkan 18:00 til 22:00. Til hamingju með áfangann sem framundan er, lok samræmdra prófa! Ég vona að þér hafi gengið vel, í það minnsta samkvæmt áætlun eða bestu getu. Ætlar þú að gera eitthvað í tilefni tímamótanna? Í kringum þig eru án efa fjölskylda og all- margir sem þykir vænt um þig sem vilja fagna með þér. Skóla- félaga áttu einnig og vonandi félaga og vini. Mig langar að biðja þig að hugsa um heilsu þína og líf, gera ekkert sem gæti skað- að þig eða aðra. Það standa þér án efa margar dyr opnar og tilboðin eru mörg sem bjóðast ungu fólki í dag. Sumt er mjög farsælt og gæfuríkt, annað miður svo og hættulegt. Hafðu í huga að stundum er betra að staldra við og snúa til baka við þröskuldinn og velja farsælli leið. Gangi þér vel á þeirri göngu og mundu að þú ert enn barn foreldra þinna. Um leið og við vonum flest að margir kjósi Eirík Hauksson í Finnlandi og atkvæðin dreifist eitthvað á milli flokkanna í Alþing- iskosningunum skalt þú kjósa að vera SAMAN með þeim sem þykir vænst um þig, for- eldrum þínum, fjöl- skyldu eða þeim sem reynast þér best. Farðu vel með þig! Blessunaróskir. Hæ 10. bekkingur Þorvaldur Víðisson talar til unga fólksins í tilefni loka sam- ræmdu prófanna Þorvaldur Víðisson »Hafðu í huga aðstundum er betra að staldra við og snúa til baka við þröskuldinn og velja farsælli leið. Höfundur er miðborgarprestur Dóm- kirkjunnar og fulltrúi í SAMAN- hópnum. ÞETTA orð heyrði undirrit- aður í æsku sinni notað um frá- leita rökfræði, en veit ekkert meira um það nema útlenzka er síðari hluti orðsins þótt afbökuð sé. En fyrir því kom þetta orð mér í hug þegar ég hefi lesið um þá röksemdafærslu, að nauðsyn bæri til að Íslendingar verðu sinni orku sem mest til álfram- leiðslu, af því sem ella myndi ál- ið framleitt af öðrum þjóðum með miklu óhollari aðferðum og enn meiri gróðurhúsaáhrifum. Kannski er þar fundin skýring á því að víðsýnir íslenzkir orku- furstar hafa selt Alcoa-mönnum orku í álver eystra á gjafverði. Þeir hafi haft í huga nauðsyn þess að frelsa heiminn frá illu og viljað leggja sitt lóð á vog- arskálar, og ekki verra að gera Alcoa svolítinn greiða í leiðinni. Í einhverju blaði stóð skrifað, að þótt Íslendingar verðu allri sinni orku til álframleiðslu myndi hún ekki nægja nema til að fullnægja 1% – einu prósenti – af áleftirspurn eins og hún er í dag. Það heitir að seilast um hurð til lokunnar þegar framámenn eins og fyrrverandi orku- málastjóri og sjálfur umhverf- isráðherrann beita slíkri „lógikk“ í málflutningi sínum. Margt er á huldu um fram- tíðar orkubúskap heims. En eitt er alveg víst: Íslenzk orka mun halda áfram að hækka í verði ár frá ári og um ókomna tíð. Fyrir því er það ráðdeildarsamara að fara hægt í sakirnar um sölu hennar, og líka vegna þess að við munum sjálfir þurfa á henni að halda til iðnaðaruppbyggingar okkar. Sverrir Hermannsson Hundalógikk Höfundur er fv. alþingismaður. Fáðu úrslitin send í símann þinnmbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.