Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 54

Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 54
54 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÁÐHERRA heilbrigðismála á að stýra heilbrigðiskerfi en ekki að stjórna stofnunum. Einstaka stofn- anir kerfisins eiga ekki að stýra kerfinu, heldur skipuleggja og reka þjónustu sína við not- endur og stjórna starfsemi stofnunar- innar skv. því hlut- verki, þeim mark- miðum og gæðastöðlum sem um þjónustuna gilda. Fjármögnun heil- brigðiskerfisins er skipt milli ríkisins og notenda (skattar og þjónustugjöld), fram- kvæmd og rekstur eru hjá ríkinu og einkaað- ilum, en stýringin (re- gulation), t.d. setning laga og reglugerða, er nánast alfar- ið í höndum ríkisins. Þrátt fyrir allt tal manna um fjármögnun og skort á fjármagni til reksturs þjónustunnar, leyfi ég mér að fullyrða að veikasti hlekkur ís- lenska heilbrigðiskerfisins liggur í framkvæmd og stýringu starfsem- innar. Hann liggur í framkvæmd- inni vegna þess hvernig skipulag hennar er og í stýringunni vegna nálgunar sem er undarleg blanda af rússnesku ráðstjórnarfyrirkomulagi og „laissez-faire“ stefnu. Þannig einkennist skipulag op- inberrar þjónustu af umfangs- miklum sameiningum, miðstýrðum valdastiga og stýringu skv. „fyr- irmæli–eftirlit“ aðferðinni. Skipulag einkarekinnar þjónustu ber hins vegar merki „einkavæðing- arskriðs“, og rekstur hennar fer fram í heldur óvinsamlegu umhverfi þar sem traust skortir og stýring er óljós eða hana skortir með öllu. Þjónustustofnanir eiga að standa skil á þjónustunni gagnvart not- endum og á framkvæmd og rekstri þjónustunnar gagnvart ráðherra. Þar sem ráðherra fer með fram- kvæmdavald í umboði Alþingis, á ráðherra að standa skil á fram- kvæmd og rekstri heilbrigðisþjón- ustunnar í landinu gagnvart kjörn- um fulltrúum á Alþingi sem aftur eru ábyrgir gagnvart kjósendum. Þessi ábyrgðarskylda (accountabi- lity) byggir á svokallaðri umboðs- keðju og er rökrétt afleiðing af því að heilbrigðisþjónusta á Íslandi er að mestu fjármögnuð með sköttum. M.ö.o. kjörnir fulltrúar eru með umboð kjósenda og bera pólitíska ábyrgð gagnvart þeim en þjónustustofnanir bera faglega og rekstr- arlega ábyrgð á þjón- ustunni við notendur gagnvart ráðherra. Leitast er við að tryggja þessa ábyrgð með lögum um endur- skoðun og eftirlit. Þannig verður til op- inbert kerfi ábyrgðar- og eftirlitsskyldu sem er hluti af stýringu heilbrigðiskerfisins. Slík ábyrgðar- og eftirlits- skyldukerfi eiga að vera til staðar og virka í allri opinberri þjónustu hvort sem hún er rekin af opinber- um aðilum eða einkaaðilum. Starf- semi Byrgisins og Breiðavíkur eru dæmi um brotalamir í slíku kerfi innan félagslegrar þjónustu og hvernig þær brotalamir koma fram með sorglegri útkomu fyrir not- endur. Ábyrgðarskylda í íslenskri stjórnsýslu er veik. Þó smæð sam- félagsins sé oft kennt um það, þá bætir ekki úr skák að mörgum virð- ist ekki vera ljóst að eitt er endur- skoðun og annað er eftirlit. Til að kóróna vandræðin, þá virðist mönn- um heldur ekki ljóst að eitt er framkvæmd og annað er eftirlit. Sá sem framkvæmir getur ekki haft eftirlit með eigin framkvæmd. Ef það gerist verður eftirlitið ótrú- verðugt og ábyrgðarskyldan rofnar. Til verður fyrirbærið „regulatory capture“, þ.e. stýring kerfisins er gerð óvirk. Endurskoðun beinist að mati á frammistöðu stofnunar í daglegum rekstri og hvernig hún hefur hagað rekstri miðað við ríkjandi rekstr- arumhverfi. Endurskoðun leitar svara við spurningum um hvað fékkst fyrir fjármagnið og hversu mikið, og skoðar þannig tengslin milli tekna og gjalda, aðfanga (in- put) og afurða (output). En það, hvort viðeigandi þjónusta var veitt, með réttum hætti og í réttummæli, hvort gæði og öryggi hennar stand- ist viðurkennda staðla, hver árang- urinn hafi verið og hvort eða hvern- ig þjónustan gagnaðist notendum (outcomes) er viðfangsefni eftirlits- aðila sem hafa faglega þekkingu til að framkvæma slíkt eftirlit. Endur- skoðun beinist að hagkvæmni rekstrar (efficiency) og á að styrkja ábyrgð þingsins gagnvart greið- endum. Eftirlit beinist að gagnsemi þjónustunnar (effectiveness) og á að styrkja ábyrgð þingsins gagn- vart notendum. Til að eftirlit sé trúverðugt þarf það að vera framkvæmt af stofn- unum sem eru sjálfstæðar og óháð- ar framkvæmd þjónustunnar. Slík- ar stofnanir starfa skv. lögum og eru ábyrgar beint gagnvart þjóð- þingum kjörinna fulltrúa. Víða er- lendis geta ríkisstjórnir jafnframt leitað til óháðra rannsóknastofnana og háskóla til að fá sjálfstætt mat á tiltekinni þjónustu. Háskóli Íslands getur t.d. ekki nýst sem slíkur fyrir þjónustu sem veitt er á Landspít- ala-háskólasjúkrahúsi vegna náinna tengsla og þess að einn og sami prófessor við Háskólann starfar á báðum stöðum. Aftur á móti gæti Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við erlendar rannsóknastofnanir átt hér ónýtt tækifæri. Embætti landlæknis er skv. lög- um ætlað eftirlitshlutverk. Það fer ekki vel á því að embættið sé ráð- gefandi við ráðherra samhliða því að sinna eftirliti. Þá vekur það spurningar um trúverðugleika eft- irlits þegar embættinu er falið að hlutast til um framkvæmd verk- efnis eins og t.d. um framkvæmd aðstoðar við fyrrum „skjólstæð- inga“ Byrgisins og Breiðavíkur. Þá má spyrja: hver hefur eftirlit með eftirlitinu? Hver hefur eftirlit með eftirlitinu? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar um stjórnsýslu heil- brigðismála » ....ég leyfi mér aðfullyrða að veikasti hlekkur íslenska heil- brigðiskerfisins liggur í framkvæmd og stýringu starfseminnar. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Höfundur er stjórnsýslufræðingur London School of Economics and Political Science. Umræða um orgel í nýja tónlistar- húsinu hefur ekki farið hátt í fjöl- miðlum. Tveir pistlahöfundar hafa þó nefnt orgelið í framhjáhlaupi í tengslum við skrif um aðstöðu til óperuflutn- ings á hinu nýja sviði. Báðir höfundarnir, sem þekktir eru fyrir ást sína á óperunni, hafa haft horn í síðu orgels í tónlistarhúsinu og látið að því liggja að orgel muni takmarka svigrúm til óperuflutn- ings. Ég trúi því að þarna sé um einhvern misskilning að ræða. Af skrifum þessara ágætu höfunda má skilja að fyrirhugað konsertorgel taki pláss frá sviðsetningu ópera. Þeir virðast ímynda sér stórt kirkju- orgel á miðju sviðinu, sem vegna mikillar fyrirferðar takmarki mögu- leika til óperuflutnings. Samkvæmt hönnunarteikningum hússins er hins vegar frátekið pláss ofan og aftan við sviðið á hefðbundnum stað orgels í konserthúsi. Orgelið tekur ekkert pláss á sviðinu, nema spilaborðið, sem verður færanlegt og rafstýrt og einungis á sviðinu, þegar orgelið er í notkun. Slíkt spilaborð tekur varla meira pláss en konsertflygill og verður, líkt og flygillinn, geymt í þar til gerðri geymslu, þegar þess er ekki þörf. Hver er þá hugsanleg truflun af orgelinu, þegar óperur verða settar á svið? Yfirþyrmandi nærvera glæsilegrar ásjónu drottn- ingar hljóðfæranna? Ef nærvera orgelsins truflar og silfraðar orgelpípur falla ekki að sviðsmynd óperunnar þekkir leik- húsfólkið ýmsar leiðir til að láta þær hverfa (tjöld, ljós o.fl.). Fullyrt hefur verið að orgelið verði sjaldan notað, þess sé aðeins í örfáum tilfellum þörf á sinfón- ískum tónleikum. Þetta er að hluta rétt, en samt er ekki að sjá annað en í öllum sam- bærilegum nýjum tón- listarhúsum um víða veröld þyki sjálfsagt að gera ráð fyrir kons- ertorgeli, sem oftar en ekki eru krónan á glæsilegri hönnun aðal- tónleikasalarins. Sjálfur lenti ég í því fyrir nokkrum árum að spila á hljóð- gervil í stað orgels í Háskólabíói á þrennum sinfóníutónleikum með stuttu millibili, nokkuð sem var Sin- fóníuhljómsveit Íslands ekki sam- boðið. Ef nánar er skoðað kemur í ljós að til er fjöldi sinfónískra verka sem gerir ráð fyrir orgeli, þar af mörg verk, sem ekki hafa verið flutt á Íslandi enn, vegna þess að að- stæður hafa ekki leyft það. Ég leyfi mér að benda á að nýja tónlistar- húsið verður eflaust eftirsókn- arverður áfangastaður ferðafólks í skoðunarferðum. Þá mun ekki spilla að geta boðið upp á lifandi tónlist- arflutning með því hljóðfæri, sem næst kemst heilli sinfóníuhljómsveit að krafti, fjölbreytileika og litauðgi, án þess að þurfa að kalla út nema einn hljóðfæraleikara. Ég vil að lok- um vona að forráðamenn byggingar tónlistarhússins við Reykjavík- urhöfn séu vel vitandi um það hve vel þarf að standa að undirbúningi vals á konsertorgeli fyrir tónlistar- húsið og að afgreiðslufrestur á svo stórbrotnu hljóðfæri er langur. Það skiptir miklu máli að orgelið verði sett upp áður en húsið verður tekið í notkun. Upp með orgelið! Upp með óperuna! Orgel eða ópera? Hörður Áskelsson fjallar hér um orgel í nýju tónlistarhúsi »Ekki er að sjá annaðen í öllum sambæri- legum nýjum tónlistar- húsum um víða veröld þyki sjálfsagt að gera ráð fyrir konsertorgeli. Hörður Áskelsson Höfundur er söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar. REYKJAVÍKURAKADEMÍAN er samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna, stofnuð árið 1997. Strax eftir stofnun Akademíunnar var hafist handa við að stilla sam- an strengi fræðimanna sem unnið höfðu hver í sínu horni og leita að hentugu húsnæði. Í nóvember 1998 fluttu 14 fræðimenn í nýtt fræða- setur í JL-húsinu við Hringbraut. Akademí- an hefur vaxið og dafnað síðan. Félagar eru um 400 og af þeim hafa nú um 80 vinnuaðstöðu í húsa- kynnum stofnunar- innar. Þessir fræði- menn vinna að eigin verkefnum og afla styrkja í krafti verð- leika sinna og verk- efnanna. Einnig taka þeir þátt í samstarfs- verkefnum með ís- lenskum og erlendum fræðimönnum. Frá því að Aka- demían flutti í JL- húsið hafa um 280 manns haft þar að- stöðu. Flestir eru menntaðir á sviði hug- og félagsvísinda. Í hópnum hafa einnig verið kvikmyndagerð- armenn, blaðamenn og þjóðþekktir rithöf- undar. Akademónar eru bæði lang- skólagengnir ein- staklingar og aðrir sem eru að byrja að hasla sér völl á sínu sviði. Þessi sambúð ólíkra fræðasviða og aldurshópa hafa sett mark sitt á Akademíuna. Þverfaglegur vettvangur Í ljósi framannefndrar fjöl- breytni er ReykjavíkurAkademí- unni best lýst sem þverfaglegum vettvangi ólíkra fræða. Ólíkt hefð- bundnu háskólasamfélagi þar sem hverri deild er markaður bás, hvetur uppbygging Akademíunnar til samstarfs fræðasviða. Samræða ólíkra fræðimanna felur í sér ný- sköpun í aðferðum og verkefnum. Nú þegar hafa nokkur þverfagleg alþjóðleg rannsóknarverkefni akademóna náð góðum árangri. Auk þess að sinna rannsóknum tekur Akademían ásamt félögum hennar að sér verkefni fyrir ríki og sveitarfélög, stofnanir og ein- staklinga. Akademían stendur einnig reglulega fyrir málþingum og vill stuðla að gagnrýninni sam- félags- og menningarumræðu. Akademían á einnig gott samstarf við ýmis fræðasetur og há- skólastofnanir. Stefna Akademíunnar og útgáfustarfsemi ReykjavíkurAkademían starfar óháð hagsmunaaðilum á sviði stjórnmála og viðskipta og aðhyll- ist ekki neina pólitíska hug- myndafræði. Til þeirra sem innan vébanda hennar starfa hverju sinni gerir hún kröfur um fræðileg vinnubrögð, fyllstu vandvirkni, ná- kvæmni og heiðarleika. RA tekur þátt í útgáfu þriggja fræðilegra ritraða. Í samstarfi við Omdúran er gefin út ritröðin At- vik, handhæg og ögrandi röð smá- rita um hræringar í menningarlíf- inu. Íslensk menning er röð veigamikilla fræðirita sem Aka- demían stendur að ásamt Hinu ís- lenska bókmenntafélagi. Félagar í Akademíunni standa að útgáfu rit- raðarinnar Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar í samvinnu við Háskólaútgáfuna. Árlega birtast fjölmörg fræðirit eftir akademóna, hér á landi og erlendis. Starfsemi innan Akademíunn- ar Í húsakynnum Akademíunnar er að finna bókasafn Dagsbrúnar, sem rekið er í samstarfi við Efl- ingu – stéttarfélag. Starfandi félög innan RA eru m.a.: Hagþenkir, Kviksaga, heim- ildamyndamiðstöð, Vefritin Kistan, Hugs- andi og Glíman, Mið- stöð einsögurann- sókna, Leikminjasafn Íslands, Markmál, NN fjölmiðlaþjónusta, Penna sf., Lestr- arsetur Rannveigar Lund, Hoffmannsgall- erí, Náttúruvernd- arsamtök Íslands, Jafnréttisstofa, Rann- sóknarstofnun um mannlegt atferli, Mirra, miðstöð inn- flytjendarannsókna og Varp, miðlunardeild RA. Þá hefur Við- skiptaháskólinn á Bif- röst einnig aðstöðu í húsinu. Nýverið hlaut rann- sóknarhópur innan vébanda RA, Ísland og ímyndir norðurs- ins, öndvegisstyrk Rannís. Á velheppn- aðri alþjóðlegri ráð- stefnu um efnið sagði annar aðalfyrirlesara ráðstefnunnar, Sherril Grace, prófessor við University of British Columbia og forseti Hug- vísindadeildar „The Royal Society of Canada“: „Í Kanada eru stofn- anir af sama tagi (og RA) til innan raunvísinda, læknisfræði og hag- fræði – þar eru þær nefndar „hug- veitur“ – en ekki á sviði hugvís- inda. Starfsemi ykkar er einstök og því er þeim mun meiri ástæða til að dást að hugrekki ykkar, frumkvæði og árangri.“ Ég vil einnig leyfa mér að vitna í ummæli forseta Íslands, Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, er Bókasafn Dagsbrúnar flutti inn í húsakynni Akademíunnar: „ReykjavíkurAkademían hefur reynst brýn viðbót við mennta- og rannsóknarstofnanir okkar Íslend- inga, frjór og vakandi vettvangur fræða og menningarstarfs, sam- félag sem rúmar allar kynslóðir og öll sjónarmið eins og sannri aka- demíu sæmir … Akademónum er bæði ljúft og skylt að reyna að standa undir þeim væntingum sem ofangreind ummæli gera til þeirra. ReykjavíkurAkademían nýtur stuðnings Menntamálaráðuneyt- isins og er jafnframt með þjón- ustusamning við Reykjavíkurborg. Stefnt er að útgáfu heim- ildamyndar og bókar um sögu Akademíunnar á hausti komanda. ReykjavíkurAkademían heldur upp á 10 ára afmæli sitt 7. maí. Í tilefni afmælisins verður opið hús í JL-húsinu að Hringbraut 121, kl. 10–14. Allir eru velkomnir að kynna sér starfsemina innanhúss og spjalla við akademóna. Ég vil nota tækifærið á þessum tímamótum og þakka öllum þeim fjölmörgu velunnurum Akademí- unnar sem stutt hafa hana og hvatt á umliðnum árum. Sá velvilji hefur verið okkur drjúgt veg- arnesti. Reykjavík- urAkademían 10 ára Clarence E. Glad fjallar um sögu og starfsemi Akademí- unnar Clarence E. Glad »Reykjavík-urAkademí- an starfar óháð hagsmuna- aðilum á sviði stjórnmála og viðskipta og að- hyllist ekki neina pólitíska hugmynda- fræði. Höfundur er formaður Reykjavík- urAkademíunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.