Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 58
58 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Nýir tímar - á traustum grunni
reynslu og þekkingar
Þjóðin þarfnast
eldri borgara
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera
fólki yfir sjötugu kleift að afla sér tekna
án þess að lífeyrir skerðist.
xd.is
ÞESSA mánuði er verið að verja
hundruðum milljóna króna í und-
irbúning nýs háskólasjúkrahúss við
Hringbraut. Taka á fyrstu skóflu-
stunguna á næsta ári en sáralítil
hugmyndafræðileg umræða um
fyrirkomulag hins nýja sjúkrahúss
hefur átt sér stað. Fyrir liggur
ályktun fundar for-
manna og fram-
kvæmdastjóra aðild-
arfélaga ÖBÍ þess
efnis að skoða beri
gaumgæfilega alla
kosti í stöðunni og að
hafa beri náið samráð
við heildarhagsmuna-
samtök sjúkra og fatl-
aðra varðandi ákvarð-
anatöku.
Í október síðast-
liðnum bauð ÖBÍ
hingað til lands fram-
kvæmdastjóra FFO,
norskra systra-
samtaka ÖBÍ, þar sem hún fjallaði
um formlegt samráð samtaka fatl-
aðra og heilbrigðisyfirvalda í Nor-
egi en í fimm ár hafa þarlend
hagsmunasamtök átt fólk í stjórn-
um allra sjúkrahúsa landsins. Mál-
ið var kynnt fyrir verkefnastjórum
hins nýja háskólasjúkrahúss og
þess formlega óskað að samtök
fatlaðra kæmu með virkum hætti
að borðinu. Ekkert gerðist fyrr en
hinn 20. mars að haldinn var fund-
ur á Landspítalanum með banda-
rískum sérfræðingum sem ráðnir
hafa verið Alfreð Þorsteinssyni og
hans félögum til halds og trausts.
Á þessum fundi voru bæði for-
ystumenn úr stjórnmálum og hags-
munafélögum starfsfólks auk for-
manns ÖBÍ. Það er skemmst frá
því að segja fundurinn var allur
hinn furðulegasti. Varpað var upp
á tjald myndum af einstaklings-
rýmum fyrir sjúklinga með stórum
sófum og einhvers konar mah-
óníinnréttingum, sérbaðherbergi
voru á hverri stofu og er það vel
en kannski var hornbaðkörum með
nuddtækjum ofaukið. Ein myndin
var af einkennisklæddum mönnum
við útidyr og fylgdi sú spurning
hvort fólki fyndist rétt að bjóða
upp á þá þjónustu að aka bílnum
upp að dyrum og dyraverðir sæju
svo um að aka honum í bílastæði.
Á það var bent að þetta væri ekki
hluti af íslenskri
menningu eins og í
Bandaríkjunum enda
tíðkaðist þetta ekki
einu sinni á fínustu
hótelum hér. Þá birt-
ust myndir af sameig-
inlegu rými fyrir að-
standendur sem hlaðið
var flottum hús-
gögnum, bókasafni og
listaverkum og á
myndinni mátti sjá
brosandi og afslapp-
aða aðstandendur
hlýða á huggulegt gít-
arspil.
Undirritaður gerði við það at-
hugasemd að þetta skyldi vera um-
fjöllunarefnið á fyrsta og eina
fundinum sem heildarsamtök fatl-
aðra á Íslandi hefðu verið boðuð til
vegna sjúkrahúsframkvæmda sem
munu kosta hátt í hundrað millj-
arða króna þegar upp verður stað-
ið. Hægt er að færa fyrir því gild
rök að mikilvægara sé að ræða
hugmyndir um fyrirkomulag sjálfr-
ar þjónustunnar heldur en innrétt-
ingar, áferð og liti þótt vissulega
skipti aðbúnaðurinn máli. Þegar
við blasir að fjölmargir hópar
sjúkra eru á löngum biðlistum
vegna alvarlegs skorts á starfs-
mönnum og fjármagni til að halda
úti starfseminni þá er það með
ólíkundum að boðið sé upp á þau
fundahöld sem gert var í mars.
Sérstaklega ofbýður mér nú þegar
ársreikningur LSH er kynntur
með 290 milljóna króna halla á síð-
asta ári en raunfjárveiting hefur
staðið í stað að sögn forstjóra spít-
alans. Yfirmenn sjúkrahússins
segjast alveg vera að komast upp
að vegg, það verði að auka fjár-
veitingarnar.
Er ekki rétt að staldra við og
hugsa málið vandlega? Hver er
hugmyndafræðin á bak við nýtt
sjúkrahús önnur en sú að stórbæta
þjónustuna? Jú, heilbrigð-
isráðherra hefur sagt nýtt sjúkra-
hús spara umtalsverða peninga en
er þá miðað við fjársveltið í dag?
Er það jafnvel svo að þangað til
sjúkrahúsið verður vígt verði
Landspítalinn fjársveltur þannig
að þjónusta verði enn frekar skor-
in niður á næstu árum? Hvaða
trygging er fyrir betri þjónustu í
glæsilegri og stærri salarkynnum
og hvað á að gera við spítalann í
Fossvogi? Hvað með valfrelsi sjúk-
linga og starfsfólks með nýjum
sameiginlegum risaspítala og hvað
með staðsetninguna? Hvaða vit er
í því að hafa nýtt háskólasjúkrahús
við Vatnsmýrina ef þar verður
enginn flugvöllur í framtíðinni? Og
hvaða áhrif munu framkvæmdirnar
hafa á önnur útgjöld til velferð-
armála? Ákvörðunin um nýtt há-
tæknisjúkrahús, eins og það hét
áður, var tekin í skyndi.
Nú skiptir miklu máli að vega
og meta þá stöðu sem uppi er og
nýja möguleika. ÖBÍ hefur aldrei
hafnað nýju háskólasjúkrahúsi en
það er mjög brýnt að samtök fatl-
aðra og sjúkra séu höfð með í ráð-
um og þá ekki um yfirborðslega
aukahluti heldur hugmyndafræðina
sjálfa, framtíðarsýn og skipulag á
betri heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðisstefna á villigötum
Sigursteinn Másson veltir upp
spurningum varðandi nýtt há-
skólasjúkrahús
» Varpað var upp átjald myndum af ein-
staklingsrýmum fyrir
sjúklinga með stórum
sófum og einhvers kon-
ar mahóníinnréttingum,
sérbaðherbergi voru á
hverri stofu …
Sigursteinn
Másson
Höfundur er formaður ÖBÍ.
STJÓRNARLIÐAR hafa keppst
við að halda því fram að skattbyrði
fólks hafi lækkað og ójöfnuður hafi
ekki aukist. Hvort tveggja er rangt
og með ólíkindum hve langt er
gengið í að reyna að
blekkja þjóðina. Það
væri ráð fyrir fjár-
málaráðherra og
reyndar ríkisstjórnina
alla að velta fyrir sér
nýlegri skoð-
anakönnun þar sem
fram kemur að 70%
landsmanna segja að
ójöfnuður hafi aukist í
samfélaginu í stað
þess að berja höfðinu
við steininn.
En það er hægara
sagt en gert að koma
fjármálaráðherra í
skilning um stað-
reyndir þegar hann
trúir ekki einu sinni
svörum sem hann hef-
ur sjálfur lagt fram á
Alþingi sem staðfesta
að skattbyrði hefur
aukist hjá 9 af hverj-
um 10 skattgreiðendum. Í svari
fjármálaráðherra kemur fram að
skattbyrði hefur tvöfaldast til þre-
faldast hjá fólki með lágar og með-
altekjur. Ein helsta ástæða þess er
að skattleysismörkin hafa ekki fylgt
launavísitölu. Ef það hefði verið
gert væru skattleysismörkin í dag
142 þúsund krónur í stað 90 þúsund
króna eða 50 þúsund krónum hærri.
Þetta hefur komið harðast niður á
lágtekjufólki og lífeyrisþegum en
kaupmáttur aldraðra og öryrkja er
ekki nema 1/3 af þeim aukna kaup-
mætti sem aðrir hafa fengið m.a. af
því slitið var á tengsl launa og líf-
eyris á árinu 1996. Eitt af forgangs-
verkefnum nýrrar ríkisstjórnar
verður að bæta kjör þessara hópa,
m.a. með aðgerðum í skatta- og líf-
eyrismálum sem verulega mun
bæta kjör þessara hópa.
Í nýrri skýrslu hagdeildar ASÍ
kemur fram að misskipting hafi
aukist og mörg heimili séu svo
skuldsett að þau ráða illa við að tak-
ast á við efnahagsleg áföll. Á alþjóð-
legum baráttudegi verkafólks hér á
landi 1. maí sl. var aðaláherslan
lögð á að útrýma fátækt, en sam-
kvæmt gögnum Hagstofu má sjá að
10% landsmanna búi við fátækt og
fram hefur komið að yfir 5 þúsund
börn búi við fátækt en barnafátækt
er hér helmingi meiri
en á hinum Norð-
urlöndunum. En allt
þetta virðist fara
framhjá ríkisstjórninni.
Brýnasta verkefni
nýrrar ríkisstjórnar
verður að endurreisa
velferðarkerfið og gera
5 ára aðgerðaráætlun
til að sporna gegn fá-
tækt í samráði við
verkalýðshreyfinguna.
Nálægt 1.800 manns
eru á biðlista á höf-
uðborgarsvæðinu eftir
leiguhúsnæði og er of-
urselt okrinu á leigu-
markaðnum þar sem
fólk þarf að greiða 70-
90 þúsund krónur fyrir
tveggja herbergja íbúð
og 90-120 þúsund fyrir
þriggja herbergja íbúð.
Grípa þarf tafarlaust til
aðgerða til að lækka leigukjörin og
auka húsaleigubætur og að því
verki þurfa að koma verkalýðs-
hreyfingin, ríkisvaldið og sveit-
arfélög. Verðsprengingin sem orðið
hefur á fasteignamarkaðnum á um-
liðnum árum hefur m.a. leitt til þess
að ógjörningur er fyrir unga fólkið
að festa sér kaup á íbúð nema að
eiga handbærar a.m.k. 4 milljónir í
útborgun en fyrir 5 árum síðan
dugði 1 milljón í útborgun fyrir
sambærilegri íbúð. Ríkisvaldið hef-
ur ekki auðveldað unga fólkinu
kaup á íbúð með því að skerða veru-
lega vaxtabætur og taka 270 þús-
und krónur í stimpilgjöld af 18
milljóna króna íbúð. Þessari þróun
verður að snúa við með því að
hækka vaxta- og barnabætur, af-
nema stimpilgjöldin og bjóða fyrstu
íbúðarkaupendum viðráðanleg lána-
kjör sem gerir þeim mögulegt að
koma sér þaki yfir höfuðið.
Ráð til ríkisstjórn-
arinnar
Jóhanna Sigurðardóttir skrifar
um ójöfnuð
Jóhanna
Sigurðardóttir
» 70% lands-manna segja
ójöfnuð hafa
aukist í sam-
félaginu.
Höfundur er alþingismaður.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn