Morgunblaðið - 06.05.2007, Síða 60
60 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Satt að segja hélt ég að borgaryf-
irvöld ætluðu að „taka upp hansk-
ann fyrir Reykjavík“ bara þennan
eina dag sem Villi borgarstjóri dreif
sig út með strollu af blaðamönnum
og -ljósmyndurum á eftir sér og
hreinsaði rusl í heimahverfi sínu,
Breiðholti. Því fátt
hefur borið þess
merki síðan að taka
hafi átt upp hanskann
fyrir Reykjavík. Þetta
var síðasta sumar. Og
borgin kemur skítug
undan vetri – mjög
skítug.
Ég gekk ekki alls
fyrir löngu um mið-
borgina og hvílíkur
sóðaskapur! Glerbrot
og rusl hvarvetna á
gangstéttum. Þetta
var ekki að áliðinni nóttu. Þetta var
snemma kvölds. Enginn að taka upp
hanskann fyrir Reykjavík… nema
það hafi verið í svefnhverfi uppi í
Breiðholti!
Því fagna ég því nú að heyra um
hina grænu stefnu borgaryfirvalda.
Tími til kominn.
En það er ekki nóg að borgaryf-
irvöld taki til hendinni hanska-
klædd. Borgarbúar og gestir þurfa
að vera hirðusamir um umhverfi
sitt.
Fyrir tveimur árum átti ég leið
um Freiburg í Þýskalandi. Ótrúlega
mannvænleg og þrifaleg smáborg. Í
miðborginni þar höfðu fótgangandi
vegfarendur algjöran
forgang. Næstir þeim
komu þeir sem voru á
reiðhjóli, en þeir sem
voru á bílum höfðu
minnstan rétt. Borgin
var fáguð af snyrti-
mennsku, grænu grasi
og blómum. Ég sá
gjarnan fólk vera að
sópa og laga til á gang-
stéttunum fyrir utan
húsin sín. Það var allt
svo snyrtilegt að það var
engu líkara en að fólk hefði snurfus-
að gangstéttarsteinana með tann-
bursta – og tannkremi.
Það var kannski það sem skipti
sköpum og var gleggsta birting-
armynd þess sem skipti máli: Að
fólk gerði hreint fyrir sínum dyrum.
„GERUM HREINT FYRIR
OKKAR DYRUM“ væri hægt að
gera að slagorði þessara vordaga (og
alltaf). Ég skora á borgaryfirvöld að
hrinda af stað átaki í að borgarbúar
leggist allir á eitt og hreinsi nánasta
umhverfi sitt og haldi því hreinu –
geri hreint fyrir sínum dyrum.
Gerum hreint fyrir
okkar dyrum
Viðar Eggertsson vill taka til
hendinni í borginni »…borgarbúar leggistallir á eitt og hreinsi
nánasta umhverfi sitt og
haldi því hreinu – geri
hreint fyrir sínum
dyrum.
Höfundur er leikstjóri.
VIÐ venjulegt fólk eigum ekki að
skilja orðið þjóðareign.
Lögspekingar í eignarrétti segja
enga hugsun á bak við
orðið. Það er aðeins
orðskrípi. Nú skal al-
menningur vita það, að
Þingvellir eru úr sög-
unni sem þjóðareign!
Ekki nein merking að
segja „þitt er mitt og
mitt er þitt, þú veist
hvað ég meina“. En
spyrja má: Hverjir
skyldu eiga jöklana?
Hver á jökulinn,
sem nú er rennandi
vatn eða jökulá? Hann
varð til fyrir margt
löngu, 700 árum eða
500 árum eða 100 ár-
um. Getum við almúg-
inn talið okkur erf-
ingja að rennandi
vatninu? Við erum svo
mörg frá Jóni Arasyni,
biskupi á Hólum.
Hann var vel gildur á
sínum tíma. Hvar er snillingur í
erfðarétti? Komi hann snarlega
fram á sjónarsviðið. Ég geri kröfu til
míns skerfs úr Vatnajökli.
Setjum upp smádæmi, sem vel
getur átt sér stað.
Mikið regnvatn kemur á stórri
þjóðlendu. Það safnast saman og
myndar á miklu minni jörð vatns-
fallsá, sem liðast um flatlendi. Ná-
lægt annarri jörð fellur áin um
þrengsli og myndar stríðan straum
og um skarpan halla. Þarna getur
reynst hagkvæmt að virkja. Halli
nálægt 150 metrum. Gallinn er bara
sá að þriðja jörðin liggur fast að hall-
anum og um hana fellur áin í bogum
og lygnum, með laxveiði og fleiru.
Fólkið í landinu verður að hafa vinnu
og skapa verðmæti. Farið er fram á
að áin sé virkjuð og það er gert.
Fólkið vill allt hafa ávinning af vatn-
inu. En nú er það ekki mögulegt.
Bóndi, sem á landið, segir: „Rétt-
indin til notkunar eru mín.“ Áin hef-
ur runnið í mörg hundruð ár og verið
almenningi til trafala um landið.
Skiptir ekki máli.
Græðgin hefur tekið
völdin og enginn fær
dropa nema borga og
borga vel. Vilja menn
svona kerfi yfir sig á
næstunni?
Því trúi ég ekki. En
stjórnarflokkarnir hafa
sett ný lög um vatn á
landi voru. Þau veita
einstökum mönnum al-
gjöran einkarétt á vatn-
inu úr jöklinum og
„rétthafinn“ gerir millj-
arða kröfu á almenning.
Ég ætlast til þess, að
hver maður geri sér
grein fyrir því hvert er
stefnt með svona lög-
gjöf. Vatnið – í hvaða
formi sem er – verður
að vera eign íslensku
þjóðarinnar. Nýting-
arréttur landeiganda er
sjálfsagður, eins og verið hefur um
aldir.
Spyrjum þessa nýju kröfugerð-
armenn um þetta. Hver á Amazon-
fljótið? Hver á vötnin miklu í Banda-
ríkjunum – Kanada? Hver á Dóná?
Hver á Nílána? Já hver á Þjórsá eða
Skjálfandafljót? Er ekki farsælast
að við öll eigum vatnið – kalt eða
heitt – og virkjum það sameiginlega
öllum til ávinnings?
Umturnum ekki fornum rétti með
græðgina að leiðarljósi. Mundu að
miklir hagsmunir eru í húfi við kom-
andi kosningar. Vatnið verður verð-
mætara með tímanum og má ekki
falla í gróðahít glæframanna. Verj-
um vatnið handa öllum.
Þjóðlenda – þrjár
jarðir og vatnið
Jón Ármann Héðinsson skrifar
um þjóðlendur og eignarrétt
Jón Ármann Héðinsson
» Græðgin hef-ur tekið
völdin og enginn
fær dropa nema
borga og borga
vel.
Höfundur er eldri borgari og fv. al-
þingismaður.
LÝÐHEILSUSTÖÐ hefur kynnt
fyrstu niðurstöður MUNNÍS –
landsrannsóknar á munnheilsu
barna á Íslandi sem gerð var á vor-
mánuðum 2005. Nið-
urstöðurnar sýna að
ástæða er til að hafa
áhyggjur af gangi
mála og staðfesta það
sem tannlæknar höfðu
orðið varir við – tann-
heilsa barna, unglinga
og fólks með litlar
tekjur fer hrakandi. Í
norrænum sam-
anburði lætur nærri
að íslensk börn og
ungmenni séu að með-
altali með tvöfalt fleiri
skemmdar tennur en
samanburðarhópar í Svíþjóð og er
staðan verri en annars staðar á
Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að ýt-
arlegar og reglulegar rannsóknir
skorti um tannheilbrigði, tannhirðu
og neysluvenjur þjóðarinnar, þá
gefur könnun MUNNÍS góða
mynd og samanburð við fyrri kann-
anir á tannheilsu barna allt frá því
að skólatannlækningar hófust í
Reykjavík 1922.
Stjórnvaldsaðgerðir
Í sérstakri könnun sem gerð var
árið 1986 sást hve slæm tannheilsa
barna var og hve hægt hafði miðað
í samanburði við hinar Norð-
urlandaþjóðirnar. Þá voru hertar
aðgerðir settar í gang og ástandið
batnaði mikið fram til 1996 en þá
fór tannheilsu barna aftur að
hraka. Hvað var það sem leiddi til
verri stöðu í tannheilbrigðismálum
menntaðrar og ríkrar þjóðar? Jú,
það voru kerfisbreytingar. Fram til
1. janúar 1990 voru tannlækningar
skólabarna greiddar að fullu en þá
tóku gildi lög um breytta verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Skömmu síðar er farið að inn-
heimta greiðslu á hluta tann-
læknakostnaðar skólabarna og þar
með brást grundvöllur skólatann-
lækninganna. Skólatannlækningar
voru síðan alfarið
lagðar niður árið 2000.
Heilbrigðismark-
mið
Þegar horft er yfir
skráða sögu tann-
heilsu Íslendinga þá
kemur glöggt í ljós að
það eru margir sam-
verkandi þættir sem
hafa áhrif á hana.
Mataræði, mat-
arvenjur, fræðsla,
tannhirða, forvarn-
araðgerðir hjá tann-
fræðingum og tannlæknum og síð-
ast en ekki síst aðgengi að
tannlæknum. Það verður að taka á
öllum þessum þáttum, hugsa heild-
stætt um afleiðingar hinna ýmsu
stjórnvaldsaðgerða. Gott dæmi um
hið gagnstæða var að lækka verð á
gosdrykkjum og stuðla þar með að
enn frekari glerungseyðingu (og of-
fitu) barna og ungmenna.
Ókeypis tannlækningar
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð hefur ítrekað lagt fram frum-
vörp um aukna þátttöku Trygg-
ingastofnunar vegna tannlækninga
og í tvígang frumvarp um gjald-
frjálsar forvarnir og almennar
tannlækningar fyrir börn, unglinga,
aldraða og öryrkja. Tannskemmdir
hafa aukist mest hjá tekjulágum
fjölskyldum því tannlækningar eru
hreinlega orðnar of dýrar fyrir all-
an almenning. Vegna lækkandi
endurgreiðslna hefur dregið úr for-
vörnum og koma foreldrar seinna
og sjaldnar með börn sín til tann-
lækna og stundum ekki fyrr en allt
er komið í óefni. Fötluð og langveik
börn hafa ekki einu sinni fengið
gjaldfrjálsar tannlækningar, nú á
að bæta þeirra stöðu – en gjald-
frjáls verður hún ekki. Það er sárt
að vita að ofurtrú á frjálsri sam-
keppni skuli bitna á þeim sem síst
skyldi. Norðurlandaþjóðirnar veita
ókeypis tannlækningar og tannrétt-
ingar barna og við eigum að taka
þær þjóðir og norrænt velferð-
arkerfi okkur til fyrirmyndar.
Er kominn tími til að end-
urvekja skólatannlækningar?
Það er ljóst að það verður að
gera meira en hafa gjaldfrjálsar
tannlækningar barna og unglinga
til 18 ára aldurs til að ná heilbrigð-
ismarkmiðum WHO, það verður
einnig að koma á skipulagi til að ná
til allra barna, sérstaklega þeirra
sem minna mega sín. Skólatann-
læknar sinntu tannlækningum, for-
vörnum, skráningu og eftirliti sem
fallið hefur niður hjá fjölda barna
eftir að þær lögðust af og endur-
greiðslur minnkuðu. Vegna hrak-
andi tannheilsu barna og unglinga
er nauðsynlegt að fara aftur í stór-
átak á öllum sviðum tannverndar.
Það er þverfaglegt verkefni og
samstarfsverkefni heilbrigðisyf-
irvalda, skóla og Lýðheilsustöðvar.
Tannheilsa, tannvernd og
tannlækningar
Þuríður Backman vill gera
stórátak á öllum sviðum tann-
verndar
» Vinstrihreyfingin –grænt framboð hef-
ur ítrekað lagt fram
frumvörp um aukna
þátttöku Trygginga-
stofnunar vegna tann-
lækninga.
Þuríður Backman
Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
MIKIÐ hefur verið í umræðunni
um þá svívirðu að eyðileggja Ak-
ureyrarvöll, sem verið hefur aðal
íþróttavöllur bæjarins í rúma hálfa
öld og er eitt af fegurstu svæðum
Akureyrar.
Af meirihluta bæj-
arstjórnar var það á
sínum tíma samþykkt
út af miklum þrýst-
ingi sjálfstæðismanna
að byggja upp
íþróttaleikvang ann-
ars staðar í bænum
og er sá þrýstingur
talinn vera kominn
frá fyrrverandi bæj-
arstjóra, Kristjáni
Þór Júlíussyni, að því
er sagt er vegna lof-
orðs hans við Jóhann-
es Jónsson, sem kenndur er við
Bónus, um byggingarlóð fyrir
Hagkaupsverslun á hluta íþrótta-
leikvangs Akureyrar.
Þetta eru fáheyrðar aðgerðir og
hvar annars staðar á landinu
myndi það viðgangast að leyfa
byggingu stórmarkaðar á íþrótta-
leikvangi viðkomandi staðar, jafn-
vel ekki í öðrum löndum, Máttur
peninganna er mikill, en fyrr má
nú vera. Meirihluta Akureyringa
blöskrar aðfarirnar, en valdið er
hjá meirihluta bæjarstjórnar Ak-
ureyrar, sem skipaður er af að-
fluttu fólki Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar. Minni-
hlutinn, Akureyr-
ingar, fær þar engu
um ráðið. Því gerðist
það á bæjarstjórn-
arfundi á Akureyri 3.
apríl sl. að Jóhannes
G. Bjarnason bæj-
arfulltrúi Framsókn-
arflokks bar fram til-
lögu um að
íbúakosning um fram-
tíð Akureyrarvallar
færi fram samhliða al-
þingiskosningunum í
vor.
Tillagan var felld með 7 atkv.
aðkomuliðsins (meirihlutans) gegn
4 atkv. Akureyringanna (minni-
hlutans), en aðkomuliðið virðist
ekki hafa þorað í íbúakosningu.
En sagan er ekki öll sögð, því við
tillögu Jóhannesar varð allt vit-
laust og kom hann heldur betur
við kaunin á sumum meirihluta-
fulltrúunum. Gengu þau Sigrún
Björk, núverandi bæjarstjóri, og
Hermann Jón, formaður bæj-
arráðs, svo hart fram í svívirð-
ingum á Jóhannes að með fádæm-
um er, og t.d. missti bæjarstjórinn
alveg stjórn á sér þegar hún taldi
þetta sýndartillögu, sem ætluð
væri til framdráttar Framsókn-
arflokknum í kosningunum í vor,
sem auðvitað kom málinu ekkert
við, enda samþykktu allir minni-
hlutaflokkarnir tillöguna. Kristján
Þór, sem nú er forseti bæj-
arstjórnar sá sig tilneyddan að
biðja bæjarfulltrúa meirihlutans
að gæta hófs í orðavali, slík voru
ósköpin.
En að lokum má geta þess að
títtnefndur Kristján Þór, sem tal-
inn er vera upphafsmaðurinn að
eyðileggingu aðalíþróttaleikvangs
Akureyrar, er fyrsti maður á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í NA-kjördæmi við alþingiskosn-
ingarnar í vor og ættu Akureyr-
ingar að skoða vel hug sinn áður
en þeir kjósa sér slíkan „velgjörð-
armann“.
Dalvíkingarnir
og hitt aðkomuliðið þorði
Hjörleifur Hallgríms skrifar
um Akureyrarvöll »Hvar annars staðarmyndi það líðast að
eyðileggja aðal íþrótta-
leikvanginn vegna óskar
auðmanns um byggingu
stórmarkaðar?
framkvæmdastjóri
Höfundur er fyrrverandi ritstjóri.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn